Eintak

Eksemplar

Eintak - 27.01.1994, Side 27

Eintak - 27.01.1994, Side 27
vottar fyrir því að þeir hafi gaman af þessu, fangarnir fimm sem sitja þétt í sófanum, en eru samt enn þá á svipinn eins og þeir, jú, jú, geti svo sem tekið þessu, smá konsert hérna í sjónvarpskróknum, það megi svo sem gefa þessu eyra, KK og Bubbi, jú jú, ókei, en óska- lagsmaðurinn fílar þetta best, stendur upp að loknu prógrammi og mælir hátt og snjallt: „Þakka ykkur kœrlega fyrir komuna. Þetta var STÓRT LJÓST Og dregur síðan Bubba með sér inn á herbergi að árita kasettu með uppteknu efni. ,,/á, já vinur minn, ekkert mál og þó þú værir búinn að „bootleggja“ mig i bak og fyrir.“ A meðan þiggjum við hin enn meira kaffi. Strákarnir eru orðnir aðeins léttari og bjóða kaffi. Hér er allt vaðandi í kaffi. Það var rétt sem Bubbi sagði í bílnum. I kastalanum kaffiturnarnir rísa... Síðan taka þeir kurteislega í höndina á okkur, þakka fyrir sig og meina það. Sjón heilsar gömlum skólafélaga. „Þú varst í Fjölbraut var það ekkiT Fjölbraut. Fjölbrot. Fjörbrot. EINANGRUNARDEILD B Hér eru einungis fjórir fangar. Þrír fslendingar og Bandaríkja- maðurinn. Innréttin^in svipuð og í A-deildinni. Andrumio enn þyngra. Bubbi reynir pó sem fyrr að ná upp stemmningu, gengur eins og galíaklæddur eldklerkur með gítar inn í klaustur. Inn á herbergiunum eru hundrað helgimyndir úr Penthouse. Svart plast fyrir gluggum. (Ef til vill klefi Bandaríkjamannsins? Gluggasyllan drekkhlaðin snyrti- vörum og maður vonar fyrir hans hönd að hann nái Kananum.) Ekki tekst að ná þeim öllum í sófann. Ungur drengur á þröngum buxum tyllir sér á eldhúsbekk og Bandaríkjamaðurinn heldur kyrru fyrir, stendur í gluggahorni og reynir að láta biturleikann ekki bora göt í brosið. Bubbi tekur fyrir hann „Bourgeoise Blues“ eftir Joe Hill með formála. „He was in prison down in Lous- iana.“ „Oh yeah, Lousiana, New Orl- eans, Baton Rouge, I know that, I us- ed to live down there." AÐFANGADACU heim, aftur yfir heiðina. Þeir, sex saman í einangrun en við, fimm í bílnum. í Þrengslunum líkir Sjón þessu við það að við ættum effir að vera hér saman í KK-bílnum næstu þrjú árin. Ég reyni að ímynda mér hvernig bækur kæmu út úr því. Gæti Sigfús Kilian átt Klakabörn með Medúsu? Við fáum frystan fósturvísi að þessu. KK-bíllinn tekur súrreal- skáldið á orðinu og drepur á sér við næsta tækifæri, við gatnamót á Ártúnshöfða. Bergur fórnar bíl- stjórahöndum og skáldin reyna að koma bílnum aftur í gang með orðum, reyna að tala vélina til, en allt kemur fyrir ekki. „Kunnið þið að opna húdd á svona amerískum?“ Spyr bílstjór- inn, greinilega ókunnur KK-vagni, en skáldin eru ýmist án ökuleyfis, með erótíska smásögu í höfðinu eða á lúkkinu eftir leigubíl. Ég dreg mig í hlé. Þó ég sé þaulvanur svona köggum og færi létt með að fixa þennan í gang, þá vil ég ekki sem blaðamaður blanda mér í rás atburða. Ég læt bara fyrir berast í sætinu, þykist vera enn meiri kerling en þau hin. Ég er hér bara til að fylgjast með en ekki til að grípa í neina tauma. Við sitjum þarna eins og í aftursætisfangelsi og kveðj- urnar frá strákunum á Litla Hrauni stimplaðar framan og aftan á bil- inn, í númeraspjöldunum. Klukkan er orðin hálf fimm og jólin að streyma framhiá okkur með gulum framliósum og skott- um fullum af pökkum. Þar til vingjarnlegur hvít- skeggjaður eldri maður á hvítum bíl stöðvar okkur við hlið, all jólalegur að sjá, eins og sáldþrykk af Thor Vimjálmssyni þar til hann skrúfar niður rúðuna og spyr hvort hann eigi ekki að kippa okkur niður á Nesti. Er mun líkari sjálfum sér er þangað er komið. Á bensínstöðinni losnum við úr prísundinni og af óskiljanlegum á- stæðum er lúgan opin og hægt að fá að hringja á bíl. Við skiljum gamla KK-jálkinn eftir og leigubílarnir flytja okkur heim í tæka tíð en hjúkkuna Lindu upp á Landakot á sína árlegu jólavakt. Aðfangadagur á Hrauninu endar í mat hjá tengdó og eftir matinn talar maður um Bubba allt kvöldið. Það fór aldrei svo að maður yrði ekki Bubba-aðdáandi.© IHallgrimur Helgason er rithöfund- ur og myndlistarmaður búsettur í París. Hann dvaldi nauðugur á íslandi um síðustu jól. ...Sniglana dreymir... The snails dream Where suns go offthe road areyouriips Yourlips divide dayffom night Evening and morning I have a date with your lips. Og manni finnst þeir eigi eitt- hvað sameiginlegt, fangi og skáld, þetta líf sem fyrst og ffemst fer ffam í huganum. Síðan les Einar stórfyndinn kafla úr Heimskra manna ráðum. „Hann var svo mikill harðjaxl að það var með naumindum að hann gæti hreyft sig eða talað. Með hinn sígilda æðrulausa verkjasvip a' andlitinu, eins og hann hefði nýverið fengið byssukúlu í öxlina en mætti ekki vera aðþvíað hugsa um það.