Eintak

Tölublað

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 17
BBgPPI Hámarkinu náð í Boiui Helgi Bjömsson söngvari og leikari Kynlíf undir frostmarki GuðmundurG. Pórarinsson kvikmyndagerðannaður Hljómsveitin SSSól er meðal annars þekkt íyrir tvíræða texta enda má skilja hugtakið Rock ‘n’ Roll á ýmsa vegu að sögn Helga Björnssonar, söngvara hljóm- sveitarinnar. Helgi er ísfirðingur og þar kynntist hann fýrst leyndar- málum kynlífsins og ástarinnar. „Ætli ég hafi ekki verið tíu ára gamall þegar tvíburabræður úr Reykjavík komu í bæinn,“ segir Helgi. „Þeir voru sjóaðari en við k sveitastrákarnir og voru með klámblöð í fartesk- inu. Maður fann ein- hvern áður óþekktan fiðring neðan þindar en lét á litlu bera. Hin- ’ ir lífsreyndu höfuð- borgardrengir gerðu sér hins vegar lítið fýrir og ’fóru að fróa sér á gólfmu. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið og sátum bara eins og í bíó og horfðum á aðfarirnar. Maður þessa sjálfsfróun engan veginn samskiptum við hitt kynið og var mest að toga í hárið á stelpunum og stríða þeim næstu árin. Stelp- urnar voru náttúrlega þroskaðri en við og fljótari að gera sér grein fyrir gangi lífsins, og þegar við fórum loks að nálgast þær á þessum vett- vangi voru þær til í tuskið. Fyrstu samböndin voru mjög tilviljunar- kennd og maður þekkti kannski ekkert viðkomandi. Það kom til dæmis til mín stúlka í frímínútum og sagði mér að vinkona sín, sem ég kannaðist ekkert við, væri hrifin af mér. Jú, jú, ég játti að ég væri til í að vera með henni og það var skipst á hringum og farið í bíó þar sem munngælur fóru fram í skjóli myrkurs. Svo var rnikið kelað í partíum og þá fóru pörin inn í her- bergi, oft fleiri en eitt saman, og skriðu undir sæng þar sem var leg- ið heilu kvöldin. Þegar unglingsárin færðust yfir var vinsælt að rúnta um í marga klukku- .tíma, sitj- andi í faðm- lögum í aftursætinu hjá Geira Keilu leigubílstjóra. FJann var á Lincoln Continental, með átta rása scgulbandstæki og öllum græjum, og tvö pör gátu hæglega komið sér fyrir aftur í hjá honum. Maður fékk það á ferð því hendurnar voru á fleygiferð og há- markinu var oft náð í Bolungarvík eða Súganda. Upp úr þessu var reynt að ganga alla Ieið, en kunnáttan var af skornum skammti svo maður vissi ekki hvort maður hitti eða ekki, eða hvað var yfirhöfuð í gangi. Ég hef sennilega verið fjórtán ára þeg- ar ég missti sveindóminn en þá hringdi í mig stelpa, en ég hafði áður verið með vinkonu hennar, og kannski deilt með henni her- bergi einhvern tímann í partíi. Það hafa líklega farið á rnilli okkar ein- hverjir straumar því hún hringdi í mig upp úr þurru og bauð rnérd heimsókn en foreldrar hennar voru ekki heinra. Það var kynt fram eftir kvöldi en þegar Iíða tók á voru innstu leyndardómar ástar- lífsins uppgötvaðir út um alla íbúð. Þetta var yndisleg reynsla sem rennur mér seint úr minni.“ O Guðmundur G. Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður, hefúr gert tvær fræðslumyndir fýrir Nánrsgagnastofnun urn kynferðis- mál. Unglingar eru helsti mark- hópurinn fyrir þessar myndir og hægt er að nálgast þær í flestum bókasöfnum og grunnskólum landsins. Hann segir að önnur myndin, Öruggara kynlíf, fjalli fyrst og fremst um hvernig hægt sé að njóta kynlífs á tímum alnæmis án þess að taka áhættu, en hin myndin, sem heitir Vertu á verði, sé unr varnir gegn kynsjúkdómum. „Sem betur fer er tíðarandinn að breytast varðandi umræðu um kynferðismál,“ segir Guðmundur. „Þegar ég var að alast upp var aldr- ei minnst á kynferðismál, hvorki á heimili mínu eða í skólanum. Stelpurnar voru drégnar afsíðis í tólf ára bekk og þær fengu ein- hverja fræðslu um blæðingar og getn- áðarvarnir en við sfrákarnir vorurn reknir út. Það var ein blaðsíða, 73 eða 74 að því er mig minnir, í heilsu- fræðibók- inni sem mikill spenn- ingur var fyrir °g við krakkarnir höfðum verið að flissa yfir allan veturinn. Ég heid að þessi blaðsíða hafi verið nokkurs konar niðurlag í kafla unr hvernig börnin verða til en svo þegar komið var að því bitastæðasta, þar sem jafn óvenjuleg orð og „snípur" og „reð- ur“ komu fram, var flett yfir og því sleppt. Ætli maður hafi ekki verið svona tíu ára þegar vinirnir fóru að stela klámblöðum frá feðrum sínum og svo var laumast inn í einhverjar öskutunnugeymslur og þeim flett mjög gaumgæfilega. Það var þögn yfir hópnum, svo heyra mátti saumnál detta, á meðan við grand- skoðuðum myndirnar. Fljótlega eftir þetta komumst við heldur betur í feitt því einn okkar félag- anna átti bróður sem var í sigling- um og hann smyglaði bláum kvik- myndum. Þegar stóri bróðir fór út á sjó þá stálumst við í super 8 mm kvikmyndavélina og fengum for- vitni okkar svalað í myrkrinu. Það versta sem gerðist á þessunr kvik- myndasýningum var að stundum festist filman í vélinni og mynd- lampinn brenndi hana í sundur, og þá komst upp um athæfi okkar. Maður drakk í sig af ákefð hvern myndramma sem birtist á tjaldinu en eftir að myndinni var lokið sát- um við í vinkli á meðan blóðþrýst- ingurinn lækkaði. Upp úr þessu kviknaði óstjórn- legur áhugi á hinu kyninu en þekk- ingin á kynferðismálum var fyrir neðan frostnrark. Það var því við hæfi að fyrsta kynlífsreynslan yrði í hörkufrosti og skafrenningi og út- koman var eftir því. Ég átti heima í Mosfellssveit og um helgar voru haldin sveitaböll í Hlégarði. Ég var þrettán ára en aldurstakmarkið var sextán þannig að rnaður hékk fyrir utan húsið klæddur níðþröngum útvíðum gallabuxum, stuttum jakka og bol svo sá í naflann, og háhælúðum skóm. Eina helgina hitti ég stúlku sem ég kannaðist við úr mínum árgangi úr skólanum, þar sem við hokruð- umst undir vegg, en það hafði ekk- ert samband verið áður okkar á milli. Ég sagði eitthvað álíka gáfu- legt við hana og: „Eigum við að gera það?“ Hún hefur sennilega verið í svipuðum pælingunr og ég og tók því vel í hugmyndina og við fórum ofan í skurð bak við húsið. Hún var í þybbnara lagi svo erfið- lega gekk fyrir hana að kornast úr þröngum buxunum. Það voru að sjálfsögðu ekki notaðar neinar getnaðarvarnir því maður vissi ekki hvernig þær ættu að snúa, hvað þá meir. Þetta var hræðileg reynsla og það fraus á okkur botn- inn. Athöfnin sjálf er mér gleymd en ég minnist enn þá þeirrar sýnar sem við mér blasti. Það stafaði birtu af snjónum og skafrenning- urinn fauk eins og slæða fyrir aug- unum á mér þegar ég horfði upp úr skurðinum á ljósin frá bæjunum undir Esjuhlíðum. Þetta er ferlega absúrd þegar ég rifja það upp en sjónarhornið, sem var ekki á nokk- urn hátt sexúelt, rennur mér ekki úr rninni. Næstu mánuðina eftir þessa reynslu lét ég allar kynlífs- pælingar lönd og leið.“ © FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.