Eintak

Issue

Eintak - 27.01.1994, Page 37

Eintak - 27.01.1994, Page 37
“En sé litið á nýjan styrkleikalista Alþjóðaskíðasam- bandsins (FIS) kemurí Ijós að fremstþeirra sem keppa í alpagreinum ereini kvenmaðurinn í hópnum. Hún erí 82. sæti. Hinir keppendumir eru í 127. og238 sæti.“ Karlmenn eru fórnarlömb alls konar þjóð- og goðsagna hvað varðar kynfæri og kyn- hegðun og það er kominn tími til að sagna- brunnur sturtuklefans fái eitthvað mótvægi sem er læsilegt, aðgengilegt og fræðandi. Bækur HILMAR ÖRN HILMARSSON Typpannatákn Karlafræöarinn Kenneth Purvis * * * * Það er hreint ótrúlegt hvað okk- ur karlmönnum hefúr tekist að koma okkur upp mörgum góðum komplexum í kynlífsumræðunni á undanförnum árum. Einn aðal- komplexinn byggir á því að okkur hefúr verið innrætt að allt hvað varðar kynlíf hafi um árþúsundin snúist um þarfir karlmannsins og heimsskoðun hans sem byggir á „typpamiðju“ eða fallósentrík svo maður sletti bókmenntahugtökum. Okkur yngri kynslóðum karl- manna hefúr verið boðið, með viss- um semingi þó, að leiðrétta þetta misrétti á undanförnum áratugum og ég hef eins og aðrir ástundað mýkt, skilning og sektartilfinningu og lesið mér til óbóta flest meginrit kynlífsumræðunnar til þess að öðlast skilning á hlutverki og eðli karldýra í nútímasamfélagi. Það er kannski ekki furða þegar megin- heimild manns um karleðlið hefur verið bók hins sjálfsyfirlýsta karl- mannahatara Shere Hite, Beyond the Male Myth, að ég hafi helst viljað flokka mig sem lesbíu, — því það er ólíkt skárra að falla undir þá skilgreiningu þegar kemur að því hvernig maður dregst að konum, en að teljast til testeróntrylltra villi- manna sem tengja hvert holdris hugsanaferlinu: nauðgun, niður- læging, stríð. Nú er loks komin út bók fyrir karlmenn á öllum aldri sem vilja kanna hleypidómalaust það sem gerist fýrir neðan beltisstað, tengja það við framrás sögunnar og fram- förum í Iæknisfræði. Karlaffæðar- inn er rituð af enska lækninum Kenneth Purvis sem jafnframt hefur háskólagráðu í lífefna- og lífeðlisfræði og hefur stundað „karlalækningar" í Englandi, Sví- þjóð og Noregi, nú síðast við Ríkis- sjúkrahúsið í Osló. Það er skemmst frá að segja að þetta er virkilega góð bók og tímabær, blandar saman gamni og alvöru eins og oft vill verða í góðri sjúkravitjun og lipur þýðing Stefáns Steinssonar læknis lætur mann fljúga fýrirhafn- arlaust yfir bókina. Purvis hefur skemmtilegan stíl, þó húmor hans verði hættulega norskur á köflum, — en líklega er ég bara hrifnari af sjálfsmeðvituðum og fyndnum breskum tepruskap en skandina- vískum líbóheitum. Og bókin er uppfull af skemmtilegum, söguleg- um tilvísunum sem sýna og sanna að þrátt fýrir allt höfum við gengið til góðs þegar kemur að skilningi okkar á kynfærunum og verkan þeirra, — Purvis fer yfir velflestar goðsögurnar sem tengjast leyndar- limnum og parar þær saman við vísindalegar staðreyndir og athug- anir á skapandi hátt. Á umliðnum árum hefur orðið mikil vitundar- vakning meðal kvenna um verkan og ásigkomulag kynfæra þeirra, en karlmenn eru enn þá illa upplýstir um sambærilega hluti hjá sér og eru oft logandi hræddir úti í horni með ýmsa smákvilla sem létt mál væri að laga ef þeir þyrðu í læknisskoðun. Aukin þekking á þessum þáttum líffærafræðinnar getur aðeins hjálpað okkur að takast á við ýmis sammannleg vandamál, eytt ótta og fordómum og um leið stuðlað að betri heilsu og læknað ýmis hugar- angur. Karlmenn eru fórnarlömb alls konar þjóð- og goðsagna hvað varðar kynfæri og kynhegðun og það er kominn tími til að sagna- brunnur sturtuklefans fái eitthvað mótvægi sem er læsilegt, aðgengi- legt og ffæðandi. Þótt Karlafræðar- inn sé engin allsherjarlausn, er þetta góð byrjun og ég vona aðeins að fleiri góð rit sama eðlis fýlgi í kjölfarið. Það gæti kannski orðið til þess að karlmenn geti rætt ódrukknir og ódulbúið um typpið á sér í kringum aldamótin. Og það yrði stórt skref fyrir mannkynið. íþróttir