Eintak

Tölublað

Eintak - 27.01.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 27.01.1994, Blaðsíða 22
GunnarSmáriEgilsson les fjörutíu ára gamalt Alþýðublað og verður fyrir menningarsjokki. í þessu gamla blaði er fólk aðal- persónur fréttanna en ekki hagsmunahópar, ástönd eða þró- anir. Og sú veröld sem blaðið endurspeglar virðist hafa verið svo miklu skemmtilegri en í dag. Einu sinni þegar ég fékk óskiljan- legan áhuga á Jósafat Arngrims- syni, sem er ef til vill orðinn betur þekktur sem Joe Grimson, fór ég upp á loft í DV-húsinu og las blöð frá sjöunda áratugnum. Þar uppi á lofti er nefnilega stærsta blaðasafh í einkaeign á Islandi, í eigu Sveins R. Eyjólfssonar. Og þar sem ég las um hvernig persóna Jósafats færðist úr fréttum af viðskiptalífinu yfir í pólitískar fréttir en dunkaði skyndilega niður í löggu- og dóm- stólafréttirnar þar sem hann dvaldi þar til hann reis upp sem forseti JC i fólki í fréttum, undraði ég mig á hversu blöðin voru miklu skemmtilegri fyrir þrjátíu árum eða svo. Þá sögðu þau enn fréttir af fólki. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þeg- ar við vorum að undirbúa útgáfu ElNTAKS sem vikublaðs. Þá þvæld- ist rétt tæplega fertugt Alþýðublað á milli okkar á ritstjórninni. Guð má vita hvaðan það kom. Ég held að einhver hafi ætlað að ljúga þvi að okkur að Ámundi Ámundason og þeir á Alþýðublaðinu hafi farið að ráði Tímamanna og breytt blaðinu sínu til fornlegri háttar. Það fyrsta sem ég las í þessu Al- þýðublaði var slysafrétt. Fyrirsögnin var svona: MAÐUR VARÐ FYRIR BIFREIÐ OG BEIÐ BANA Á SUNNUDAGSNÓTTINA Slysið varð á Hafnarfjarðar- veginum. Ég hugsaði með mér að líklega kæmist enginn blaðamaður upp með að skrifa svona fyrirsögn leng- ur. í dag myndi sama fyrirsögn hljóma eitthvað á þessa leið: BANASLYS A HAFNAR- FJARÐARVEGINUM Bifreið ók á gangandi vegfaranda Einhvern tímann á leiðinni frá sjötta áratugnum hafa blaðamenn nefnilega vanist á að gera lítið úr fólki í fréttum sínum. Fólk lendir ekki lengur í slysum á prenti heldur verða slysin. Menn verða ekki leng- ur fyrir bifreiðum og enn síður aka menn bifreiðum á fólk. Bifreiðarn- ar sjá sjálfar um að aka á - ekki fólk - heldur gangandi vegfarendur, sem eru ekki fólk heldur skilgreind- ur hópur. Síðan las ég innganginn að fréttinni: BANASLYS varð á Hafnar- fjarðarvegi aðfararnótt sunnu- dagsins. Hafnftrzkur sjómaður varð fyrir varnarliðsbifreið og beið bana. Hann hét Magnús Karl Líndal Þorsteinsson, 31 árs að aldri og lœtur eftir sig unn- ustu og tvö böm. Aftur er fréttin úr takti við það sem tíðkast í dag. Nöfn þeirra sem látast að slysförum eru sjaldnast birt í sjálfri fréttinni af slysinu held- ur einum eða tveimur dögum síðar. Það gerir fréttina ópersónulegri og fjarlægari. Það er ekki ákveðinn maður sem verður fyrir bílnum heldur eitt eintak af tegundinni maður. Umiætt Alþýðublað er þriðju- dagsútgáfa og slysið á Hafnar- fjarðarveginum átti sér stað á aðfararnótt sunnudagsins. í dag er hugsanlegt að á þriðjudegi sé nafrii hins látna getið í frétt af slysi sem varð fyrir nokkrum dögum. En ef svo vill til þá er þess ætíð gætt að nafnið komi síðast í fréttinni en ekki um leið og hinn látni kemur við sögu. Hinn látni er nafnlaus á meðan slysinu er lýst en fær nafn og fjölskyldu í sérstakri málsgrein í lok fréttarinnar. Eftir innganginn byrjar fréttin í Alþýðublaðinu nokkuð eðlilega: Slysið varð í brekkunni uppi á hraunbrúninni í Engidal. Var lög- reglunni í Hafnarftrði tilkynnt um slysið