Eintak

Tölublað

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn 3> mars Hringdi í Krumma til aö spyrja hvort hann væri til aö lána mér Super VHS- vélina hans og kaupa af mér reisubók- arkorn þegar ég fer næst til Ríó, en rit- arinn hans sagöi að hann væri ekki viö. Hann heföi fariö út aö borða meö Dav- íð. Ég missti einhvern veginn alla stjórn á mér. Keyrði á milli veitingahúsa, labb- aði inn eins og ég ætlaði aö fá borð, en rauk á dyr ef ég sá þá ekki. Gafst upp fyrir utan Bæjarins bestu klukkan eitt um nóttina. Guö má vita hvert þeir fóru. Föstudagurinn 4* mars Ég var ákveðinn í aö bæta mér upp gær- kvöldið og fara út aö boröa í kvöld. Hringdi í nokkra kunningja en þeir voru allir uppteknir. Endaöi meö því aö fara á Loftleiöir meö stelpunum. Elín Hirst var i fallegri dragt sem ég væri aiveg til í að eiga. Hugsaöi undir boröum um hvort vinirnir væru aö forðast mig, úr því Davíð er hættur aö tala viö mig. Að ég væri oröinn eins og eiginkonurnar sem fengju aldrei aö vera meö þegar eitt- hvað stendur til. Ætli strákarnir hafi ekki verið í Perlunni í kvöld. Laugardagurinn 5> mars Það hvarflaði aö mér að það gæti verið sniðugt aö Davíö tæki meö sér til Stokkhólms nokkur eintök af bókinni um ísland sem kom út á sænsku fyrir nokkrum árum. Þar var einn kafli um hann. Ég hringdi í Eyjólf, aöstoöar- manninn hans, og bar þetta undir hann. Hann hló og sagði aö Davíð væri farinn og myndi hvort sem er ekki standa í bókakynningum ytra. En sagðist samt vera tilbúinn aö kaupa 200 eintök á kostnað ráðuneytisins. Ég þakkaði. Sunnudagurinn 6. mars Fór á kaffihús og lenti þar á borði með einhverjum allaböllum og Birtingar- mönnum sem tóku því fagnandi að þurfa ekki aö hvæsa hvorir á aöra en geta þess í stað sagt mér blaðskellandi frá því hvernig þeir ætluöu aö sigra kosningarnar í vor. Fann mig ekki í þessu hlutverki og fór. Fann á mér hvernig þeir byrjuöu aö hvæsa aftur um leið og ég varfarinn. Mánudagurinn /. mars Leið eins og ég væri einn í heiminum. Allir sem ég þekki eru á Noröurlanda- þingi. Lá heima og las styttar útgáfur af nokkrum góöum bókum, pantaði pizzu og reyndi að njóta þess aö vera meö sjálfum mér. Gafst upp um fimmleytið og fór í eróbikk. Þriðjudagurinn 8. mars Við morgunverðarborðið varö ég klökk- ur og þakkaöi guði fyrir hlutskipti mitt. Þrjár baksíðufréttir Moggans fjölluðu allar um atvinnuleysi og eymd. Um tíma vorkenndi ég þessu fólki sem þarf að sækja vinnu út á hinn frjálsa markað. Ég jafnaöi mig þó fljótt, fór út í Háskóla, komst aö því aö ég átti ekkert aö kenna og fór að sinna mínum málum. Miðvikudagurinn 9- niars Þegar ég var að labba eftir Austurstræti sáég þennan hrokafulla kommatitt sem skrifaði fréttina í DV um að Davíð kynni ekki dönsku og vissi ekkert hvað hefði farið fram á Noröurlandaþinginu. Ég rauk á hann og hellti mér yfir hann. Hann reyndi að verja sig en ég sótti á hann og komst að því að Ólafur Ragnar heföi verið forfallakennari hans. þegar hann var í fyrsta bekk í gaggó. Ég vissi þetta. Helvítið hann Ólafur er á bak við þetta allt. © Spilar svekkelsi Magnúsar inn í keiluhallarmálið? © Páll húinn að losa sig við jeppann til Skúla í