“ Segir sá ameriski og ég spyr hann á eftir hvað hann hafi verið að gera þar. „The same. Working in the Sec- urity Service.“ Sjón les úr glóðvolgri enskri út- gáfu á ljóðum sínum og færir Bandaríkjamanninum eintak að gjöf „so you can follow us, for you, it 's on page fifteen." Bandaríkjamaðurinn eltir Sjón í enskri þýðingu. Hraunið, segja strákarnir. „t pökk- um og sendingum eða í innyflum, tannfyllingum, undir forhúð, ef út í það erfarið.“ í næsta lagi biður KK þá um að smella fingrum og Þorleifur bætir við „eða látið hringla í lykla- kippum." Strákarnir brosa bara við þessu og gjóa augum til fangavarða. Einn Kárasyni tekst að toga 0.035 pró- senta glottið næstum því út í hlátur. Og svo tekur KK angurværan My old friend the blues sem fyllir stað- inn út að rimlum. Á milli þeirra, yf- ir þunnhærðu höfði Bandaríkja- mannsins, sér til húsahverfis á Eyrarbakka. Handan við vindbarða snjóskafninga, nokkur hundruð metra í burtu, er þjóðin í óðri önn í sínum fullkomnu eldhúsum að setja upp sósur fyrir kvöldið, blanda jólaöl og leita að biluðu per- unni í seríunni. Fólk að lifa „eðlilegu" lífi, ímyndar maður sér, en héðan af Hrauninu er lítið líf að sjá í þessum húsum, varla sjálf- skiptur jeppi að snuddast, og stutta stund finnst manni lífið hér meira virði, hér inni, en fýrir utan, á meðan lagið endist, My old friend the blues. Bubbj ájokaorðin.y Strákar mínir, við vitum það allir að æskuvinur minn Doddi er ekki fæddur morðingi. Þið hafið ekki íent hér vegna þess að þið séuð fæddir glæpamenn, heldur vegna þess að þið nafið ekki náð að geta kontrollerað þessi efni sem þið hafið verið að taka og það er þess vegna sem þið eruð her, ekki út af neinu öðru. Og þess vegna segi égykkur, takið meðferðina alvarlega. AA-samtökin eru ykkar eina hækja. Ykkar eina von, þegar ríkið sér ekki um neina meðferð eftir að út er komið. Og ef þið notið ekki þessa hækju þá lendið þið bara aftur í gamlafarinu. Fyrst Valli bíó gat það, þá eigið þið að geta það líka. Strákar mínir. AA. Það er málið. Gleðileg jól og þakka ykkur fyrir." AUKALAG Strákarnir kveðja enn með kaffibolla og handabandi og síðan færir hópurinn sig aftur yfir í Almennu deildina. KK á eftir að spila þar. Salurinn fyllist fljótt og strákarnir sumir orðnir sparibúnir og hressir, rétta Kristjáni klappandi hjálparhönd þegar hann biður um. KK nær upp jólastuði á Hrauninu, strákarnir klappa með, en ná- unginn á stólnum við hlið mér á greinilega í brösum með að halda takti. Ekki kannski alveg allir edrú hér í dag, enda „minnsta mál í heimi“ að koma hlutum inn á þeirra verður við tilmælunum og lætur hringla í kippu. Þeir spila þrjú lög og strákarnir kría út eitt til viðbótar. „Vantar einhvern strengiSpyr síðan KK. „Mig vantar gítar.“ Svarar gár- ungi í hópnum en annar fær sett af gítarstrengjum í jólagjöf. „En svo verðum við að fara að drífa okkur, því hún Linda hérna þarf að fara að vinna á eftir upp á Landakoti.“ Segir Bubbi og allir fá hlýjar kveðjur ffá þakklátum drengjum, fangavörðum og yfir sig ánægðum yfirmanni. „Þetta hefur líklega aldrei tekist betur.“ (Gústaf Lilliendahl forstöðumaður Litla Hrauns.) „Þetta var besti hópur hingað til. Þeir voru vel með á nótunum. Þetta var eins og að lesa í Fjölbraut.“ (Einar Kárason.) Síðan samlokur niðri í matsal þar sem ég fæ góðfúslega undantekn- ingu frá ljósmyndabanni. „ÞeÍT fá hamborgarhrygg." Segir kokkurinn um leið og við hverfum . upp úr eldhúsinu. A töflu í andyrinu hangir videodagskrá kvöldsins. Þriar sýningar. Kl. 18, 20 og 22. Við yfirgefum Kastalann. Hellusteypa og bílnúmeragerð í viðhúsum. Denim-klerkurinn séra Bubbi Morthens mætir kollega sínum á snæviþöktu hlaðinu. Séra Hreinn Hákonarson mættur til jólamessu, í annars konar skrúða. Að lokinni hópmynd kveður Bubbi og þakkar fýrir sig. Tón- listarmennirnir fara saman í bæinn en ég fer með skáldunum og Bergi á KK-bílnum. Maður er dálítið ringlaður eftir Hraunið, á erfitt með að átta sig á þessu ástandi sem fangelsi er. (Síðar um kvöldið, að loknum þríþættum jólamat, verður maður fyrir mildu sjokki þegar maður áttar sig almennilega á því að þeir, strákarnir, eru enn þá inni.) Þeir eru inni þegar við förum út og FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 27

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.