24 stundir - 12.09.2008, Side 7

24 stundir - 12.09.2008, Side 7
24stundir FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 7 EFTIR Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Langdrægar rússneskar sprengi- flugvélar flugu yfir Atlantshafið í gær til að taka þátt í heræfingum í Karíbahafi. Flugvélarnar hafa við- dvöl á herflugvelli í Venesúela. Hugo Chavez, forseti Venesúela, fagnaði komu Tupolev Tu-160 sprengiflugvélanna og sagðist jafn- vel vonast til að fá að fljúga annarri þeirra sjálfur. Chavez segir að æfingin sé til marks um að heimurinn sé að þok- ast frá því að Bandaríkin gnæfi yfir aðrar þjóðir á alþjóðasviðinu. „Forysta Kanans er að baki,“ segir hann. Ekki síðan í kalda stríðinu Þetta er í fyrsta sinn sem sem rússneskar sprengivélar hafa lent á Vesturlöndum síðan kalda stríðinu lauk. Þær hófu för sína í norður- hluta Rússlands og flugu í þrettán klukkustundir yfir Norður-Íshaf og Atlantshaf. Interfax hefur eftir Alexander Drobísjevskí ofursta að herþotur NATO hafi fylgt sprengi- vélunum alla leiðina. „Allt flug flughersins er og hefur verið í fullu samræmi við alþjóð- legar reglur um loftferðir yfir al- þjóðlegu hafsvæði,“ segir Drobísj- evskí og bætir við að ekki séu kjarnavopn um borð í vélunum. „Flugvélarnar munu fara í æfing- arflug yfir hlutlausu hafsvæði í nokkra daga, áður en þær snúa til síns heima.“ Venesúela vígvæðist Venesúela hefur líkt og Rússland hagnast feikilega á hækkun olíu- verðs undanfarið og eru Bandarík- in einn helsti kaupandi venesú- elskrar olíu. Ríkisstjórn Chavez hefur upp á síðkastið nýtt olíu- gróðann til að kaupa vígbúnað frá Rússlandi fyrir milljarða Banda- ríkjadala. Meðal þess sem hefur verið á innkaupalista Venesúela eru þyrlur, Kalashnikov-rifflar og orr- ustuþotur. Chavez lýsti því yfir í vikunni að til stæði að festa kaup á rússnesk- um kafbátum. Þá munu Rússar hjálpa Venesúela að koma sér upp loftvarnarkerfi. Sýna mátt sinn Auk sprengiflugvélanna tveggja munu fjögur herskip og kafbátar vera við æfingar undan ströndum Venesúela. Þeirra á meðal er beiti- skipið Pétur mikli og tundurspill- irinn Tsjabanenkó aðmíráll – tvö öflugustu skip Rússaflota. Alls munu um 1.000 hermenn koma að æfingunum. „Rússland er að komast aftur á það stig í afli og alþjóðasamskipt- um sem það missti því miður við lok síðustu aldar,“ segir rússneski aðmírállinn Eduard Baltin. Heimshorna- flakk Rússa  Rússneskar sprengifluvélar héldu til Venesúela í gær  Sameig- inleg heræfing rússnesks flug- og sjóhers í Karíbahafinu ➤ Hugo Chavez, forseti Vene-súela, er dyggur bandamaður Rússa á alþjóðasviðinu. ➤ Að sama skapi nýtir hannhvert tækifæri til að hnýta í Bandaríkin. ➤ Chavez studdi aðgerðir Rússaí Georgíu einarðlega. ➤ Rússar segja heræfingunaekki tengjast ástandinu í Georgíu, heldur hafi hún löngu legið fyrir. CHAVEZ OG RÚSSLAND NordicPhotos/AFPSpenntur Hugo Chavez segist hlakka til að fljúga rússneskri sprengiflugvél. STUTT ● Logar undir Ermarsundi Eld- ur kviknaði í vöruflutningalest sem var á leið um Ermarsunds- göngin síðdegis í gær. Lestin var komin langleiðina frá Englandi til Frakklands þegar eldsins varð vart og var umferð um göngin samstundis stöðvuð. Segir lögregla að 32 hafi verið um borð. Átta þeirra slösuðust lítillega, en enginn hlaut alvar- leg meiðsl. ● Lýsir ekki sigri David Petra- eus, hershöfðinginn sem stýrt hefur aðgerðum Bandaríkj- anna í Írak frá febrúar 2007, segist aldrei munu nota orðið „sigur“ til að lýsa ástandi landsins. „Þetta er ekki þess lags barátta að hægt sé að ná völdum á hæð, setja niður fána og snúa heim sigursæll,“ segir Petraeus í viðtali við BBC. Rússar hafa lýst sig reiðubúna að setjast að samningaborðinu um eldflaugavarnakerfið sem Banda- ríkin hyggjast reisa í Póllandi og Tékklandi. Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, segir það þó háð því að kerfinu sé ekki beint gegn Rússum. „Við erum opnir fyrir alvarleg- um viðræðum. Ef Bandaríkin og Pólland eru tilbúin að ábyrgjast að evrópska eldflaugavarnakerfinu sé ekki beint gegn Rússlandi, þá erum við reiðubúnir að skoða raunveru- legar hugmyndir,“ segir Lavrov í viðtali við Gazeta Wyborcza. „En við erum að tala um tryggingu, ekki yfirborðskenndar pólitískar aðgerðir.“ Hugmyndir Bandaríkjamanna um eldflaugavarnakerfi í fyrrver- andi austantjaldsríkjum hafa mætt harðri andstöðu í Kreml. Þar telja menn kerfið raska valdajafnvægi á svæðinu. Bandaríkin segja að kerfið myndi aldrei verða nógu öflugt til að takast á við eldflaugaárás frá Rússlandi. Tilgangur þess sé að verjast mögulegum árásum frá ríkjum á borð við Íran. andresingi@24stundir.is Rússar um eldflaugavarnir í Austur-Evrópu Vilja tryggingu Samak Sundaravej, sem neyddist til að segja af sér sem forsætisráð- herra Taílands fyrir þremur dög- um, var í gær útnefndur forsætis- ráðherraefni flokks síns að nýju. Samak þurfti að segja af sér þeg- ar dómstóll komst að þeirri nið- urstöðu að hann hefði gerst sekur um stjórnarskrárbrot með því að stýra matreiðsluþætti í sjónvarpi í ráðherratíð sinni. Dagana áður höfðu harðvítug mótmæli geisað víða um Taíland, þar sem afsagnar Samaks var krafist. Samak og flokkur hans beygðu sig undir niðurstöðu réttarins, en segja að ekkert standi í vegi fyrir endurkjöri hans. „Ég þakka flokknum fyrir að hafa útnefnt mig,“ sagði Samak í gær. „Ég þigg útnefninguna til að geta varið lýðræði í landinu.“ aij Flokkur berst gegn mannabreytingu Tefla brottreknum manni aftur fram Ráðherra í ríkisstjórn Nýju Suð- ur-Wales í Ástralíu neyddist í gær til að segja af sér fyrir þá sök að hafa dansað næstum nakinn í samkvæmi sem starfsfólk þing- hússins efndi til. Matt Brown, sem fór með lög- reglumál í stjórn ríkisins, við- urkenndi að framferði sitt hefði ekki verið „mjög ráðherralegt“ en gleðskapurinn eða drykkjuveisl- an umrædda átti sér stað fyrir þremur mánuðum. Þá klæddi hann sig úr öllu nema „örstutt- um“ nærbuxum og sýndi síðan alls kyns danskúntir uppi á græn- um leðursófa. „Ég er bara breyskur maður og mér urðu á mistök. Fyrir það geld ég,“ sagði Brown en hann þver- neitaði að hafa verið með ein- hverja kynferðislega tilburði við nafngreinda þingkonu. Fyrst eftir að Brown hafði stigið nærbuxnadansinn reyndi hann að þegja um uppákomuna en þjóð veit þá þrír vita og þá var honum ekki sætt lengur. svs Ekkert má í Miðengi Ummæli Eduards Kokoity, for- seta Suður-Ossetíu, vöktu í gær spurningar um hvort sjálfstæð- isyfirlýsing landsins hafi aðeins verið millileikur í sögu héraðsins. „Nú erum við sjálfstætt ríki og getum hlakkað til þess að samein- ast Norður-Ossetíu og ganga inn í Rússland,“ sagði hann við fréttamenn Reuters. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þetta af og frá. „Suður-Ossetía sækist ekki eftir að ganga í eina sæng með nein- um,“ sagði Lavrov. aij Suður-Ossetía í Rússland? Søren Gade, varnarmálaráðherra Dana, hefur mælt fyrir því að 31. ágúst verði opinber fánadagur í Danmörku. Vill hann að dag- urinn verði helgaður störfum danskra hermanna á erlendri grund. Varð þessi dagur fyrir val- inu þar sem Danir hófu þátttöku í Flóabardaga 31. ágúst 1990, sem Gade segir hafa markað tímamót í starfi hersins. aij Dannebrog að húni fyrir dátana

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.