Eintak - 14.04.1994, Síða 4
-I-
HlBgpSar
Fimmtudagurinn J. apríl
Lenti í leiðindaatviki inni á Horni. Kom þar
saklaus í fylgd Gísla Marteins og ætlaði að
borða. Inni var laust borð og ekkert að
vanbúnaði. Vindur þá ekki að mér einhver
þjónn með útlendan framburð og segir
borðið upptekið. Ég spyr hann hver hafi
pantað en hann segir að mér komi það
ekki við. Ég ætti eftir að sjá það gerast
annars staðar í heiminum að einn helsti
ráðgjafi forsætisráðherra fái ekki sæti á
skitnum pizzustað. Mér varð svo um að ég
hætti að vera svangur og lét mér nægja
kaffi á Gafé Paris. Gísli reyndi að draga úr
þessu en ég sagði honum að þegja.
Föstudagurinn S.apríl
Ég labbaði fram hjá kosningaskrifstofu R-
listans á Laugaveginum, rétt gaut augun-
um inn um gluggann og gat ekki varist
hlátri. Þarna sátu næstum allir kverúlantar
bæjarins. Alls kyns lið úr leigjendasamtök-
unum, Félagi gangandi vegfarenda, Sam-
tökunum 78, hverfasamtökum og guð má
vita hverju. Ég áttaði mig á að allt þetta lið
stendur í þeirri trú að öllum hafi verið boð-
ið til veislunnar. Ég hló alla leið niður á
kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna á
Vesturgötunni. Þar var álíka hópur af
kverúlöntum.
Laugardagurinn 9. apríl
Fékk mér snarl með Geir H. Haarde um
kvöldið og stakk þvi að honum að hann
myndi beita sér fyrir því að Alþingi keypti
Efst á Baugi úr því Salóme vill ekki kaupa
Pressuna lengur. Ég sæi ekki hvers vegna
það gæti ekki keypt eina þlaðið sem styddi
forystu Sjálfstæðisflokksins eftir að Styrm-
ir hefur gert Moggann að málgagni Félags
frjálslyndra jafnaöarmanna. Geir tók ekki
nógu vel í þetta. Við enduðum í afmæli Ara
Gísla á Sólon. Þar var allur framþoðslisti
flokksins fyrir kosningarnar i Reykjavík og
eitthvert slangur af smáskáldum. Fátt um
alvörumenn utan mín, Geirs og Villa Egils
Sunnudagurinn 10. apríl
Mikið vorkenni ég Davið að sitja uppi með
aðra eins menn og Þorstein og Jón Bald-
vin. Þessir menn geta ekki einu sinni haft
rangt fyrir sér í málum sem einhverju
skipta heldur hamast þeir við að hafa rangt
fyrir sér í þyrlukaupamálum og einhverjum
tittlingaskit. Ég skil vel að Davíð nenni ekki
að hafa skoöanir á þessari vitleysu. Ég
man fyrstu mánuöi stjórnarinnar. Þá stóð
Davíð á tröppum stjórnarráðsins og hótaði
að senda Byggðastofnun til Akureyrar. Þá
voru stjórnmál stjórnmál.
Mánudagurinn 11. apríl
Ienn hafa
undrast hin-
ar tvær
ólíku hliðar óska-
drengs íslensku
þjóðarinnar, Ólafs
JÓHANNS ÓLAFS-
SONAR. Annars vegar stjórnar hann
risabatteríi hjá Sony í Bandaríkjun-
um sem framleiðir tölvuleiki og hins
vegar er hann rithöfundur eins og
pabbi hans var en bókum og tölvu-
leikjum hefur oft verið stillt upp sem
andstæðu og
shelst á þann
hátt að tölvu-
leikir drægju úr
íbókhneigð barna
fog unglinga. I
Fsamtali við ein-
j,TAK upplýsti Ól-
°“ out afur aQ f,ann
. kynni ekki að
Olaf, tra prosa spila einn ein-
e motoseghe astatölvuleikog
0 gert væri grin að
honum í þeim framleiðslugeira í
Bandaríkjunum þess vegna...
I kki er nóg með að fram-
I kvæmdastjórn Listahátíðar sé
Ibúin að klúðar Bjarkar-kons-
ertnum heldur stefnir allt í að tón-
leikar Kristjáns Jóhannssonar
misheppnist einnig. Fyrirhugað var
að þeir yrðu í Háskólaþíói en vegna
fjölda boðsgesta er Ijóst að ef þeir
yrðu haldnir þar yrði mikið tap á
tónleikunum. Nú hyggst stjórnin
grípa til þess örþrifaráðs að flytja
tónleikana í Laugardalshöll en
Kristján hefur löngum sagt eins og
margir aðrir tónlistarmenn að hún
sé ekki hæf fyrir flutning á klassískri
tónlist...
