Eintak

Útgáva

Eintak - 10.03.1994, Síða 19

Eintak - 10.03.1994, Síða 19
Davíð Oddsson FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson stendur í stað frá þvi fyrir tveimur árum og fær sömu meðaleinkunn. Einkunnir hans hafa hins vegar breyst þannig að hann fær færri mjög háar einkunnir og líka sjaldnar mjög lágar. Það virðist því bæði hafa fækkað íhópi hörðustu andstæðinga hans og i hópi dyggustu fylgismannanna. Dav- íð er ekki lengur jafn umdeildur og hann var. JÓN BALDVIN Hannibalsson UTANRÍKISRÁÐHERRA Jón er á niðurleið og fær nú lægri einkunn en fyrir tveimur árum. Helsta ástæðan er sú að hann hefur misst stóran hluta af sínum hörðustu fylgismönnum. Hann fær nú mun sjaldnar háar einkunnir en lítið sjaldnar mjög lágar. Um helmingur allra stuðningsmanna stjórnarand- stöðunnar gefa Jóni þrjá eða minna i einkunn. Friðrik Sophusson FJÁRMÁLARÁÐHERRA Friðrik fær ekki mikið af háum einkunnum en heldur ekki mikið aflágum. Hann nærþví góðri útkomu með miklum fjölda meðaleinkunna. Hann er líka meðalmaður í þeim skilningi að hann færgóða útkomu frá stuðningsmönnum allra flokka en sækir ekki fyrst og fremst fylgi sitt til sjálfstæðismanna. SlGHVATUR BJÖRGVINSSON VIÐSKIPTARÁÐHERRA Sighvatur er hástökkvari þess- arar könnunar. Hann hefur náð undraverðum bata á síðustu tveimur árum. Árið 1992 fékk hann lægstu einkunn allra ráð- herra, flest núllin og mestu skammimar. Nú er hann næst hæstur Alþýðuflokksráðherra og nýtur nokkuð góðs álits meðal stuðningsmanna allra flokka. - Þorsteinn Pálsson SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Þorsteinn heldur sinum sessi frá síðustu könnun; er næst hæstur ráðherranna og efstur meðal sinna flokksmanna. Þor- steinn sækir ekki síður fylgi sitt til annarra flokka en til sjálf- stæðismanna. Fáir gefa honum lágar einkunnir en ekki heldur svo ýkja margir háar einkunnir. Hann heldur sér á floti með góðum meðaleinkunnum. á bilinu fjórir til sjö, en nú fær hann næstum helminginn af einkunnun- um, eða 47 prósent, á þessu bili. Álit þjóðarinnar á Davíð hefur því komist í meira jafnvægi. Hann á færri dygga stuðningsmenn og færri harða andstæðinga. Þegar litið er til þess hvernig ein- kunnir Davíðs skiptast á milli flokka kemur í ljós að hann nýtur góðs stuðnings meðal eigin flokks- manna. 58 prósent þeirra gefa hon- um mjög háa einkunn en aðeins 3 prósent mjög lága. Stuðningsmenn Kvennalistans og Alþýðubandalagsins hafa áber- andi minna álit á Davíð en stuðn- ingsmenn annarra flokka. Þriðj- ungur þeirra gaf Davíð minna en þrjá í einkunn og innan við 10 pró- sent gáfú honum góða einkunn, eða meira en átta. Framsóknar- menn og þá einkum kratar, hafa mun jákvæðari skoðun á Davíð. Meðal þeirra sem ekki hafa gert upp við sig hvaða lista þeir mundu kjósa við þingkosningar fær Davíð heldur ekki góða útreið. Aðeins 12 prósent vilja gefa honum átta eða hærri einkunn og fimmtungur vildu gefa honum mjög lága ein- kunn. Davíð Oddsson fær frekar laka útkomu úr þessari einkunnabók ef hann er borinn saman við flokks- bræður sína. Aðeins Ólafur G. Einarsson fær lægri einkunn en Davíð, en þeir Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal og Friðrik Soph- usson eru allir fyrir ofan hann. Jón Baldvin a 1 Hannibalsson Jón Baldvin Hannibalsson kemur mjög illa út úr þessari könn- un. Hann fær ekki nema 4,1 í með- aleinkunn og kolfellur þvi. Hann Oftast 10 87 Jóhanna Sigurðardóttir 27 Davíð Oddsson 26 Halldór Blöndal 26 Þorsteinn Pálsson 16 Sighvatur Björgvinsson 8 Friðrik Sophusson 8 Össur Skarphéðinsson 7 Jón Baldvin Hannibalsson 5 Guðmundur Árni Stefánsson 5 Ólafur G. Einarsson Ellefti ráðherrann: Jarlinn af Seljavöllum Hetja meðal