kl. 3,25. Bifreiðin varstórfar- þegabifreið og var á leið til Reykja- víkur. Síðan kemur skrýtin millifyrir- sögn og enn skrýtnara framhald: Sá manninn um seinan. Bifreiðastjórinn á varn- arliðsbifreiðinni kveðst hafa ekið gœtilega. Haft hann nýlega verið búinn að fara fram hjá bifreið, séð þá aðra uppi á hraunbrún- inni og dregið úr ferðinni. í þessu sá hann mann komafram fyrir bifreið sína og hemlaði umsvifalaust, en samtímis skall maðurinn framan á bifreiðina og í götuna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Hafnar- firði, en virtizt hafa látist þeg- ar. I dag hvarflaði það ekki að neinum að skrifa svona frétt. Blaðamenn ræða ekki við þá sem hlut eiga að umferðar- slysum skömmu eftir að þau gerast heldur lögregluna eða þá sem vinna sérstaklega við þessi slys. Þess vegna er 1 frásögnin af slysinu aldrei með almennu orðfæri heldur beita blaðamenn fyrir sér skýrslumáli lög- reglunnar. Þeir horfa á Jta slysin að ofan, eins og á skýrslueyðublöð trygg- ingarfélaganna - en ekki af vettvangi, eins og venjulegt fólk. I dag er þess líka gætt að hafa vissa fjarlægð í frásögn- inni. Aðdragandanum er lýst og eftirmálan- um en sjálfú högginu sem leiddi til dauða er sleppt. I raun deyr því enginn í banaslysa- J fréttum lengur. Vissulega geta Jj fréttir í fjölmiðlum f af banaslysum kom- jj ið illa við aðstand- endur hinna látnu |fi þótt þeir séu sjaldnast að heyra sorgarfréttirnar fyrst þar. En ég held að fréttir fjölmiðla nái sjaldan að auka þann harm sem fyrir er. Og ég get ekki séð að aðstandendum sé greiði gerður með því að draga frásögn- ina niður og gera hana ópersónu- legri, eins og með því sé hægt að draga úr sorginni. Ég held að þeim sem ekki þekktu til hins látna sé gerður óleikur með því að draga frásögnina svo niður að hún hættir að snerta þá. Jafnvel ökumenn sem óttast það helst að verða einhverjum að fjörtjóni í um- ferðinni geta ekki fundið til sam- kenndar með rauðri Mözdu sem ekur í veg fýrir lítinn sendibíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs. Og enn síður þegar bíl- arnir tapa líka einkennum sínum eins og ökumennirnir persónunum og frásögnin byrjar að snúast um tvo bíla sem lentu í hörðum á- rekstri með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum bílnum og öku- maður hins voru fluttir á slysadeild. Það hefur verið sagt að fjölmiðlar eigi að spegla raunveruleikann. Einnig að nútímamaðurinn noti fjölmiðia til að spegla sig í og máta sig við annað fólk; hvernig það bregst við aðstæðum sem hann gæti lent í, hvaða afleiðingar gerðir þess hafa fyrir það og þá líkast til einnig hann sjálfan - og þar fram eftir götunum. En þegar fjölmiðlar eru hættir að birta spegilmyndir af að ekkert yröi að hafst við leit, fyrr en sérfræöingar kæmu austur þangað. Undir þessu er eftirfarandi frétt: ÞAÐ GERÐIST í Fljótsdal 24. ágúst s.l. að á lofti sást hlutur nokkur, er líktist helst í lögun krepptum mannshandlegg. Sást þetta bezt frá Hjarðarbóli. Hlut- urþessifór með miklum hraða og skall niður á hólma í Lagarfljóti. Var þar sandur og sáust koma upp sandgusur, er hluturinn féll til jarðar. *Uít m Mkim tii í” Mnutoujþ* 1 ***** * varð biéS~ í ga»r. '"í‘C ,oríi ’/ **** * **«n &L%* m , K'-““ “•‘•‘Ml-Wi, , í'*•» ' -J,d; _ ‘_ tsLíjmtMn' *-/ ’ZlZsSr* m - * /íTSSœ inn ler i. SJ’HEí—uS' ■> ‘i r"™*w- m 1 S&í&í - - tt* M,'****•* tvr;. * t,éf« fktnut. ^ vt?S ver* ‘ s - */ f*t reiáubóir, u: uta ** Ukterl */***» f.Vf ‘nT*** "** ' ■ «'I» ,-.í 1 _____” *íí JxFSFa?*. ’mata »(42 *k I S;j3@Sis!