24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir Rauðrófur eru hollar og má nota þær í salat. Hér kemur einföld uppskrift að slíku. Innihald 100 g af hráum rauðrófum 250 g af gulrótum búnt af vorlauk, fínt sneiddum 50 g kasjúhnetur eða salthnetur 150 g af hreinni jógúrt Ein teskeið af hunangi og chillí- og engiferduft. Skerið rauðrófurnar og gulræt- urnar niður í grófa bita. Bætið öðru innihaldi saman við og blandið vel saman í skál. Rauðrófusalat Með nútíma lífsháttum er mikil eftirspurn eftir tilbúnum mat en þó virðist landinn æ meðvitaðri um hollustu og gildi góðs hráefnis. Grímur Þór Gíslason er frum- kvöðull í matvælaframleiðslu í Vest- mannaeyjum en árið 2006 stofnaði hann fyrirtækið Grímur kokkur sem sérhæfir sig í tilbúnum fisk- réttum. Hollur og góður matur „Vörumerki okkar stendur fyrir hollan og bragðgóðan mat sem er tilbúinn á innan við 5 mínútum,“ segir Grímur kokkur. Á boðstólum eru fjölbreyttir fisk- réttir, bæði þjóðlegir réttir og fram- andi svo sem mexíkóskar fisk- pönnukökur og grænmetisbuff. „Þetta kom til því að okkur fannst þörf á að vera með tilbúna fiskrétti en framboð var nánast eingöngu af tilbúnum kjötréttum,“ segir Grím- ur og bætir við að réttirnir fáist keyptir í öllum helstu matvöruversl- unum landsins og séu ennfremur án rotvarnarefna og MSG. Börn vilja fisk Að sögn Gríms eru réttirnir mik- ið keyptir í mötuneyti fyrirtækja, skóla og leikskóla. „Eitt af mark- miðum okkar er að fá börn og ung- linga til að borða meiri fisk,“ segir Grímur en réttirnir renna einmitt ljúflega niður í yngri kynslóðina. Spurður hvað sé vinsælast segir hann að þessir gömlu góðu standi upp úr. „Fólk sækir sérstaklega í réttina sem mamma og amma gerðu í gamla daga, svo sem fiski- bollur og plokkfisk. Við erum þó sí- fellt að prófa eitthvað nýtt og vor- um til að mynda að setja humarsúpu á markað. Við eigum samstarf við vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum með humarvinnsl- una.“ Besti fiskur í heimi „Lykillinn að góðri vöru er gott hráefni,“ segir Grímur. Það eru bara fimm mínútur á miðin og Grímur vill meina að ferskasti fiskur í heimi fáist í Vestmannaeyjum. Það sé því tilvalið að fullvinna hann þar í stað þess að flytja hann allan óunninn úr landi; atvinna skapist og verðmætið aukist. Við fyrirtækið starfa 14 manns og eykur starfsemi sem þessi einnig fjölbreytni í atvinnumögu- leikum fyrir Vestmannaeyinga. Þrátt fyrir hið alræmda krepputal kvartar Grímur ekki og kveður starfsemina vaxandi. Fiskréttir Gríms kokks renna ljúflega ofan í landann Þessir gömlu góðu vinsælastir Fiskibollur Fiskiboll- urnar falla vel í kramið hjá ungum sem öldnum. Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum BYLTING Í SVEFNLAUSNUM EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM HAUSTTILBOÐ 10 -50 % AFSLÁTTUR Fæst í heilsubúðum og matvöruverslunum. ...og þú þarft nánast ekki annað krydd! Herbamare er létt blanda af hafsalti og lífrænt ræktuðum kryddjurtum. Það er notað jöfnum höndum í matargerð og sem borðsalt. Herbamare er kjörið til að krydda fisk, salöt, egg, grænmeti, súpur, sósur, pasta, grjón og kjötrétti og einnig kjörið á allan grillmat. Herbamare er að sjálfsögðu algerlega laust við MSG (monosodium glutamat) VINSÆLASTA KRYDDBLANDAN ÚR SMIÐJU A. VOGEL

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.