24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Föngum fjölgar. Íslenskir fangar voru rúmlega fjórðungi fleiri 10. ágúst
síðastliðinn en þeir voru að meðaltali þennan sama dag átta ár þar á und-
an. Teikningar að nýrri fangelsisbyggingu við Litla-Hraun eru í vinnslu.
Þar er gert ráð fyrir meðferðar- og sjúkradeild og nýja álman á að hýsa 48
til 52 fanga. Vonir standa til þess að gert verði ráð fyrir stækkuninni við
gerð næstu fjárlaga.
Þá hafa 24 erlendir ríkisborgarar setið í fangelsum hér á landi það sem
af er árinu. Um aldamótin voru þeir fjórir að meðaltali og hefur því fjöld-
inn sexfaldast á þessum átta árum. Þessi þróun er þó ekki í takt við hve er-
lendum íbúum hefur fjölgað hér á landi. Þeir voru aldamótaárið um 7700
en í ár eru þeir ríflega 21400.
Í fréttum 24 stunda hefur komið fram að ástandið eigi líklega eftir að
versna, því að mun fleiri fangar afplána nú langtímadóma. Frá ársbyrjun
2007 hafa jafnmargir hafið afplánun á þriggja ára fangelsisdómi eða lengri
og gerðu samanlagt fimm ár þar á undan.
Það er því brýnt að bregðast við. Og það hefur verið gert upp að vissu
marki.
Reglur um reynslulausn hafa breyst. Ungir fangar geta nú sótt um
reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins í staðinn fyrir tvo
þriðju, hafi þeir hegðað sér vel. Ungir fangar hafa líka elst, voru áður þeir
sem voru átján ára og yngri en nú 21 árs og yngri. Var það vegna pláss-
leysis?
Ekki er heldur langt síðan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerði
samstarfssamning við dómsmálaráðherra Litháens,
Petras Baguska, um að Litháar sem brytu af sér hér á
landi afplánuðu heima fyrir. Nú þegar hefur samist
um að fyrstu Litháarnir afpláni heima hjá sér. Góður
samningur, sem vonandi felur í sér fælingarmáttinn
sem vonast er til.
Þegar ákveðið er að breyta reglum um fangelsisvist
þarf það að vera vegna þess að þannig farnist sam-
félaginu best, ekki vegna troðfullra fangelsa. Því þó að
sumar hugmyndir sem kvikna um að fækka föngum í
afplánun séu góðar má gagnrýna aðrar.
Nú er svo komið að eigi menn með mannsæmandi
hætti að sitja af sér þá dóma sem þeir hljóta verður að
byggja fangelsi. Stærra Litla-Hraun væri góð fjárfest-
ing ríkissjóðs og tímasetningin fín.
Stækka þarf
Litla-Hraun
Davíð lagði niður Þjóðhags-
stofnun og vill ekki endurreisa
hana.
Kannski ekki
furða, það var
hann sjálfur sem
lagði niður stofn-
unina af pólitísk-
um ástæðum.
Hún hefði getað
gert stórkostlegt
gagn á tímanum
þegar allt var að
fara úr böndunum í íslensku
efnahagslífi.
Þá þurfti einhvern sem gat talað
af festu og þekkingu um efna-
hagslífið.
Í staðinn tuðuðu menn í ýmsum
hornum, og sátu yfirleitt undir
ásökunum um öfundsýki.
Egill Helgason
eyjan.is/silfuregils
BLOGGARINN
Hefði gert gagn
Barátta ljósmæðra núna end-
urspeglar fortíðina en gefur vís-
bendingar um framtíðina. Kon-
um hefur alltaf
verið sagt að þær
séu ekki nægilega
góðar. Þær eru
ekki nægilega
menntaðar, ekki
með næga
reynslu o.s.frv.
Þegar konur svo
sækja sér það sem
þær eru taldar þurfa, þá er það
ekki nægilega gott heldur.
