Eintak

Tölublað

Eintak - 27.01.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 27.01.1994, Blaðsíða 4
Sigrún gengur í gildruna © Ámi sakaður um prófsvindl NAFNSPJALD VIKWNNAR Eigandi þessa nafnspjalds er Fríðrík Erlings- son sem fékk um síðustu helgi annanafstóru , styrkjum Kvik- myndasjóðs. Styrkínn ætlar hann að nota til að gera bíómynd eftir verðlaunasögu sinni, Benjamin dúfu. En Friðrik hefur afrekað margt annað. Hann var pönkari I Kuklinu og poppari til skamms tíma með Sykurmolunum. Hann skrifaði handritið að Stuttum Frakka og undanfarna vetur hefur hann tekið þátt í gríninu í Imbakassanum með því að hjálpa Gysbræðrum við að semja brandara. Lengi vel vann hann sem grafískur hönnuður á auglýsingastofu. Þann titil var honum hins vegar alla tíð fremur illa við. Þar er skýringin á starfsheitinu á nafnspjaldinu komin, en eins og þar má sjá stendur afrískur könnuður undir nafninu hans. njórr - FuroT'r Friírik ErlliW*"” AfrtAw W«ium«t>ur AVCLf»1XCA»M1DJA Fór á f rumsýninguna á Blóðbrullaupi. Vitnaði sjö sinnum í Lorca í hléinu. í tvö síðustu skipti við stúlkuna á barn- um. Keyrði afturframhjá húsinu hans Davíðs, sá bílana en var ekki hleypt inn. Sofnaði aftur seint. Hún liggur ekki á skoðunum sínum í þessu spjalli. Fimmtudagurinn 20. janúar Fór í eróbikktíma og fann handklæði sem ég haföi týnt og sakað Jón Bald- vin um að hnupla af mér í Sundlaug Kópavogs. Stakk því laumulega ofan í töskuna. Ætla að stinga upp á því viö Davíð að hann planti því á snúruna á Vesturgötunni og hringi í DV. Keyrði framhjá húsinu hans Davíðs á leiðinni heim og sá bíla Björns, Kjartans og Frikka fyrir utan. Hringdi bjöllunni en þeir vildu ekki hleypa mér inn. Sofnaði seint. Föstudagurinn 21. janúar Vígstaðan í borgarstjórnar- kosningunum í vor verður dá- lítið einkennileg. Vinstri listinn vill stefna saman IngibjÖrgu SÓLRÚNU GfSLADÓTTUR, áttunda manni á sínum lista, og Markúsi Erni ANTONSSYNI, fyrsta manni á lista sjálfstæðismanna. Sjálfstæðis- menn ætla sér hins vegar að hunsa þessa uppstillingu vinstri manna. Þeir ætla að beina öllum sínum spjótum að oddvita vinstri manna og fyrsta manni á lista þeirra, SlGRÚNU Magnúsdóttur, vitandi vits að innan við fimm prósent Reykvíkinga hafa hug á að stilla sér á bak við einhvem framsóknarmann. Fyrstu vísbendingar benda til að sjálfstæðismönnum kunni að verða að ósk sinni. Um síðustu helgi var Sigrún í spjallþætti á Bylgjunni og talaði þar eins og réttkjörinn oddviti vinstra- framboðsins... I ðlilega er taugatitringur I meðal frambjóðenda i próf- I kjöri sjálfstæðismanna í borg- inni. Við á eintaki fórum ekki var- hluta af því þegar við settum fram- bjóðendurna í þekkingarpróf um sögu Reykjavíkur. Frambjóðend- umir vændu hver annan um svindl- bandalög; að sumir þeirra sem svöruðu spurningunum hefðu hringt og varað félaga sína við. Arni Sigfússon var einna helst sakaður um svindlið enda var Leoncie er ein þeirra eiiendu kvenna sem heíur verið áberandi síðustu ár á íslandi. Laugardagurinn 22. janúar Fór á fund í Valhöll að hlusta á suma af þessum prófkjörskandidötum. Sofnaði undir Árna Sigfússyni og vaknaöi við Amal. Sunnudagurinn 23- janúar Hringdi í Davíð en Ástríður sagði að hann væri ekki heima. Talaði við Þor- stein litla í staðinn og stakk upp