Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 6
Skoðanakönnun Skáís fyrir eintak
Aðeins þríðjungur
styður stjómina
Mikill meirihlutí þjóðarinnar andvígur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar.
Stjómin í minna uppáhaidi hjá krötum en sjátfstæðismönnum.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar sem Skáís gerði um
síðustu helgi er mikill meirihluti
þjóðarinnar andsnúinn ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar. Af þeim sem
tóku afstöðu sögðust aðeins 35,7
prósent styðja stjórnina. 64,3 pró-
sent sögðust andvíg þessari stjórn.
Af öllu úrtakinu sögðust 12,3
prósent vera óákveðin í afstöðu
sinni til stjórnarinnar og 2,6 pró-
sent neituðu að svara. 54,8 prósent
sögðust andvíg stjórninni en 30,4
prósent íylgjandi. Það er því ljóst að
meirihluti þjóðarinnar er á móti
stjórninni.
Kratar óhressir
Ef bórið er saman hvað fólk
sagðist ætla að kjósa og hver afstaða
þess gagnvart stjórninni væri, kem-
ur í ljós að kratar eru eitthvað
óhressir með þessa stjórn sína. Að-
eins 56 prósent þeirra treystu sér til
að lýsa sig fylgismenn hennar en 33
prósent sögðust vera henni andvíg-
ir. Útkoman hjá Sjálfstæðisflokkn-
um var skárri. 79 prósent sjálfstæð-
ismanna treystu sér til að lýsa yfir
stuðningi við stjórnina og aðeins 10
prósent sögðust á móti henni.
Skiljanlega naut stjórnin tak-
markaðs fylgis meðal stuðnings-
manna stjórnarandstöðuflokk-
anna. Þó sögðust 9 prósent Alþýðu-
bandalagsmanna og Kvennalista-
kvenna'styðja stjórnina.
Ríkisstjórnin fær ekki mikinn
stuðning frá þeim sem ekki gátu
gert upp hug sinn gagnvart flokk-
unum. 53 prósent þeirra lýstu sig
andvíga stjórninni en aðeins 27
prósent fylgjandi henni.
En hvernig stjórn
vill fólkið?
Þegar þátttakendur í könnuninni
voru spurðir hvers konar stjórn
þeir vildu helst urðu svörin næsta
ólík. 28 prósent sögðust óákveðnir,
6,2 prósent neituðu að svara en 65,8
prósent nefndu sína óskastjórn.
Vinsælasta samsteypustjórnin
var viðreisn, það er núverandi sam-
steypustjórn krata og sjálfstæðis-
manna. 19,9 prósent þeirra sem
tóku afstöðu kusu helst þetta
stjórnarmynstur. Fast á hæla við-
reisnar kom samsteypustjórn
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
með 15,4 prósent fylgi, en sem
kunnugt er hefur verið rætt um
þess konar stjórn sem líklegasta
kostinn eftir kosningar. Sam-
steypustjórn núverandi stjórnar-
andstöðu, Framsóknar, Alþýðu-
bandalags og Kvennalista, kom þar
á eftir með 13,3 prósent fylgi. Fjórða
samsteypustjórnin sem naut telj-
andi vinsælda var eins konar breið
vinstri stjórn, stjórn allra flokka
nema Sjálfstæðisflokks, sem fékk
atkvæði frá 10,2 prósent þeirra sem
tóku afstöðu.
Síðan komu þessar stjórnir í
réttri röð: Framsókn og Alþýðu-
bandalag, Alþýðuflokkur og Fram-
sókn, Sjálfstæðisflokkur og
Kvennalisti og loks nýsköpun, eða
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
bandalag.
Ef þetta val fólks er skoðað kem-
ur í ljós að 32,8 prósent völdu sér
stjórnir sem kalla má vinstri stjórn-
ir, það er, stjórnir án Sjálfstæðis-
flolcks. Stjórnir með hægri slagsíðu,
það er Sjálfstæðisflokkur með ann-
að hvort Framsókn eða Alþýðu-
flokk innanborðs, fengu 35,3 pró-
sent atkvæða. Og sambræðslu-
stjórnir Sjálfstæðisflokks og annað
hvort Alþýðubandalags eða
Kvennalista fengu 5,4 prósent fylgi.