Jl ARI MATTHÍASSON Stefnt að 82. sœti Ólympíuför SKlðAMANNA Það er eðlilegt að þeir sem hafi áhuga á íþróttum hugsi svolítið um vetraríþróttir á veturna og sérstak- lega þá vetur sem Ólympíuleikar eru haldnir. Þá er rétt að kanna hveijir séu okkar bestu keppnis- menn í þeim greinum sem keppt er í á leikunum. Auðvitað eiga þeir að halda merki Islands hátt á lofti með glæstum sigrum á erlendri grund og sanna þar með fyrir öðrum þjóðum að við erum einhvern veg- inn öðrum fremri í því sem við tök- um okkur fyrir hendur. Hér skal ekkert til sparað og menn eru send- ir í æfingabúðir vítt og breitt um Evrópu og látnir æfa með fremstu landsliðum álfunnar. Auk þess er æft undir styrkri stjórn landsliðsþjálfara í bestu skíðalönd- um íslands. Það sem vekur svo athygli er að nú sextán dögum fyrir setningu leikanna í Lillehammer hafa ein- ungis fimm skíðamenn náð því lág- marki sem Ólympíunefnd íslands setti sem skilyrði fyrir þátttöku á leikunum. Við fyrstu athugun myndu auðvitað flestir ætla að markmiðið væri að allir keppendur kæmust á verðlaunapall eða að minnsta kosti í úrslit, fýrst svo fáir fara til Lillehammer. En sé litið á nýjan styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins (FIS) kemur í ljós að fremst þeirra sem keppa í alpagreinum er eini kvenmaðurinn í hópnum. Hún er í 82. sæti. Hinir keppendurnir eru í 127. og 238. sæti. Áuk þeirra keppa svo tveir göngumenn ffá íslandi. Ólympíunefndin íslenska setti nefnilega lágmarkið fyrir þátttöku að vera í hópi hinna 250 bestu. Þetta var gert svo Júlíus Hafstein þyrfti ekki að fara einn til Lille- hammer fýrir íslands hönd. Að ofansögðu er ljóst að það var snjöll ráðstöfún hjá Ólympíunefnd íslands að klæðast felulitum í Lille- hammer, nefnilega hvítum skjól- fatnaði frá Sjóklæðagerðinni. ÓTTARR PROPPÉ Egypskt myrkur Type O Negative Bloody Kisses * Þessi lítt þekkta thrashmetalsveit ffá New York hefúr náð að lyfta sér aðeins upp úr stöðnun thrash-sen- unnar. Platan er tileinkuð þeim sem hafa verið sviknir í tryggðum og það heyrist. Hér ríkja drungaleg- ir míníópusar innan um hugljúfari ballöður. Einhver djúpraddaðasti söngvari seinni tíma undirstrikar djöfullegan bölmóðinn. Bloody kisses er kærkomin tilbreyting þó hún marki kannski ekki djúp spor í tónlistarsöguna. Hœtta á dansgólfi Motorhead Ace Of Spades Remix 12“ * K * Lemmy og félagar hafa lengi verið síðasta vígi þungarokksins og nú er síðasta vígið fallið. Búið er að gefa út dansmix af þungapönkslag- aranum Ace of spades. Úffl Þótt ótrúlegt megi virðast nær Motor- headhjakkið að skína í gegnum æ- randi diskóið. Bastarður þessi á að geta komið jafnt dansóðum sem hárþeyturum í brjálað diskóstuð. Dansgólfið verður enn hættulegra með tilkomu þessa. Dúndurpopp Pf.t Shop Boys Very * * Upphleyptir takkar á appelsínu- gulu plasthulstri, nafn hljómsveit- arinnar svo gott sem ósýnilegt. Pet shop boys hafa sjaldnast farið troðnar slóðir. Konungar breska (homma)diskósins eru í ang- urværari kantinum á þessari plötu. Lögin líða draumkennd hvert eftir öðru. Þetta gerir að verkum að Very virkar flöt í fýrstu. En hér róa þeir kumpánar á kunnugleg mið þegar betur er að gáð. Útsetningar eru hlaðnar sem fyrr, djúp diskó- alda knýr plötuna úr sporunum þar til hún nær hámarki I Go west disk- ógoðanna í Village People. Þetta er dúndurpopp sem límist hægt og sígandi á heilann. Rislítil iðnvœðing Revolting Cocks Linger Ficken’ Good and Other Barnyard Oddities § Revolting Cocks er ein eitt hugar- fóstur Al Jourgensen og félaga í Ministry. Þessi hljómsveit hefur einbeitt sér að grófri Industrial dansmúsík en sækir sér ímyndir úr villta vestrinu. Síðasta plata þeirra, meistarastykkið Beers, steers + que- ers náði vel að blanda saman þess- um hugðarefnum þannig að úr varð dansvænt ferlíki, en hér fipast Revco flugið. Linger ficken’ var að sögn tekin upp samhliða Psalm 69 en þá hefur M/nisfry-platan fengið allt púðrið. Það stendur