á að ég talaöi á fundi hjá Heimdalli um rök frjálshyggjunnar fyrir takmörkunum á innflutningi á kalkúnalærum. Hann tók ágætlega í það en ég efast um að hann hafi sig í að boða fundinn. Skrifaði grein í blaðið mitt í staðinn. Mánudagurinn 24. janúar Hitti Krumma á Café Romance og laumaði að honum hugmynd að sjón- varpsþætti um hrun fiskeldisins. Benti honum á að hægt væri aö endursýna viðtöl við Össur um allan gróðann sem átti að vera rétt handan hornsins. Þátturinn ætti að halda honum á mottunni og kannski þyrfti aldrei að sýna hann. Krummi hló. Það bendirtil góðs. Þriðjudagurinn 25. janúar Horfði á þriðjudagsumræðuna í Sjón- varpinu. Fannst hún frekar slöpp enda var ég ekki spurður neins. Þegar ég hugsa út í það þá er dálítið langt síðan ég hef verið í umræðunni. Las styttar útgáfur af Macbeth og Parad- ísarmissi fyrir svefninn. Miðvikudagurinn 2Ó. janúar Ákvað að hitta Davíð fyrir tilviljun fyrir utan stjórnarráðið. Beið í fjóra tíma og komst að því að hann var ekki í húsinu. Ég veit ekki hvað er að gerast. Hann er byrjaður að tala meira við Dóra Blöndal en mig. „Hún er mjög hæfileikarík, menntuð og dularfull kona sem maður veit aldrei við hverju má búast af. Hún er falleg, kynþokka- full, snjöll og frábær kokkur.“ Svona hljómar lýsingin á indversku prinsessunni Leoncie innan á um- slaginu af nýjustu plötu hennar Story From Brooklyn. Leoncie er upprunnin frá Ind- landi. Hún er af indversk-portú- gölsku bergi brotin og kom hingað fyrst fyrir rúmlega ellefú árum. Þá var hún á ferðalagi um heiminn og ísland átti aðeins að vera einn á- fangastaður á þeirri ferð. En forlög- in láta ekki að sér hæða og það var á Islandi sem Amor hitti hana í hjart- astað og hér hefúr hún verið síðan. Leoncie er fyrst og fremst þekkt á Islandi sem erótískur dansari. Færri vita að hún er líka afkastamikið tónskáld og glúrinn tónlistarmaður sem sér alfarið um undirleikinn á plötunum sínum. En Leoncie hefur ekki átt góðu gengi að fagna, tónlistarlega séð, á Islandi. Öðru máli gegnir með útlöndin, því þegar hún var stödd í Tékkóslóvakíu við upptökur á síðustu plötu sinni heyrðu þarlend- ir kvikmyndagerðarmenn í henni og hrifúst svo af söng hennar að þeir fengu hana til að syngja titillag Þegar manneskja býryfir eins miklum hœfi- leikum og ég er óhjákvœmilegt annað en eftir því sé tekið. bíómyndar sem þeir voru með í vinnslu. „Þegar manneskja býr yfir eins miklum hæfileikum og ég, er óhjákvæmilegt annað en eftir því sé tekið. Ég hef mjög sérstakan söng- stíl og það vakti athygli þessara manna. í vor kemur síðan út önnur mynd í Prag þar sem í verða fimm lög eftir mig.“ Leoncie hefúr skýringar á reiðum höndum af hverju hún hefur ekki náð að öðlast vinsældir á Islandi. „Ég hef alltaf vitað að þetta er vegna kynþáttafordóma. Fólk vill ekki einu sinni gera tilraun til að hlusta á tónlistina mína. Og hver er skýringin? Bentu mér á einhverja manneskju á Islandi sem getur allt sem ég er að gera. Ég þarf til dæmis ekki að fá tónlistarmenn þegar ég geri plöturnar mínar. Ég sé sjálf um allan undirleik þegar ég tek upp. Ég er búin að æfa bæði sönginn og undirleikinn hérna heima aftur og aftur, svo þegar ég fer í stúdíó þá syng ég bara hvert lag einu sinni, það þarf ekki fleiri tilraunir. Ég er ekki eins og aðrir tónlistarmenn sem þurfa að taka sama hlutinn upp aftur og aftur. Búa einhverjir Islendingar yfir svona hæfileikum? Ég held ekki. Þannig að fólk þolir ekki að asísk stúlka sé svona fjölhæf og í staðinn fyrir að Islendingar séu stoltir af mér, ég er íslenskur ríkis- borgari, þá reyna þeir að halda mér niðri. En ég læt ekki svona smá- borgaralegan hugsunarhátt aftra mér. Ég er baráttukona, kjarna- kona.