Eintak - 27.01.1994, Side 11
Einar K. Guðfinnson
þingmaður
Afhverju viltu láta kalla satnan þing
þegar Davíð vill það ekki, Einar?
„Af þeirri einföldu ástæðu að það
er hlutverk Alþingis að setja lög og
ég hefði talið að það styrkti hugs-
anlega lagasetningu á verkfall að
kalla stjórnarandstöðu jafnt sem
stjórn til ábyrgðar í svo alvarlegu
máli. Til þess var að mínu mati
tóm, eins og sakir stóðu. Það hefði
ekki valdið óbærilegum skaða ef
lagasetning hefði tafist aðeins þó
að sjálfsögðu sé ævinlega tjón af
vinnustöðvunum."
Einari Kr. Guðfinnssyni finnst að kalla
hefði átt saman þing í stað þess að
setja bráðabirgðalög á sjómanna-
verkfallið. Einar og Petrína Baldurs-
dóttir eru þau einu úr stjórninni sem
deila því áliti með stjórnarandstöðu.
Jóhann Jónsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar
Af hverju ertu að kaupa ísfisktogara
þegar Kristján vill það ekki?
„Ég tel það rökrétt miðað við þann
rekstur sem við erum í og þá þróun
sem orðið hefur í útgerð í landinu."
Fyrirtæki í eigu Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar og Tanga hf. á Vopnafirði
hefur keypt tvo ísfisktogara fyrir 21
milljón. Kristjáni Ragnarssyni, for-
manni LÍÚ, líst illa á þau kaup og
segir íslenska fiskiskipastólinn þegar
of stóran.
Jóhannes Jónsson í Bónus:
Af hverju flyturðu ekki bara inn það
sem Halldór vill?
„Til að vekja athygli á því sem ekki
má. Við ætluðum fyrst og fremst
að flytja inn ódýra vöru þegar við
ákváðum að flytja inn kalkúnalegg-
ina sem tilbúna skyndibita. Það
var bannað, en þegar dómur var
kveðinn upp um að við hefðum
mátt það, vildum við reyna það aft-
ur. Þá var lögunum bara breytt.
Það verður lítið að græða á þeim
vörum sem leyfður verður innflutn-
ingur á í kjölfar GATT-samning-
anna. Það verður bara sett vöru-
gjald á þær svo þær verði jafndýr-
ar innlendri framleiðslu."
Jóhannes reyndi að selja kjúklinga-
lappir snemma vetrar en var
stöðvaður af stjórnvöldum. Hann
pantaði strax nýjar lappir eftir að
Hæstiréttur felldi dóm um að inn-
flutningstakmarkanir
landbúnaðarráðuneytisins stæðust
ekki. Ný lög sem girða eiga fyrir
þennan innflutning
eru á leiðinni.
PUNQAVI QT
Lénskerfið í Seðlabankanum
- Hvað er að gerast?
Hvað er að gerast í yfirstjórn
Seðlabankans? Er verið að svíkja öll
fyrirheitin um nútímalega hag-
stjórn og fagleg vinnubrögð? Er
Seðlabankinn teningur í valdatafli
fáeinna flokksbrodáa? Á virkilega
að fara að stíga skref áratugi aftur í
tímann og festa í sessi úrelt
lénskerfi flokkanna í yfirstjórn
Seðlabankans?
Á fyrstu dögum ársins 1994 gerist
það skyndilega að meirihluta í
bankaráði Seðlabankans er beitt til
að auglýsa tvær bankastjórastöður.
Samt eru bara fáeinar vikur síðan
Sighvatur Björgvinsson viðskipt-
aráðherra lagði fram stjórnarfrum-
varp á Álþingi um að á árinu 1994
yrði bara einn bankastjóri við
Seðlabankann. Beðið yrði með
frekari ákvarðanir þar til heildarlög
um nýskipan stjórnunarhátta í
Seðlabankanum yrðu samþykkt á
Alþingi, því færa þyrfti stjórnkerfi
og valdaskipan bankans að nútím-
aviðhorfum um hagstjórn og fagleg
sjónarmið.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
bankaráði Seðlabankans var sá eini
sem í síðustu viku var andvígur því
að fara nú að ráða tvo nýja banka-
stjóra við Seðlabankann. Hann
benti á að stjórnarfrumvarpið um
einn bankastjóra væri enn til
meðferðar á Alþingi. 1 gildandi lög-
um væru ákvæði sem heimiluðu að
einn bankastjóri ásamt starfs-
mönnum bankans annaðist stjórn
hans um nokkurt skeið. Áformað
væri að setja bankanum ný heildar-
lög síðar á þessu ári. Þess vegna
væri óeðlilegt að rjúka nú til og
ráða tvo nýja bankastjóra.
