Eintak

Tölublað

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 33

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 33
iniar pjarkir Öll elskum við Björk. En viljum við verða eins og hún? Elskum við hana þannig að við viljum taka hana til fyrirmyndar? Að verkin hennar, söngur, framkoman, verði okkur til eftirbreytni? Og deplarnir fyrir ofan augun? Efmarka má myndirnar hér að ofan er það ekki ólíklegt. íþað minnstafara þeir sumum þessara sérstaklega vel. halda tvöhundnjð tónleika á ári Um helgina kemur hljómsveitin í sína fimmtu heimsókn til íslands á jafnmörgum árum. „Á árunum 1985 og 1986 héldum við að meðaltali tvöhundruð og áttatíu tón- leika á ári víða um heim. Núna höfum við aðeins hægt á okkur og spilum um það bil tvöhundruð sinnum á ári. Það er nú reyndar slatti líka,“ segir Esa Kulonemi, söngvari og gítarleikari finnska blús- og rokkabillýtríósins Honey B & the T-Bones sem ætlar að leika fyrir íslendinga á Bóhem um helgina. Honey B er orðin íslendingum að góðu kunn eftir margar komur til landsins síðustu ár. Hljómsveitin kom fyrst til íslands árið 1989 og er heim- sóknin nú um helgina sú fimmta í röðinni. Það gerir að meðaltali eina heimsókn á ári og á Honey B sjálfsagt met fyrir vikið í íslandsvitjunum meðal erlendra hljómsveita. Félagar Esa í hljómsveitinni eru hin skrautlega Aija Puustinen sem spilar á bassa og bróðir hennar, Ismo, sem spilar á trommur. Honey B er með lífseigari hljómsveitum. Esa, Aija og Ismo byrjuðu að spila saman fyrir tólf árum en hafa verið tríó síðan 1985. Það er ekki erfitt að skýra langa ævi sveitarinnar því Honey B er með líflegri og skemmtilegri tónleikasveitum sem til eru. Esa heillaðist af blúsnum löngu áður, eða 1967, þegar hann sá Peter Green þáverandi gítarleikara Fleet- wood Mac í sjónvarpinu spila Homework eftir Otis Rush. Eftir þá reynslu fór hann og keypti sér gítar og eins og hann orðar það sjálfur hefur hann ekki litið aftur síðan. En af hverju koma Honey B & the T-Bones alltaf aftur og affur til íslands? Esa svarar því. „Við ferðumst mjög mikið og spilum víða og ísland er bara einn áfangastaður hjá okkur á þessum ferðalögum. Við spilum mjög mikið í Skandinavíu og það virðist vera nokkuð svipaður smekkur þar og á íslandi. Svo eigum við orðið mjög marga vini á íslandi, maður er jafnvel farinn að þekkja and- lit meðal áhorfendanna sem koma að hlusta og horfa á okkur.“ © 04.20 Dagskrárlok. Laugardagur P O P P Lizt er á Tveimur vinum. Sveitin spilar disk- ófönk og danstónlist í bland viö rokk þannig aö fáum ættí aö leiðast. Honey B. & the T-Bones eru annaö kvöldið í röö á Bóhem þannig að þeir sem missa af sveit- p á föstudagskvöld lá annað tækitæri til að sjá hana. Upplyfting hjálpar göflurum og öörum viö að sletta úr klaufunum á Cafe Royale. BAKGRUNNSTÓNLIST Haraldur Reynisson heldur áfram að strjúka strengi gítarsins síns og syngja á Fógetanum. Centaur er í Ijúfum fíling á Pizza 67. lan gælir við svörtu og hvítu og hvítu nóturnar á Café Romance, einnig hefur hann upp raust sína og raular þá ýmist ballöður eöa þenur raddböndin í æsilegri tónlist. Fánar eru mikil gleöisveit. Þeir eru á Feita dvergnum f myljandi stuði í kvöld. Amor tríóið spilar rómansana, Hermann trúba- dor sér um tregasöngvana í Kringlukránni. Papar dúndra bjóðlögunum á heimavfgstöðv- um sínum, Cafe Amsterdam. JJ-Soul spilar sálartónlist á Solon Islandus. K L A S S í K Katrín Sigurðardóttir heldur Ijóðatónleika í Gerðubergi kl. 17:00. Hún ætlar að syngja verk eftir Grieg, Sibeliu og Jórunni Viðar sem og ensk og ftölsk lög. Undirleikari verður enginn. annar en Jónas Ingimundarson Dansk-íslenskur kvartett leikur á efri hæð Sólon fslandus. Tómas R. Einarsson, Lars