“ Svo þú ferð bara til útlanda og gerir það gott þar? „Auðvitað. Mér finnst íslending- ar hugsa neikvætt og smátt. Það er engin manneskja sem getur stoppað mig, aldrei. Ég bý yfir svo mikilli orku og jákvæðni að ég get gert það em ég vil. Fyrstu árin sem ég bjó á Islandi vorum ég og maðurinn minn til dæmis í leiguhúsnæði. Eftir sex ár eignuðumst við eigin íbúð og núna eigum við einbýlishús. Ég er mjög stolt yfir þessu. I framtíðinni ætla ég að eignast hótel á Indlandi og jafnvel flytja þangað.“ En er Leoncie enn þá að fækka fötum fýrir Islendinga? „Aðeins í einkasamkvæmum. Ég fer ekki á opinbera skemmtistaði vegna þess að ég vil ekki sýna lík- ama minn fyrir nokkrar krónur og mér er alveg sama hverjar koma frá Danmörku og dansa fyrir tvö, þrjú þúsund krónur. Ég vil fá hæstu borgun vegna þess að ég hugsa í milljónum en ekki þúsundum. Það þýðir ekkert að hugsa smátt. Á Islandi eru tvö hundruð og sextíu þúsund íbúar, á Indlandi búa hundruð milljónir manna. Þar lærði ég að það þýðir ekkert annað en að hugsa stórt.“ Leoncie er á leiðinni til Indlands í sumar. Ekki þó til frambúðardval- ar heldur til að leika í bíómynd. „Ég fékk tilboð um að leika aðal- hlutverkið í bíómynd sem verður tekin á Indlandi næsta sumar. Þetta er mynd um unga, vel menntaða indverska konu, ekki ólíka mér sjálfri. Sögusvið myndarinnar er allt frá Bombey til Kasmír og krefst þess að það þarf að ferðast vítt og breitt um Indland við tökurnar. Það vita það sjálfsagt ekki allir að á Indlandi eru framleiddar flestar kvikmyndir í heiminum ár hvert. Þar á eftir kemur Ameríka." auðveldast að finna fót fyrir því í svörum hans. Hann svaraði nefni- lega einu sinni rangri spumingu með réttu svari, sagði að Bank- astraeti hefði áður verið kallað Langastétt en það var einmitt rétta svarið við næstu spurningu á eftir; um það hvað Austurstræti hefði verið kallað á árum áður. Það fylgdi sögunum að það hefði verið JÓNA Gróa Sigurðardóttir sem skaut svörunum að Árna... VEIT PAÐ EKKI Eftir Hallgrím Helgason Sigmund sýður borgarstjóra I allri þeirri ótrúlegu umræðu, sem ffam hefur farið undanfarna daga um Amal Rún Qase, hefur annað og ekki síður ótrúlegt farið hjá garði. Laugardaginn 15. janúar birtist að venju skopmynd eftir hinn kunna Eyjamann Sigmund í Morgunblaðinu. I þetta sinn var til- efnið „Blökkumaður í kjöri“, fram- boð Amal Qase til prófkjörs sjálfstæðismanna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík. Myndin sýnir Amal þar sem hún stendur á bananabúnti einu klæða á hinum nýja brúarplanka, sem svífúr yfir Tjörninni. Hún veifar til borgarstjóra, sem stingur allsvíns- legu trýni út um glugga Ráðhúss- ins, skelfdur mjög á svip. Angist Markúsar er skiljanleg, því við hlið sér hefur Amal risapott, suðan er komin upp og hún hrærir í með sleif. Textinn er: „Farðu að koma, góði, vatnið er farið að sjóða...