Framsóknar en hataður af krötum / Ijósi atburða síðustu vikna fær Egill Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar, að fljóta hér með ráðherrunum í einkunnabók þeirra. Egill Jónsson er umdeildur maður. Hann hélt ríkisstjórninni í heljargreipum um margra vikna skeið í deilunni um búvörulögin. Og hann hefur lýst því yfir að hann muni halda áfram að koma í veg fyrir það að ríkisstjórnin berji í gegnum þingið breytingum á landbúnaðarstefhunni sem enginn þingmeirihluti er fyrir. Hann er því nokkurs konar oddviti stjórn- arandstöðunnar innan stjórnar- liðsins. Þátttakendur í skoðanakönnun Skáfs gáfu Agli 4,8 í meðalein- kunn. Hann fellur því á prófinu. Aðeins sjálfstæðismenn, fram- sóknarmenn og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins vildu sleppa honum í gegn. Framsókn og sjálf- stæðismenn með 5,4 í einkunn og Alþýðubandalagsmenn með slétta 5.0. Hann fellur hjá öðrum. Kvenna- listinn gaf honum 4,7 í einkunn. Þeir sem voru óákveðnir létu hann fá 4,8. Kratar kolfelldu hann síðan með 3,6 í meðaleinkunn. Þessi árangur, 4,8 í meðalein- kunn, hefðu fært Agli áttunda sæt- ið á ráðherralistanum. Hann hefði skotið góðkunningja sínum, Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrir aft- an sig og sömuleiðis þeim Olafi G. Einarssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni. EGILL JÓNSSON FRÁ SELJAVÖLLUM FORMAÐUR Landbúnaðarnefndar Hann fær álíka góðan stuðning frá framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum. Krötum er hins vegar meinilla við jarlinn frá Seljavöllum. fær næst flest núll ráðherranna og aðeins tveir ráðherrar fá sjaldnar 10 í einkunn. Jón fékk reyndar ekki góða út- reið fyrir tveimur árum en þó að- eins skárri en nú eða 4,5 í meðalein- kunn. Þó er rétt að benda á að þá var hann næst neðstur ráðherranna en nær því nú að vera sá þriðji lægsti. Það sem gerst hefur síðan 1992 er að heldur hefur fækkað í þeim hópi sem gaf honum mjög lágar einkunnir og það hefúr brost- ið á flótti úr þeim hópi sem gáfu honum mjög háar einkunnir. Fyrir tveimur árum voru aðeins þrír ráð- herrar sem fengu offar 10 í ein- kunn. Nú eru þeir sjö. Tveir þriðju kratanna gáfu Jóni mjög háa einkunn og aðeins 11 pró- sent mjög lága. Staða Jóns er því svipuð innan Alþýðuflokksins og staða Davíðs meðal sjálfstæðis- rnanna, þótt hann eigi sér ívið fleiri harða andstæðinga innan eigin flokks. Jón hefur hins vegar verið dug- legri við að afla sér hatrammra and- stæðinga meðal fylgismanna hinna flokkanna. Hann fær aðeins 2,9 í meðaleinkunn frá framsóknar- mönnum og 3,1 frá Alþýðubanda- lagsfólki. Rúmur helmingur fram- sóknarmanna og fylgismanna Kvennalistans gefa Jóni mjög lága einkunn og rétt tæpur heímingur Alþýðubandalagsmanna. Það er vart mælanlegt að hann fái háar einkunnir frá þessu fólki. 11 prósent þeirra sem sögðust óákveðnir gagn- vart flokkunum gáfu Jóni mjög háa einkunn en þriðjungur hins vegar mjög lága einkunn. Það er því spurning hvort þessi karl sé líklegur til að fiska mikið meðal hinna óákveðnu. Allir ráðherrar Alþýðuflokksins fá hærri einkunn en Jón Baldvin að Guðmundi Árna Stefánssyni einum slepptum. Friðrik Sophusson 5>5 Friðrik Sophusson fær fjórðu bestu meðaleinkunn ráðherranna. Hann er í meðallagi hvað varðar mjög háar einkunnir en fær hins vegar tiltölulega sjaldan núll í ein- kunn. Það er fyrst og fremst ástæð- an fyrir hversu hár hann er í með- aleinkunn. Fyrir tveimur árum fékk Friðrik 5,2 í meðaleinkunn. Hann hefur því aðeins híft sig upp á við. Þó ekki upp fyrir aðra ráðherra því þá var hann einnig sá fjórði í röðinni. I dag fær hann sjaldnar lágar ein- kunnir og oftar háar. Friðrik er því án efa á réttri leið þótt