Eintak - 27.01.1994, Qupperneq 28
Smári og eðlumar
hans sjö
„Ég á tvær stórar eðlur og fimm litlar. Sú stærri af
þeim stóru er nærri því hálfur metri á lengd. Það er
nú aðallega halinn sem gerir hana svona stóra en
hann er um sjötíu prósent af stærðinni. Þessar
stóru eru afsama kyni og ég hefþær saman í búri.
Þær minni sem eru frá fjórum og upp í fimmtán
sentimetrar á lengd eru í öðru búri, annars
yrðu þær étnar af hinum.
Eðlurnar eru ekkert eitraðar eða
hættulegar. Ef þær sleppa út þá
lifa þær ekki nema í mesta lagi
einn til tvo daga. Þær melta ekki
fæðu nema við 40 stiga hita
þannig að það er útilokað fyrir
þær að lifa lengur þótt að þær
slyppu út um hásumar.
Þessar tvær stóru heita basilikur.
Þær eru báðar karlkyns og til að byrja
með slógust þeir stundum, en núna fer
ekkert á milli mála að sá stærri er foringinn
og kúgar hann hinn óspart. “
Tómas Guðjónsson forstöðumaður Húsdýragarðsins
og Kíkí páfagaukurinn hans
Ema Bragadóttir
og Daníel enski
bolabíturinn hennar
Daniel er mjög Ijúfur og gefandi. Hann
hefur mikla þörf fyrir að umgangast fólk
og er mikill félagi.
Skapgerðin er á vissan hátt mjög svipuð
útlitinu, ákaflega sterk og skemmtileg.
Annars er hann mjög jafnlyndur og þægi-
legur en líka sérstaklega ákveðinn og fylg-
inn sér, ef hann ætlar sér eitt-
hvað hættir hann ekki fyrr
en hann fær það.
Sumum finnst hann
Ijótur en þeir eru
samt fleiri sem hafa
húmor fyrir honum
og finnst hann vera
fallegur af þvi að
hann er svo Ijótur.
Stefánsdóttir förðunarfræðingur
Krístín Albertsdóttir kínverski
puginn hennar
„Kinversku pugarnir eru ólíkir öðrum hundum. Þeir eru mjög
manneskjulegir og óskaplega blíðir og manngóðir.
Fólk tekur Evu stundum með fyrirvara vegna þess hvernig hún
lítur út í framan. Nefið á þessum hundum er mjög þröngt
þannig að stundum heyrist i þeim alveg eins og þeir séu að
urra. Og það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið hrætt við
þetta litla grey sem gerir ekki flugumein.
Þetta eru algjörir silkipúðahundar. Eva litla lék sér til
dæmis aldrei, hún elti aldrei bolta eða nagaði bein. Eins
árs gömul var hún strax orðin mjög siðprúð og pen. Og
hún er voða merkileg með sig, lítur nlðu^á aðra hunda og
finnst ekki mikið til koma um lætin og bjáhaganginn i þeim.
Hún er mjög hrifin af fólki, sérstaklega kfclmönnum og
hefur gaman afað fá
U Hún elskar allar snyrtivörur. Ég hef oft /Ai/'ð að henni
með andlitið útatað i varalit en þá er Sm lyktin og
bragðið sem heillar hana.
„Fyrstu árin sem ég átti Kikí var ég að vinna í félagsmiðstöðinni Frosta-
skjóli. Þá hafði ég þann hátt á að ég tók hana alltaf með mér í vinnuna
klukkan átta á morgnana. Hún sat á öxlinni á mér á leiðinni út í bil og á
leiðinni i vinnuna sat hún á stólbakinu. Hún var hjá mér á skrifstofunni all-
an daginn en fórþó stundum út og flaug nokkra hringi yfir KR völlinn til
að viðra sig. Þetta gerði hún i hvaða veðri sem var, ekkert síður um vetur
en á sumrin. Á þessum árum vorum við meira eða minna saman allan
sólarhringinn. Á nóttunni var hún inni í stofu en flaug svo inn i svefnher-
bergi til min við sólarupprás, það gat orðið dálítið hvimleitt á sumrin, lenti
á sænginni, rölti upp að höfuðgaflinum og nartaði i eyrnasnepilinn á mér,
umlaði aðeins og vakti mig þannig. Síðan var hún vön að skríða undir
sæng i hlýjuna þar og lúra hjá mér í klukkutíma þangað til við þurftum að
fara i vinnuna. Þetta var í algjöru uppáhaldi hjá henni.
Kíkí þykir afskaplega gott
að láta klappa sér og er að
því leyti eins og kelnasti
köttur."
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994