Eintak

Tölublað

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 40

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 40
Af hverju vill Albert bíða þang- að til hinir eru búnir að leggja fram sína lista? 0 Meðdómarar setja ofan í við Hrafn 0 Röskva klofnar Hann vill vita hvort hann verður á öðrum hvorum þeirra. Samskiptaörðugleikar Hrafns Bragasonar, forseta Hæstaréttar, og lögmanna, eru orðnir svo alvariegir að menn í stéttinni segjast ekki sjá aðra lausn en að Hrafn víki úr starfi. Og það eru ekki bara lögmenn sem hneykslast hafa á framkomu Hrafns. Heimildir EINTAKS herma að aðrir dómarar við réttinn hafi séð sig knúna til að gera formlega samþykkt þess efnis að Hrafn megi ekki tjá sig í fjölmiðlum eða senda frá sér tilskrif í nafni réttarins án þess að meðdómendur hans gefi til þess leyfi. Nú bíða menn bara eftir þvi hvort Hrafn skilji fyrr en skellur í tönnum... Röskva hélt meirihluta sínum í stúd- entaráði í kosningum innan Háskólans fyrir hálfum mánuði og mun því ein- hver úr þeirra hópi verða næsti formaður Stúdentaráðs. Fljótlega eftir að úrslit voru Ijós mynduðust tvær fylkingar innan raða Röskvu um tvo líklegustu kandídatana í embættið, en það eru líffræðineminn Einar Gunnar Guðmundsson og íslenskunem- inn Brynhildur Þórarinsdóttir. Er mönnum mikið um að koma sínum fram- bjóðanda að og er víst ýmsum töluvert heitt í hamsi. Þetta er spaugilegt vegna þess að Dagur Eggertsson, sem leiddi lista Röskvu til sigurs í stúdentaráðskosningun- um, skrifaði grein í Stúdentablaðið í vetur þar sem þessi núorðið fleyga málsgrein kom fyrir: „Þar sem lífið er plott er lágkúran lög- mál“... Reykjavíkurborg Bjargar Stálsmiðjunni aftur frá gjaldþroti Reykjavíkurhöfn gaf Stálsmiðjunni 43 milljónir og hyggst bæta um betur með því að kaupa dráttarbrautirnar til að losa fyrirtækið úr greiðslustöðvun Stálsmiðjan hf. yíirtók rekstur Slippfélags Reykjávíkur hf. á slippnum við Reykjavíkurhöfn undir lok árs 1988. Tveimur vikum síðar, 12. janúar 1989, var samþykkt í Hafnarstjórn að falla frá forkaups- rétti á lóðum Slippfélagsins við Mýrargötu. Með þeirri samþykkt var Hafnarstjórn í raun að færa Stálsmiðjunni um það bil 43 millj- ónir króna að gjöf. Forkaupsréttar- ákvæðið fól nefnilega í sér að lóð- irnar fengjust á 7.590 krónur en Þá erum við laus við hann Stein- grím. Við eigum eftir að sjá hann skokka inn i stjórnarráðið þegar Kristján Ragnarsson heimtar gengisfellingu en hann mun eng- an skaða gera. Hann verður með eitthvert plagg frá hagdeildinni í töskunni en það mun engin taka mark á þvi frekar en þegar Jó- hannes endasentist með sams konar plögg. Ekki þegar Kristján biður um gengisfellingu. En Steingrímur mun aftur geta stað- ið á tröppunum við stjórnarráðið, lýst yfir yfirvegaðri stefnu Seðla- bankans og strokið aftur hárið. En hann mun ekki lengur geta dælt peningum í vonlaus ævintýri eins og fiskeldi og loðdýrarækt. Eina sem Seðiabankastjórar geta eytt peningum i eru tveggja millj- arða hús undir sjálfa sig, lista- safn, flygla, myntsafn, laxveiði, bókasafn og geirfugl. Ekkert af þessu kostar viðlíka þeninga og Steingrími tókst að sóa þegar hann var forsætisráðherra. Og þeir munu eiga vel saman, Stein- grímur og Davið; eyðslusami for- sætisráðherrann og eyðslusami borgarstjórinn. Davið mun skilja ráð Steingrims en Steingrímur getur ekkert sagt honum það sem honum hefur ekki dottið i hug áður. Lalli Jones AUSTURSTRÆTI ÞÓRÐARHÖFÐA1 SÍM117371 SÍMI 676177 Verð kr. 39,90 mínútan þær voru keyptar árið 1992 á 43.519.000. Sem kunnugt er fékk Stálsmiðjan greiðslustöðvun 2. mars síðastlið- inn sem rennur út 23. mars en