24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 11
24stundir FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 11 36% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík Helgarveisla! TILBOÐIN GILDA 11. - 14. SEPTEMBER w w w .m ar kh on nu n. is 40% afsláttur DÖNSK OFNSTEIK 1.199 kr/kg 1.989 kr/kg FRAMHRYGGJASNEIÐAR FROSNAR 489 kr/kg LAMBALÆRI FROSIÐ 899 kr/kg FERSKUR KJÚKLINGUR HEILL 499 kr/kg 782 kr/kg Upplýsingar og innritun í síma 567 030 Næsta námskeið byrjar 17. september Meirapróf Nýr forseti Al-þýðusambands Íslandsverður kjör- inn síðustu helgina í október í stað Grétars Þorsteinssonar. Tvö nöfn hafa þegar kom- ið fram, þeirra Ingi- bjargar R. Guð- mundsdóttur og Gylfa Arnbjörnssonar. Bæði lýstu yfir framboði í gær. Einstakir armar inn- an ASÍ gera sterkt tilkall til stólsins. Bent er á að nú sé einstakt tækifæri til að koma konu í fyrsta sinn í for- setastól. Aðrir benda á að nú sé komið að Starfsgreinasambandinu, stærsta sambandinu innan ASÍ, að fá forsetastólinn. Kristján Gunn- arsson, formaður SGS, er fámáll um hugsanlegt framboð sitt. Þögn ráðherra mitt í kjaradeiluljósmæðra og ríkisins er æp-andi, svo ekki sé meira sagt. Annað tveggja daga verkfall þeirra stendur nú og ekkert hreyfist. Ítrekað hafa ljósmæður vísað ábyrgðinni á hendur ríkisstjórninni en hvorki heyrist hósti né stuna úr börkum ráðherra. Þó er rétt að halda til haga orðum ráðherra félagsmála, Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem sagðist hafa skilning á kröfum ljósmæðra. Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór ráðherra heilbrigð- ismála virðast týndir og tröllum gefnir. Þeir sjást ekki, svörin skortir. Verst fyrir ljósmæður að ekki eru kosningar í nánd, þá stæði vart á svörum ráðherranna. Seðlabankinn telurnauðsynlegt að stýrivextirverði háir uns verðbólga er örugglega tekin að minnka og verð- bólguvæntingar að hjaðna. Í rökstuðn- ingi Davíðs Odds- sonar og annarra í bankastjórn segir að afsláttur á þeirri stefnu yrði öllum til bölvunar. Peningastefnan verði að veita það aðhald sem nauðsynlegt er til þess að draga úr verðbólgu og verðbólguvæntingum. Gagnrýn- endur peningastefnunnar segja að nú hefði verið gott að hafa Þjóðhags- stofnun, sem í aðdraganda krepp- unnar hefði verið mikils virði. Þjóð- hagsstofnun var lögð niður, eins og menn muna, í bræði vegna mein- ingarmunar þeirra sem þar stýrðu og þáverandi forsætisráðherra, Dav- íðs Oddssonar. the@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Barnalög voru endurskoðuð fyrir nokkrum árum. Þá var sett inn sú jákvæða regla að móðir skuli feðra barn sitt þegar feðr- unarreglur 2. greinar laganna eiga ekki við. 2. grein barnalaga segir til um það að eiginmaður eða skráður sambýlismaður móður barns verði sjálfkrafa talinn faðir barns. Réttur barna til að þekkja báða foreldra sína þykir ótvíræður og því þótti rétt að setja þessa skyldu á herðar mæðrum. En hver er pabbinn? Þá komum við að smá hnökr- um. Í veruleikanum gengur ým- islegt á. Kona getur verið með barni þegar hún kynnist manni, jafnvel verðandi eiginmanni eða sambýlismanni. Maður sá á því með réttu ekkert í verðandi barni þrátt fyrir sambýlið við konuna. Eftir að barnið er komið í heiminn er barnið sjálfkrafa feðr- að, þrátt fyrir góðan vilja móður og föður að feðra barnið rétt. Það er ekki hægt að laga þetta nema að fara af stað með langt ferli, svokallað véfengingarmál, sem þeir einir geta höfðað sem til- greindir eru í 21. grein laganna, eða móðir, skráður faðir og barn- ið sjálft. Hinn eiginlegi faðir getur ekki höfðað véfengingarmál. Hann telst ekki aðili málsins. Hann get- ur ekkert gert til að breyta því. Fari allt í hund og kött. Lífið er ýmiss konar og marg- breytilegt og því ekki hægt að ganga að því sem vísu að allir séu réttlátir, sáttir og fallegir. Það er ekki hægt að ganga að því sem gefnu að móðir barnsins vilji feðra barnið sitt rétt né heldur að faðir barnsins vilji gangast við því. Þess vegna hefur verið boðið upp á það úrræði að hægt sé að höfða dómsmál til feðrunar barns. Þarf þá að sækja mál fyrir dómstólum sem fellir úrskurð um hver sé réttur faðir barnsins sem um ræðir. Þetta þykir sjálf- sagt mál því eins og áður sagði þykir það sjálfsagður réttur hvers barns að þekkja báða foreldra sína. En þarna erum við aftur komin í hnút. Aftur segja barna- lögin að þeir sem geti höfðað dómsmál séu móðirin, barnið sjálft og sá sem telur sig vera föð- ur barns, enda hafi barnið ekki verið feðrað. Þessi síðustu orð „enda hafi barnið ekki verið feðr- að“ skipta hér höfuðmáli. Barn móður sem hefur sambúð eftir getnað er sjálfkrafa feðrað. Í þeirri stöðu getur réttur faðir ekki höfðað faðernismál því barnið er jú feðrað, þó ranglega sé. Því verður hann að treysta því að móðir barnsins eða barnið sjálft sé tilbúið til að höfða þetta mál. Réttur föðurins er enginn. Hann getur ekki krafist réttrar feðrunar á barni sínu, hvað sem hann reynir, nema með samþykki móðurinnar eða barnsins. Breyttist í meðförum þingsins Þegar frumvarp að breytingum á barnalögum var lagt fram á þinginu á sínum tíma var þessi fyrirvari um að barnið væri ófeðrað ekki til staðar. Frumvarp- ið tók breytingum í meðförum þingsins og það skilyrði var sett inn að barnið yrði að vera ófeðr- að til að faðirinn gæti höfðað faðernismál. Samt sem áður hafði Hæstiréttur í desembermánuði 2000 dæmt í faðernismáli sem faðir hafði höfðað. Hafði Hæsti- réttur á orði að barnalögin brytu, með þessu ójafnræði um aðild að faðernismáli, gegn 70. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Brot á stjórnarskránni Þrátt fyrir þessa ábendingu á sínum tíma frá æðsta dómstól landsins hefur leiðrétting ekki orðið á þessu stjórnarskrárbroti í barnalögunum. Stjórnarskráin er æðsta réttarheimildin og ber að hafa það í huga við lagasetningu. Að þessu rituðu skora ég á Al- þingi að kippa þessu óréttlæti gegn feðrum og börnum þeirra strax í lið, svo börnin fái rétti sínum um að þekkja báða for- eldra sína framgengt. Höfundur er áhugamanneskja um réttindi barna og feðra þeirra. Já en ég er pabbi barnsins! VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Að þessu rit- uðu skora ég á Alþingi að kippa þessu óréttlæti gegn feðrum og börnum þeirra strax í lið, svo börnin fái rétti sínum um að þekkja báða foreldra sína framgengt.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.