Hvað gerðist? Fulltrúar Alþýðu-
flokks, Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks í bankaráðinu tóku
höndum saman. Þeir höfnuðu til-
lögu um frestun. Þeir börðu í gegn
að ráða strax nýja bankastjóra. Allt
í einu var komin í gang heilög
þrenning framsóknar, íhalds og
krata í bankaráði Seðlabankans.
Ráðstöfum embættunum strax!
Öllum faglegum sjónarmiðum
var hent út um gluggann. Allar yfir-
lýsingar um faglega stjórnarhætti
og nútímalega hagstjórn voru settar
niður í skúffu. Gamla lénskerfi
flokkanna birtist grátt fýrir járnum.
Og hjólin snérust greinilega hratt.
Davíð Oddsson lætur þau boð
út ganga að nú skuli forysta Frarn-
sóknarflokksins fá að ráðstafa einu
stykki embætti Seðlabankastjóra.
Staðfest er að forsætisráðherra hafi
rætt málið við formann Framsókn-
arflokksins. Allt í einu verða yfirlýs-
ingar framsóknarmanna um Seðla-
bankann mjög loðnar. Umræður
um næstu ríkisstjórn tengjast síðan
embætti Seðlabankastjóra. Nýr
formaður í Framsóknarflokknum
muni fúsari til að ganga til stjórnar-
samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn
þegar núverandi formaður Fram-
sóknarflokksins sé kominn í Seðla-
bankann.
Framsóknarforystan er allt í einu
komin á kaf í leynimakk við Davíð
og Sighvat um ráðningu Seðla-
bankastjóra. Allar yfirlýsingar
framsóknarþingmanna um emb-
ættasukkið hjá Alþýðuflokknum í
sumar og haust virðast greinilega
gleymdar. Ráðherrar Alþýðuflokks-
ins glotta í kampinn á göngum
þinghússins. Fyrst Jón fór í bank-
ann, Eiður til Ósló, Karl Steinar í
Tryggingastofnun, er þá ekki til-
valið að parkera Steingrími í
Seðlabankann, gera Framsóknar-
flokkinn þar með samsekan í allri
embættaspillingu Alþýðuflokksins
og láta Davíð skrifa upp á víxilinn í
leiðinni því hann langi svo að geta
átt möguleika til að mynda ríkis-
stjórn með Halldóri?
Með þessu fengi Alþýðuflokkur-
inn syndakvittun frá Framsóknar-
flokknum fýrir allt embættasukkið
í fyrra og Sjálfstæðisflokkurinn gæti
á ný notað Seðlabankann í nöktu
valdatafli. Og í kaupbæti fengi Al-
þýðuflokkurinn síðan í annað sinn
á átta mánuðum að ráða flokks-
gæðing í bankann.
Þegar er búið að halda fundi í
innsta hring Alþýðuflokksins til að
ræða valið á bankastjóranum.
Þröstur Ólafsson mun hafa sótt
fast að verða Seðlabankastjóri en
einhverjir í flokkshringnum voru
svo dónalegir að minnast á Miklag-
arð og KRON. Ágúst Einarsson
heldur stíft fram sínum kostum.
Minnir á að hann hafi verið
þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og
gengið vasklega fram í leikritinu
sem sviðsett var í kringum ráð-
ningu Jóns Sigurðssonar. Ein-
hverjum datt meira að segja í hug
að tilvalið væri að setja Jóhönnu
Sigurðardóttur í Seðlabankann!
Hún gæti alla vega talið húsbréfin.
Og síðan eru þeir Aragötu-
feðgar, Gylfi og Þorvaldur, komn-
ir af stað og benda stíft á að Þor-
valdur sé bæði hagfræðingur og
fæddur eðalkrati. Það yrði nú kór-
ónan á farsanum ef Þorvaldur
Gylfason yrði munstraður í bank-
ann út á kvóta kratanna um leið og
Framsóknarflokkurinn losaði sig
við formanninn.
Er íslenska stjórnkerfið virkilega
svona ómerkileg óperetta þar sem
lénskerfi flokkanna lifir betra lífi en
nokkru sinni fýrr þótt senn komi
árið 2000? Ætlar forystusveit Fram-
sóknarflokksins, ALþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins virkilega að
innsigla á næstunni að þessi þrí-
hyrningur ætli að framlengja hið
spillta hagsmunakerfi flokkanna
fram á nýja öld? Eru allar yfirlýs-
ingar þessara manna um nútíma-
lega hagstjórn og fagleg sjónarmið
bara ómerkilegt blaður? Ætlar
Framsóknarflokkurinn í raun og
veru að detta með Alþýðuflokkn-
„Fyrst Jónfór í bank-
ann, Eiður til Ósló,
Karl Steinar í Trygg-
ingastofnun, er þá ekki
tilvalið að parkera
Steingrími í Seðla-
bankann, gera Fram-
sóknarflokkinn þar
með samsekan í allri
embættaspillingu Al-
þýðuflokksms og láta
Davíð skrifa upp á víx-
ilinn í leiðinni?“
um ofan í pytt flokkslegra emb-
ættaveitinga?
Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
bankaráði Seðlabankans mótmælti
þessum vinnubrögðum. Forystu-
sveit okkar hefur ítrekað lagt fram
tillögur um að stjórnkerfi Seðla-
bankans verði breytt á þann veg að
einn faglegur stjórnandi stýri bank-
anum og hið gamla lénskerfi flokk-
anna verði lagt niður. Það er arfur
frá gömlum tíma og á engan hátt í
takt við kröfur nýrrar aldar.
Ráðning Seðlabankastjóra er
prófsteinn á það hverjir standa
vörð um úrelta hagsmunagæslu
flokkanna. Ráðningin mun sýna
hverjir vilja opna stjórnkerfið fýrir
hæfileikafólki sem metið er að
verðleikum og hverjir kappkosta
áfram að standa vörð um hina
lokuðu nomenklatúru flokkanna.
Seðlabanki Islands er einhver mik-
ilvægasta stofnunin í hagkerfi
þjóðarinnar. Hann á ekki að vera
leiksoppur í valdatafli og hags-
munapoti Davíðs Oddssonar, Hall-
dórs Ásgrímssonar og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar.
Það er mikið talað um nauðsyn
þess að laga ísland að nútímaþróun
í efnahagsmálum nágrannaland-
anna. Atburðarásin í kringum
Seðlabankann bendir hins vegar til
þess að forystusveit Sjálfstæðis-
FJÖLM IÐLAR
Fjölmiðlar eru betri en raunveruleikinn
Fyrir einhverjum vikum voru
einhverjir að reyna að kveikja í
umræðu um að fjölmiðlar væru
vondir, frekir við viðmælendur
sína, óhollir lesendum sínum og
áhorfendum, og einhvern veginn
bara fýrir í þjóðfélaginu. Þetta var
um það leyti sem Díana prinsessa
felldi tár og baðst vægðar undan
því að ljósmyndarar eltu sig inn á
líkamsræktarstöðvar. Fólk grét
með Díönu. Líka hér uppi á Islandi.
Og sumir reyndu að finna einhvern
landa sem hægt væri að vorkenna
eins mikið og Díönu. Sú leit bar
engan árangur enda höfðu þeir
Steingrímur og Jón sjálfir boðað
blaðaljósmyndarana þegar þeir
voru myndaðir í sundi.
En þótt engin Díana fýndist á
íslandi voru menn jafn harð-
ákveðnir í að hér væri fullt af Sun
og Mirror og það væri að gera út af
við frelsi einstaklinganna.
Mér hefur alltaf leiðst þessi inn-
flutningur á mælistikum frá Bret-
landi. Ekki vegna þess að einhver
blöð fái á sig innfluttar skammir
sem upphaflega áttu við Sun án
þess að eiga það skilið. Heldur
vegna þess að Morgunblaðið fær yf-
irleitt alltaf innfluttan heiður sem
upphaflega var beint til Sunday
Times. Og Ríkisútvarpið sem BBC
átti. Án þess að eiga það skilið.
Ég var þó fyrst og fremst leiður
yfir þessari umræðu vegna þess að
mér finnst gaman að fjölmiðlum. 1
raun finnast mér fjölmiðlar
skemmtilegri en sá raunveruleiki
sem fólkið sem skammast út í þá,
heldur fram.
Og mér hefur alltaf fundist fólk í
fjölmiðlum áhugaverðara en venju-
legt fólk. Fyrir það fyrsta þá lyktar
fólk í fjölmiðlum ekki. Það er ekki
svalt í lófunum og enn síður
andfúlt. Ef það er leiðinlegt þá flett-
ir maður eða slekkur. Ef það
hneykslar mann getur maður sneitt
það af restinni af blaðinu eða ein-
faldlega spólað yfir það.
Síðan er fólk í fjölmiðlum yfir-
leitt fallegra og áhugaverðara en
venjulegt fólk. Síðustu skipti sem
ég hef orðið ástfanginn hefur það
verið í bíó og í eitt sinn meira að
segja af aukaleikkonu. Samt var
hellingur af konum í bíó. En þær
góndu bara upp á tjaldið eins og ég
og átu popp.
Gunnar Smári Egilsson
„... mér hefur alltaf
fundistfólk í
fjölmiðlum áhuga-
verðara en venjulegt
fólk. Fyrir þaðfyrsta þá
lyktarfólk í fjölmiðlum
ekki. Það er ekki svalt í
lófunum og enn síður
andfúlt. Efþað er
leiðinlegt þá flettir
maður eða slekkur. “
FIMMTUDAGUR 27: JANÚAR 1994
11