fyrir- tækið hefur átt í erfiðleikum allt frá þeim tíma sem það yfirtók rekstur slippsins. EINTAK hefur áreiðan- legar heimildir fyrir því að þær hugmyndir hafi nýlega verið rædd- ar í alvöru að Hafnarstjórn kaupi húseign fyrirtækisins við Mýrar- götu 2, en brunabótamat hennar nemur 212.660.788. Formaður Hafnarstjórnar, Guðmundur Hall- varðsson segist hins vegar ekkert kannast við slíkar hugmyndir en bendir á að vangaveltur séu uppi um að kaupa dráttarbrautirnar. Gamall samningur frá 1945 milli Hafnarstjórnar og Slippfélagsins í Reykjavík hf. kveður á um að Hafn- arstjórn hafi forkaupsrétt að eign- arlóðum Slippfélagsins við Mýrar- götu, þar sem er athafnasvæði slippsins og dráttarbraut, frá og með árinu 1958 með fimm ára upp- sagnarfresti. í samningnum er kveðið á um fast lóðarverð, 30,00 krónur á fermetrann, sem er óverð- bundið með öllu. Þegar lagður var á stóreigna- skattur upp úr miðri öldinni var matið hækkað en Slippfélagið undi því ekki og fór með málið fýrir dóm. Hæstiréttur staðfesti með dómi 1953 að þessi upphæð stæðist enn og heildarverðmæti lóðanna væri 759.000 krónur. Síðan hafa tvö núll verið tekin aftan af krónunni þannig að verðmæti lóðanna í dag væri 7.590 krónur samkvæmt þess- um forsendum. Þegar upp komu hugmyndir í Hafnarstjórn árið 1970 að kaupa lóðina á þessu verði og leigja hana aftur, eins og algengast er á hafnarsvæðinu, kúventi Slipp- félagið í málflutningi sínum og krafðist þess að lóðirnar yrðu metnar miklu hærra. Svo fór að forkaupsrétturinn var ekki nýttur á þessum tíma. Athafnasvæði Stálsmiðjunnar hf. Hafnarstjórn féll frá forkaupsrétti á lóðum Slippfélagsins hf. við Mýrargötu þegar Stálsmiðjan hf. tók yfir rekstur slippsins fyrir fimm árum. Tveimur og hálfu ári síðar voru sömu lóðir keyptar á margfalt hærra verði en forkaupsréttarákvæðið sagði til um til að forða fyrir- tækinu frá gjaldþroti. Nú á að kaupa dráttarbrautirnar. Hafnarstjórn féll svo frá for- kaupsrétti sínum þegar Stálsmiðjan yfirtók eignir Slippfélagsins um áramótin 1988-1989. Með þeirri samþykkt missti Hafnarstjórn af því tækifæri að fá lóðirnar á innan við eina milljón. Á sama tíma skipti stjórnin á hlutabréfum Reykjavík- urhafnar í Slippfélaginu fyrir hluta- bréf í Stálsmiðjunni og eignaðist þar með 7-8 prósenta hlut í fyrir- tækinu. Svo þegar ljóst er að Stálsmiðjan er að komast í þrot samþykkir Hafnarstjórn 15. júní 1992 að kaupa þessar lóðir á fullu verði og leigja Stálsmiðjunni þær aftur. Á nokkrum árum voru því færð- ar rúmar 43 milljónir króna frá Hafnarstjórn til Stálsmiðjunnar. Björgunaraðgerðir Hafnarstjórnar áttu þannig stóran þátt í því að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtæk- isins. Vegna kaupanna var tekið lán hjá Landsbanka Islands upp á 44 milljónir á kjörvöxtum til 10 ára. Stálsmiðjan átti að afhenda lóð- irnar veðbandalausar en í afsalinu segir að hið selda sé afhent veð- bandalaust en kaupanda sé kunn- ugt um þinglýstar kvaðir á hinu selda. Þeim kvöðum, sem hlaupa á tugmilljónum, hefur ekki verið af- létt. Ekki hefur verið farið fram á riftun kaupsamningsins vegna'þess. Greiðslustöðvun Stálsmiðjunnar rennur út 23. mars og ljóst er að stutt er ígjaldþrotið nema fyrirtæk- inu takist að losa um verulegar eignir. Sú lausn hefur verið ofarlega á blaði hjá stjórnendum fyrirtækis- ins að selja húseignina við Mýrar- götu 2. Heimildir EINTAKS herma að samningaviðræður við Hafnar- stjórn þar um séu á lokastigi. Hvorki Hannes J. Valdimarsson, hafnarstjóri, né Skúli Jónsson, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar, vildu staðfesta það.