Eintak - 27.01.1994, Síða 31
umferð sem í Chicagó, enda farast
menn þar á strætum, að sögn, á
hverjum degi, sem Guð gefur yfir.
Umferð og keppni á strætum er
hvergi í heimi sögð jafnmikil og
hér, einkum í miðhluta bæjarins; er
eins og allt sé í uppnámi og menn
og skepnur fari hamförum; fyrir
því verða slys og ófarir þar daglegt
brauð.“
í raun var það svo að um það
leyti sem Matthías var í Chicago
dóu tveir menn daglega í návígi við
sporvagnana. Auk þessa voru svo
margir sem slösuðust og misstu
jafnvel útlimi að yfirvöld voru farin
að óttast að innan fárra ára yrði
vart heill maður eftir í borginni,
heldur myndu allir haltra um
einfættir, einhentir og alls staðar
sárir eftir.
Miðborgin var nær öll byggð há-
hýsum og þar var eins og áður segir
miðstöð stjórnsýslu og verslunar.
Því var það óhjákvæmilegt, þá eins
og nú, að það mynduðust teppur
og jafnvel hnútar í umferðinni: „Á
vissum tímum dagsins ryðst fjöl-
mennið niður á strætin úr þessum
fuglabjörgum, og þá fyllast þau svo,
að svo sýnist sem öll urnferð sé
stífluð og ómöguleg. Mér fannst
opt sem væri jeg kökudeig, sem
þúsundir bakara hnoðuðu hver af
öðrum þangað til það festist ein-
hvers staðar við horn eða smugu.
Allar þessar þúsundir ganga eða
æða áfram... Spyrji jeg Ch.-búa til
vegar, nernur hann ekki staðar,
hann hefír engan tíma til þess.“ Ef
einhverjum þykir þessi frásögn
minna á Austurstrætið á föstudög-
um þá er kannski kominn tími til
að íhuga hvað hafi eiginlega verið
okkar starf þessi síðustu hundrað
sumur.
Samgöngumar
Matthías var þó ekki iengi að
koma auga á sökudólginn; það
voru sporvagnarnir: „Um alla
Chicagó gengur hin mesta mergð
slíkra vagna, flestir á dragköðlum,
sem dregnir eru undir strætunum
af rafmögnuðum vinduspilum, en
vögnunum er krækt í kaðalinn, og
liggur rifa eftir hverju stræti.“
Matthías Jochumsson
UM ÞAÐ LEYTI ER HANN FÓR TIL CHICAGO
Matthías sá fónógraf Edisons á heimssýningunni í Chicago og
fannst mikið um: „Fonografinn er ofurlítiil kassi eða skrín lokað;
ganga úr því tveir lindar, og stingur maður enda þeirra sínum í
hvort eyra. Ferþá að tala eða kveða eða syngja eða tóna eða spila
í skríninu... Aldrei hef jeg skemmt mér betur en þá stund. “
Heimssýningin í Chicago
„Síðan Napóleon 3. varsteypt frá völdum, hefirenginn atburður sett jafnmarga penna íhreyfingu eins
og sýningin í Chícagó... Chicagó-sýningin er si/o mikil og verður svo afleiðingarík, að vart hefir meiri
viðburður orðið í veraldarsögunni síðan Kolumbus fann Vesturheim — viðburður í menningarlega
stefnu, “ skrifaði síra Matthías.
Allar byggingarnar á myndinni nema sú fyrir miðri mynd voru rifnar eftir heimssýninguna.
Þessum vögnunr var komið upp samgöngumálum borgarinnar. Því grafa heilt gangakerfi með fjögurra
af Charles Yerkes, en hann gekk var leitað nýrra leiða til að koma metra lofthæð og leggja í það járn-
einna ötullegast fram í því að þróa
samgöngukerfi borgarinnar og
greiða stjórnmálamönnum þar
mútufé svo að leyfi fengist fyrir öll-
um nýjungunum. Hann var einn
þeirra manna sem hófu Chicago til
vegs og virðingar og lögðu jafn-
framt grunninn að þeirri spillingu,
sem enn hefur ekki tekist að upp-
ræta. Matthías hefur kannski haft
hann eða hans líka í huga þegar
honum varð að orði að „fáar eða
engar þjóðir eiga jafnmikla skör-
unga og siðbótamenn og -konur
sem þeir, enda fáar þjóðir fleiri
fanta og vandræðamenn."
