24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 26
Eftir Stefán Jakobsson stebbijak@gmail.com Fyrri plata Atómstöðvarinnar kom út fyrir góðum fimm árum, því er óhætt að segja að tími hafi verið kominn á nýtt efni frá henni. Greinilegt er að meðlimir hljóm- sveitarinnar hafa ekki setið auðum höndum þó að lítið hafi frá þeim heyrst síðustu misseri. Lagasmíðar og hljómur þeirra hefur snarbatn- að, einnig eru greinilegar framfarir í spilamennsku og er bandið þétt sem aldrei fyrr. Plötuumslagið er skemmtilega og smekklega unnið þar sem skyr- slettarinn og mótmælandinn Helgi Hóseasson sjálfur prýðir framhlið- ina. Platan sjálf byggist að mestu á kröftugum gítarriffum af gamla skólanum sem eru dyggilega studd af þéttum bassa og þungum trommum. Ofan á þetta allt saman þenur svo Gummi raddböndin af miklu öryggi, enda löngu búinn að sanna sig sem frábær rokksöngv- ari. Það er eins gott að spenna beltin því strax í fyrsta lagi er manni skotið af stað af miklum krafti sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Tvö fyrstu lögin þjóta hjá. Þriðja lagið, Think So, er smellur plötunnar sem hefur fengið tölu- verða spilun undanfarnar vikur, enda hörkugott lag. Næstu lög halda kraftinum sem einkennir plötuna án þess þó að gefa ástæðu til að staldra mikið við. Áttunda lagið, Bloodline, er að mínu mati besta lag plötunar, þó að sólóið í rólega kaflanum sé fullómstrítt. Ekkert lag dregur plötuna niður og að sama skapi eru fá sem hífa hana hátt upp. Platan er rúmlega í með- allagi góð sem heild. Atómstöðin getur gengið stolt frá þessari plötu og vel við unað. Eins gott að spenna beltin BÆJARLIND S: 544-5514 PLAYERS BOLTINN Í BEINNI HÓPA- MATSEÐILL HÁDEGIS- MATUR ALLA VIRKA DAGA Dísel Stór- hljómsveitin BUFF Föstudags- kvöld Laugardags- kvöld 26 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins "teg.81103 - þessi MEGAvinsæli og flotti fæst nú í þessum nýja lit í B,C skálum á kr. 2.950,- og buxur í stíl á kr. 1.450,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf Laugardaga opið 10-14 www.misty.is teg. 5207 - haldgóður og BARA flottur í C,D,E skálum á kr. 2.950,- og buxur í stíl á kr. 1.450,-" HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU „Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót“ M.K MBL „Falleg, fyndin,sönn og kvenleg“ V.G Bylgjunni „Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta“ Jón Viðar DV FÆRRI KOMUST AÐ EN VILDU Í VOR EN NÚ GEFST TÆKFIFÆRI Á NÝ TIL AÐ SJÁ ÞESSA EINSTÖKU OG SKEMMTILEGU SÝNINGU ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR SUN 14. SEPTEMBER FIM 18. SEPTEMBER SUN 21. SEPTEMBER mammamamma.netwww.midi.is TRYGGIÐ YKKUR MIÐA BJÓDDU MÖMMU Í LEIKHÚS! heyra í sér í hljóðnemann. Ég held að við höfum fundið þessu ágætis stað og ég held að þetta muni heyr- ast ágætlega.“ Sprengjuhöllin er langt komin með upptökur á breiðskífunni og hefur lokið sinni eigin spila- mennsku. Næstu dagar fara í að hljóðrita aukahljóðfæraleikara en eitthvað meira verður um blásturs- og strengjahljóðfæri en á frum- burðinum, Tímarnir okkar. Bergur segir að nafn sé þegar komið á plötuna en vill ekkert gefa upp um það strax hvað það verður. Platan verður hljóðblönduð eftir nokkrar vikur og áætlað er að gefa hana út í síðustu viku október- mánaðar. biggi@24stundir.is Gerða, nokkurra vikna gömul dóttir Bergs Ebba Benediktssonar, söngvara Sprengjuhallarinnar, hjalar í einu lagi á annarri breið- skífu sveitarinnar sem er vænt- anleg í lok október. „Hún hjalar aðeins, þetta er meira gert til gamans og verður gaman fyrir hana seinna,“ segir Bergur Ebbi um framkomu dóttur sinnar í laginu Með Cheerios í skálinni við smælum endalaust er verður að finna á nýju plötunni. „Í laginu er kafli þar sem pláss var fyrir alls konar hljóðfæri. Við vor- um að leita í hljóðbönkum og öðru eftir einhverju sniðugu þegar Rán, barnsmóðir mín, kemur í heim- sókn með litlu stelpuna okkar. Þá ákváðum við að leyfa henni að láta Sprengjuhöllin gerist afar lífræn á nýju plötunni 24stundir/Valdís Thor Sprengjuhöllin Gerir tilraunir með ung- börn á rannsóknarstofunni. Ungbarn hjalar í einu lagi FÓLK 24@24stundir.is a Við vorum að leita í hljóðbönkum og öðru eftir einhverju sniðugu þegar Rán, barnsmóðir mín, kemur í heimsókn með litlu stelpuna okkar. Þá ákváðum við að leyfa henni að heyra í sér í hljóðnemann. Aðþrengdur Afsakið að ég er til! OKKUR LANGAÐI T I L AÐ VERA MEÐ HREINAN NAUMHYGGJU STÍ L, EN VIÐ HÖFÐUM EKKI RÁÐ Á ÞVÍ ALLIR Í BELTUM?? Bizzaró Það virðist sem byssuskotin hafi ekkert að gera með gengja átök eða son þinn. Þetta virðist hafa verið ná- granni að mótmæla fiðluspili dóttur þinnar MYNDASÖGUR Atómstöðin Exile Republic Risastórt stökk fyrir sveitina er skilar plötu vel yfir meðallagi. poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.