Eintak

Tölublað

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 25

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 25
ÓMAR RAGNARSSON Ómargekk til liðs við höfuðandstæðingana á Stöð tvö. „Þeim sem voru fastheldnir á Ríkissjónvarpið og horfðu helst ekki á annað fannst eins og maður hefði yfirgefið heimilið hjá þeim. “ margra sem töldu Guðmund hvorki búa við næga þekkingu né reynslu til að höndla starfið. Mörg önnur dærhi eru til um menn sem hafa verið vinstrisinnar þegar þeir voru ungir en síðan fengið á sig hægri slagsíðu með ár- unum. Jón Baldvin Hannibals- son var ákaflega róttækur ungur maður og tók meðal annars virkan þátt í að berjast fyrir því að herinn færi af landi brott. Nýjasta afrek Jóns í herstöðvarmálum er hins vegar að tryggja að umsvif hersins minnki eins lítið og mögulegt er á næstu árum. Annar ráðherra Al- þýðuflokksins hefur líka færst frá uppruna sínum á seinni árum. Össur Skarphéðinsson var innsti koppur í búri hjá Alþýðubandalag- inu í mörg ár. Hann var ritstjóri Þjóðviljans sáluga um tíma og fór meira að segja í framboð fyrir Al- þýðubandalagið í borgarstjórnar- kosningunum 1986 og hvaðeina. Össur náði reyndar ekki kjöri sem aðalborgarfulltrúi en var varaborg- arfulltrúi fyrir flokkinn eitt kjör- tímabil. Össur var virkur í flokks- starfi Alþýðubandalagsins fram á síðustu stundu og sat til að mynda miðstjórnarfund Alþýðubandalags- ins á Egilsstöðum í júlí 1990, en innan við ári seinna var hann orðinn einn af alþingismönn- um Alþýðuflokksins. össur lét reyndar ekki staðar numið við þetta í skoð- anaskiptum. Eins og fiestum náms- mönnum er örugg- lega enn þá í fersku minni, studdi hann um- deildar breytingar á lögum um Lána- sjóð íslenskra námsmanna þar sem kjör stúdenta voru skert verulega. Þetta þótti náms- mönnum sérstak- lega slæmt mál því Össur hafði á há- skólaárum sínum verið einn ötulasti baráttumaður námsmanna- hreyfingarinnar og néru hon- um sinna mjög um nasir. Sem dæmi um aðra flokkaflakk- ara má nefna Ólaf Ragnar Gríms- son, sem í eina tíð var ungur og upprennandi framsóknarmaður, Jón Orm Halldórsson, lektor við félagsvísindadeild Háskólans, sem var varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna allt fram til 1980 en færðist yfir á vinstri vænginn eftir að hafa verið aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsen, í ríkis- stjórn sem klauf Sjálfstæðisflokk- inn, Svan Kristjánsson, stjórnmála- fræðiprófessor við Háskólann en hann var líka sjálfstæðismaður um hríð en er nú einn hatrammasti andstæðingur Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, Jónas Haralz bankastjóra Landsbankans sem var eitt sinn vinstrisinni en er nú settlegur sjálfstæðismaður, og svona mætti lengi telja. Skipt um skó, trú, land, vinnu og stefnu Menn skipta um skoðanir á mörgu öðru en pólitík og íþróttum. Þótt ekki séu um formleg samtök að ræða, þá skiptunum Þorðardottir Birna aðhylltist einu sinni skoðanir Sjálf- stæðisflokksins. „Skoðanirnar pöss- uðu ekki við raun- veruleikann. “ kannast allir við menn sem hafa komið sér upp ákveðnum venjum og lífskoðunum og hvika hvergi frá þeirn. Svo gerist eitthvað og menn kúvenda frá fyrri venjum. Þannig var það með Einar Kárason