Um það leyti sem Matthías var í
Chicago var öllum orðið ljóst, líkt
og honum, að sporvagnakerfið væri
ekki viðunandi framtíðarlausn á
Museum of Science and Industry
Nú hýsir þessi glæsilega bygging safn sem helgað er vísindum og
iðnaði, en þegar síra Matthías Jochumsson heimsótti hana fyrir
réttri öld var hún skáli menningar og lista á heimssýningunni miklu
— Kólumbíu-sýningunni.
vinnuþrælum miðborgarinnar að
og frá skrifstofunum.
Ýmsir aðhylltust neðanjarðar-
lestar, enda voru þær um þetta leyti
að ryðja sér til rúms í ýmsum stór-
borgum vesturríkja og Rússlands.
En Chicago er byggð í gljúpan jarð-
veg og það þótti hættulegt að hrófla
mikið við honum, einkum í nánd
við stórhýsin sem þá þegar römb-
uðu hvert á sínum fleka í mið-
bænum. Athafnamenn tóku engu
að síður til sinna ráða og lögðu dag
við nótt til að færa borgarbúum
nýtt og betra samgöngukerfi, hvort
sem þeir vildu það eða ekki. Seyðið
af þessari framkvæmdagleði supu
Chicago-búar vorið 1992 þegar
kjallarar í miðbænum fylltust allt í
einu af vatni — milljónum lítra
sem eyðilögðu raflagnir og ógnuðu
ýmsum sögufrægum byggingum.
í ljós kom að vatnið streymdi úr
Chicago-ánni gegnum neðanjarð-
argöng sem allir höfðu gleymt, eða
jafnvel aldrei vitað að væru til.
Þetta voru göngin sem farið var að
grafa í laumi undir fótum Matth-
íasar þegar hann var að brjóta sér
þarna leið gegnum mannþröngina
árið 1893.
Undir því yfirskini að þeir
ætluðu að leggja þröng göng fyrir
gufu- og rafmagnsleiðslur, fóru at-
hafnamennirnir að hola út leirinn
undir miðborginni. Unnið var á
nóttunni til þess að almenningur
yrði þess ekki var hve rnikill
jarðvegur kom upp úr göngunum
og þegar efiirlitsmenn borgarinnar
komu loks á vettvang var búið að
brautarteina.
Það varð þó aldrei úr að Chicago
fengi neðanjarðarlest, heldur var á
endanum brugðið á það ráð að lyfta
lestunum upp af götunum
í stað þess að grafa þær of-
an í þær. Þetta nefna Chic-
ago-menn „El“, sem er
stytting á nafninu Elevated
Railway. Fyrsta járnbraut-
arlínan, sem þannig var
lögð, lá í lykkju utan um
verslunarhverfið í mið-
bænum og hverfið heitir
enn eftir þessari nýjung
The Loop.
20 lopta lyptarar
Skýjakljúfarnir, sem
voru helsta ástæða þess að
ekki þótti óhætt að grafa
neðanjarðargöng, voru
einsdæmi á þessum tíma.
