Eintak - 27.01.1994, Side 10
-EINTAK
EINTAK er gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Ari Matthíasson, Bonni, Bragi Ólafsson, Davíð
Alexander, Einar Ólason, Einar Örn Benediktsson, Gerður Kristný,
Glúmur Baldvinsson, Hallgrímur Helgason, Haukur Snorrason,
Hilmar Örn Hilmarsson, Jói Dungal, Jón Proppé, Jón Kaldal, Júlíus
Kemp, Ólafur Ragnar Grímsson, Óttarr Proppé, Ragnhildur
Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þor-
valdur Þorsteinsson.
Ritstjórn og skrifstofur eru að Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði.
Strákarnir fara til
London
í EINTAKI í dag er meðal annars sagt frá hópferð forsvarsmanna
lífeyrissjóðanna á námskeið til verðbréfafyrirtækis í London.
Auðvitað er það fagnaðarefni að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna
finni hjá sér hvöt að sækja námskeið og bæta þekkingu sína á sviði
fjármála. Þeir sem gluggað hafa í skýrslu Verslunarráðs um stöðu
lífeyrissjóðanna vita að ekki er vanþörf á slíku. Það heyrir til und-
antekninga að íslenskir lífeyrissjóðir eigi fyrir þeim lífeyrisréttind-
um sem þeir hafa lofað félagsmönnum sínum.
Algengast er að lífeyrissjóðirnir hafi verið reknir með eftirfarandi
hætti:
Strax eftir stofnun taka sjóðirnir að sér að sjá fleirum fyrir lífeyri
en hafa borgað til þeirra. Lengi var fimm prósent af ráðstöfunarfé
sjóðanna greitt til þeirra sem voru komnir út af vinnumarkaðinum
áður en sjóðirnir voru stofnaðir. Þótt flestum ætti að vera ljóst að
það minnkar sem af er tekið áttuðu forsvarsmenn lífeyrissjóðanna
sig ekki á því. Þeir sáu ekki fyrir að ef þeir gæfu fimm prósent af
eignum félagsmanna sinna þá vantaði þá í það minnsta fimm pró-
sent upp á til að standa við það sem þeir höfðu lofað þeim.
Fljótlega eftir að fé fór að safnast upp í sjóðunum fóru þeir að
lána félagsmönnum sínum úr þeim á afskaplega óhagkvæmum
vöxtum fyrir sjóðina. Það var eins og forsvarsmenn sjóðanna
kynnu ekki við að krefjast raunvirðis fyrir þessi útlán af eigendum
sínum, félagsmönnunum, og kusu þess í stað að greiða hluta af líf-
eyri þeirra út í formi lána með lága eða neikvæða vexti.
Þegar verðbólgan geisaði og stjórnvöld héldu vöxtunum niðri
kættust forráðamenn lífeyrissjóðanna í stað þess að fá áfall við að
sjá fjármuni umbjóðenda sinna brenna upp. Þeir sáu fram á gósen-
tíð þar sem þeir réðu yfir digrum sjóðum í fjársvelta landi og jusu
úr þeim á báða bóga.
Fæstir voru sjóðirnir orðnir tíu ára þegar ljóst var að forsvars-
menn þeirra höfðu ekki gætt þeirra, heldur glatað þeim. Sumir hafa
reyndar braggast lítillega á hávaxtatímabilinu undanfarið, en í flest-
um tilfellum hefur það ekki nægt fyrir skuldbindingum gagnvart
félagsmönnum. í raun er ekkert nema hlægilegt að sumum þessara
sjóða hafi ekki verið lokað og bannað að halda áfram að hafa fé af
fólki á fölskum forsendum og í skjóli lagaverndar. Síðastir allra til
að kvarta undan þessu eru forsvarsmenn sjóðanna. Flestir þeirra sjá
sjóðina sem starfsvettvang eða vegtyllur, en ekki sem gæslustað fyr-
ir lífeyri félagsmannanna.
í ljósi þessarar sögu væri það fagnaðarefni ef forsvarsmenn
sjóðanna hefðu fundið hjá sér hvöt til að læra undirstöðuatriði í
reikningi og bókhaldi. Það væri enn gleðilegra ef einhverjir þeirra
hefðu ekki áttað sig á stöðu sjóðanna fyrr en skýrsla Verslunarráðs
kom út og hafi þá rifið sig upp til að reyna að bæta ástandið eitt-
hvað.
