24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 13
Listapósturinn 8 . t b l . • 1 3 . á r g a n g u r • 1 2 . s e p t e m b e r 2 0 0 8 • 1 5 2 . t b l . f r á u p p h a f i Listapósturinn · Útgefandi: Gallerí Fold, listmunasala · Rauðarárstíg 14, 105 Reykjavík · Sími: 551 0400 · fax: 551 0660 · Netfang: fold@myndlist.is · í Kringlunni, 103 Reykjavík · Sími: 568 0400 · Netfang: foldkringlan@myndlist.is · Heimasíða Gallerís Foldar og Listapóstsins er: www.myndlist.is · Ritstjóri: Tryggvi P. Friðriksson · Ábyrgðarmaður: Elínbjört Jónsdóttir · Umsjón heimasíðu: Jóhann Á. Hansen · Upplag: 95.000 prentuð eintök fylgja 24 stundum og 3300 rafræn eintök, send ókeypis til áskrifenda. Breytingar á uppboðunum Undanfarið hefur orðið töluverð breyting á fram- kvæmd listmunauppboðanna hérlendis. Nú er verkaskráin ásamt myndum af öllum uppboðsverk- unum aðgengileg á Netinu. Þetta hefur í för með sér mikið hagræði. Miklu fleiri hafa nú tækifæri til að skoða það sem boðið er upp og skiptir ekki máli hvar þeir eru staddir í veröldinni. Mörg þúsund manns skoða verkin á netinu fyrir uppboðin og um þriðjungur verkanna selst nú í gegn um forboð á netinu eða í síma. Þetta gerir það reyndar að verkum að heldur færri skoða forsýningar og ekki eru alveg eins margir sem koma á uppboðin. Gallerí Fold mun á næstunni auka þjónustuna á Netinu. Innan tíðar verður hleypt af stokkunum netuppboðum og þar verða seldir listmunir af ýmsu tagi. Þessi tegund uppboða nýtur æ meiri vinsælda erlendis. BOÐSKORT Opið er í Galleríi Fold virka daga frá kl.10–18, laugardaga frá kl. 11–16, og sunnudaga frá kl. 14–16. Allir velkomnir á opnunina Laugardaginn 13. september kl. 15 opnar Lilja Kristjánsdóttir sýningu í Baksal Gallerís Foldar. Lilja Kristjánsdóttir sýnir í Baksal Gallerís Foldar Lilja Kristjánsdóttir er fædd 1971. Hún stundaði nám við listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988–1992, Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993–1996 og fór sem Nordplusnemi í Konung- lega listaháskólann í Stokkhólmi 1996. Eftir að Lilja útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996 hélt hún áfram að mála dökkar myndir af fólki. Helstu mótíf hennar voru myndir af ættmennum og fjölskyldu. Í dag eru forferðaminnin að mestu horfin en ofurmagn nútíma myndtákna komið í staðinn. Yfirlitssýning á verkum Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum Sýningarinnar er beðið með nokurri eftirvæntingu, enda Bragi tvímælalaust meðal mestu myndlistarmanna þjóðarinnar síðustu áratugina. Í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg sýningarskrá í bókarformi, alls um 160 síður. Sýning Braga verður þó ekki í öllu húsinu þótt full ástæða sé til, en Kjarvalssýning er í annarri álmu hússins. Þetta minnir á að nauðsynlegt er að huga að stækkum safnhússins svo það sinni betur hlutvekrki sínu. Nýir sýningarsalir Á Menningarnótt voru teknir í notkun tveir nýir sýningarsalir í Fold á Rauðarárstígnum. Framsalurinn er nú tvöfalt stærri en áður og kominn er nýr hliðarsalur. Þetta er kærkomin viðbót. Nú eru sýningrsalirnir í Fold fimm talsins auk annars sýningarrýmis, samtals á um 600 fermetrum. Laugardaginn 13. september verður opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Braga Ásgeirssonar Föstudaginn 12. september verður opnuð á Háskólanum á Bifröst ljósmyndasýning á verkum Jóhanns Hansen. Sýningin stendur til 18. október. Allir velkomnir. Hjólin í Kína ljósmyndir Jóhanns Hansen

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.