rit- höfund, sem gekk helst ekki í öðru en kúrekastígvélum. Einn daginn lagði Einar bomsunum og hefur síðan gengið í fótlaga skóm. Sagan segir að það hafi verið kona Einars sem fannst kominn tími til að hann fengi sér nýjan fótabúnað. ÖIlu merkilegra en að skipta um skó, er að skipta um trú. Nína Björk Árnadóttir skáld, snerist til kaþ- ólskrar trúar fyrir tuttugu árurn. Nína segir að hún hafi fyrir trú- skiptin verið mjög höll undir kaþ- ólska kirkju svo þetta hafi ekki komið ættingjum hennar og vinum algerlega á óvart, en ýmsir hafi þó orðið hissa. Hún varð aftur á móti vör við það að mörgum fannst trú- aráhugi hennar einkennilegur. „Fólki fannst á þessum árum af- skaplega hallærislegt að maður væri trúaður. Þetta er breytt í dag og fólk orðið mun umburðarlyndara. Syn- ir mínir þrír eru til dæmis allir kaþ- ólskir og hafa aldrei orðið fyrir að- kasti.“ Svo eru það sumir sem hreinlega geta ekki þolað við á landinu sem þeir hafa alist upp á og vérða því að skipta um land. Hjalti Rögnvalds- son leikari, er einn af þessum mönnum, en hann vandaði ekki ís- landi og íbúum landsins kveðjurn- ar þegar hann fluttist tfl Noregs. Hjalta var heitt í hamsi og sagði hann meðal annars að það væri ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi hérna. Það skrýtna var að íslend- ingar tóku almennt þessum orðum Hjalta ekkert illa. Það var eins og hann ætti samúð landa sinna óskipta og þeir væru innilega sam- mála honum um að ísland væri ómögulegt land. Var Hjalti meira að segja drifinn í viðtal eftir viðtal þar sem hann úttalaði sig um mál- ið. Það voru aftur á móti fleiri sem höfðu ákveðnar skoðanir þegar einn vinsælasti sjónvarpsmaður ís- lenskrar fjölmiðlasögu skipti um vinnustað. Ómar Ragnarsson var búinn að vera starfsmaður Ríkis- sjónvarpsins í nítján ár við fádæma vinsældir, þegar hann ákvað 1988 að ganga til liðs við höf- uðkeppinautana á Stöð 2. Þetta vakti nokkurn kurr meðal aðdá- enda Ómars, sér- staklega á lands- byggðinni, þar sem hann naut hvað mestra vinsælda, því á þessum tíma náðist Stöð 2 ekki eins víða og hún gerir n ú n a . Hvernig við- brögð fékk Ómar við skipt- unum? „Ég vissi tfl þess að þeir sem voru sérstaklega fastheldnir á Ríkissjónvarp- ið og horfðu helst ekki á annað, fannst eins og maður hefði yfirgefið heimflið hjá þeim. En annars var þetta ekki neitt mál. Vinnufélagarnir tóku þessu mjög vel og mér sjálfum fannst löngu vera kominn tími á þetta." Ómar segir að ástæðan fyrir því að hann fór á Stöð 2 hafi einfald- lega verið sú að það hafi löngu verið kominn tími á hann. „Ég var búinn að vera mjög lengi á Ríkissjónvarpinu og skemmti mér mjög vel, enda ávallt líf og fjör þar. En það er hverjum manni hollt að skipta um umhverfi og ég held að menn eigi að reyná að breyta til á fimm eða sex ára fresti. Ég kann ákaf- lega vel við mig á Stöð 2 og þar er ekki minna fjör. Ég held alltaf vinfenginu við gömlu félagana á Ríkissjónvarpinu og fer alltaf tvisvar til þrisvar á hverjum vetri og spila með þeim fótbolta." Það hafa ekki allir átt jafn skilningsríka kollega og Ómar. Listmálarinn Eiríkur Smith mátti þola blendin viðbrögð frá ýmsum þegar hann hóf að mála fígúratíft eftir að hafa málað abst- rakt í mörg ár, sérstaklega