Nú, þegar kennaranámið er að
verða fimm ár og ljósmæður eru
enn að krefjast áratugagamallar
launaleiðréttingar er illt í efni.
Ekkert bendir til þess að mennt-
un kennara verði meira metin en
ljósmæðra.
Sóley Tómasdóttir
soley.blog.is
Ekki metin
Niðurstöður launakönnunar SFR
– stéttarfélags í almannaþágu
–sýna að kynbundinn launamun-
ur er viðvarandi
og vaxandi
vandamál hjá
hinu opinbera.
Munurinn hefur
aukist um 3%
milli ára hjá SFR,
en stendur í stað
hjá félagsmönn-
um VR.
Þannig hafa meðalheildarlaun
karla í fullu starfi sem eru félagar
í SFR verið 376 þúsund í ár, en
meðalheildarlaun kvenna 274
þúsund krónur. Konur fá því að
meðaltali 27% lægri heildarlaun
en karlar.
Björgvin Guðmundsson
gudmundsson.blog.is
Lægri laun
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Eitt þeirra atriða sem rætt var um við rík-
isstjórnina við frágang kjarasamninganna í
febrúar var að samráð myndi verða milli aðila vinnu-
markaðar og stjórnarinnar. Síðan þá hefur krónan
hrunið um liðlega 30 prósent, vextir hækkað, kaup-
máttur fallið um 10 prósent, fyrirtæki í eigu ríkisins
hækkað verð raforku ásamt þjónustugjöldum og láns-
fjármöguleikar fyrirtækja horfið nema þá á óásætt-
anlegum okurvöxtum. Þrátt fyrir þetta hefur rík-
isstjórnin ekki séð ástæðu til sérstakra aðgerða eða
samráðsfunda. ASÍ og SA hafa hamrað á því að þetta
gangi ekki lengur og vilji er til að taka frumkvæði að
því að taka saman lista yfir þau atriði sem þessir aðilar
væru sammála um að setja í forgang. Þar er um að
ræða að taka verði efnahags- og peningastefnuna til
gagngerrar endurskoðunar. Ríkisstjórnin stefnir í eina
átt og Seðlabankinn í aðra. Ljóst er að krónan er ónýt
og það kostar gríðarlegar fjárhæðir að viðhalda henni.
Einnig hefur komið fram í opinberri umræðu að ASÍ
og SA leggja á það ofuráherslu að losa okkur út úr
reglubundnum rússibanaferðum gengis og verðbólgu.
Gera verði skammtímaáætlun samfara því að leggja á
ráðin um stefnuna til langtíma. Framkvæmdastjórn SA
setti saman lista í síðustu viku yfir þau atriði sem þeir
vilja ræða og hann hefur verið kynntur lands-
samböndum og stærstu félögum. Miðstjórn ASÍ og
landssamböndin hafa fjallað um stöðuna og eru að
undirbúa sitt svar. Reiknað hefur verið með að þessi
vinna taki einhverjar vikur. Miðstjórn RSÍ fjallaði ít-
arlega um stöðuna á föstudag og mér er kunnugt um
að svo er einnig hjá fleirum. RÚV var í gær með frétt í
hádeginu sem skilja mátti á þann veg
að þessi vinna væri komin mun
lengra. Þetta var leiðrétt í kvöld-
fréttum RÚV og Stöðvar 2. Það er því
harla einkennileg frétt í 24 stundum í
gær, sem alfarið byggðist á ummælum
um fréttina sem var í hádeginu í gær.
Það hefur alltaf verið ljóst að aðilar
eru sammála um að til aðgerða verði
að grípa; hverjar þær verða er það sem
fundað verður um á næstu vikum.
Höfundur er formaður
Rafiðnaðarsambands Íslands
Lítt ígrundaður fréttaflutningur
ÁLIT
Guðmundur
Gunnarsson
gudmundur@rafis.is
Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík
höggdeyfar eru orginal
hlutir frá USA og E.E.S.
Aisin kúplings-
sett eru orginal
hlutir frá Japan
varahlutir í miklu úrvali