Moller, Þórir Baldursson og Matthias Hemstock leika frumsamin jass sem og standard klassík. Petta er f fyrsta sinn sem þessir tónlistarmenn leiða saman hesta sína. L E I K H Ú S Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafn- argötuna sýntaf Herranótt í Tjarnarbfói kl. 8:00. Óskar Jónasson leikstýrir uppfærslunni en Dav- íð Þór Jónsson þýddi verkið. Mjög skemmtileg sýning. Góð leikmynd sem nemar í MHÍ hönn- uðu. Egill Haukur Jónsson er skemmtilegur f hlutverki dómarans og Markús Þór Andrésson sömuleiðis f hlutverki Anthoni Hope. Dðnalega dúkkan eftir Dario Fo og Fröncu Rame kl. 20:30 í Héðinshúsinu. Jóhanna Jónas kann skil á fleiru en að ieika kærustu Kúbíaks í Skálkum á skólabekk. Hér leikur hún konu sem segir meðal annars barni sínu sögu um dóna- lega dúkku. Það er makalaust hvað hún Jó-' hanna getur grett sig. Gauragangur á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl.20:00. Verk eftir Ólaf Hauk Símonarson. Skáldsagan gerði lukku og sama er að segja um leikritið. Alltaf uppselt. Seiður skugganna á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins kl. 20:00. Verk eftir Svíann Lars Noren. Sýn- ing fékk prýðisdóma. Eva Luna á stóra sviöi Borgarleikhússins kl. 20:00 eftir sögu Isabel Allende. Glás að góðum leikurum í þessu stykki. Skilaboðaskjóðan kl. 14:00 á Stóra sviði Þjóðleikhússins eftir Þorvald Þorsteinsson. Æv- intýralegt ævintýri. Vörulyftan eftir Harold Pinter sýnd kl. 20:00 í Hinu húsinu. (slenska leikhúsiö sýnir, með þá Halldör Björnsson og Þórarinn Eyfjörð i hlut- verkum Ben og Gus. Pétur Einarsson leikstýrir. O P N A N I R Lu Hong hin kfnverska, opnar sýningu í Gallerí Fold. Lu útskrifaðist úr Listaháskólanum í Pek- ing og var fyrsti kvenmaðurinn sem lauk þaðan prófi í kfnverskri landslagsmálun. F U N P I R Norska skáldið og jassarinn Jan Erik Vold heldur fyrirlestur í Norræna húsinu kl.16:00. Hann ætlar að tala um eigin skáldskap. Áður en Jan Erik fær orðið talar Astrid Kjetsa um norskar bókmenntir. Aðgangur er ókeypis. Bonsai-námskeið hefst f Gerðubergi og stendur yfir fvo næstu laugardaga. Leiðbeinandi er Páll Kristjánsson en hann kann góð skil á ræktun bonsai-trjáa við íslenskar aðstæður. Trén þykja mikið augnayndi og geta þau oröið mjög gömul. í Japan erfast þau mann fram af manni og er elsta bonsai-tréð sem þekkist er 800 ára gamalt. Þaö er því eins gott að hefja ræktunina sem fyrst ætli menn að ná sama áf- angri. SJÓNVARP RIKISSJONVARPID 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hvalafundur í Tromsö Páll ’ Benediktsson á fundi NAMMCO. Líkamsrækt. 11.20 Freaky Realistic og Bubbleflies Tónleikar með sveitunum. Endurtekið frá því í gærkvöldi 12.00 Póstverslun - auglýsingar. Fyrirþá sem hafa ekki etni á að fara til Ameríku. 12.15 Nýir landnámsmenn Agalegur þáttur sem SigmarB. Hauksson sér um. Leiðinleg viðtöl þar sem ekk- ert er klippt inn í myndina al viðmælandanum. Svoleiðis heitir útvarpsviðtöl. Staður og stund Litast um á Vopnafirði. 13.00 Á tali hjá Hemma Gunn EndursýningM.^5 Syrpan 14.40 Einn-x-tveir Áður á dagskrá á fimmtu- daginn var. 14.55 Enska knattspyrnan Bein út- sending frá leik Shouthampton og Sheffield Wednesday 16.50 Úrslitaleikur í bikarkeppni karla 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Drauma- ' T ó n 1 i s t C a u k s i n s bi 1 æ s t u 1 v i k u FIMMTUDAGUR 10. rnars FÖSTUDAGUR 11. mars LAUGARDAGUR 12. mars SUNNUDAGUR 13. mars MÁNUDAGUR 14. mars ÞRIÐJUDAGUR 15. mars MIÐVIKUDAGUR 16. mars ^LvÍt^ Synir Sigtryggur Sigtryggur K - Tune Pláhnetan Pláhnetan Rask Raspútíns dyravörður dyravörður FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 33

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.