íi; IM"' JTd." '..»»»1» tot'H'Í'r">6ífrei505 ------ 1 cJZJ ”«■> - «s .nj' “‘'"l.,., M . “ ~‘u* .WW<, .“■« •'•« ........................: í einní •Slj'sið varð á h e ;• •«* í-fe ■?“'“« —.. Ct* - - - -‘r-—Uittr'.-íS: Í*hti4kxg4 «* ur. >lmrS síldveiði úí afv^TlZ^ Wtom bHglúfííhafi : ^ tíM- »,* «*«»«»«_ / iÉS NiíteS*: ffir “——J * PétK, W?w****< VW4 *’ "' ••'«.11. .dr** ***toit*lsi á * 'J'Zím R 1954 Sf/° miklu "**“*<»* 2 Jgjg*™*™ einstaklingum og láta bifreiðar, hagsmunasamtök, aðila vinnumarkaðarins, talsmenn, ás- tönd, þróanir og horfur leika aðal- hlutverkin í heimsmynd sinni þá hefur venjulegur einstaklingur ekk- ert að máta sig við lengur. Honum kemur þessi raunveruleiki ekki við lengur. En ef til vill er þetta ekki blaðamönnum að kenna. Önnur fyrirsögn úr sama Alþýðublaði hljómar svo: Varnarmálaráöuneytið óskaði K o m hluturinn niður ekki lengra en svo sem 500 metra frá þeitn, sem voru áhorfendur. Hreppstjórinn var til kvaddur, og munu menn hafa haft hug á að kanna hólmann. Hann mun aftur hafa náð tali af sýslumanni, sem sneri sér til varnarmálaráðuneytis- ins, en það mun, eftir því, sem Al- þýðublaðinu er frá skýrt, hafa beðið þess, að ekkert yrði við staðnum hróflað, þar sem hlutur- inn sást koma niður, fyrr en sérfrœðingar kœmu austur þeirra erinda. Mun staðurinn ekki hafa verið rannsakaður enn. Ekki veit ég hvort sú rannsókn fór nokkru sinni fram eða hvert hún leiddi. Ég á ekki nema þetta eina Alþýðublað frá 1954. En önnur fyrirsögn í sama blaði er á þessa leið: LEITAÐ AÐ STULKU, SEM ALDREI TÝNDIST OG MEIRA AÐ SEGJA TÓK ÞÁTT í AÐ LEITA AÐ SJÁLFRI SER Undir er þessi frétt: SAKNAÐ var á sunnudags- kvöldið stúlku, sem verið hafði í berjaferð með bifreiðum frá Ferðaskrifstof- unni uppi í Kjós. Var mikil leit bœði í gœr ogfyrradag, en í Ijós kom, að allt þetta var á mis- skilningi byggt, stúlkan hafði aldrei tapazt. Mikill fjöldifór í þessa berjaferð frá Ferðaskrifstofunni. Var farið í fimm bifreiðum og til- kynnt hafði verið, að farið yrði af stað heim kl. 6. Yrðu allir að vera komnir að bifreiðunum þá. Vantar stúlku í rauðri kápu. Þegar bifreiðarstjór- inn á fyrstu bifreiðinni fórað kanna lið sitt, var haft orð á því, að stúlku eina vantaði. Sagði kona, er hjá henni hafði ' ” setið, að hún hefði verið í rauðri kápu. Vissu menn ... ekki nein deili á stúlkunni og sagt var, að hún hefði verið ein síns liðs. Fólkið úr síðustu bifreiöinni leitar. Þegar þetta spurðist, að j einn farþeginn vceri horf- i j inn, varfarið að svipast um eftir honurn, en án árangurs, og m.a. fór fólkið, sem var t jjf síðustu bifreiðinni að leita. Var svo leitað fram í myrkur og auglýst í útvarpi um kvöldið, af því búizt var við, að stúlkan gœti hafa tekið sér far með annarri bifreið. Hjálparsveit skáta kvödd af stað. Fyrri hluta dagsins í gær hafði enn ekkert af stúlkunni frézt, og var nú haftn und- irbúningur undir frekari leit. Hjálparsveit skáta, sem alltaf er reiðubúin til að leggja til menn í leit, var kvödd út ogfórfrá henni sjö manna leitarflokkur. Gat þetta verið hún? En í gær síðdegis kom stúlka á máli við lögregluna. Hafði hún sjálf verið í berjaferðinni og setið í fyrstu bifreiðinni á upp eftir leiðinni, en í síðustu bifreiðinni á heim leið og tekið þátt í leitinni á sunnudagskvöldið. Gat skeð að misskilningurinn stafaði af því, að hún hafði skipt um bifreið. Og svo reyndist vera. Hún hafði setið í því sœti, sem týnda stúlkan átti að hafa setið í á leiðinni að heiman, en horfið frá fyrstu