Draumórastjórnir
Það voru hvorki fleiri né færri en
19 prósent þátttakenda sem vildu fá
meirihlutastjórn síns flokks. Og til
að þessir draumar rætist þarf mikið
að ganga á. Alla vega fýrir stærsta
einstaka hópinn sem vildi meiri-
hlutastjórn Kvennalista, en það
voru 7 prósent þeirra sem tóku af-
stöðu í könnuninni. Kvennalistinn
þyrfti að bæta við sig þingmönnum
sem nema rúmum Sjálfstæðisflokki
til að ná þessu marki.
Sjálfstæðismenn komu næstir, en
6 prósent þeirra sem tóku afstöðu
vildu meirihlutastjórn hans. Hinir
flokkarnir, Framsókn, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag, fengu
2 prósent fylgi hver við sína meiri-
hlutastjórn.
Af þessum óskastjórnum öllum
má sjá, að sú stjórn sem tekur við
eftir næstu kosningar verður aldrei
óskastjórn margra. En þannig er
það oftast í fjölflokkakerfi. ©
Það er skammt á milli vátíð-
inda frá heilsubælinu Gym 80
eins og það er kallað í síma-
skránni. Sterkasti maður heims,
JÓN PÁLL SlGMARSSON, lést þar
við æfingar sínar eins og kunnugt
er en skömmu áður hafði einn af
eigendum stöðvarinnar, Jóhann
MÖLLER yngri, orðið bráðkvaddur
heima hjá sér. Almannarómur sagði
að ofneysla stera tengdist dánaror-
sök þeirra, án þess að það hafi ver-
ið staðfest opinberlega. Á dögun-
um gerðist það síðan að 44 ára
maður fékk hjartaáfall eftir æfingar í
stöðinni en að sögn GUÐGEIRS
JÓNSSONAR, eins af eftirlifandi
eigendum Gym 80, var maðurinn
aðeins búinn að stunda líkamsrækt
þar í tvo mánuði...
inkaaðilar, sem eru í sam-
keppni við kirkjugarðana um
útfararþjónustu, telja sig
hlunnfarna af klerkastéttinni. Þeir
tsegja að þrestarnir
vísi aðstandendum
látinna nær undan-
tekningalaust á hiö
nýstofnaða fyrir-
tæki kirkjugarð-
anna í Reykjavíkur-
prófastsdæmi, Út-
fararstofu kirkju-
garðanna, til að sjá
um jarðarfarir.
Þeim finnst þetta
sérstaklega súrt í þroti vegna þess
að eftir að kirkjugörðunum var
bannað að seilast í kirkjugarðs-
gjöldin til að greiða niður útfarirnar
hafa þeir hækkað verðið hjá sér um
tugi þúsunda. Nú er svo komið að
það er ekki lengur ódýrast að leita
til kirkjunnar á þessum markaði.
Prestar hafa fengið sendar gjald-
skrár einkaaðilanna sem staðfesta
það en halda samt uppteknum
hætti. Bent hefur verið á að hags-
munir presta felist í því að hafa yfir-
menn kirkjugarða góða því þaðan
berast rífleg framlög til bygginga og
viðhalds á kirkjum landsins...
kolfallin
Fylgi stjórnarinnar er enn
minna en samanlagt fylgi
stjórnarflokkanna, þvi afþeirn,
sem afstöðu tóku til hennar,
voru 35,7% fylgjandi henni, en
64,3% andvigir. 12,3% að-
spurðra voru óákveðnir, en
2,6% neituðu að svara.
Utan við bogann sést tala þingsæta, en
innan svigans er breyting frá siðustu
r, kosningum. innan bogans gefur
''oj að lita fylgi hvers flokks i
hundraðshlutum, en
innan svigans hlutfall
atkvæða þeirra í
síðustu kosn-
ingum.
Samkvæmt skoðanakönnun Ská-
ís er meirihluti stjórnarinnar
fallinn á þingi, þar sem
stjórnarflokkarnir
fengju 28 þing-
menn kjörna,
en stjórnar-
andstaðan
35.
