Eintak

Útgáva

Eintak - 27.01.1994, Síða 2

Eintak - 27.01.1994, Síða 2
STELLINQ VIKUNNAR Allt um það sem er gerast er má á blaðsíðum 32 til 36; popp, klassík, leikhús, bakgrunnstónlist, uppákomur, íþróttir, fundir og mannfagnaður. Þar er meira að segja sjónvarps- dagskráin. Stjórnarráðsballið svokallaða, árshátíð starfsmanna stjórn- arráðsins, hefur í gegnum ár- in verið ein glæsilegasta árshátíðin sem haldin er. Nú heyra þessar glæstu samkomur sögunni til. Astæðan er sögð sparnaður en miðaverðið var jafnan greitt ríflega niður... Þ að er Ijóst að Atli Einarsson fótboltamaður úr Fram mun ekki leika með liðinu á næsta leiktímabili. Nokkrar líkur eru til þess að hann gangi til liðs við norska félagið Bodö-Glint. En Atli er ekki við eina fjölina felld- ur. Hann hefur átt í viðræðum við forráðamenn FH og mun líklega leika með því félagi ef ekki verður af samningunum í Noregi... I intaki barst sú saga til eyrna I að einhverju sinni hafi I Kjartan leikstjóri Ragn- Þunginn er látinn hvíia á öðrum faeti. Hinn er færður einu hænuskrefi framar og hnéð beygt örlftið. Önnur höndin höfð fyrir aftan bak en strokið eftir augabrúninni með þumalfingri hinnar handarinnar. Skilaboð þessarar stell- ingar er að viðkomandi sé skeptískur á umhverfi sitt. Hann er ekki bara vantrúaður á það sem hann sér heldur veit hann sem er að það er byggt á misskilningi, vanþekkingu eða vondum smekk. Hægt er að nota þessa stell- ingu þegar maður les falleinkunnir sínar upplímdar á töflu í Háskólanum, þegar séð er að hvergi er gert ráð fyrir manni í hlutverkaskrám í leikhúsinu eða makinn tilkynnir manni að hann geti allt eins búið með ryksugunni eins og að reyna að blása lifi f þetta samband. Pál Hersteinsson veiðistjóra lang- ar ekki til að flytja norður en sú ákvörðun hefur verið tekin að embættið verði flutt þangað. Rauði kjáninn endu Þótt lágt hafi farið þá er í und- irbúningi stofnun nýs tímarits sem mun staðsetja sig langt, langt til vinstri við allt sem enn er vinstri sinnað. Að baki blaðinu mun standa fólk sem hingað til hefúr verið þekkt fyrir að geta ekki starfað saman - og jafnframt hefur átt erfitt með að starfa með öðru fólki. Meðal aðstandenda blaðsins má nefna Birnu Þórðardóttur, rit- stjóra I.æknablaðsins, fyrrverandi Fylkingarkonu og núverandi Al- þýðubandalagsmann. í Alþýðu- bandalaginu hefur Birna meðal annars gegnt því hlutverki að ef menn eru óánægðir með forystuna hafa þeir kastað atkvæðum sínum í hana. Annar af verðandi stofnend- um er Elías Davíðsson, eðlis- fræðingur, eldheitur stuðnings- maður Palestínu og leikinn steina- spils-leikari. Elías hefur skrifað mikið í blöð og stundum meira en stjórnendur þeirra kæra sig um. Hann sakaði Morgutiblaðið til dæmis um ritskoðun fyrir nokkr- um árum þegar hann fékk greinar sínar ekki birtar þar. Þriðji bakhjarl hins tilvonandi tímarits er Harald- ur Jóhannesson hagfræðingur, sá fjórði Einar Valur Ingimundar- son umhverfisverkfræðingur og sá fimmti Örn Ólafsson bókmennt- afræðingur. Allir eru þeir kunnir af miklum blaðaskrifum og eindregn- um skoðunum sem offast falla utan alfaraleiðar almenningsálitsins. Þótt stofnfúndur hafi ekki verið haldinn hefúr nafn á blaðið verið ákveðið. Það á að heita Rauði fán- inn. Það er sama nafn og blað KSML (Kommúnistasamtökin Marxistar-Lenínistar) hafði á með- an þau samtök lifðu. Það blað var oftast kallað „Rauði kjáninn".