24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 12.09.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is „Ég sagði upp skriflega í nóvember 2007 og hætti störfum hjá félaginu í febrúar á þessu ári. Félagið sjálft ber svo ábyrgð á því hvenær geng- ið var frá kaupum og sölum á hlutum mínum í félaginu. Ég jós ekki fúkyrðum yfir stjórnendur fé- lagsins, það geta þeir staðfest sjálf- ir,“ segir Baldur Guðnason, fyrr- verandi forstjóri Eimskipafélags Íslands (Eimskips). Greint var frá því í 24 stundum í gær að stjórn- armenn og stjórnendur innan fé- lagsins hefðu þurft að sitja undir „fúkyrðum“ Baldurs á fundum mánuði áður en hann hætti störf- um hjá félaginu. Baldur segir þetta ekki rétt. Hann hafi átt gott sam- starf við stjórn- endur og stjórn- armenn félagsins, þó menn hafi ekki alltaf verið sammála. Björgólfur Guðmundsson og sonur hans Björgólfur Thor Björg- ólfsson hafa ákveðið að koma Eimskipi til bjargar fari svo að 26 milljarða ábyrgð vegna kaupa á XL Leisure Group falli á Eimskip. Óljóst er þó enn með hvaða hætti málið verður leyst þar sem unnið er að því innan Eimskips. Vildi selja Baldur segist hafa gert stjórn og hluthöfum grein fyrir sinni sýn á félagið um leið og hann tók við. „Í mars 2007, þegar Avion Group var sameinað Eimskip, þá tók ég við því félagi á ákveðnum forsendum. Þær voru meðal annars að flug- reksturinn yrði seldur. Það var alltaf mitt sjónarmið. Svo gerist það að flugreksturinn er ekki að standa undir væntingum. Þá var orðið ljóst að þetta væri íþyngj- andi fyrir félagið. Á stjórnarfundi í lok október ítreka ég það að nauð- synlegt sé að auka hlutafé í félag- inu. Í nóvember tek ég svo ákvörð- un um að hætta. Í framhaldi biðja hluthafar og stjórn félagsins mig um að vera áfram og klára ákveðin mál. Í febrúar hætti ég svo í fullri sátt við stjórn. Það er ekkert at- hugavert við minn viðskilnað hjá félaginu.“ Stjórnin með í ráðum „Sú stefnumörkun sem ég og mínir samstarfsmenn unnum eftir var samþykkt af hluthöfum og stjórn félagsins,“ segir Baldur. „Menn gerðu sér alveg grein fyrir því að það þyrfti á endanum að fjármagna fjárfestingar, sem voru hluti af þessari stefnu, með sölu eigna og með hlutafjáraukningu.“ Baldur segir samstarf sitt við Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformann, hafa verið gott. „Ég ætla ekki að tjá mig um hvern- ig stjórnarfundir fóru fram en þrátt fyrir að menn hafi ekki verið sammála um alla hluti þá var starfið faglegt og samskipti eðlileg [...] Ég kem úr flutningahluta fé- lagsins, sem sameinaðist flug- rekstrareiningum. Mín afstaða til flugrekstrarins var alveg skýr; ég taldi nauðsynlegt að selja hann og aðskilja frá flutningahlutanum. Það lá alveg fyrir,“ segir Baldur. Hann segist hafa skilið sáttur við félagið. „Ég veit ekki til þess að ég eigi mér óvildarmenn vegna starfa minna hjá Eimskip. Ég og mínir samstarfsmenn hjá félaginu héldum stjórnarmönnum vel upp- lýstum um allt sem átti sér stað.“ Átti gott samstarf við samstarfsmenn  Baldur Guðnason segir ekki hægt að gera sig persónulega ábyrgan fyrir vandamálum Eimskips  Var alltaf á móti því að flugrekstri yrði blandað saman við flutningsgrunninn Baldur Guðnason Hætti störfum hjá félaginu í febrúar en fékk 2,5 milljarða fyrir sinn hlut í félaginu í apríl ➤ Stjórn Eimskips telur að líkurá því að 26 milljarða ábyrgð falli á félagið hafi aukist vegna breyttra aðstæðna á mörkuðum VANDAMÁL EIMSKIPS „Það eina sem hefur verið rætt er að hugsanlega verði að aðskilja fé- lagslegu og almennu lánin,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður félags- og tryggingamálanefndar en Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, spurði um mál- efni Íbúðalánasjóðs á Alþingi í gær. „Viðskiptabankarnir hafa lagt fram kæru til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, og segja að Íbúðalána- sjóður sé í samkeppni á almennum lánamarkaði. Samkvæmt bráða- birgðaumsögn ESA er ekki gerlegt að ríkið láni til almennra lána en ekki bara félagslegra lána.