hann hafi ekki bætt sig um nema 0,3 á tveim- ur árum. Fylgi Friðriks er síður bundið við Sjálfstæðisflokkinn en fylgi Davíðs. Aðeins tæplega helmingur sjálf- stæðismanna gaf honum mjög háa einkunn. Friðrik er þó ekki í eins mikilli ónáð á meðal stuðnings- Flest núll 105 Guðmundur Árni Stefánsson 96 Jón Baldvin Hannibalsson 70 Ólafur G. Einarsson 51 Davíð Oddsson 51 Össur Skarphéðinsson 49 Sighvatur Björgvinsson 33 Halldór Blöndal 31 Friðrik Sophusson 26 Þorsteinn Pálsson 15 Jóhanna Sigurðardóttir manna annarra flokka en þeir Jón og Davíð. Innan við fjórðungur stuðningsmanna stjórnarandstöð- unnar gaf honum mjög lága ein- Hvemig skiptust einkunnir ein- stakra fíokka? Svona gáfu fylgjendur ein- stakra stjórnmálaflokka ráð- herrunum einkunnir. Kvennalistinn 4)9 Kvennalistakonur eru ekki eins grimmar við ráðherrana en Alþýðubandalagsmenn, en ívið harðari en framsóknarmenn. Stuðningsmenn Kvennalistans gefa ráðherrunum samanlagt 4,9 í einkunn. í raun er listi Kvennalistans svipaður og hinna stjórnarand- stöðuflokkanna. Jóhanna Sig- urðardóttir, Þorsteinn Páls- son og Halldór Blöndal skipa sér í efstu sætin og eru einu ráð- herrarnir sem ekki eru felldir af konunum. Og botnsætin eru svipuð. Guðmundur Árni Stefánsson fær snautlega útreið eins og hjá öðrum. Fyrir ofan hann eru síð- an Ólafur G. Einarsson, Jón Baldvín Hannibalsson og Dav- íð Oddsson. Davíð er sem fýrr með skárri útkomu en Jón Bald- vin. Milli þessara hópa eru síðan þeir Friðrik Sophusson, Sig- hvatur Björgvinsson og Össur Skarphéðinsson. Þetta eru nokkurs konar meðal-ráðherrar. Einkunnir Kvennalistans skiptust þannig: 8.1 Jóhanna Sigurðardóttir 6,6 Þorsteinn Pálsson 5.3 Halldór Blöndal 4,9 Friðrik Sophusson 4,9 Sighvatur Björgvinsson 4,9 Össur Skarphéðinsson 4.2 Davíð Oddsson 3.4 Jón Baldvin Hannibalsson 3,4 Ólafúr G. Einarsson 2,8 Guðmundur Árni Stefánsson ^ Jj Óákveðni flokkurinn Þessi flokkur, sem í eru þeir sem ekki hafa gert upp hug sinn gagnvart flokkunum, er eftir- sóttastur allra. I sjálfu sér er ágætt að vera vinsæll í eigin flokki og það er jafúan hið besta mál að vera hataður að fylgjend- um annarra flokka. En þeir sem njóta fylgis meðal hinna óákveðnu eru vísir með að vinna þá á band sinna flokka og vinna kosningar. Það eru ef til vill þokkaleg tíðindi fyrir ríkis- stjórnina að hinir óákveðnu voru ekki alveg eins vondir við ráðherrana og stjórnarandstæð- ingarnir. Þeir gáfu ráðherrunum samanlagt 5,1 í einkunn. Afstaða þeirra til einstakra ráðherra er þó næsta svipuð af- stöðu fylgjenda stjórnarand- stöðuflokkanna. Jóhanna Sig- urðardóttir og Þorsteinn Páls- son trjóna ennþá efst og Guð- mundur Árni Stefánsson, Ól- afur G. Einarsson og Jón Baldvin Hannibalsson fá lægstu einkunnirnar. Davíð Oddsson kemur hins vegar mun betur út meðal hinna óákveðnu en meðal stjórnarand- stæðinga, og kemst upp að hlið Halldórs Blöndals, þess ást- mögurs stjórnarandstæðinga. Friðrik Sophusson fær líka ágæta einkunn. Ef ráða má í útkomu ráðherra krata og sjálfstæðismanna meðal hinna óákveðnu, þá eru sjálf- stæðismenn líklegri til að fiska atkvæði úr þessum hópi. Þeir fengu samaníagt 5,2 í meðalein- kunn hjá honum en kratarnir 5,0. Og ef heilagri Jóhönnu er sleppt þá fengu hinir fjórir krat- arnir aðeins 4,5 í einkunn. En einkunnir hinna óákveðnu skiptast þannig: 7,3 Jóhanna Sigurðardóttir 6,0 Þorsteinn Pálsson 5,8 Friðrik Sophusson 5,2 Davíð Oddsson 5,2 Halldór Blöndal 5.2 Sighvatur Björgvinsson 4,7 Össur Skarphéðinsson 4.3 Jón Baldvin Hannibalsson 4,0 Ólafúr G. Einarsson 3,6 Guðmundur Árni Stefánsson FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 19

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.