24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 19
Mósaíklistaverkið Skólagangan verður afhjúpað í Borgaskóla í dag þegar skólinn fagnar tíu ára afmæli sínu. Verkið er af tíu börnum að leik og eru fyrirmyndirnar nem- endur skólans. „Allir nemendur skólans settu sína steina í listaverk- ið þannig að þetta er samvinnu- verkefni nemenda og starfsfólks með stuðningi nemenda,“ segir Inga Þ. Halldórsdóttir, skólastjóri Borgaskóla. Síðar um daginn verður mikil hátíð þar sem leiktæki verða sett upp og nemendur sjá um skemmtiatriðin. Inga lofar sann- kallaðri karnivalstemningu. „Þetta verður eins og tíu ára afmæli á að vera. Þegar við verðum 20 ára verð- um við hátíðlegri.“ Nemendur og starfsmenn Borgaskóla hafa aðra ástæðu til að fagna í dag. „Við erum með vistverndarstefnu sem við erum alltaf að endurbæta og við fáum Grænfánann sem viðurkenningu fyrir það. Það er afskaplega gaman að fá hann núna á degi umhverf- isins,“ segir Inga að lokum. Afmælishátíðin stendur kl. 16- 18 og fer fram í íþróttahúsi og á sal skólans. Karnivalstemning 24stundir FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 19 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Félagar í Lionsklúbbi Hafnar- fjarðar efna til hátíðarhalda í til- efni af 100 ára afmæli bæjarins á laugardag. Hátíðina kalla þeir einfaldlega Gaflaradag en bæj- arbúar hafa lengi verið kallaðir Gaflarar. Nafngiftin kom til þegar ekki var róið vegna veðurs og milli vertíða. Þá söfnuðust sjó- menn gjarnan saman undir göfl- um á verslunar- og pakkhúsa- svæðinu við höfnina. Hátíðarhöldin fara fram á Thorsplani kl. 13-15. Gaflarinn útnefndur „Börnum er boðið að teikna og mála á borðum sem verður komið fyrir. Þarna verður barnatívolí og útigrill bæði fyrir börn og full- orðna,“ segir Gissur V. Kristjáns- son, talsmaður Lionsklúbbsins. Hljómsveit verður á staðnum og leikur létta tónlist. „Hátíðin nær síðan hámarki þeg- ar Gaflari ársins verður útnefndur. Við höfum útnefnt Gaflara ársins í tíu ár. Það er alltaf mætur Hafnfirð- ingur sem hefur unnið Hafnfirð- ingum og Hafnarfjarðarbæ vel,“ segir Gissur og bætir við að í þess- um hópi séu meðal annars kaup- menn, kennarar, bæjarstjóri og út- gerðarmenn. „Við veljum hann innan klúbbsins og það er alltaf gert í mjög góðri sátt. Það er nóg af góð- um Göflurum að velja úr.“ Gaflaradagurinn markar jafn- framt upphaf fjáröflunar Lions- klúbbs Hafnarfjarðar og verða Gaflaramerki seld á hátíðarsvæð- inu á Thorsplani. „Ágóðinn núna rennur til Fjarðar sem er íþrótta- félag fatlaðra í Hafnarfirði,“ segir Gissur að lokum. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar heldur Gaflaradag Það er enginn skortur á góðum Göflurum Gaflaradagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði á laugardag. Hátíðin nær hámarki þeg- ar Gaflari ársins verður útnefndur en mikil leynd hvílir yfir því hver verður fyrir valinu. Gaflaradagur Félagar í Lionsklúbbi Hafn- arfjarðar blása til hátíðar. ➤ Lionsklúbburinn heldur Gafl-aradaginn í samvinnu við bæjarstjórn Hafnarfjarðar. ➤ Hátíðarhöldin fara fram álaugardag kl. 13-15. ➤ Gaflari ársins verður útnefnd-ur kl. 14. GAFLARADAGURINN Fjölbreytt dagskrá verður í boði á hollvinadegi á Bifröst laugardaginn 13. september. Meðal annars kemur hljóm- sveitin Upplyfting saman á ný í tilefni dagsins og leika Magnús Stefánsson og félagar á tónleikum og dansleik um kvöldið. ej Upplyfting saman á ný Danski snillingurinn Mogens Wenzel Andreasen sem margir minnast úr Kontrapunktsþátt- unum vinsælu flytur erindi í Salnum á sunnudagskvöld. Erindið fjallar um áhrif nor- rænna goðsagna á dönsk tón- skáld seint á 19. öld. Að fyr- irlestri loknum rifjar hann upp Kontrapunktsþættina ásamt íslenskum þátttakend- unum. Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Snillingur úr Kontrapunkti LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við höfum útnefnt Gaflara ársins í tíu ár. Það er alltaf mætur Hafn- firðingur sem hefur unnið Hafnfirð- ingum og Hafnarfjarðarbæ vel. AkureyrarAkademían stendur fyrir afmælismálþingi til heiðurs kart- öflum laugardaginn 13. september. Tilefnið er ekki eingöngu al- þjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Dagskráin er fjölbreytt enda málþingið hugs- að sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð með er- indum, uppákomum, veisluhaldi og dansi. Málþingið er haldið í Hús- mæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 og hefst kl. 13. Kartaflan í öllu sínu veldi Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta E N N E M M /S ÍA /N M 34 98 9 Nú höfum við opnað nýja Vínbúð í Skútuvogi 2 og aukum þar með þjónustu okkar við viðskiptavini. vinbudin.is helgin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.