24 stundir - 12.09.2008, Page 30

24 stundir - 12.09.2008, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir „Þulirnir sem lýstu leiknum gegn Skotum, létu eins og .../... þorps- fífl á fjórðudeildarleik um 1970. Það eina sem greindi þessi gáfu- menni ljósvakans frá fótbolta- bullunum til forna, var að þeir höfðu ekkert grjót til að kasta inn á völlinn.“ Björgvin Valur bjorgvin.eyjan.is „Þegar ég var í MR var alltaf nokkuð um að nemendur (eig- inlega bara strákar) tækju upp á því að skrifa með zetu. Þetta þótti sumum ægilega fínt og töff. Ekki veit ég hvers vegna. Verra var að í langflestum tilvikum kunnu þess- ir spjátrungar ekki að beita z- reglunum rétt. “ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Ég fékk póst áðan frá Gallup. Fyrsta spurningin snerist um það af hvaða kyni ég væri. Möguleik- arnir voru: Kona, Karl, Vil ekki svara, Veit ekki. Ég held fjanda- kornið að ef maður veit ekki af hvaða kyni maður er geti maður varla verið marktækur um ann- að.“ Nanna Rögnvaldardóttir nannar.blogspot.com BLOGGARINN Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Fyrir ekki svo löngu voru fáir utan Vestfjarða sem höfðu heyrt af karlakórnum Fjallabræðrum. Eftir velheppnaða tónleika á Menning- arnótt og móttöku handbolta- landsliðsins á Arnarhóli er nafnið Fjallabræður nánast á allra vörum. „Við erum náttúrulega bara ekkert nema auðmýktin yfir því hversu vel þetta hefur gengið. Þetta er náttúrulega mikið boost fyrir menn sem eru ekki betri söngvarar en þetta að fá svona mikið að gera,“ segir Stefán B. Önundarson, einn meðlima Fjallabræðra. „Ég held að leyndarmálið á bakvið þetta sé að við syngjum allir með pungnum. Það er málið, við syngj- um bara ofboðslega hátt.“ Koma út úr söng-skápnum Stefán segir það vera merkilegt hversu vel kórmeðlimir nái saman því stakir muni þeir seint teljast heimsklassa söngvarar. „Allir sem eru í þessum kór eru svona skápa- söngvarar, það er að segja, þetta eru menn sem alla langar til að syngja, enginn þeirra hefur hæfileika til að verða næsta rokkstjarna Íslands en við erum rosalega fínir saman.“ Undanfarið hafa verkefnin bók- staflega hlaðist upp hjá Fjalla- bræðrum. Stefán segir að dag- skráin framundan sé þétt bókuð. „Við erum að fara í stúdíó á morg- un að taka upp þrjú ný lög og eitt jólalag. Við ætlum að vera með jólalag Fjallabræðra núna fyrir jól- in.“ Hann bætir því við að það geti vart verið jól án jólasveina og ættu Fjallabræður vel að geta fetað í fót- spor hinna frægu sona Grýlu. Syngja fyrir fjörðinn Fjallabræður kalla ekki allt ömmu sína en það sést glöggt á því tónleikahaldi sem félagarnir stefna að í tilefni af 60 ára afmæli Tónlist- arskóla Ísafjarðar. Þá verður sviðið býsna óhefðbundið því drengirnir hyggjast koma fram á miðjum firð- inum. „Við verðum þar í faðmi fjalla blárra þar sem við munum fylla bát af græjum og mönnum og verðum svo á miðjum pollinum að syngja fyrir fjörðinn,“ segir Stefán. Í ljósi þess að Fjallabræður eru yfir fimmtíu talsins er augljóst að fleyið þarf að vera veglegt.