ekki steinn yfir steini á þessari plötu og ný út- gáfa af do ya think I’m sexy jaðrar við nauðgun. Ekkert sniðugt. Óheflaðir Finnar Radiopuhelimet Jaameri 3f * 3f Fátt heyrist í frændum okkar Finnum hingað upp á sker þó þar í landi blómstri rokkið. Radiopuhe- limet er ein helsta rokkhljómsveit Finna um þessar mundir og með þeim betri í Evrópu. Jaameri er lítt hefluð pönkrokkplata á hverri keyrslunni linnir ekki. Það að text- arnir séu illmeltanlegir okkur Islendingum gerir bara að verkum að tónlistin nýtur sín betur. Þegar lagið heitir Musta pallo getur léleg- ur texti varla spillt mikið fyrir ef lagið svíkur ekki. Svo er á þessari plötu. Myrkur Ingaló Ríkissjónvarpinu § Þegar bíómyndin Ingaló var sýnd í Stjörnubíói fyrir um það bil tveimur árum var hún frekar slæm. I dag er hún jafnvel enn verri. Eitt er víst, myndin hefur ekki skánað með aldrinum. Við fylgjumst með einhverri In- guló sem er svakalega reið yfir því að fá ekki að fara á sveitaball. Hún grípur til sinna ráða og fer á mörg sveitaböll. Svo hittir hún alls konar skuggaverur. Af röddunum má þekkja að þær eru leiknar af þekkt- um leikurum; Eggerti Þorleifs- syni, Magnúsi Ólafssyni og Ing- vari Sigurðssyni. Myndin er svo illa lýst að það sést varla nokkur skapaður hlutur nema í útiatriðun- um. Samt má greina einhvern óljósan söguþráð og ef grannt er að gáð má jafnvel greina beinagrind af einhverju sem gæti orðið góð, jafn- vel oggulítið dramatísk saga. En öll- um „pótens“ í þá áttina er slátrað af... ja, hreiníega lélegri kvik- myndagerð! Hvort sem það er handrit, leikstjórn, klipping, taka, hvað sem er, allt vinnur þetta sam- an við að gera myndina vonda. Meira að segja Eggert, sem er þekktur fýrir að bjarga sér út úr ótrúlegustu ruslmyndum, kemur ekki nema í meðallagi hnarrreistur út úr þessari. Og þá er nú mikið sagt. Sólveig Amarsdóttir leikur aðalhlutverkið og er jú þokkalega sannfærandi sem einhvers konar frekja. Aðrir leikarar eru bara þarna og reyna augljóslega að bjarga sér út úr þessu sem best þeir geta. Ingaló er mynd sem saman- stendur af loðnum og sundurlaus- um atriðum sem mynda leiðinlega og óspennandi flatneskju. I raun væri ekki svo galið að stilla Inguló upp sem skólabókardæmi um hvemig eigi ekki að gera myndir. Hún er ekki einu sinni eftirminni- leg fyrir hversu léleg hún er. Ég lét alla vega blekkjast og horfði á hana í annað sinn, hafandi séð hana í bíó fýrir tveimur árum. Það er eins gott að gæta sín á að sjá hana ekki í þriðja skiptið þegar hún kemur út á vídeói. jBarnaelhi j DAVÍÐ ALEXANDER, 9 ÁRA Fín mynd AlladIn SambIóin * * * Mér finnst að það hefðu ekki átt að vera þrír kossar í henni. Annars er hún mjög vel gerð, skemmtileg og spennandi. Það er allt í fínasta lagi með íslenska talið, skemmtileg- ar raddir. Jón leiðinlegur SPK RIkissjónvarpinu * * Þetta er skemmtilegur spurn- ingaþáttur með flínar spurningar. Könnuðurinn skemmtilegur og svo náttúrulega körfuboltinn. Mér finnst gaman þegar einhver krakki fær fullt af slími yfir sig. Snillings- spurningar eru leiðinlegastar og svo auðvitað Jón Gústafsson. í l*gi Með afa Stöð 2 * * * Þetta er frekar fínn þáttur. Sögu- stundin er leiðinleg. Það er allt í lagi með myndirnar sem krakkarnir hafa sent þótt þær séu ekkert sérstaklega skemmtilegar. Teikni- myndir eru flestar mjög skemmti- legar þótt það komi leiðinlegar inn á milli. „Sólveig Arnarsdóttir leikur aðalhlutverkið og er jú þokkalega sann- færandi sem einhvers konar frekja. “ „Þegar lagið heitir Musta pallo getur lélegur texti varla spillt mikið fyrir ef lagið svíkur ekki. Svo er á þessari plötu." „Bloody kisses er kærkomin tilbreyting þó hún marki kannski ekki djúp spor í tónlistarsöguna. “ „Mér finnst að það hefðu ekki átt að vera þrír kossar í henni. Ann- ars er hún mjög vel gerð, skemmtileg og spenn- andi.“ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 37

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.