24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 20
Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@24stundir.is „Ég hef haft áhuga á ljósmyndun síðan ég var 8 ára, en þegar ég var í Verzló ákvað ég að leggja þetta fyrir mig. Einnig hef ég mjög gaman af tísku og vil læra í London,“ segir Saga um ástæðurnar fyrir vali hennar og framtíðaráformum. Eins og nafnið gefur til kynna er þunga- miðjan í náminu tískuljósmyndun sem og augýsingaljósmyndun. „Síðan eru auðvitað grunnatriði ljósmyndunar kennd, ljósmynda- saga og það tvennt síðan samein- að,“ segir Saga. Sveitastelpa í Rokki og Rósum Uppeldi og fjölskylduhagir hafa ýtt henni áfram á þann stað sem hún er á í dag. „Ég hef meðal ann- ars búið á Þingvöllum og í Skál- holti, en foreldrar mínir eru prest- ar, þannig að ég gat ekki annað en orðið fyrir áhrifum af fallegri nátt- úru. Einnig eru systkini mín mjög listræn, ég á systur í listaháskóla og bróður í djass-spili,“ segir Saga sem hefur, þrátt fyrir góðar gáfur, aldrei fundið sig almennilega í bóklegu námi. „Ég flutti síðan í bæinn, al- ger sveitastelpa, byrjaði í mennta- skóla og vissi ekki neitt um tísku.“ Það breyttist fljótt þegar hún hóf störf í tískuversluninni Rokki og Rósum þegar hún varð hrifin yfir sig hrifin af „vintage-design“ vörum. „Fólk sem ég umgengst mest er mikið í listrænum pæling- um, ætli ég laði þau ekki að mér og þau mig að sér,“ segir hún. Þegar mynd segir sögu Saga segir atvinnutækifæri í tískuljósmyndun fá hér á klakan- um kalda miðað við í London og auðvitað eru draumarnir fagrir. „Mig langar til að taka ljósmyndir fyrir „underground“ tískublöð og framkvæma hluti sem ég ákveð en fara ekki eftir einhverjum ákveðnum pöntunum. Skemmti- legast finnst mér að taka myndir sem segja einhverja ákveðna sögu, hvort sem það er með fötunum, umhverfinu eða stílbragði ljós- myndanna.“ Ég er tilbúin Saga er tilbúin í tískuljósmynd- unarnámið og tilbúin að upplifa heiminn frá öðru sjónarhorni en hún hefur áður gert. „Þetta leggst allt mjög vel í mig, ég er rosalega spennt og hlakka til að komast út, finnst ég einhvern veginn tilbúin að fara frá Reykjavík í bili. Ég ætla þó ekkert að vera með staðhæfing- ar um það hvort ég verð búsett í London um ókomna tíð en það eru margir skemmtilegir hlutir og spennandi að gerast þar um þessar mundir,“ segir Saga að lokum um lífið sem bíður hennar handan við hornið. Saga Sigurðardóttir Í drungalegum búningi þó fegurð módels og myndar leyni sér ekki. Í lífi Sögu Sigurðardóttur hefst nýr kafli á tískuljósmyndunarnámi Þegar myndir segja sögur Í síðustu viku flutti Saga Sigurðardóttir búferlum til Lundúna og á morgun verður hún nemandi í tískuljósmyndum í London College of Fas- hion. Hún er ekkert stressuð og henni finnst áhugaverðir og spenn- andi hlutir að gerast í borginni í dag. ➤ Er staðsettur meðal annars áhinni frægu verslunargötu Oxford Street. ➤ Kennir tískutengdar náms-greinar á borð við tískublaða- mennsku, stafræna tísku og strategíska tískumark- aðsfræði ásamt hefðbundnari greinum eins og ljósmyndun og hönnun. ➤ Gestakennarar eru meðalannars Jimmy Choo, Tom Ford, Alexandra Shulman og Donatella Versace. SKÓLI SÖGU 20 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég flutti síðan í bæinn, alger sveitastelpa, byrjaði í mennta- skóla og vissi ekki neitt um tísku. tíska Tískuspekúlantar og hönnuðir tískuvikunnar í New York segja að vegna kreppu og lægðar komi kventíska til með að verða íburð- arminni og einfaldari þegar fram líða vikur. Praktíkin verði alls- ráðandi og öllu prjáli og ofeyðslu verði kastað í bili þar sem erf- iðara reynist að pranga inn á kvenmenn hinum ýmsu vörum um þessar mundir. Tískuvikan í New York hefst í dag og er ætl- unin að sýna þar sumartískuna fyrir árið 2009. Kreppuklæði Kínverski tískufatahönnuðurinn Ji Wenbo varð fyrstur landa sinna til þess að halda sýningu hönnunar sinnar á japanskri tískuviku í Tók- ýó sem nú stendur yfir. Lína hans er aðallega fyrir karlmenn og er undir áhrifum frá kínverskum her- klæðum. Hann sýndi meðal annars svört silkijakkaföt djössuð upp með demantsbrjóstnælum, gollur í íhaldssömum litum; svörtu, hvítu og gráu ásamt hvítum buxum og handtöskum. Ji Wenbo, sem er þaulreyndur í faginu, með margs kyns viðurkenningar í farteskinu, lét hafa eftir sér að hann vonaðist til þess að þátttaka hans í hinum japanska tískuheimi hefði góð áhrif á samvinnu kínverska og japanska tískuiðnaðarins en hingað til hefur samstarf verið af mjög skornum skammti. „Ég held að Tókýó sé borg sem hönnun mín, stíll og framtíðaráform falla vel að,“ sagði Wenbo við fréttastofu Reuters, en hann er ákafur áhugamaður og aðdáandi japanskra efna og hönn- unar. „Ég hef eignast marga vini úr hinum fræga japanska tískuiðnaði og vonast til, í framhaldi af því, að geta búið til alþjóðleg merki ásamt þeim einhvern tímann.“ Það voru ekki aðeins tískulandamærin til Japans sem Ji steig fyrstur landa sinna yfir, heldur var hann fyrsti kínverski tískuhönnuðurinn til þess að taka þátt í sýningu í Mílanó á síðasta ári. Ji Wenbo var á tískuviku í Tókýó Tískumúrar brotnir milli Kína og Japans Hönnun Ji Wenbo er róttækur hönnuður. Klæðskera- og kjólameistara- félagið er 65 ára á árinu. Félagið hefur staðið í ströngu síðan árið 1943 þegar tólf konur í kjóla- versluninni Fix komu saman og stofnuðu Félag kjólameistara í Reykjavík. Meðal fyrstu verkefna þess var að kanna hvort meistari væri á öllum kjóla- saumastofum í Reykjavík og voru réttindalausum konum sem sniðu og saumuðu án leyfis send áminningarbréf. Árið 1983 sam- einaðist félagið Félagi meistara og sveina í fataiðn. Klæði og kjólar Áminningarbréf fyrstu verkefnin Nýjir glæsilegir haldarar frá línunni sem Oprah Winfrey mælir með. Nýtt kortatímabil

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.