En auðvitað er þetta ekki raunin. Flestir forsvarsmanna tóku til- ;
boði Kaupþings um pakkaferð til London vegna þess að sjóðirnir
borguðu undir þá utanferð. Og flestir gripu tækifærið, framlengdu
dvöl sína í London og ætla að skemmta sér þar um helgina. Fyrir
suma er þessi för eins og ómur horfmnar gullaldar verkalýðsfor-
ingjanna þegar þeir gátu spókað sig um við Svartahafið í
boðsferðum á kostnað sovéska Kommúnistaflokksins. Síðan sá
flokkur koðnaði niður og missti tökin á ríkisfjárhirslum Rússa hafa
fáir orðið til þess að bjóða íslenskum verkalýðsforkólfum til
útlanda.
Ef þessir forsvarsmenn hefðu vilja læra eitthvað um fjármagns-
markaðinn hefðu þeir farið út í búð og keypt sér námsefni fyrir
byrjendur. Þeir lærdómsfúsu hefðu síðan getað aflað sér fram-
haldsmenntunar og fengið smjörþefinn af því hvernig æfðir fýrir-
lesarar bera sig með því að Ieigja vídeóspólu hjá Stjórnunarfélaginu
með einhverjum góðum fyrirlesara.
En það hefði ekki verið eins gaman og fara með strákunum til
London.
LETTVI C/T
HUN SEQIR
HANN SEQIR
Kaup ríkisins á björgunarþyrlu
Þyrlu - ekki seinna
en í gœr
Þyrla
þjóðarstoltsins
Ég skil ekki hvernig stendur á
því að þyrlukaup vefjast svona
mikið fyrir háttvirtri ríkisstjórn.
Eins og hún bregst skjótt við ýms-
um málum sem skipta þjóðarhag
mun minna máli. Peningaskortur
getur ekki verið aðalástæðan, því
öðru eins og þeim tæpu þúsund
milljónum, sem góð þyrla kostar,
er eytt í vitleysu á stjórnarheimil-
inu. Hve mörgum mannslífum
þurfum við að fórna áður en ríkis-
stjórnin tekur á sig rögg og kaupir
eina?
Frá því herrans ári 1990 þegar
ríkisstjórnin lýsti yfir vilja sínum
til að kaupa þyrlu hefur henni tek-
ist að þvæla málið með undra-
verðum hætti. Á sama tíma og ótal
nefndir og ráðgjafar hafa setið að
störfum og velt vöngum yfir þessu
— og kostað þjóðarbúið milljónir
— hefur mikið vatn runnið til sjá-
var og margir sjómenn farist.
Hvers vegna er skellt skollaeyrum
við bænurn þeirra um fullkomin
björgunartæki? Er líf þeirra minna
virði en annarra landsmanna? Við
Islendingar sem erum heimsfræg
fyrir flottræfilshátt tímum ekki að
kaupa bestu fáanlegu björgunar-
þyrlu heldur viljum notast við tvo
gamla úrsérgengna jálka sem duga
engan veginn við þær aðstæður
sem við búum við. Á þeim er eng-
inn afísingarbúnaður og þær geta
ekki bjargað heilli skipshöfn held-
ur þarf að selflytja menn þegar
mínútur geta skilið milli lífs og
dauða.
Fróð kona sagði mér að biðtími
eftir þyrlu væri langur, þó hún
væri pöntuð í dag þá þyrftum við
að bíða í eitt og hálft ár eftir að fá
hana afhenta. Og hvað getur ekki
gerst á þeim tíma? Auk þess má
borga með afborgunum á fimm
árum. Nú þegar eru til sérstakir
þyrlusjóðir sem líknarfélög jafnt
sem einstaklingar hafa lagt fé í.
Mér finnst ríkisstjórnin hug-
myndasnauð þegar kemur að íjár-
öflun. Mér finnst til dæmis upp-
lagt að láta dagpeninga ráðherra-
maka renna í sjóðinn, enda óþarfi
að þeir séu að frílista sig í útlönd-
um á kostnað þjóðarinnar. Auk
þess mætti taka tíund af banka-
stjórum og öðrum hátekjumönn-
um (frádráttarbæra til skatts, þeir
falla fyrir því). Svo mætti rukka
Ragnhildur
Vigfúsdóttir
skrifar
þessa glæfram-
enn sem fara á
blæjujeppum
inn á hálendið
á þorra og illa
ú t b ú n a r
rjúpnaskyttur.
Sú regla gæti
gilt að fyrsta
leit sé ókeypis
en önnur
borguð fullu
verði — eða
ella þyrftu
menn að vinna
þegnskylduvinnu upp í kostnað
og andvirðið rynni til þyrlukaupa.