Tékkkristal llt útlit er fyrir það að Reykjavíkur- ‘ óorg komi í veg fyrir að fjórar hæðir verði reistar ofan á hús Keilu- hallarinnar í Öskjuhlíð með því að kaupa byggingaréttinn af fyrirtæk- inu. Meirihluti og minnihluti borgar- ráðs virðist sammála um að kaupin þurfi að fara fram til þess að um- hverfisslysi verði forðað eins og borgarfulltrúinn KatrÍn Fjeld- STED orðar það. Þetta mál er mjög bagalegt fyrir Magnús Skúla- SON arkitekt sem var formaður bygginganefndar þegar útlit húss- ins var samþykkt, því eigendur Keiluhallarinnar voru komnir með drög að hugmynd að húsi sem tók í alla staði mið af aðstæðum í gömlu malarnámunni þar sem byggingin var síðar reist. Voru þessi drög mjög umhverfisvæn Öskjuhlíðinni. Það vildi svo til að það voru bygg- ingafræðingar sem áttu þessa til- lögu og virðist það hafa farið eitt- hvað fyrir brjóstið á Magnúsi. Arki- tektar hafa löngum verið svekktir út í byggingafræðinga og talið sjálfa sig betur til þess fallna að hanna byggingar. Er sú afstaða meðal annars talin hafa verið ástæða þess Magnús og félagar hans í bygging- arnefndinni komu því til leiðar að samkeppni yrði haldin um bygg- ingu Keiluhallarinnar. í samkeppn- inni var hinni umhverfisvænu hug- mynd byggingafræðinganna hafnað og í staðinn valin tillaga arkitekta að húsi sem allt eins hefði mátt reisa á jafnsléttu. Það hús er núna kallað umhverfis-og skipulagsslys... |áll Magnússon sjónarps- "stjóri Stöðvar2, lýsti því yfir á starfsmannafundi í kjölfar niðurskurðarhrinunnar hjá ís- lenska útvarpsfélaginu, að rán- dýr jeppi sem hann hefur haft til afnota yrði seldur. Bíllinn er af gerðinni Toyota Land Cruiser og er mjög vel útbúinn, eða einn með öllu eins og það er stund- um orðað. Var áætlað að sölu- verð hans væri rúmar fjórar millj- ónir króna. Nú hefur jeppinn ver- ið seldur og er kaupandinn Skúli Jóhannesson, oftast kenndur við verslun sína Tékkkrist- al... Gjaldþrot BB byggingarvara I ríftunarmál Vilja ekki una yfirgangi Ómars Kristjánssonar þótt líkurséu á að nftunarmáli fýlgdu aðeins útgjöld þeirra sjátfra. NETHYLUR 2 Kröfuhafar í þrotabú BB byggingarvara vilja að greiðsl- ur fyrirtækisins vegna bygg- ingar hússins skili sér íbúið en skráður eigandi er Vellir hf. Kröfuhafar í þrotabú BB bygg- ingarvara hf., sem fékk nafnið BKB hf. skömmu fyrir gjaldþrot- ið í september á síðasta ári, hafa misst þolinmaeðina og hyggja á riftunarmál til að fá eitthvað upp í kröfur sínar. Samþykktar kröf- ur í búið nema 28 milljónum króna en aðeins fundust eignir á móti fyrir 1 milljón. Sem kunnugt er keypti Ómar Kristjánsson, eigandi Þýsk- ís- lenska, rekstur og lager BB bygg- ingarvara í gegnum fyrirtæki sitt, Tunguháls hf., þegar gjaldþrot blasti við snemma á síðasta ári. Þá breytti hann nafninu í BB byggingarvörur en BKB hf. fór hins vegar í gjaldþrot. Kröfuhafar og skiptastjóri búsins, Kolbrún Sævarsdóttir, hafa ýmislegt við þessar til- færingar að athuga. Segja þeir að Ómar hafi tekið yfir reksturinn til að tryggja skuld fyrirtækisins við Þýsk-ís- lenska en fyrirtækið hafi síðan verið sent gjörsamlega eignalaust í gjaldþrot. Þá telja þeir að Ómar hafi fengið lagerinn nánast