© Finnst þérekki í „Jú, mér fannst mjög gaman i þetta eina skipti sem ég hef komið þangað. “ Hefurðu komið oft til Akureyrar? „Milli 20 og 30 sinnum. “ Af hverju viltu ekki bara fiytja með fjölskylduna þangað? „Konan min getur ekki fengið starf við sitt hæfi á Akureyri. Hún er doktor í sameindaliffræði og vinnur við Háskóla Islands. “ Ertu mikill fjölskyldumaður? „Já, ég erþað. Við kona mín eig- um saman tvö börn. Þegar ég er í vinnunni hef ég samviskubit yfir að vera ekki með fjölskyldunni og þegar ég er með henni hef ég samviskubit yfir að vanrækja starfið mitt. “ Finnstþér embætti veiðistjóra eiga frekar heima fyrir sunnan en norðan? „Já, ég skrifaði 14 siðna greinar- gerð til umhverfisráðuneytisins þar sem ég rökstuddi það álit mitt. Því miður erof tímafrekt að rekja þær ástæður hér. “ Hefurðu ákveðið hvort þú ætlir að segja starfi þinu lausu vegna embættisflutningsins? „Nei, ekki enn þá. Mér finnst mjög sárt að vera búinn að byggja upp starf veiðimálastjóra í niu ár og eiga svo á hættu að sjá á eftir því í vaskinn. “ Hvað myndirðu taka þér fyrir hendur ef þú segðir af þér embætti? „Þótt ekki bjóðist mörg at- vinnutækifæri um þessar mundir tel ég mig hafa marga möguleika á störfum. Ég er næstum því til í allt. “ AJonzo teiknar fyn'r Madonnu Sú saga hefur flogið austur yfir Atlantsála frá New York og hingað heim að tískuhönnuðurinn Al- onzo, spúsi Eddu Guðmunds- dóttur alias Ettu Valeska, sé um þessar mundir að hanna föt á Madonnu. Þar hæfir skel kjafti því hann er þekktur fyrir framúrstefnulegan og djarfan klæðnað. Það er ekki að undra að Madonna hafi fallið fyrir stíl Alonz- os sem íslendingar þekkja vel eftir margar villtar sýningar á öld- urhúsum borgarinnar sem Edda hefur sett upp. Síðast voru þau skötuhjúin á ferð hér á landi um jólin og settu þá upp sýningu í Casablanca. Umtöluðust var þó flengingaruppákoman áTunglinu fyrir fáum misserum. um, Palli? ARSSON komið heim til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Gudrúnar ÁsMUNDSDÓTTUR, og spurt: „Má ég ekki fá „Hús andanna" eftir Isa- bel Allende lánaða?" Guðrún hefur fátt á móti því, hleypir Kjartani inn og heyrir hann leita dágóða stund í bókakosti heimilisins. Þégar Kjartan er á leiðinni út aftur spyr Guðrún hvort hann hafi ekki fundið bókina. „Nei“, svarar Kjartan. „En það er allt i lagi. Ég tek bara Evu Lunu í staðinn." ...fær JÓHANNES í BÓNUS fyrir að hlaupa til og panta kalkúnalæri um leið og Hæstaréttardómur- inn féll. Það er eins og hann ætli að berja aftur- haldið úr ríkisstjórninni með kalkúnalærum. ...fær STEINGRÍMUR HERMANNSSON fyrirað láta múta sér út úr pólitík með stól Seðlabankastjóra. Ef hann væri ærlegur myndi hann hætta af sjálfsdáðum og ef hann væri almennilega spilltur biði hann eftir einhverju betra. Mikillar óánægju gætir með þátttakendur í prófkjöri Al- þýðuflokksins og þykir mönnum sem þar fari heldur litlaus hópur. Mannafátækt kratanna í borgarstjórnarmálum hefur orðið til þess að margir hafa komið að máli við ÓLÍNU Þorvarðardóttur og beðið hana um að gefa kost á sér. Þetta kemur á óvart þar sem Alþýðuflokkurinn reyndi leynt og Ijóst að sverja af sér þátttöku í Nýj- um vettvangi á sínum tíma. Ólína er aftur á móti ekki í neinum fram- boðshugleiðingum enda nýbúin að eignast sitt fimmta barn. Þar að auki er hún komin vel af stað í doktorsnámi í íslenskum fræðum... Enn virðist syrta í álinn hjá STEINARI Berg og útgáfufyr irtæki hans Spori hf. þessa dagana. Nýjustu fréttir herma að verið sé að loka hljómplötuverslun útgáfunnar í Borgarkringlunni og búið er að segja öllu starfsfólki á skrifstofu fyrirtækisins upp. Þar á meðal var sendlinum sem vann hjá Steinum hf. um áraraðir og hafði því áunnið sér töluverðan uppsagn- arfrest þar, sagt upp sem nýjum starfsmanni Spors hf. Eins og staðan í hljómplötuútgáfunni er í dag þá færist JÓN Ólafsson í Skífunni, með hverjum degi sem líður, skref fyrir skref, eða spor fyrir spor, nær því að verða svo til einráður á íslenskum hljómplötu- markaði... 2 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.