Það gleymist nefnilega oft í
umræðunni að björgunarþyrla
nýtist ekki eingöngu sjómönnum,
heidur einnig landkröbbum. Af
hverju er ekki gerð krafa um að
þessir ævintýramenn sem leggja í
tvísýnu inn á hálendið — jafnt
sem upp í Bláfjöll — séu tryggðir,
líkt og gert er í Ölpunum? Því eitt-
hvað kosta þessir björgunar-
leiðangrar sem sífellt er verið að
senda eftir þessurn köppum. Ef
þetta dugar ekki til, þá mætti vel
hugsa sér að ríkisstjórnin efndi til
maraþons, til dæmis í að standa
við kosningaloforðin, og almenn-
ingur gæti heitið á hana. Eða
senda hana út á sjó í ofsaveðri og
athuga hvort hún skiptir um
skoðun...
Andrés
Magnússon
skrifar
íslendingar
hafa frá upp-
hafi átt mikið
undir hafinu.
Lengst af vegna
aðfanga til
landsins, en þó
svo stórvirkar
fiskveiðar hafi
ekki hafist fyrr
en undir þessa
öld voru róðr-
ar stundaðir
alla tíð. Hin
gjöfulu fisk-
imið, sem á öldum áður voru góð
búbót í harðbýlu landi, urðu und-
irstaða þess velmegunarskeiðs,
sem upp rann þegar átthagafjötrar
voru loks leystir og fjármagn og
vilji fannst til annarrar útgerðar en
dagróðra. Það er ekki að ófyrir-
synju að hetjuljóma hefur stafað af
sjómennsku, því bæði er starfinn
erfiður á djúpum íslandsálum og
einnig veit þjóðin hvað hún á
undir sjómönnum sínum.
Vegna alls þessa þykir sjómönn-
um gjarnan að þeir hafi ákveðna
sérstöðu, sem þeir skuli njóta í á-
kveðnum efnum. Þannig hafa þeir
til dæmis staðið dyggilega vörð
um sjómannaafsláttinn þrátt fyrir
að fyrir því séu engin sérstök rök
að aðrir skattgreiðendur niður-
greiði skatta þeirra, eða öllu held-
ur að launakostnaður útgerðar-
manna sé niðurgreiddur. Eins var
hart barist fyrir undanþágu virðis-
aukaskatts á björgunarbúninga,
þrátt fyrir að eins mætti rökstyðja
undanþágu virðisaukaskatts á
loftpúða í bílum, brunavarnastiga
og ótal hluta annarra.
Upp á síðkastið hefur hins vegar
mest borið á baráttu sjómanna og
fleiri reyndar fyrir kaupum á
björgunarþyrlu. Sú umræða er
vitaskuld háværust skömmu eftir
sjóslys og á stundum er hún líka
ósmekklegust við slíkar kring-
umstæður, eins og þegar Ingi
Björn Albertsson reyndi að slá sig
til riddara á þingi eftir hörmulegt
strand suður með sjó.
Um það eru allir sammála, að
seint verður of mikið gert í örygg-
ismálum sjómanna og raunar í ör-
yggismálum almennt. Hins vegar
er það engan veginn sjálfgefið að
kaup á björgunarþyrlu fyrir Land-
helgisgæzluna sé lausn á öryggis-
málum sjómanna.
I fyrsta lagi væri synd að segja
að íslendingar væru gæfumenn í
notkun þyrlna, eins og langur og
hryggilegur listi þyrluóhappa ber
glöggt vitni um. I öðru lagi hefur
smæð þyrlna Landhelgisgæzlunn-
ar sjaldnast hamlað björgun. I
þriðja lagi er fjöldi nothæfra
þyrlna í landinu, þó með banda-
rískum merkingum séu. (Stund-
um fær undirritaður reyndar ekki
varist þeirri hugsun að hjá sumum
ráði þjóðremba meiru en um-
hyggja þegar kröfur um kaup á
björgunarþyrlu eru annars vegar.)
Samstarf íslendinga við björg-
unarsveit Varnarliðsins hefur
verið með ágætum um árabil og
nú stendur til að gera það enn
nánara. Það er vel, vegna þess að
til þess að unnt sé að tryggja ör-
yggi sjómanna með viðunandi
hætti þarf miklu meira en eina
björgunarþyrlu og nokkra menn.
Það þarf miklu meira heldur en
hægt er að rúma innan núverandi
fjárlagaramma. Ég held það væri
mesta glapræði að fara enn einu
sinni út í afar dýra íslenska hálf-
reddingu, sem aðallega gegndi því
hlutverki að friða samvisku
manna og kitla þjóðarstoltið.
Meðan við njótum samstarfsins
við björgunarsveit varnarliðsins er
engin þörf á nýrri þyrlu.
10
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994
f