24 stundir


24 stundir - 12.09.2008, Qupperneq 27

24 stundir - 12.09.2008, Qupperneq 27
Að vísu vó á móti hin meðvitaða ákvörðun að rúlla r-inu að íslensk- um sið, til að undirstrika hreiminn, sem hefði þó mátt vera ögn þykkari. Þá má einnig hrósa markaðsfólki Icelandair og 66º Norður, en þessi tvö fyrirtæki stálu næstum því sen- unni, svo áberandi voru þau í „hlut- verkum“ sínum. Ævintýraheimur Jules Verne er þó í aðalhlutverki, enda þótt aðeins brot af honum skili sér í myndina. Eftir stendur þó hin ágætasta fjölskylduævintýramynd. Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is Það var erfitt að hrista af sér þjóð- arstoltið sem braust fram þegar Anita Briem fyllti út í hvíta tjaldið í Laugarásbíói í fyrrakvöld. Loksins eigum við alvöru ís- lenska Hollywood-kvikmynda- stjörnu, þangað til annað kemur í ljós. Jules Verne „remixaður“ Jarðfræðinördinn Trevor fer ásamt Sean bróðursyni sínum til Ís- lands þegar skjálftamælar hans sýna sömu tölur og tíu árum fyrr, þegar bróðir hans týndist. Við rætur Snæfells hitta þeir hina íslensku leiðsögukonu Hönnu, sem labbar með þeim á toppinn. Þegar þangað er komið tekur ævintýra- heimur Jules Verne við með (ó?) fyrirsjáanlegum afleiðingum. Anita skilar sínu Ef ekki væri fyrir framúrstefnu- lega þrívíddartækni, sem, eh … öhh … bætir alveg nýrri vídd við bíóupplifunina, væri þessi æv- intýramynd vel undir meðallagi. Tæknin er notuð óspart í byrjun, með góðum árangri, og stóð und- irritaður margan gestinn að því að fálma út í loftið, því á tímabili virt- ist sem bíómyndin ætlaði að hrifsa bíógestina til sín. Hin íslenska Anita Briem stend- ur sig vel í hlutverki sínu sem ís- lenskur leiðsögumaður, þó svo enskur orðaforði og framburður hennar hafi á tíðum verið merkilega góður, í ljósi þess að persóna henn- ar er einangruð íslensk afdalamær. Undir grænni torfu Þremenningarnir á fleygiferð í iðrum jarðar, vopnuð vasaljósi og í klæðnaði frá 66º Norður. Skemmtileg ævintýramynd með íslensku ívafi Leikstjóri: Eric Brevic. Aðalhlutverk: Anita Briem, Brendan Fraser, Josh Hutcherson. Journey To The Center Of The Earth Nú fara lögfræðingar líklega að velta því fyrir sér hvort tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sé til í slaginn við Disney-fyrirtækið. Glöggur lesandi benti okkur nefni- lega á að teiknimyndafígúran Bósi Ljósár úr Toy Story-teiknimynd- unum þykir sláandi líkur söngv- aranum og því kannski í lagi að skoða það betur hvaðan þeir fengu fyrirmyndina. Finnist einhver tenging milli Jóhanns og Disney gæti tenórinn átt von á stjarn- fræðilegum bótum. Allar tvífaraábendingar eru vel þegnar. Sendið okkur tölvupóst á 24@24stundir.is. Jóhann fyrirmynd Bósa Ljósárs? 24stundir FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 27 Leikkonan Pamela Anderson er ekki par hrifin af varaforsetaefni Repúplikanaflokksins í Banda- ríkjunum. Þrátt fyrir að stúlkan sé frá Kanada virðist hún hafa sterkar skoðanir á forsetakosn- ingunum því í nýlegu viðtali sagðist hún ekki þola Söru Palin og að hún „sökki“. Ein ástæðan gæti verið að Pamela er yfirlýstur dýravinur, en Palin veiðimaður. bös Pamela þolir ekki Söru Palin Ævintýramyndin Journey to the Center of the Earth var frumsýnd í fyrrakvöld í Laugarásbíói fyrir full- um sal boðsgesta. Aðalleikkona myndarinnar, Anita Briem, heiðr- aði gesti með nærveru sinni, en hún þótti standa sig vel og uppskar lófaklapp í lokin. traustis@24stundir.is Glæsileg Anita tók sig vel út í kjólnum. Anita Briem mætti á forsýningu Journey to the Center of the Earth Uppskar lófa- klapp bíógesta Forsýning á myndinni Jo- urney to the Center of the Earth fór fram í fyrra- kvöld, þar sem hin ís- lenska aðalleikkona myndarinnar mætti á svæðið ásamt fjölskyldu. Í vinnunni Anita kemur fram í Sjálfstæðu fólki Jóns Ársæls von bráðar. Afastelpa Anita með afa sínum, Gunnlaugi Briem. Og ömmustelpa Hjördís amma og Anita á góðri stund. Poppkóngur Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson, fékk afhenta svo- kallaða stemningarnögl á verð- launaafhendingu Monitors á Apótekinu í gær þar sem blaðið fagnaði eins árs afmæli sínu. Verðlaunagripirnir eru brons- eftirmyndir af gítarnöglum. Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri blaðsins, afhenti fjórar aðrar slík- ar neglur. Sign fékk nögl fyrir dugnað, Iceland Airwaves fékk nögl fyrir framtakssemi, Mamm- út fékk nögl fyrir framfarir og sjónvarpsþátturinn Dagvaktin fékk nögl fyrir samstarf. Tólfta tölublaði Monitors var dreift á staðnum en það prýðir söngkonan Emilíana Torrini er talar um nýju plötuna sína í við- tali við blaðið. Nýr vefur Moni- tors var einnig opnaður í tilefni afmælisins en þar munu nokkrir vefþættir hefja göngu sína. vij Fékk stemning- arnöglina Til þess að fagna eins árs afmæli sínu hefur útgáfufélagið Kimi Re- cords ákveðið að gefa áhugasöm- um lag af væntanlegri breiðskífu Retro Stefson. Lagið heitir Paul is Dead og vísar titillinn í þekkta samsæriskenningu frá áttunda áratugnum þegar ráðvilltir aðdá- endur Bítlanna héldu því fram að Paul McCartney væri dáinn og staðgengill hefði komið í hans stað. Á einu ári hefur eyfirska fyr- irtækið gefið út fimm plötur og þar á meðal er sívinsæl frumraun Hjaltalíns. Á næstu mánuðum er von á tveimur útgáfum til við- bótar. Þar á meðal frumraun Retro Stefson er fæst gefins á kimirecords.net fram yfir helgi. bös Kimi gefur lag í afmælisgjöf Virkar fljótt og vel • Nauðsynlegt eftir sýklalyfjakúr • Við vandamálum í maga og ristli • Styrkir ónæmiskerfið • Bætir meltinguna og heilsufar • Eykur nýtingu nauðsynlegra næringarefna Framleitt í samráði við meltingar- sérfræðinga. Bragðlaust duft, þægileg inntaka. Bowel Biotics+ Einstök blanda fyrir meltingarveg barna Fæst í apótekum og heilsubúðum Celsus 7 tegundir mjólkursýrugerla+ Prebiotica Inulin FOS+Trefjar fyrir BÖRN TVÍFARINN

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.