“ Sem sagt, Amal Qase ætlar að snæða borgarstjóra þegar hún hef- ur soðið hann nógu lengi. „Fyrsta blökkumanninum, sem gefúr kost á sér í kosningum á íslandi“ er líkt við mannætu í Morgunblaðinu. Island er langt ffá öðrum lönd- um og Vestmannaeyjar eru dágóða stund ffá landi. Hér búa ekki marg- ir blökkumenn eða aðrir langt að komnir útlendingar. Og kannski er enginn svartur í Eyjum. Ég veit það ekki. En sumir íslendingar vita þó af svertingjum úti í heimi, hafa kannski séð þá í sjónvarpinu. Þeir vita sem er, að svertingjar búa í frumskógum „svörtustu Áfríku“ og eru mannætur. Sumir vita jafnvel enn betur: Svertingjar eru þrælar í Bandaríkjunum. Hugmyndir teiknarans um blökkumenn ná þó ekki svo langt. Hann er enn þá með þá alla við pottinn í skóginum heima. Þetta á að vera saklaust grín hjá Sigmund. Kraftakonan Amal kokk- ar borgarstjórnarmeirihlutann í potti og étur hann svo. Þetta er svona dálítið skemmtilegt, hún komin alla leið ffá Afríku til þess að matreiða Islendinga. Hér er bæði á ferðinni rasismi og rassismi. Hundrað ára maðksmog- inn fordómahúmor. Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Sigmund sýnir á sér þessa úldnu hlið. I Geir- finnsmálinu sáluga sýndi teiknar- inn þýskan rannsóknarlögreglu- þjón, sem hingað var fenginn til aðstoðar innfæddri lögreglu, með nasista-armband, ef ég man rétt. Og fékk á sig meiðyrðamál fyrir vikið (hið eina sem Mogginn hefur fengið á sig), sem hann að sjálf- sögðu tapaði. En Sigmund hefur þó ekkert lært. Samkvæmt honum eru allir Þjóðverjar nasistar og væntanlega þá allir Gyðingar grindhoraðir útrýmingarbúðafangar, allir svert- ingjar mannætur. Liggja þá ekki all- ir Vestmannaeyingar undir Tyrkj- um, um aldur og ævi? Sundur- barðir og nauðgaðir. Kannski er það einmitt Tyrkja- ránsins vegna, sem Sigmund í Eyj- um sér blökkumenn ekki fyrir sér öðru vfsi en hrærandi í mannakjöt- spotti. Minnugur ánauðarinnar í Afríku. I þessari ósmekklegu líkingu er einnig falinn einhvers konar ótti við blökkukonuna. Með framboði sínu er hún að reyna að koma Markúsi í pottinn, hún ætlar hreinlega að gleypa allan borgarstjórnar- meirihlutann. Er hér kominn hræðsla sjálfstæðismanna við dökkan hörundslit? Er Amal blettur á flokksblámanum? Líkingin er dæmi- gerð fyrir þá bláeygu sveitamennsku, sem enn er til hér á landi og stendur í þeirri trú að við búum í heimi, sem sé saklaus og átakalaus og ekk- ert hafi gerst í hundrað ár. Állt í lagi sé að gantast við blökkumenn um kannibalisma. Það lýsir best okk- ar einstæðu sérstöðu og „stikk-ffí“- hugs- unarhætti að Morg- unblaðið skuli birta teikninguna (sem að öðru leyti er mjög vel teiknuð eins og jafn- an hjá Sigmund). Ég fullyrði að ekkert ein- asta dagblað á Vest- urlöndum hefði vogað sér að birta þessa skopmynd, ekki einu sinni lítill hægrisinnaður héraðsfrétta- bleðill í öfgasveitum Þýskalands. Erlendis hefði soðið upp úr, en hér hitnar ekki einu sinni í kolun- um, og það þó suðan sé komin upp f pottinum hjá Amal. En hvað ætli borgarstjóri þurfi annars mikla suðu? Og skyldi hann vera ffamreiddur með eða án gler- augna? Það væri gaman að vita. „Sem sagt, Amal Qase cetlar að snœða borgarstjóra þegar hún hefur soðið hann nógu lengi. “ 4 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.