Heyrst hefur að hinn harð-
skeytti ungverski þjálfari
meistaraflokks KR, Laslo
Nemeth, muni ekki þjálfa liðið
næsta keppnistimabil. Það er langt
frá því að Laslo þyki vondur þjálfari,
þvert á móti kann hann mjög vel til
Nýja tóbaksvamafhjmvarpið felur í sér bann við innflutningi á sælgæti og
sviptir dagskrárstjóra rikispmiðlanna völdum
Ég veit ekki alveg hvaö ég á að halda með
þetta SR-mjöl. Að hálfu leyti er það gott
því þetta er skitamálið hans Þorsteins. En
að hálfu leyti er þetta vont mál því þetta er
mál ríkisstjórnar Davíðs og meira að segja
einkavæðing ríkisstjórnar og því hjartans
mál Davíðs. Eftir að hafa reynt að skrifa
grein um málið ákvað ég að hafa ekki
skoðun á því. Á eftir áttaði ég mig á að ef
þessi ríkisstjórn lifir lengi enn enda ég sem
skoðanalaus maður.
Þriðjudagurinn 12. apríl
Mikið var ég glaður að sjá grein Petrínu,
þessarar kratakellingar úr Grindavík, í
Mogganum. Hún lýsti því yfir að Jóhanna
ætlaði að fella Jón á næsta flokksþingi.
Farið hefur fé betra. Ég er oröinn hundleið-
ur á Jóni og Davíð líka. Og með því að fá
Jóhönnu sem formann myndum við losna
við alla kratana líka því enginn maður er
svo vitlaus að vilja samstarf með Jóhönnu.
Eg sendi memó niður í stjórnarráð og ráð-
lagði Davíð að taka undir allar tillögur Jó-
hönnu næstu vikurnar og vera almennileg-
ur við hana til að auka henni sjálfstraust.
Miðvikudagurinn 13. apríl
Ég sat með skeiðklukkuna mína við út-
varpstækið og fékk grun minn staðfestan.
Ríkisútvarpið eyddi aðeins 5 minútum og
43 sekúndum í blaðamannafund Árna um
fjölskyldumálin en Ingibjörg Sólrún fékk
hins vegar 5 mínútur og 58 sekúndur til
andsvara og í frásögn af þessum borgara-
fundi hennar. Ég skrifaði Ólafi G. bréf um
málið og nafngreindi þá fréttamennina.
Þegar Óli setur okkar mann í útvarpið fær
þetta lið að kenna á því.
Sælgæti. sígarettur
oa vindlar...
heilbrigðisráðherra
svindlar
Reykingamenn eiga eftir að
vakna upp við vondan draum að
morgni næsta nýársdags ef frum-
varp tii tóbaksvarnalaga, sem Guð-
mundur Árni Stefánsson heil-
brigðisráðherra lagði fram á Al-
þingi í vikunni, verður að lögum.
Markmið stjórnvalda er að sjálf-
sögðu að draga úr reykingum,
beinum og óbeinum, og
nú skal beita nánast öll-
um tiltækum ráðum.
Guðmundur reyki
hins vegar enn, eins og hann segir
frá annars staðar í blaðinu.
Alls staðar þar sem opinberir að-
ilar ráða ríkjum, í opinberu hús-
næði og á samkomum og fundum á
vegum hins opinbera, verður bann-
að að reykja. Aftur verður reynt að
fá veitingahús til að afmarka svæði
þar sem má reykja. Reykingamenn
verða að fara út á dekk vilji þeir
NAFNSPJALD VIKWNNAR
Þegarmenn láta búa til fyrirtækisnafnspjöld eru þeir
mishugmyndaríkir. Flestir fara hefðbundna leið og
veija pappír i spjöldin og hafa þau sem formlegust.
Þeirhjá umboðsversluninni Viðey hf. hafa hins veg-
ar ákveðið að breyta út frá hefðinni þvi þeirra spjöld
eru úr harðplasti og þó það sjáist ekki hér eru þau
hin litskrúðugustu. Reyndar minnir nafnspjaldið frá Viðey
nokkuð á lyklakippu vegna þess að þeim sem ráða þar ríkjum hefur ekki
fundist nægjanlegt að minna á sinn aðalverslunarvarning, mexikanska bjórinn Solo, á
spjaldinu sjálfu, heldur hafa þeir hengt litla plasteftirmynd af bjórflöskunni á það. Um Solo er
það helst að segja að best er að drekka hann iskaldan með limesneið i eins og venjan er með
öllu þekktari frænda hans, Corona.
reykja um borð í Herjólfi eða Akra-
borginni. Ef uppvíst verður um
reykingar í rútum má bílstjórinn
búast við sektum. Það sama á við
um veitingamann ef reykingamað-
ur með rettu í munnvikinu fer yfir
landamæri reyksvæðis og þess
reyklausa.