gef- ins. Endurkoðandi BB bygging- arvara, Jón Ólafsson, lækkaði virði lagersins um tíu milljónir króna án nokkurra skýringa, skömmu áður en salan fór fram. Hann var metinn á tæpar 21 milljón í ársbyrjun 1993 en var seldur á 1.250.000 í febrúarlok sama ár. Jón lést nýlega án þess að skýrsla hafði verið tekinn af honum vegna þessa. Birgir Bernhöft, fyrrum eigandi BB byggingarvara og núverandi verslunarstjóri, segist ekkert vita um þessa niðurfærslu og sömu sögu er að segja um Ómar. bréfi lögmanns kröfu- NAFNSPJALD VIKWNNAR Þetta spartanska nafnspjald er komið frá Ijóðskáldinu Óskari Ós Áma Óskarssyni. Það er mjög við hæfi að útlit spjaldsins sé fábrotið og rímar vel við þá þjónustu sem í boði er. Óskar Árni kynnir til leiks hækuverkstæðið Einsemd og býður þjón- ustu sína við skerpingar og viðgerðir. Mönnum til fróðleiks skal það upplýst að hæka er gamalt japanskt Ijóðform sem vestræn skáld hófu að spreyta sig á snemma á þessari öld. Hækur eru yfirleitt ekki nema þrjár til fjórar linur, meitlaðar og slípaðar niður í eina mynd, og er ætlað að vekja augnablikskennd eða tilfinningu hjá lesendum. Óskar Árni hefur verið einna iðnast- ur íslenskra skálda við hækusmíðar og gaf meðal annars út fyrir örfáum árum bókina Tindátar háaloftanna sem innihélt svo til ein- göngu Ijóð þessarar ættar. Til gamans fylgir hér ein mögnuð hæka úr þeirri bók. rækjutogarinn skorðaður milli sóistafa úti á Skagagrunni hafa, Maríu Thejll, til þeirra, sem dagsett er 1. mars síðastlið- inn, skýrir hún frá því að hún hafi fengið talningabækur hjá skiptastjóranum til að meta með þeim hvort höfða eigi riftunar- mál á hendur Tunguhálsi hf. vegna sölunnar. Boðar hún þá til fundar af því tilefni. Þar sem ekki eru til neinir peningar í búinu er sýnt að kröfuhafar verða sjálfir að ábyrgjast kostnað af slíku máli. Það er fleira sem kröfuhafar vilja fá á hreint. Annað fyrirtæki í eigu Birgis, Vellir hf., er skráð fyrir húseign við Nethyl 2, en ljóst er að BB byggingarvörur greiddu umtalsverðar fjárhæðir við bygginguna. Kröfuhafar vilja að þeir peningar skili sér í búið. María bendir hins vegar á í bréfi sínu að fasteignin sé yfirveðsett og eina eign félagsins. „Það, að rifta greiðslum til Valla hf. og krefja félagið um endur- greiðslu, hefur þá væntan- lega eingöngu í för með sér gjaldþrot félagsins,“ segir orðrétt í bréfinu. Ekki sé ljóst hversu háar greiðslur um er að ræða og kröfuhafar verði að bera kostnað ef ráðist yrði í frekari bókhaldsrannsóknir þar sem ekki séu til peningar hjá bú- inu. Af þessu er ljóst að kröfuhaf- arnir eru í mikilli klemmu. Ef þeir fara út í að höfða riftunar- mál eru jafnvel meiri líkur á að þeir þurfi að leggja út fé en að þeir fái eitthvað upp í kröfur sín- ÓMAR KRISTJÁSSSON Kröfuhafar hyggja á riftunar- mál vegna kaupa Ómars Kristjánssonar á rekstri og lager BB byggingarvara. Margir kröfuhafar, einkum heildsalar með byggingarvörur, vilja samt að farið verði í riftun- armál í báðum tilvikum. Þeir segja að yfirgangur Ómars Krist- jánssonar og samkrull þeirra Birgis Bernhöfts sé ekki líðandi. Upphaflega boðaði María kröfuhafana til fundar við sig á þriðjudag en þeim fundi var