Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 9
Reykjavkurnætur I
Flúðu af landi brott
frá skuldunum
Tveir Portúgalar heilluðu fólk upp úr skónum
og fengu það til að lána sér fé
Tveir ungir Portúgalar Alvaro
Texeira og Arthur Rodriguez sem
störfúðu hér á landi um nokkurt
skeið, hurfu af landi brott 1. mars
síðastliðinn, með skuldaslóð á eftir
sér. Alvaro hafði fengið stúlku til að
gerast ábyrgðarmaður á 150.000
króna víxli fyrir sig og var aðeins
búinn að borga 50.000 krónur af
honum þegar hann lét sig hverfa.
Að sögn stúlkunnar var féð notað
til að kaupa notaðan amerískan bíi
fyrir Arthur. Auk skuldarinnar við
stúlkuna virðist Alvaro hafa fengið
lán hjá kunningjum svo skiptir
þúsundum króna. Honum var
jafnframt sagt upp starfi sínu á
kaffihúsinu Sólon íslandus vegna
I úast má við aukinni sam-
kkeppni kaupmanna í ferm-
"ingargjafabransanum á
næstunni. Radíóbúðin mun um
miðjan mánuðinn opna verslun við
hliðina á Dóminós pizzastaðnum
við Grensásveg og hugmyndin er
að bjóða þar meðal annars upp á
hljómtækjasamstæður sem fluttar
verða inn i gámavis. Fyrirmyndin er
fengin frá svonefndum afsláttar-
vöruhúsum í Bandaríkjunum sem
fagna velgengni sinni af því að var-
an er seld á sértilboðum og
geymslu og fjármagnskostnaði er
þannig haldið í lágmarki...
INGER ANNA ElKMAN Útvarps-
prestur er í fríi frá Ijósvakanum til
að einbeita sér að sálfræðinámi
við Háskóla íslands og undirbúa sig
undir að eignast sitt fyrsta barn í
júní. „Ég veit ekki hvort þetta er
strákur eða stelpa, en ég held það
verði strákur, „segir lnger.“ því ég
held að ég sé miklu meiri stráka-
mamma.“ Hún segist ekki reikna
með að fara í útvarpið aftur fyrr en
hún er búin að átta sig á hversu
mikill tími og orka fer í móðurhlut-
verkið. „Ég er samt með fullt af nýj-
um hugmyndum en ég væri senni-
lega óþolandi fyrir hlustendur því
ég fjalla svo mikið um það sem ég
er að ganga í gegnum og hætt er
við að fátt annað en ungbörn og
bleyjuþvottur kæmust að I þáttun-
um“...
Þann 25. mars næstkomandi
verður karaokekeppni fjöl-
miðlanna haldin á Tveimur
vinum. Það er í sjálfu sér ekki í frá-
sögur færandi. En tilkynning um
keppnina barst eintaki með sím-
bréfi frá Foldaskóla! Neðst í tilkynn-
ingunni er tekið fram að hún hafi
verið send til 13 fjölmiðla „og ég
veit ekki hvað og hvað“, eins og
segir orðrétt. Hvers vegna faxtæki
Foldaskóla var notað með tilheyr-
andi kostnaði til að boða til keppn-
innar er ekki vitað en kannski ætla
fulltrúar skólablaðsins að senda
lagvísa fulltrúa sína til leiks...
Isíðasta eintaki var sagt að
Matthías Johannessen
hefði fengið Ijóð birt eftir sig í
Tímariti Máls & menningar á þessu
ári. Það er ekki rétt. Hann hafði
áður fengið Ijóð birt í fjórða hefti
árið 1986.
stuldar, skömmu áður en hann hélt
utan.
Kærasta Arthurs tók lán íyrir
hönd þeirra beggja og situr hún nú
ein uppi með það. Féð hafði meðal
annars verið notað til að greiða
Visa-reikning sem þau komu sér
upp saman. Skuld Arthurs við
stúlkuna nemur um 250.000 krón-
Greiði gegn greiða
Stúlkan sem gerðist ábyrgðar-
maður Alvaros er á þrítugsaldri og
vill ekki láta nafn síns getið. Hún
segir Alvaro hafa komið vel fyrir
sjónir í fyrstu. Hann er á 24. aldurs-
ári og kom hingað til lands haustið
1992 þar eð hann halði kynnst ís-
lenskri stúlku í Portúgal sumarið
áður. Litlu síðar fékk hann vinnu
sem þjónn á Sólon íslandus.
„Ég hafði verið að láta mig
dreyma um að setja á stofn bar í
Portúgal. Alvaro og Arthur virtust
vera þaulkunnugir börunum og
diskótekunum þar og sögðust geta
hjálpað mér. Þegar hann bað mig
um að gerast ábyrgðarmaður á víxli
fyrir sig, hugsaði ég mig vel um
enda er þetta í fyrsta og eina skiptið
sem ég hef skrifað upp á víxil fyrir
einhvern. Ég leit á þetta sem greiða
gegn greiða sem ég gæti þurff á að
halda ef ég flytti út. En smám sam-
an fór ég að átta mig á því hvers
konar menn þetta voru og efast um
heilindi þeirra,“ segir stúlkan. „Féð
var notað til að borga upp í bíl af
gerðinni Dodge Charger fyrir Art-
hur sem kostaði alls 280.000 krón-
ur. Alvaro hafði þá þegar keypt sér
bíl af gerðinni Mustang á 250.000
krónur.