Skoðanakönnun Skáís fyrir eintak um fylgi flokkanna
Alþýðuflokkurinn
minnkar um helming
Kvennalistinn vinnur mikið á og Framsókn stækkar. Sjálfstæðisflokkurinn mlnnkar
og Alþýðubandalagið vinnur ekkert á í stjórnarandstöðu.
Ef niðurstöður skoðanakönnun-
ar sem Skáls gerði fyrir EINTAK
um helgina gengu eftir í kosning-
um, myndu ríkisstjórnarflokkarnir
hljóta afhroð. Alþýðuflokkur
myndi missa helming þingflokksins
eða fimm þingmenn. Sjálfstæðis-
menn myndu missa þrjá þingmenn
og 36 manna þingmeirihluti stjórn-
arinnar myndi breytast í 28 manna
minnihluta.
Af þeim sem tóku afstöðu í
könnuninni sögðust 8,5 prósent
ætla að kjósa Alþýðuflokkinn.
Hann tapar því tæplega helmingn-
um af fylgi sínu frá síðustu kosn-
ingum. Þá fékk hann 15,5 prósent
atkvæða og tíu menn kjörna. Hann
fengi aðeins fimm samkvæmt nið-
urstöðum könnunarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 33,2
prósent atkvæða og 23 þingmenn
kjörna. I síðustu kosningum fékk
flokkurinn 38,6 prósent atkvæða og
26 þingmenn kjörna. Samkvæmt
niðurstöðum könnunarinnar
missti hann þrjá þingmenn.
Kvennalistinn
vinnur mest á
Sá stjórnarandstöðuflokkur sem
vinnur mest á samkvæmt könnun-
inni er Kvennalistinn. 1 síðustu
kosningum fékk listinn 8,3 prósent
atkvæða en fengi nú 15,5 prósent
eða næstum helmingi fleiri at-
kvæði. Þingmannatala flokksins
myndi tvöfaldast. Hann fengi tíu
þingkonur í stað fímm.
Framsóknarflokkurinn vinnur
líka vel á samkvæmt þessari könn-
un. I síðustu kosningum fékk
flokkurinn 18,9 prósent atkvæða en
fengi nú 24,4 prósent. Þingmenn
hans yrðu sextán í stað þrettán.
Eini stjórnarandstöðuflokkurinn
sem ekki virðist græða á óvinsæld-
um ríkisstjórnarinnar og lægð rík-
isstjórnarflokkanna er Alþýðu-
bandalagið. I kosningunum fékk
flokkurinn 14,1 prósent atkvæða og
fengi nú 14,0 prósent. Hann stend-
ur því í stað og sömuleiðis þing-
styrkur hans. Hann fengi níu þing-
menn eins og áður.
Viðreisn fallin
Samkvæmtþessum niðurstöðum
myndi ríkisstjórn Davíðs Oddsson-
ar falla í kosningum sem færu fram
ídag.
Eftir þær kosningar yrði Sjálf-
stæðisflokkurinn eftir sem áður
eini flokkurinn sem gæti myndað
tveggja flokka stjórn. Og hann
hefði tvo kosti. Annars vegar Fram-
sóknarflokkinn með 39 manna
þingmeirihluta og hins vegar
Kvennalistann með tæpum meiri-
hluta, 33 þingmönnum.
Þá gætu stjórnarandstöðuflokk-
arnir þrír myndað trausta stjórn
með 35 manna þingmeirihluta. 0
Ólafur Ragnar Grímsson
Engir brestir í fylgi
Alþýðubandalagsins
„Þessi könnun sýnir svipaðar tölur
um fylgi flokkanna og aörar kannanir
hafa sýnt að undanförnu, nema hvað
fylgi Kvennalistans virðist fara minnk-
andi. Það sama á við um andstöðuna
við ríkisstjórnina. Tveir þriðju hlutar
þjóðarinnar eru á móti henni eins og
verið hefur um tveggja ára skeið og
stjórnarflokkarnir eru mjög langt frá
því að halda meirihluta sínum á Al-
þingi.
Þessi könnun staðfestir það sama
og aðrar kannanir hafa sýnt í rúmlega
tvö ár að Alþýðubandalagið heldur
sinu fylgi frá síðustu þingkosningum
og gott betur. Það eru engir brestir í
fylgi Alþýðubandalagsins."