frestað. Akvörðun hefur því enn ekki verið tekin um hvað gera eigi í stöðunni. © UNDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Týndar úrklippur ogtapaður þráður Þetta er furðulegur heimur. Rétt í þann mund sem ég ætla að gera upp ógrynni af úr- klippum sem sanna þá kenningu mína að mat, úrvinnsla og upplifun frétta lúti ein- hverjum óræðum lögmálum sem hafa ekkert með sannleikann að gera, þá hverfur þessi bunki og ég sit uppi með nokkrar frásögur af typpalausum trúarofstækismönnum. Það er lítið fjör í frásögninni um ónefndan vott Jehóva í Birmingham sem losaði sig við leyndarliminn og sagði eftir á að hann hefði valdið sér nógu miklum vandræðum. Eða þá hinni hugljúfu frétt um hin samhentu hjón Roger og Sally Cox. Roger, 35 ára og átta barna faðir, skar af sér þiðvitiðhvað og hann og kona hans brenndu síðan líffærið meðan þau sameinuðust í eldheitri bænastund. Ro- ger sagðist hafa gert þetta til þess að geta helgað sig trúnni og trúboði hundrað pró- sent. Og Sally vitnaði í Matteus XIX, 12 þar sem segir frá þeim sem hafa gerst geldingar sakir himnaríkis. Ég ætlaði að finna eitthvað mergjað um alla þessa fýrirrennara Lórenu Bobbitt, sem einhverra hluta vegna fengu ekki beina sjón- varpsútsendingu úr réttarsalnum, hópa fem- ínista veifandi mótmælaskiltum og búrhníf- um, svo ekki sé minnst á bola- og hnappa- sölufólkið með allar hnyttnu athugasemd- irnar. Að mikilvægir hlutir afefnist er ekkert nýtt í mínu lífi og ég nenni ekki einu sinni að pæla í því hvort það er vegna álfanna, lífsam- bands við aðra hnetti, eða þess að einhver hafi teldð til í skipulögðu óreiðunni minni, en það er ansi skítt þegar það verður til þess að ég tapa þræðinum og næ ekki að afhjúpa samsærið gegn vitund og vellíðan fólks sem fer óvart að fantasera um og jafnvel fram- kvæma hrylling sem fréttamenn hafa troðið upp á það. Eg er það mikil pempía að ég forðast helst allan subbuskap og gleðst ekki yfir óförum annarra nema þau séu fyndin. Auk þess forð- ast ég að draga nokkurn lærdóm af fréttum því maður þyrði ekki að hreyfa sig út úr húsi, eða inn í það, ef maður færi að yfirfæra öll óhöpp og kaldhæðni örlaganna sem hafa hent aðra yfir á eigið líf. Að vísu er hægt að koma sér upp ágætum afsökunum og ég veit að þegar einhver ætlar að fá mig til að baða mig í sjónum út af Rívíerunni í júlí eða ág- ústmánuði (þegar þar geisa alltaf skógareldar eins og glöggir fréttalesendur vita), þá mun ég benda þeim á Katalínuflugbátana sem fljúga í átt að rjúkandi hlíðunum eftir að hafa safnað upp vatni með sérhönnuðum út- búnaði sem gerir þeim kleift að ausa upp sjó og sletta honum síðan yfir eldana. Þar næst mun ég drúpa höfði í minningu breska tú- ristans sem fannst látinn í brunarústum þar í hlíðunum og velta því fýrir mér hvers vegna krufningin hafi leitt í ljós að dánarorsökin hafi verið mikið fall, en ekki bruni. Og síðan spyrja baðstrandarvini mfna sem eru á leið- inni að fá sér sundsprett, hvernig í ósköpun- um hafi getað staðið á því að maðurinn hafi fundist þarna á miðju brunasvæði íklæddur sundskýlu, með froskafætur og katáragrímu. 4 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.