Þeir fengu lánað fé af mjög
mörgum án þess að neinir pappírar
bæru þess vitni. Stuttu eftir að þeir
voru farnir út kom nágranni þeirra
á Sólon Islandus að leita að Alvaro.
Hann ætlaði að innheimta 30.000
króna skuld og annan kunningja
hans bar einnig að garði sem átti
inni hjá honum 25.000 krónur. Það
er ótrúlegt hvað þeir gátu gengið
langt.“
Eins og fyrr sagði varð starfsferill
Alvaros heldur endaslepptur á Sól-
on Islandus.
„Ég rak Alvaro fyrir þjófnað
nokkru áður en hann sneri aftur
heim til sín. Þetta er ekki sá fyrsti
sem rekinn er héðan vegna þjófn-
aðar. Ég held að Alvaro hafi haldið
til Portúgals vegna brottvikningar-
innar. Það er ekkert auðvelt að fá
vinnu núna í Reykjavík,11 segir
Edda Jónasardóttir sem sér um
fjármálin á Sólon Islandus. Hún vill
ekki láta uppi hve hárri upphæð Al-
varo stal, eða hvort stjórn staðarins
ætli að kæra manninn. Helgi Daní-
elsson hjá RLR kannast ekki við að
hann hafí verið kærður.
Situr eftir með
250.000 króna skuld
Arthur sem er tveimur árum
yngri en Alvaro kom hingað til
Íands í september af sömu ástæð-
um, það er, vegna kynna sinna við
íslenska stúlku.
„Arthur skuldar mér 250.000
krónur og það eina sem hann hefur
látið mér í té eru 10.000 krónur.
Hann átti að borga fyrstu afborg-
unina í janúar og gerði það ekki,“
segir stúlkan sem stendur á tvítugu.
„Það eru ýmis önnur gjöld sem
bætast ofan á upphæðina. Þegar ég
bjó með Arthur, Alvaro og vinkonu
minni var símreikningurinn til
dæmis skrifaður á mig. Hann var
allt í einu orðinn 14.000 krónur eft-
ir aðeins tvær vikur. Það lenti á mér
að borga þá upphæð. Við stelpurn-
ar vorum í vinnu úti í bæ frá
morgni til kvölds og höfðum ekki
haft nokkurn tíma til að liggja í
símanum."
Stúlkan kynntist Arthuri á disk-
óteki í Algarve síðasta sumar þegar
hún var þaríleyfi.
„Við hittumst eins oft og við gát-
um en auðvitað kynntumst við
ekkert að ráði því við höfðum stutt-
an tíma,“ segir hún. „Þegar ég kom
heim hringdum við oft hvort í ann-
að. Við ákváðum að hittast í Lond-
on um miðjan september og leita
okkur að vinnu. Arthur sagðist ætla
að sjá um að finna húsnæði og ég
átti ekki að þurfa að hafa neinar
áhyggjur af fjármálum. Ég tók þó
með mér væna fjárupphæð ásamt
Visa-kortinu. Það var eins gott, því
peningar Arthurs kláruðust fljótt
og á endanum var ég farin að sjá
fyrir okkur báðum. Mér fannst það
ekkert mál enda er ástin svo blind.
Atvinnan lét á sér standa og hús-
næðið var ótryggt. Eina nóttina
höfðum við ekkert þak yfir höfuðið
og ráfúðum bara um göturnar. Við
fórum heim eftir þriggja vikna
dvöl, Valið stóð á milli Islands og
Portúgals og við afréðum að fara til
íslands. Ég leit bara á það sem
stoppustöð enda dauðlangar mig
að dvelja í útlöndum.
Visa-reikningurinn eftir Eng-
landsdvölina nam 180.000 krónum
og ég varð að taka lán til að geta
greitt liann. Við bjuggum heima
hjá foreldrum mínum til að byrja
með en þegar við fluttum að heim-
an varð ég einnig að taka lán íyrir
tveggja mánaða fyrirframgreiðslu
fyrir húsaleigu og uppihaldi okkar
beggja. Lánið nam alls 300.000
krónum.“
Það var fyrrverandi unnusta Art-
Alvaro Texeira
Rekinn af Sólon íslandus vegna stulds.
Arthur Rodriguez
„Gerbreyttist til hins verra þegar hann kynntist Alvaro,“ segir fyrr-
um unnustan.
hurs sem kynnti hann fyrir Alvaro.
Hún hafði kynnst honum lítillega
rétt áður en hún hélt út um sumar-
ið.
Arthur fékk vinnu í uppvaski á
Kaffi List en hafði mikinn áhuga á
að hasla sér völl sem plötusnúður.
Unnusta hans kostaði hann til
London í þeim tilgangi að kaupa
plötur. Hún segir hann ekki hafa
haft neina þolinmæði til að pota sér
áfram í þeim bransa þegar heim
kom og gafst því fljótlega upp.