“ En ekki sé nauðsynlegt að gera stórvægilegar breytingar. „Það gæti leitt til þess að í al- menna hlutanum yrði ríkisábyrgð- inni aflétt. En það er erfitt að skil- greina hvaða lán eru félagsleg. Í sjálfu sér gætu öll lán utan höf- uðborgarsvæðisins flokkast undir félagslegar lánveitingar því þar er ekki eðlilegt markaðsumhverfi. Svo er spurningin hversu háar upp- hæðir séu þar að baki. En útfærsl- urnar hafa ekki verið ræddar.“ hj Engar stórar breytingar áætlaðar á Íbúðalánasjóði Til móts við umsögn ESA Nauðsynlegt að gera breytingar? Umdeilt er hvort nauðsynlegt er að koma til móts við um- sögn ESA. Úrskurður Hæstaréttar síðan á föstudag um gæslu- varðhaldsvist manns sem grunaður er um aðild að hass- hlassmálinu sem kom upp á Seyðisfirði í byrjun sumars hefur ekki verið birtur. Að sögn lögmanns mannsins kemur þó ekkert fram í hon- um sem gæti haft áhrif á rann- sókn málsins. Þá sé algengt að mönnum sé haldið þar til dæmt er í máli ef rökstuddur grunur telst vera um að þeir hafi framið brot sem varðar 10 ára fangelsi eða meira. hj Hasshlassmálið Úrskurðurinn ekki birtur Lögregla verst enn allra frétta um mál Þjóðverja á sjötugs- aldri sem handtekinn var í síðustu viku eftir að um 20 kg af fíkniefnum fundust í bif- reið á hans vegum í Norrænu. Maðurinn hefur verið dæmd- ur í gæsluvarðhald til 16. sept- ember en að sögn yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvort krafist verði lengra varðhalds. hj Smyglmál á Seyðisfirði Rannsókn í fullum gangi Um 400 fleiri nemendur fá nú þjónustu á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar en fyrir viku þar sem tekist hefur að ráða fleiri starfsmenn. Hafa þá alls 1.800 börn fengið vistun en ríflega 1.000 börn bíða enn eftir plássi. Hefur sviðs- stjórum ÍTR og menntasviðs nú verið falið að leiða vinnu við gerð tillagna til að leysa vandann. hj Frístundaheimili Listinn styttist Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is Á þinginu munu innlendir og er- lendir sérfræðingar fjalla um stefnu í menntamálum og í 11 málstofum verður m.a. fjallað um ný lög og innleiðingu þeirra, menntun kenn- ara, mat og eftirlit með skólastarfi og velferð nemenda. Nýjar námsbrautir „Lögin gera framhaldsskólum kleift að búa til fjölbreyttari náms- brautir,“ segir Björg Pétursdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðu- neytinu, og bætir við að flæði á milli verk- og bóknámsbrauta verði aukið. Hún tekur fram að áhersla verði lögð á mat á einstaklingum í hinni nýju menntastefnu. „Með mati er átt við að ef þú ætlar t.d. að setjast aftur á skólabekk og ert búinn að vinna sem smiður árum saman, þá er það metið betur inn í kerfið,“ segir hún og bætir við áhersla verði lögð á hæfni og nemandann sem einstakling í nýrri stefnu. Meistarapróf kennara „Meginbreytingin á lögum varð- andi kennaramenntun er að nú þurfa kennaranemar að ljúka meistaraprófi fyrir öll skólastigin,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður kennarabrautar Háskóla Íslands. „Það er stefnt að því að brúa bilið á milli skólastiga, þannig að leikskólakennari fær rétt til að starfa við yngri stig grunn- skóla og það sama á við mörk grunn- og framhaldsskóla,“. Ný menntastefna kynnt á Menntaþingi í Háskólabíó þar sem boðið er til opinnar umræðu Bil á milli skólastiga brúað með nýrri stefnu Skólastig Meira flæði verður á milli skólanna. ➤ Áhrif foreldra í skólastarfinuverða aukin og menntun kennara verður stórefld. ➤ Leik-, grunn- og framhalds-skólakennarar verða ljúka meistaragráðu. Kenn- aranámið verður fimm ára nám í stað þriggja ára áður NÝ MENNTASTEFNA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.