© Kaupin voru redding segirformaður Hafnarstjómar Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður, hefur verið for- maður Hafnarstjórnar í tæp átta ár. Hann sagði í samtali við EIN- TAK að lóðamál innan slippsins hafi verið slík katastrófa .að það hafi tekið menn mörg ár að átta. sig á lóðamörkum og eignar- hluturn. „Ég verð að rifja þetta upp og vil engu svara um þetta atriði á þessari stundu,“ sagði Guð- mundur þegar hann var spurður hvers vegna Hafnarstjórn féll frá forkaupsrétti sínum árið 1989. „En auðvitað voru lóðakaupin 1992 redding. Það hvarflar ekki annað að mér en að viðurkenna það. Við gerðum okkur grein fyrir því að höfn án slipps getur ekki gegnt hlutverki sínu. Það hefur líka verið stefnan að við ættum lóðirnar á hafnarsvæðinu og svo þótti okkur verra að missa þetta fyrirtæki úr rekstri slippsins. En ég sé núna að það hefði verið betra að kaupa upp- tökutækin, slippana sjálfa og leigja svo þá aðstöðu út.“ Hefur kotnið til tals að Hafnar- stjórn kaupi húseign Stólsmiðj- unttar við Mýrargötu 2? „Nei, ég kannast ekki við það enda höfum við ekkert við fleiri fasteignir að gera. Ég veit þó að stjórnendur fyrirtækisins hafa hug á að selja húsið, Það hefur hins vegar komið til tals að við látum verða af því að kaupa upptökutækin og þá værum við að fara sömu leið og aðrar hafn- ir.“© Albert Guðmundsson Býður sig fram ef hann finnur gott fólk „Ef ég fæ gott og traustvekjandi fólk með mér á lista mun ég gefa kost á mér,“ segir Albert Guðmundsson, sem kveðst bíða átekta þangað tíl hinir flokkarnir eru búnir að leggja fram sína lista en um leið og þeir hafi gert það muni hann fara að líta í kringum sig í leit að samstarfsaðilum. Þegar hafa nokkrir menn komið til tals við Albert og lýst yfir áhuga sínum á að sitja á listanum, en hann segir öf snemmt að tala um hverjir þetta séu. Albert segir að sá málefnagrund- völlur sem komi til með að liggja að baki framboðinu verði byggður á þeim grunni sem hann hafi áður skapað í störfum sínum í borgar- stjórn og sem þingmaður og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins. Hann kveðst ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að framboð sitt muni sundra hægrimönnum í borginni og virka sem vatn á myilu sameiginlegs framboðs minni- hlutaflokkanna. „Kjósendur eiga að velja þá sem þeir treysta best en ekki einhverja sem flokksmaskínurnar vilja troða ofan í þá,“ sagði Albert Guð- mundsson að lokum. © Vandað vikublað á aðeins 195 kr. Fréttir 4 Kröfuhafar í BB-byggingavörur krefjast riftunar á húsakaupum 6 Alþýðuflokkurinn hruninn 6 Ríkisstjórnin í dúndrandi minnihluta 8 Portúgalskir kvenna- menn svíkja út fé og flýja af landi brott 11 Meirihlutinn vill viðræður um inngöngu í Evrópusambandið 18 Einkunnabækur ráðherranna Greinar 16 Missir sveindómsins 22 Nekt 24 Félagsskítar, flokkaflakkarar og aðrir óhollir 26 Karlar í kjólum 28 Svipar Geir-Í finnsmálinu til Guilford-máls- ins? Fólk 2 Fallistínn Guðmundur Árni 14 Örsaga, ævi Fjölnis Braga- sonar 32 Jóhanna Jónas 33 Honey B & The T-Bones 33 Sjö litlar Bjarkir 33 Saga Kokks Kyrj- an Kvæsis 34 Dauðatangó 34 Steinn Ármann, áfengi, ástir og kynlíf 35 Magnús Jónsson leikari 35 Trommustúlk- urnar í Dafínu 35 Páll og Bonsaitrén hans 36 Halldór Ómar í Regnbogan- 36 Einar með Leifi heppna 39 Banvæn Há- skólapartí Krítík Morðgáta á Manhattan ★ ★ Hc Reisubókarkorn Hrafns A * * Mykistavia Valikohtauksia * * Sesam, opnist þú * * * „Allt eru þelta ciiihvers kotuir grofhýsi, grafhýsi ofítn jitrdar, ekki döpur lieldttr litrík og i nú~ timolokustíl. “ Guðboigur Bergsson um syningu briu Þórnrinsdóttui i Nýlistasafnimi.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.