„Þetta verður sko enginn árabátur. Þetta verður skip,“ segir Stefán. Fjallabræður fara óhefðbundnar leiðir í tónlist sinni Listin að syngja ofboðslega hátt Karlakórinn Fjallabræður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði, bæði fyrir kraftmikinn söng og prúðmannlega framkomu. Drengirnir eru á leið í hljóðver. Stefán Syngur ætíð með pungnum. Mynd/Páll Önundarson Hávær prúðmenni Lykillinn að velgengni Fjallabræðra er að syngja nógu hátt. HEYRST HEFUR … Það hefur vakið athygli að Anita Briem er ekki ein hér á landi. Fylgisveinn hennar heitir Dean og er kvikmyndaframleiðandi og góðvinur bandaríska leikstjórans Eli Roth sem er tíður gestur hér á landi. Ekki er vitað hvers eðlis samband Anitu og Dean er en hann virðist fylgjast vel með öllu hvað varðar sambönd hennar við fjölmiðla hér og leiðbeindi henni m.a. í myndatökunni fyrir 24stundir. bös Og meira um umstangið varðandi Anítu, því sím- inn hjá pabba hennar Gulla Briem, hefur varla stoppað eftir að fréttist af komu stúlkunnar til landsins. Stúlkan hefur erlent vinnuafl í kynning- armálum og hafa fjölmiðlar landsins því brugðið á það ráð að hringja beint í pabba gamla til að reyna að fiska viðtöl. Gulli hefur tekið þessu óvænta um- boðsmannshlutverki fagnandi og gert vel. bös Hópur barna frá Afríkulandinu Úganda hefur gefið út afskaplega skemmtilega útgáfu af Bjarkar-laginu All is full of Love. Lagið var gefið út á safnplötu á vegum Bitone-samtakanna er gefur sig út fyrir að bæta líf og vonir barna landsins á aldrinum 8-18 ára sem á síðustu árum hafa orðið að þola stríð, fátækt eða veikindi vegna sjúkdómsfaraldra. Slóð er á þessa frábæru útgáfu lagsins af heimasíðu Bjarkar. bös Eina Hollywoodstjarna okkar Ís- lendinga, Anita Briem, íhugar að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún á nú ekki langt að sækja tónlist- arhæfileikana, enda dóttir Gunn- laugs Briem trommara Mezzoforte er tók við Íslensku tónlist- arverðlaununum ár eftir ár sem besti trommari landsins. Það má því ætla að stúlkan hafi fengið mikið tónlistaruppeldi á heimili sínu, bæði hér heima og í London þar sem pabbi hennar starfaði um hríð sem atvinnu-hljóðfæraleikari. „Ég hef spilað tónlist alla mína ævi,“ segir Anita. „Ég lærði á flaut- ur þegar ég var yngri og nýlega tók ég upp gítarinn. Ég er búin að vera að syngja og spila aðeins.“ Þegar hún er spurð nánar út í þetta áhugamál sitt viðurkennir hún að vera byrjuð að semja og syngja sín eigin lög og áhuginn á að leyfa því að blómstra einhvern daginn leynir sér ekki. „Já, ég er aðeins byrjuð og það er mjög gam- an að vinna í því. En ég segi kannski betur frá því seinna þegar það er lengra komið.“ Anita fylgist eins vel með ís- lenskri tónlist og hún getur fyrir utan landsteinana og hafa erlendir blaðamenn oft rætt við hana. Hún segir blaðamenn spyrja mikið um Sigur Rós og Björk. „Fólk erlendis dáist mikið að tónlistarfólkinu okkar sem er mjög áberandi úti í heimi. Ég er ákaflega stolt af því. Við erum með alveg ótrúlega ríkt tónlistarlíf.“ Stúlkan gaf engar vísbendingar um það hvort eða hvenær hún hygðist fara í hljóðver eða plötuút- gáfu. biggi@24stundir.is Anita Briem íhugar að breiða úr sér í listum Semur og syngur sín eigin lög Anita Hefur greinilega ekki bara áhuga á leiklist og langar til að syngja. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 8 7 1 6 9 5 3 4 3 4 9 2 5 8 7 6 1 1 5 6 3 4 7 8 9 2 8 7 3 6 1 4 9 2 5 9 1 5 8 2 3 4 7 6 4 6 2 7 9 5 1 8 3 5 9 8 4 3 6 2 1 7 6 2 4 9 7 1 3 5 8 7 3 1 5 8 2 6 4 9 Hugsa sér, ekki ein einasta feilnóta! a Þangað til ég sé botninn og get farið að byggja upp. Ég vona alltént að menn muni leggja höfuðið í bleyti. Verður kafað dýpra í þetta mál? Freyr Antonsson er upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, en hann hefur undanfarið unnið að innflutningi kafbáts fyrir ferðamenn til siglingar um EyjafjörðFÓLK 24@24stundir.is fréttir Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.