24 stundir


24 stundir - 12.09.2008, Qupperneq 17

24 stundir - 12.09.2008, Qupperneq 17
24stundir FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 17 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Í veitingastofu Þjóðmenning- arhússins stendur Ingi Rafn Hauksson nú yfir pottunum og matreiðir gómsætar súpur og brauð ofan í gesti sína. Hann gefur hér uppskrift að gúllassúpu sem hann hefur eldað í fjölda mörg ár. Fræg í vinahópnum „Ég hef notað þessa uppskrift síðan árið 1992 og hún er fræg í mínum vinahópi. Uppskriftin hef- ur í rauninni ekki breyst mikið í gegnum tíðina en ef eitthvað er hef ég kannski bætt aðeins í hana hvítlauk. Ég set líka chili-pipar í súpuna til að gera hana svolítið sterka og hún er mjög góð á haustdögum þegar það er rigning og kalt úti og farið að dimma. Súpan er síðan langbest upphituð eins og svo margar slíkar nagla- súpur. Ég baka brauð líka og hér í vinnunni baka ég brauðin hans Jóns kokks sem eru með alls konar hráefnum eins og til dæmis osti. Súpuna elda ég mest í mat- arboðum en ætla reyndar að elda hana fyrir gesti Þjóðmenning- arhússins í dag,“ segir Ingi Rafn. Innihald Hér gefur Ingi Rafn lesendum síðan uppskriftina að gúllassúp- unni sinni. Uppskriftin nægir fyrir fjóra og rúmlega það. 300 g nautahakk 400 g nautagúllas 300 g kartöflur 4 hvítlauksrif 200 g gulrætur 1 dós niðursoðnir tómatar (stappaðir) 100 g sveppir 2 stk. rauðlaukur 1 stk. chili-pipar (ferskur) salt og pipar eftir smekk. Aðferð Veltið gúllasinu upp úr hveiti og brúnið á pönnu. Setjið í meðal- stóran pott. Brúnið hakkið á pönnunni og bætið í pottinn. Brúnið laukinn og sveppina og bætið í. Sjóðið kartöflurnar í frek- ar litlu vatni og maukið síðan (með hýðinu). Bætið í pottinn ásamt öllu hinu. Kartöflurnar eru notaðar til að þykkja súpuna að- eins. Sjóðið allt í ca. 45 mínútur. Borin fram með grófu brauði (helst nýbökuðu). Eldið frekar ríf- lega af súpunni, því hún er æðisleg upphituð daginn eftir. Fræg súpa innan vinahópsins Góð gúllassúpa á köldum haustdegi Æðisleg upphituð Ingi Rafn eldar ríflega af súpunni. Tilboð 4 Sími 800 9999 MJÓD D MJÓDD KYNNING Mörgum þykir flatbakan góð og alltaf virðist vera markaður fyrir góða pitsustaði. Nú á dögunum var staðurinn Big Papas opnaður í Mjóddinni, en hann var áður til húsa í Engihjalla í Kópavogi. Þangað geta borgarbúar nú sótt sér bökur ef hungrið steðj- ar að. Fjölskylduframtak Hjónin Hafþór Sigmundsson og Katrín Guðmundsdóttir hyggjast sjá landanum fyrir gæðapitsum, en þau eru engir nýgræðingar í þess- um geira og búin að starfa við pitsugerð síðastliðin 10 ár. „Við leggjum mikið upp úr að veita góða þjónustu og réðum því til okkar fólk sem við höfum starf- að með um árabil og þekkjum vel,“ segir Hafþór um starfsemina. Það má því segja að Big Papas- pitsurnar séu fjölskylduframtak þar sem nostrað er við pitsurnar af alúð. Jafnframt leggja þau hjóna- korn upp úr fyrsta flokks hráefni og iðka rótgrónar aðferðir við pitsugerðina. „Pitsurnar okkar eru þunnbotna og bakaðar í steinofni,“ bætir Haf- þór við en fróðum mönnum og matelskum þykja pitsurnar yfirleitt betri bakaðar á þennan gamla ítalska máta. Pitsustaðurinn Big Papas í Mjóddinni Eldheitar pitsur Bip Papas Alltaf markaður fyrir góðar pítsur.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.