bifreiðinni, er lagt var af stað heim vegna þrengsla. Svo var það málum blandað með kápuna. Hún var í grænni treyju. Skátarnir fengu nýtt hlutverk Nú varfarið að reyna að koma í vegfyrir, að skátarnir héldu áfram leitinni. Og fetigu þeir skeyti um, að þetta vœri allt saman misskiln- ingur. En þeir voru ekki atvinnu- lausir fyrir því. Hópur frá ferðask- rifstofunni var kotninn upp í Hækinsdal í Kjós, þar sem berja- landið er, til að leita og tnargt fólk afbæjutn þar ígrennd. Fengu skát- arnir það hlutverk að leita leitar- fólkið uppi og tilkynna því mála- lokin. Það er ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna við lestur þess- ara tveggja frétta að heimurinn hafi einfaldlega verið skemmtilegri fyrir fjörutíu árum. Og sá grunur styrk- ist þegar næsta frétt er lesin. Fyrir- sögnin er eftirfarandi: SJOMANNNADAGSKA- BARETTINN BYRJAR SÝNINGAR I AUSTUR- BÆJARBIOI 5. OKT. I fréttinni kemur fram að mörg góð atriði verði í þessum kabarett. Má m.a. nefna hinn heitnsfrœga Chas Chace, sem sýnir þá furðu- legu list að eta utan af sér fötin, ás- amt vindlum, sígarettum o fl. Og stðan mætti nefna John Rodes, sterkasta kventnann heimsins, sem tneðal annars heftr það til síns ágætis að hafa einu sinni slegið Faruk fyrr- verandi Egyptalandskonung niður, er hann ætlaði að gerast nærgöngull við hana. Um hana má annars segja, að hún gefur ekki eftir kraftajötnum af hinu kynittu. Hún beygir til dæmis járnstengur tneð tönnunum og þykir í alla lund furðulegur kvenmaður. Þá er sagt frá atriði setn aldrei hefir sézt hér áður, en það er hundahljómsveit. Hundarnir eru 11 að tölu og eru 6 þeirra í hljómsveit- inni, en hinir sýna alls konar fim- leika t.d. fara þeir á móturhjólum o.s.frv. Og auk þessara skemmtu á kabarettinum loftfimleikamenn, kvikmyndaaular, vasaþjófar, bræð- ur tveir er voru frábærlega leiknir í meðferð á kylfum og hringum og átta ára undrabarn sem sýndi jafnvægislistir. Maður þarf ekki að lesa mikið lengur í þessu Alþýðublaði til að komast að því að spegilmynd fjölmiðla hefur ekki aðeins breyst heldur heimsmyndin sjálf. Thom- as Mann lét Felix Krull komast á ákveðnum kostum í lífinu. Annar var sá að skynja heiminn lítinn, skiljanlegan og einfaldan. Hinn var að upplifa heiminn sem stóran, flókinn og margbreytilegan. Og Felix Krull átti ekki í vandræðum með að velja á milli þessara kosta. Hann valdi stóra og margbreytilega heiminn því hann var svo miklu skemmtilegri. Hvort sem fjölmiðlar hafa valið fýrir okkur með því að þurrka út einstaklinginn úr fréttum sínum eða hvort við höfðum valið áður, þá situm við uppi með litla heim- inn og þann leiðinlega. Þrá okkar efitir að skilja veröldina hefur gefið okkur félagslega skilgreinda hópa í stað einstaklinga sem aðalpersónur fréttanna. Gangandi vegfarendur verða fyrir bílum en ekki fólk. Stúlkur á rauðum kápum eru hættar að týnast en hluti af hópun- um „vélsleðamenn“ eða „rjúpna- skyttur" hafa tekið við. Fréttir eru ekki lengur sagðar af hlutum sem líkjast mannshandlegg fyrr en ein- hver gáfulegri útlistun yfirvalda liggur fyrir. Og við erum hætt að fara í Austurbæjarbíó að horfa á menn eta utan af sér fötin. Þar heit- ir nú Bíóborgin og má þar sjá Syl- vester Stallone djúpfrystan og uppvakinn berjast við óþjóðalýð næstu aldar. Það er eins og Stall- one-greyið eigi orðið bágt með að vekja upp nógu yfirgengileg ævin- týr til að vega upp ládeyðuna í veröld- inni hinum megin Snorrabrautar. © 22 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.