tóku sumir félagar hans í listinni þessu Gísli Felix Bjarnason Gísli er af góðum og gegnum KR-ættum en leikur nú með Selfossi. „Skiptin hefðu verið litin mun al■ varlegri augum ef ég hefði farið til dæmis í Val." óstinnt upp og fannst þessi kú- vending hans nálgast drottinssvik. „Sumir af þeim sem máluðu abstrakt litu þetta síður en svo hýru auga. Abstraktið var orðið trúarat- riði hjá þeim og það þótti ekki snið- ugt að maður væri að mjaka sér úr því. Þessi skipti gerðust nú ekki mjög snögglega heldur áttu sér langan aðdraganda. Mér fannst ég vera orðinn staðnaður og þurfti að losa mig frá abstraktinu.“ Carls kafli Eiríkssonar Það er vel við hæfi að skotmann- inum Carli J. Eiríkssyni sé helg- aður sérstakur kafli þegar rætt er um flokka og félög því Carl er einn af þcim mönnum sem virðast rek- ast einstaklega illa á í félagi. Hann hefur síðustu ár átt í stöðugum erj- um við sérsamband sitt sem er Skotsamband íslands. Hafa blaða- lesendur getað fylgst all náið með þessu deilum því Skotsambandið sendir varla frá sér frétt eða til- kynningu án þess að Carl hafi eitt- hvað við innihald þeirra að athuga og ávallt bendir hann á það sem honum finnst betur mega fara í les- endadálkum dagblaðanna eða með sérstökum athugasemdum á íþróttasíðunum. Fyrir þremur ár- um hætti Carl ásamt tveimur félög- um sínum að keppa fýrir Skotfélag Reykjavíkur vegna deilna við þá sem héldu þar um stjórnartaum- ana. Carl og félagar hans gengu í Ungmennafélagið Aftureldingu og settu þar á stofn skotdeild utan um sig. Carl segir að honum hafi hrein- lega ekki verið vært innan Skotfé- lagsins lengur vegna þess að þar hafi skipulögð hatursherferð verið í gangi á hendur honum í mörg ár, og hann hefur skýringar á þessu hatri á reiðum höndum. „Þetta er ekkert annað en öfundsýki í minn garð. Ég er sextíu og fjögurra ára gamall og þessir ungu menn þola ekki að svona gamall karl eins og ég sé að vinna þá. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar forráðamenn Skotfélagsins reyndu að koma í veg fýrir að ég kæmist á Ólympíuleik- ana í Barcelona. Þeim tókst reyndar ekki að hindra það þótt þeir ynnu að því með öllum ráðum.“ Carl vill líka meina að óvild Skotsambands- ins sé af sömu rótum sprottin. Nefnir hann sem dæmi að þegar sambandið valdi þrjá menn til að keppa á Evrópumótinu í Tékklandi í fýrra hafi verið freklega fram hjá sér gengið og þangað verið sendur byrjandi í íþróttinni. „Þetta er svona svipað og ég væri sendur á Evrópumótið í frjálsum til þess að keppa í stangarstökki og sýnir að það eru ekki alveg heilbrigðir menn sem stjórna Skotsambandinu.“ Sjaldan veldur einn þá tveir deila, er gamalt máltæki og það liggur beinast við að spyrja Carl hvort hann eigi ekki sjálfur nokkra sök, er hann ekki bara svona erfiður í um- gengni í félagsskap? „Nei, langt í frá. Eiga tveir sök á deilu í því tilfelli þegar ráðist er á mann út á götu og hann barinn og rændur? Ég átti ekki upptök að neinu og get því ekki tekið undir þetta.“ © Carl J. Eiríksson Hann á ísífelldum deilum við Skotsambandið. „Þetta erekkert annað en öfundsýkn' minn garð.“ FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 25

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.