24 stundir - 12.09.2008, Page 14

24 stundir - 12.09.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Styrktaraðilar mínir standa enn þétt við bakið á́ mér en auðvitað lít ég djúpt í eigin barm ef illa fer núna. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Ég er eins tilbúinn í þennan slag og ég get orðið held ég og nú látum við skeika að sköp- uðu,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson, kylfingur í Kili í Mosfellsbæ, en hann stendur sig hvað best þeirra fimm ís- lensku keppenda sem nú taka þátt í úrtökumótinu fyrir Evr- ópumótaröðina í golfi en auk hans hófu leik á þriðjudaginn var þeir Heiðar Davíð Braga- son, Stefán Már Stefánsson, Sigurþór Jónsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson. Hausinn er annað mál Sigurpáll er ekki að reyna sig á úrtökumóti fyrsta sinni. Hann reyndi það sama fyrir ári á þeim sama þýska velli og hann leikur á nú. „Það kemur til af því að mér finnst gott að vera hér og spila enda gerðist ekkert annað á síðasta ári en að þetta andlega var ekki al- veg með á nótunum. Spila- mennskan var ekkert hræði- leg. Ég veit alveg hvað ég get með hvaða verkfæri sem er og kann að nota það. Hausinn er svo stundum annað mál.“ Á því virðist Sigurpáll hafa fundið lausn því fyrstu hring- ir hans þessa vikuna hafa ver- ið ólíkt betri en í fyrra og hann er enn eini Íslending- urinn með raunhæfa mögu- leika á að komast í þann 32 manna hóp sem fer áfram frá Fleesensee á annað stig úr- tökumótanna. Fyrsti hring sinn spilaði Sigurpáll á 72 höggum eða pari vallarins. Alls ekki hræðilegt nema hvað efsti maður var á tíu höggum undir. Annan hring sinn tók Sigurpáll á 66 höggum og komst við það í 19-26 sætið en aðeins 32 efstu menn öðl- ast keppnisrétt á öðru stigi úrtökumótsins sem hefst síð- ar í mánuðinum. Þegar 24 stundir fóru í prentun í gær var ekki ljóst á hvaða skori Sigurpáll hafði skilað sér í hús að loknum þriðja keppn- isdegi. Hann byrjaði ekki vel og lék fyrri 9 holurnar á 3 höggum yfir pari. Að loknum þriðja keppn- isdegi var keppendum fækk- að og þeir sem voru 7 högg- um á eftir efsta manni fengu að halda áfram. Gríðarlega hörð keppni er á úrtökumótinu fyrir Evr- ópumótaröðina á hverju ári. Rúmlega 800 kylfingar eru skráðir til leiks á 1. stig úr- tökumótsins sem fram fer á 6 völlum víðsvegar um Evr- ópu. Um 120 af þeim komast áfram á 2. stigið en þar mæta til leiks einnig þeir sem hafa leikið á Áskorenda- mótaröðinni á þessu keppn- istímabili. Á 2. stigi mæta til leiks rúmlega 300 kylfingar og aðeins 25% af þeim kom- ast á lokaúrtökumótið.  Sigurpáll Geir Sveinsson stendur sig vel í Þýskalandi „Það er nú eða aldrei“ Léttur á fæti Sigurpáll á sæmilega möguleika. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Munurinn á mér nú og fyr- ir ári er að nú tel ég mig vera í miklu betra andlegu jafn- vægi og ekki eins spenntur og stressaður og ég var fyrir ári,“ segir Örn Ævar Hjart- arson, kylfingur úr Golf- klúbbi Suðurnesja, sem ólíkt hinum fimm Íslendingunum sem reyna að komast inn á Evrópumótaröðina keppir í Englandi á sama stað og í fyrra en þá réð hann ekki við spennuna og spilaði illa. Sami völlur – minni pressa Örn Ævar telur þennan umrædda völl, Oxfordshire, engu að síður henta sér mun betur en til að mynda sá völlur er aðrir Íslendingar reyna sig á í Þýskalandi. „Í fyrsta lagi þekki ég völlinn vel frá því í fyrra og auðvitað tek ég æfingahringi nú um helgina en hann hentar mér mjög vel. Brautirnar eru breiðar og grínin sömuleiðis en hann er mun lengri en til að mynda völlurinn í Flee- sensee sem hinir strákarnir völdu að spila á.“ Reynslan góður kennari Venjan er kannski sú í líf- inu að brennda barnið forð- ist eldinn oftast nær og því undarlegt að Örn Ævar velji völlinn í Oxford en þátttak- endur hafa úr allnokkrum völlum að velja vítt og breitt. „Það er trúin á sjálfan mig sem skiptir máli. Ég er allt annar andlega en fyrir ári enda hef ég spilað talsvert á atvinnumannamótum á þeim tíma sem liðinn er. Í fyrra var ég einn stressbolti og hélt að heimurinn færist ef ég næði ekki árangri en nú lít ég þetta öðrum augum og fyrir vikið er taugaspennan minni og ég stjórna henni betur. Þess utan er ég hundr- að prósent viss um að spilið mitt er nógu gott og ég hef verið að sveifla vel að und- anförnu. Reynslan kemur mér vonandi til góða.“ Stöðutékk ef illa gengur Örn Ævar setti sér það þriggja ára markmið á síð- asta ári að komast inn á Evr- ópumótaröðina. Fyrsta til- raun gekk ekki upp en aðspurður hvað gerist ef markmiðið næst ekki nú seg- ir Örn það ekki breyta miklu. „Ég á alveg að geta farið einu sinni enn og fjár- hagslega er staðan allt í lagi. Styrktaraðilar mínir standa enn þétt við bakið á mér en auðvitað lít ég í eigin barm ef þetta fer illa núna. Það verður að koma í ljós.“ Örn Ævar Hjartarson reynir öðru sinni við Evrópumótsdrauminn Í góðu andlegu jafnvægi Örn Ævar Hefur leik á 1. stigi úr- tökumóts fyrir Evrópumótaröðina nú á þriðjudaginn. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Föstudagur 12. september 2008  Krakkar úr Háteigsskóla fara á þýska leiklistarhátíð. »Meira í Morgunblaðinu Frumsamið verk  Tölvuleikjaframleið- andinn CCP hannar nýjan alþjóðlegan leik. » Meira í Morgunblaðinu Sirkus kemur fyrir  Alveg ótrúlega góðir og einfaldir veisluréttir. » Meira í Morgunblaðinu Fljótlegt og gott  Lækjargata 2 rifin í frumeindir og flutt annað. » Meira í Morgunblaðinu Uppbygging í borg  Heldur rýr uppskera á sjálfu ári kartöflunnar. » Meira í Morgunblaðinu Og kartaflan

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.