„Mér fannst Arthur gerbreytast
við að kynnast Alvaro og það til
hins verra. Skyndilega var hann
orðinn ástfanginn af bílnum sín-
um. Hann var orðinn númer eitt og
Alvaro númer tvö. Svo kom ég,“
segir hún. „Mér fannst ég allt í einu
vera komin í mömmuhlutverk.
Mér þótti sem ég bæri ábyrgð á Art-
huri því ég hafði komið með hann
hingað. En um jólin hafði sam-
bandið þynnst svo illilega út að við
hættum saman,“ segir stúlkan.
Hún flutti út ásamt vinkonu
sinni. Arthur og Alvaro fóru hins
vegar að leigja ásamt tveimur öðr-
um Portúgölum.
Arthur var mjög
áreiðanlegur
Þórdís Guðjónsdóttir cigandi
Kaffi Listar segir Arthur hafa staðið
sig mjög vel í vinnu og ber honum
góða söguna.
„Arthur var mjög áreiðanlegur.
Hann mætti vel og virtist góður
strákur. Ég vissi ekki að hann væri á
leiðinni aftur heim til sín. Hann átti
ekki að vinna þá helgi sem hann fór
svo við söknuðum hans ekki fyrr en
hann var kominn úr landi,“ segir
Þórdís.
Hún segir jafnframt að Arthur
hafi verið búinn að fá það kaup sem
hann átti inni greitt fyrirfram og
um það bil 16.000 krónum betur.
„Við, eigendur staðarins, vildum
hjálpa Arthuri því við vissum að
bíllinn hans þurfti á viðgerð að
halda. Það hvarflaði ekki annað að
okkur en að treysta honum. Við
ætlum ekkert að gera neitt mál út af
þessum peningum, enda eru þetta
okkar mistök. Við sáum það eftir á
að þá hefur vantað peningana til að
koma bílunum úr landi, eða sjálf-
um sér,“ segir Þórdís.
Þeim félögum virðist hafa legið
lífið á að komast burt áður en
nokkur kæmi í veg fyrir það. Góð
vinkona Alvaros sem ekki vill láta
hafa of mikið eftir sér, segir hann
hafa sagt sér að hann ætlaði að
halda utan á fimmtudaginn 3. mars
fyrir viku en var svo farinn af landi
brott þriðjudaginn 1. mars.
Stungu landa sinn af
Stúlkurnar tvær, sem þeir Arthur
og Alvaro skulda peninga, fóru til
RLR í þeim erindagjörðum að kæra
þá.
„Við fengum þau svör að það
væri ekki hægt því enginn hefði
neytt okkur til að skrifa undir, sem
er auðvitað alveg satt,“ segir sú sem
var ábyrgðarmaður Alvaros.
Hún segir þá Arthur og Alvaro
hafa lifað mjög hátt og alltaf virst
eiga peninga til að kaupa áfengi og
skemmta sér.
„Ég spurði einhverju sinni Al-
varo hvernig hann færi eiginlega að
því að fjármagna það sem hann
leyfði sér. Hann svaraði því til að
það væri enginn vandi að stinga
peningum undan á Sólon Islandus.
Ég spurði hann þá hvort hann
stundaði það en hann vildi ekkert
við það kannast,“ segir hún.
„Gamlir amerískir bílar, eins og
þeir sem Alvaro og Arthur keyptu
sér hér á landi og fluttu út, eru
mjög vinsælir í Portúgal og þar geta
þeir selt þá fyrir þrefalt það verð
sem þeir greiddu fyrir þá hér.“
Fyrrverandi kærasta Arthurs seg-
ir aílt kaupið hans hafa farið í að
fjármagna bílinn sem og í að taka
bílpróf sem hann gerði hér á landi:
„Ég sá ekkert af hans kaupi fara til
heimilisins og aldrei átti hann pen-
ing þegar ég minntist á skuldirnar
sem við áttum að greiða.“
Hinni stúlkunni bárust spurnir
af því að skömmu eftir að Arthur
og Alvaro voru, farnir burt, hafi
systir annars þeirra tveggja Portú-
gala sem leigt höfðu með þeim,
hringt á vinnustað hans og spurt
starfsfólkið hvort það vissi hvort
hann væri ekki á leiðinni heim.
Hún hafði nefnilega átt von á hon-
um en hann hafði ekki enn birst.
Þessi Portúgali virðist því líka hafa
ætlað að halda heim. Hann hafði
beðið um fyrirframgreiðslu frá
vinnuveitendum sínum en hafði
enga fengið. Þegar Alvaro og Art-
hur héldu til Keflavíkur, sögðu þeir
honum að þeir væru að fara til Ak-
ureyrar að kaupa vín. Þeir stungu
hann einfaldlega af.
Stúlkan segist óneitanlega vera
reynslunni ríkari af samskiptum
sínum við Portúgalana tvo:
„100.000 krónur eru auðvitað pen-
ingar, en heldur vil ég hafa þá skuld
á bakinu en samvisku þessara
manna“. O
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
ð