24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir
„Þetta yrði jákvæður vinkill inn í þjónustu við for-
eldra sem ekki geta nýtt sér frístundaheimilin,“ segir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs
um þá hugmynd sem hún setti fram að dagforeldrar
gætu tekið að sér umönnun þeirra barna sem ekki
komast inn á frístundaheimili.
„Þetta er ekki ný hugmynd. Við töluðum um hana
líka fyrir ári en þá var annað ástand og biðlistar lengri.
Nú þegar eftirspurn er farin að minnka eftir dagfor-
eldrum þá opnast þessi möguleiki. Þetta er hugmynd
sem ég velti fram og hún verður sett inn í hugmynda-
vinnu hjá ÍTR og menntasviðinu.“ Þorbjörg segir hug-
myndina vera að eldri börn gætu tekið þátt í að að-
stoða við yngri börnin og fengið að upplifa venjulegt
heimilishald eftir skóla.
„Það er hægt að nýta þá þjónustu sem er til staðar
og fá til dæmis íþróttafélögin eða skátana í samvinnu
svo úrræðin geti orðið fleiri en bara frístundaheimili.
Allt þetta stjórnast auðvitað af því að til séu heimildir
og reglugerðir og lög séu skilgreind. Dagmæður geta
ekkert gert fyrr en það er komið á hreint,“ segir hún.
„Dagmæður taka vel í þessa hugmynd og eru tilbúnar
að skoða þetta. Ég hef heyrt að þær séu að gera fólki
greiða með því að passa eldri börn dag og dag en taki
ekkert fyrir það.“ kyg
Þorbjörg Helga hefur sett hugmynd fram um aðstoð dagmæðra
Skólabörn til dagmæðra
Þorbjörg Hugmyndin
er að dagmæður geti
tekið að sér eldri börn
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Rökstuðningur Árna Mathiesen
fjármálaráðherra í svörum hans við
óundirbúinni fyrirspurn vegna
skuldar íslenska ríkisins við Imp-
regilo stangast á við úrskurði dóm-
stóla. Endurgreiðslukrafa Imp-
regilo er í dag hátt í 1,8 milljarðar
króna.
Í svörum Árna við fyrirspurn
Steingríms J. Sigfússonar, for-
manns Vinstri grænna, um skuld
íslenska ríkisins við ítalska verk-
takafyrirtækið Impregilo kom fram
að umrædd skuld kunni „að vera
óveruleg og lítil sem engin“. Árni
rökstuddi það meðal annars með
því að segja að endurgreiðslukrafa
Impregilo væri óljós. Héraðsdóm-
ur hafnaði hins vegar frávísunar-
kröfu ríkisins í málinu í lok júní,
sem var byggð á því að kröfur Imp-
regilo væru óljósar og vanreifaðar.
Hátt á annan milljarð króna
Forsaga málsins er sú að þegar
Impregilo hóf að byggja Kárahnjú-
kastíflu var óljóst hvort Impregilo
bæri að greiða staðgreiðslu af laun-
um portúgalskra starfsmanna
tveggja starfsmannaleigna, eða
hvort starfsmannaleigurnar sjálfar
ættu að gera slíkt. Yfirskattanefnd
úrskurðaði að Impregilo ætti að
greiða staðgreiðsluna og til að fyr-
irtækið gæti haldið starfsemi sinni
hérlendis áfram var ákveðið á fundi
með ríkisskattstjóra 17. maí 2005
að greiða staðgreiðsluna líkt og
Impregilo væri launagreiðandinn.
Það var þó gert með þeim fyrirvara
að Impregilo myndi leita réttar síns
fyrir dómstólum og gera kröfu um
endurgreiðslu ef úrskurðað yrði
fyrirtækinu í hag. Hæstiréttur gerði
það 20. september í fyrra þegar
hann felldi ákvörðun yfirskatta-
nefndar úr gildi.
Endurgreiðslukrafan byggir
bæði á þeim skattgreiðslum sem
áætlaðar voru á Impregilo fyrir
ákvörðun yfirskattanefndar árið
2005 og þeirri staðgreiðslu skatta
sem fyrirtækið innti af hendi í kjöl-
far þeirrar ákvörðunar. Samanlagt
var hún orðin um einn og hálfur
milljarður króna í janúar síðast-
liðnum þegar málið var þingfest í
héraðsdómi. Lögbundnir dráttar-
vextir eru í dag yfir 26 prósent og
því hækkar krafan um rúma millj-
ón króna á hverjum degi. Í dag er
hún allt að 1,8 milljarðar króna.