Það var því ekki að undra
að akureyrskum presti
yrði starsýnt á þessi furðu-
verk: „Þar er fjöldi húsa
12-20 loptuð og 200-300
feta há; eru þar ekki hafðir
stigar, heldur lyptarar (El-
evators), sem hefja menn
upp eða láta síga niður
með gufuafli.“ Matthías
heimsótti einn skýjakljúf-
inn meðan hann dvaldi í
Chicago og borðaði þar í
klúbbi sem var á sextándu
hæð. Þegar hann leit út
um gluggann sá hann
mannmergðina á götunni:
„Var fólkið á strætum
niðri líkt og mýs eða rottur til að
sjá.“
Þegar Matthías kom til Chicago
var einnig nýlokið því stórvirki að
lyfta allri miðborginni upp úr þeim
gljúpa jarðvegi sem hún stóð á, og
þótti honum mikið til koma um
þetta afrek: „Þeir hækkuðu miðbik
borgarinnar, svo þús. húsa skipti 5-
14 fet með húsunum á. Þótti þeim
grunnurinn of lágur og vatnið leita
á borgina, er stormar gengu. Fóru
þeir svo kænlega að þessu bauki, að
þeir, sem bjuggu í húsunum, vissu
varla af fyr en verkinu var lokið og
grunnur þeirra hafði hækkað um 2
eða 3 mannhæðir. Þeir grófu sem sé
undir húsin og smá-lyptu þeim
með lyptivél, en hlóðu undir jafn-
óðum.“ Þessu verki, sem hafið var í
miðbænum, var síðan haldið áfram
út um alla borg og má enn sjá vitni
þess í Pilsen-hverfinu þar sem
pólskir innflytjendur settust að. Þar
hafa menn reyndar gefist upp á því
að lyfta húsunum, heldur bæta ein-
faldlega við dyrum á annarri hæð
og lyfta götunni.
Tækniundrin og trúmálin
Sírninn var þegar orðinn út-
breiddur í Chicago þótt enn væri
þess langt að bíða að bændur riðu
hópreið í Reykjavík til að mótmæla
Tacoma-byggingin
Einn þeirra skýjakljúfa sem prýddu Chigago þegar
Matthías Jochumsson var þar gestur.
lagningu hans til íslands. „Nálega
hver viðskiptamaður hefir og notar
hljóðbera. Liggja þræðir þeirra eins
og þétt net um þessa borg og gegn-
um hvert hús, eins kirkjur, sem
aðrar byggingar. Geta þeir sem eiga
telifóna úr kirkjum, heyrt mílur
vegar, þegar klerkurinn ræskir sig
eða ber í stólinn, auk heldur orð og
söng.“
Matthías getur þess að í Chicago
hafi verið yfir 500 kirkjur þegar
hann kom þangað og líklega hefur
verið útvarpað úr þeim öllum urn
símann, ef marka má frásögnina.
„Þó virðist Mammon gamli vera
þar öndvegisgoð, enda er hann
kænni sonum ljóssins... hefir hann
lag á, þar, ef til vill, fremur en víðast
hvar annars staðar, að kenna
mönnum að þjóna tveim herrum í
senn; eru þar flestir auðkýfingar
klerkavinir, — þó ekki nema
höfuðprestanna, sem þá aptur á
móti sniða furðu vel á, svo þeir ekki
styggi drottna þessarar veraldar."
Hugsjón framtíðarinnar
Mammonsdýrkun Chicagobúa
er nálega það eina sem Matthías
finnur að í Chicago, að umferðinni
undanskilinni, og þó vitum við að
margt gruggugt leyndist undir yfir-
borðinu — þess var til að nrynda
skammt að bíða að
fjöldamorðin við Hay-
market-torg yrðu til þess
að gera 1. maí að bar-
áttudegi verkamanna, og
að það pólitíska vinnu-
lag sem Yerkes lagði
grunninn að næði að
festa í sessi það nána
samstarf stjórnvalda og
glæpaflokka, sem enn
ræður mestu um fram-
gang mála í borginni. En
það voru hugsjónirnar
og hin glæsta framtíðar--
sýn tækniþjóðfélagsins
sem slógu glýju í augu
skáldsins þegar það
heimsótti Cbicago á ári
heimssýningarinnar:
„Hefir hin unga Amer-
íka eins og skorað Evr-
ópu gömlu á hólm, og
þegjandi sagt við hana:
„Kom hér, forna frænd-
kona, og reyn við mig;
reynum nú, hver betur
bíta vopnin, þín eða
mín; reynum, hverjir
sigursælli eru, hetjurnar
þínar, landsómagarnir,
eða mínir drengir og —
fyrirgefðu! — stúlkur.
Reyn nú og sjá, hvort
hollara sé fyrir fólkið,
fjötrarnir þínir eða frels-
islögin mín.“©
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994
31