Steingrímur Hermannsson
Sýnist enn eiga eftir
að halla undan fæti
„Ég fagna því að sjálfsögðu að fylgi
Framsóknarflokksins er gott. Mér
þykir vænt um að gagnrýni okkar á
núverandi ríkisstjórn og ábendingar
okkar um það sem betúr mætti fara
og betur ætti að gera virðast fá
hljómgrunn. Ég undrast ekki lítið fylgi
stjórnarinnar og þykir satt að segja
orðið alvarlegt hvað hún er aðgerða-
lítil í þeirri stöðu sem við erum núna.
Mér sýnist enn eiga eftir að halla und-
an fæti hjá stjórninni og botninum sé
ekki náð. Þessi könnun er auðvitað
vísbending um að það þurfi að kjósa
sem fyrst og mynda nýja ríkisstjórn."
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Býst allt eins við
kosningum á árínu
„Mór sýnist við geta vel við unað,
því samkvæmt könnuninni erum við
þriðji stærsti flokkurinn og það er ekki
slæmt hlutskipti. Andstaðan við ríkis-
stjórnina sýnir það sem þarf nú ekki
nema heilbrigða skynsemi til að sjá,
en það er að stjórnin er algjörlega
heillum horfin. Ég held að almenning-
ur sé búinn að átti sig á því eftir þess-
ar síðustu uppákomur í landbúnaðar-
málunum að þetta er ekki ríkisstjórn
nema að nafninu til, hún getur ekki
verið starfhæf eftir þau ósköp öll. Ég
hef ekki mikla trú á því að þessi ríkis-
stjórn komist í gegnum næsta vetur
og býst allt eins við alþingiskosning-
um á árinu."
Friðrik Sophusson
Ánægjulegt hve
margir sjálfstæðis-
menn eru ánægðir
með stjórnina
„Mér finnst nauðsynlegt að það
komi fram að það er erfitt að meta
svona könnun nema að hafa saman-
burð í könnun sem er nákvæmlega
eins, því gildi skoðanakannana felst
fyrst og fremst í því að bera saman
þróun þeirra. En mér sýnist fylgi Sjálf-
stæðisflokksins vera nokkuð svipað
og það hefur verið í könnunum síð-
ustu mánuði og fylgi ríkisstjórnarinnar
sömuleiðis. Ég held það hafi ekki far-
ið framhjá nokkrum manni að milli
stjórnarflokkanna hafi verið nokkrar
deilur undanfarið. Ég hef hins vegar
þá trú að nú þegar búið er að leysa
búvörudeiluna, þá sé auðveldara fyrir
ríkisstjórnina að sýna þann árangur
sem hefur náðst í erfiðu árferði. Nefni
ég þar til sögunnar stöðugt verðlag,
verðbólga er sú minnsta sem hún
hefur verið á iýðveldistíma, vextir hafa
lækkað, erlendri skuldasöfnun hefur
verið hætt, og svona má áfram telja.
Það er hins vegar athyglisvert og
ánægjulegt hve margir af fylgjendum
Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir með
störf ríkisstjórnarinnar.“
Petrína Baldursdóttir
Lítið fyigi krata
við stjómina
ekki nýt'ðindi
„Það ber að taka skoðanakannanir
hæfilega alvarlega, en þær eru að
sjálfsögðu ákveðin vísbending. Við
höfum verið á þessu róli f síðustu
könnunum svo þetta kemur mér síð-
ur en svo á óvart. En þetta er um-
hugsunarefni fyrir flokkinn. Ríkis-
stjórnin hefur, allt frá því að hún var
mynduð, átt á brattann að sækja
meðal landsmanna, þannig að það er
ekkert nýtt. Búvörudeilan hefur líka
skaðað fylgi ríkisstjórnarinnar. Það
gefur auga leið að svona deilur vekja
tiltrú almennings á stjórnmálamönn-
um og held ég að þær hafi óneitan-
lega haft töluverð áhrif í þessari könn-
un.
Lítið fylgi stuðningsmanna Alþýðu-
flokksins við stjórnina eru ekki ný tíð-
indi. Það var mjög umdeilt meðal
þeirra þegar flokkurinn fór út í þetta
stjórnarsamband, þannig að þetta
kemur ekki heldur á óvart." ©
6
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994