Ríkið að taka mikla áhættu
Steingrímur spurði fyrst um
meðferð skattamála erlendra
verkamanna og starfsmannaleigna
árið 2003. „Svarið þá var að þetta
væri ekkert vandamál. Ég fylgdi
þessu eftir og spurði þrisvar eða
fjórum sinnum um málið á jafn
mörgum árum. Nú er síðan komið
í ljós að ríkið þarf ekki einungis
mögulega að endurgreiða alla
skattana heldur líka að greiða stór-
kostlega dráttarvexti. Það stefnir
ekki í góðu útkomu hjá ríkinu í
þessu máli og ég held að það sé að
taka mikla áhættu með því að
halda þessum málaferlum áfram.“
Ekki náðist í fjármálaráðherra
við vinnslu fréttarinnar.
Kárahnjúkar Endurgreiðslu-
krafa Impregilo snýst um stað-
greiðslu skatta sem fyrirtækið
greiddi fyrir portúgalska starfs-
menn starfsmannaleigna.
Stangast á
við dómstóla
Svar ráðherra við fyrirspurn vegna skuldar við Impregilo stangast
á við niðurstöður dómstóla Krafa Impregilo allt að 1,8 milljarðar
➤ Hæstiréttur felldi ákvörðunyfirskattanefndar um að Imp-
regilo bæri að greiða stað-
greiðslu starfsmannanna úr
gildi í fyrrahaust.
➤ Íslenska ríkið reyndi að fáendurgreiðslukröfu Impregilo
vísað frá á grundvelli þess að
hún væri óljós. Því var hafnað
í lok júnímánaðar.
SKULD VIÐ IMPREGILO
Maðurinn sem er eftirlýstur
af lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu vegna stórfelldrar
líkamsárásar á Mánagötu í
Reykjavík síðastliðinn
sunnudag er sagður hafa yf-
irgefið landið.
Ivan Konovalenko, sem er 31
árs gamall, er talinn hættu-
legur. Leitað verður sam-
starfs við erlend lögreglulið
við að hafa uppi á honum. Tveir menn hafa verið í haldi vegna málsins
en ekki verður krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir þeim og
munu þeir losna í dag. Leit að fjórða manninum sem haldið var að ætti
þátt í árásinni hefur verið hætt. Sýnt þykir að hann hafi ekki átt aðild
að árásinni. Í líkamsárásinni sem um ræðir réðust menn inn á heimili
og þar var maður stunginn tvívegis með hnífi, í fót og læri. Hann var
ekki alvarlega meiddur. kyg
Hefur yfirgefið landið
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
43
59
3
09
/0
8
• Austurbæjarskólinn var fyrsta húsið með hitaveitu í Reykjavík. www.or.is
Hellisheiðarvirkjun
að Nesjavalla-
virkjun Laugardaginn 13. september verðurfarin gönguferð frá Hellisheiðarvirkjun og
til Nesjavallavirkjunar. Gengið verður upp
Sleggjubeinsskarð og upp á Vörðuskeggja sem er 805 metra hár.
Þaðan verður farið niður í Kýrdal og í Nesjavallavirkjun. Gangan
tekur u.þ.b. 6 klst. og er frekar erfið, að jafnaði um brattar fjalls-
hlíðar. Nauðsynlegur búnaður eru góðir gönguskór, góður hlífðar-
fatnaður og nesti. Orkuveita Reykjavíkur leggur til ferðir frá
Reykjavík í Hellisheiðarvirkjun og til baka frá Nesjavallavirkjun og er
mæting í höfuðstöðvar Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 kl. 10:00.
Áætlaður komutími til baka kl. 18:00. Þátttaka er ókeypis og allir
velkomnir. Leiðsögumaður er Hans Benjamínsson kynningarfulltrúi
Hellisheiðarvirkjunar. Ef veður verður tvísýnt verður gengin
auðveldari leið.
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is