Eintak

Tölublað

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 26
%'i Notuð föt eru orðin vinsæl í kreppunni. Fríða frænka og Spútnik á Vesturgöt- unni hafa löngum notið vinsælda og ekki er langt síðan Frikki og dýrið var opnuð á Smiðjustíg. í litlu gulu húsi að Laugavegi 12 var svo verslunin Diva opnuð fyrir skömmu. Eigendurnir eru þær Svanhildur og Steinunn Ásta. „Við reynum að hafa fötin í klassískum stíl en sum eru úr öðrum áttum. Þau eru flest not- uð en við ætlum að bjóða upp á meira af nýjum fötum síðar. Auk fatnaðar höfum við ýmsa gamaldags fylgihluti," segir Steinunn Ásta. „Hingað leitar aðallega kvenfólk á aldr- inum 16-50 ára. Sumar eru að leita að kjól fyrir árshátíðina, aðrar á útskriftir eða skóla- böll. Sumar vantar líka bara eitthvað hvers- dags.“ Hugmyndin að versluninni kemur frá Bandaríkjunum en þær Addý og Svanhildur dvöldu í San Fransiskó \ nokkum tíma. Þær hafa bjartsýnina eina að leiðarljósi. „Ef boðið er upp á öðruvísi vörur en aðrir eru með, og þær seldar á sanngjörnu verði, get- ur allt gengið upp,“ segir Addý. Rétt eins og jakkaföt eru ekki aðeins fyrir karla, eru J 10 S ekki aðeins fyrir konur. Her má sjá fáeina klæðnaði frá Divu á karlmannskroppum. 26 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.