Munntóbak verður gert útlægt
með öllu úr landinu. Þá þykir
ástæða til þess í frumvarpinu að
banna reykingar í lyftum.
Fræðsla um skaðsemi reykinga
verður aukin til muna þannig að
Þorvarður Örnólfsson, óvinur
tóbaks númer eitt á Islandi, fær
næga yfirvinnu. Eitt ákvæðið svipt-
ir dagskrárstjóra ríkisfjölmiðlanna
völdum að nokkru leyti. Þar segir
að menntainálaráðuneytið skuli í
samráði við heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið sjá til þess að
fram fari reglubundin fræðsla í rík-
isfjölmiðlum í því skyni að draga úr
tóbaksneyslu. Umfjöllun í fjölmiðl-
um um einstakar vörutegundir
verður bönnuð. Þá má væntanlega
ekki minnast á Bjarna frá Vogi
nema taka það fram sérstaklega að
ekki sé átt við hollensku vindlana
sem kenndir eru við hann.
Ýmis skondin ákvæði er að finna
í fumvarpinu. Þannig verður bann-
að „að flytja inn, framleiða eða selja
leikföng og sælgæti sem að lögun
líkist sígarettum, vindlum eða
reykjarpípum eða ætlað er að
minna á tóbak með öðrum hætti“.
Brot gegn því ákvæði og fleirum
varða sektum en varðhaldi séu sak-
ir mildar eða brot ítrekað.
Það ákvæði sem andstæðingar
reykinga hafa samt mesta trú á er
tíu prósenta hækkun tóbaks á ári
umfram almennar verðhækkanir til
aldamóta sem þýðir að pakkinn af
algengum sígarettum mun kosta
418 krónur árið 1999 á núverandi
verðlagi.
Eina vonarglætan sem staðfastir
reykingamenn geta hengt sig i er að
finna í fýlgiskjali með frumvarpinu
sem ættað er úr fjármálaráðuneyt-
inu. Þar er bent á að ýmis ákvæði
þess stangist í nokkrum veigamikl-
um atriðum á við stefnu ráðuneyt-
isins í sölumálum „og verður at-
hugasemdum um það komið á
framfæri annars staðar“. Kannski
eru í uppsiglingu deilur sem gætu
tafið frumvarpið eitthvað. O
verka, en á köflum í vetur munu
leikmennirnir hafa verið að bugast
undan æfingarálaginu hjá honum.
Hann lét menn miskunnarlaust
mæta á skotæfingar klukkan sjö á
morgnana þótt aðrar æfingar væru
fyrirhugaðar síðar um daginn. Mað-
urinn sem forráðamenn körfuknatt-
leiksdeildarinnar hafa augastað á
sem arftaka Ungverjans heitir Axel
NikulAsson og er öllum körfu-
knattleiksunnendum að góðu kunn-
ur...
WNDARLEQ
VERÖLD
HILMARS
ARNAR
AfKúbeinum,
breiðum
vegum og
sjálfsvígum
Það er hluti af harmsögu ævi
minnar að ég starfa af og til í jaðri
dægurtónlistarinnar og þarf því off
og einatt að lesa erlend rokktímarit
til þess að glöggva mig á Zeitgeist-
legheitum æskunnar á hverjum
tíma.
Innantóm viðtöl við krakkakjána
væru þolanleg ef ekki kæmi til sú
yfirsýn sem ellin hefur veitt mér og
ég er óvart orðinn sérfræðingur i að
segja fýrir parabólskar kúrvur í
frægðarferlum einstaklinga og
hljómsveita og það hryggir mig allt-
af jafn mikið hvað ég reynist sann-
spár.
Fyrir nokkrum árum fór að bera
á hljómsveitinni Nirvana og söngv-
aranum Kurt Cobain og öll um-
fjöllun pressunnar æpti OGÆFA í
hástöfum, upphleypt og skáletrað á
mig: rock’n roll rúsíbaninn var aug-
ljóslega lagður af stað í ferð sem gat
aðeins endað á einn veg.
Eins mikið og ég hata að vera
móralskur stóð ég mig að því að
emja undan viðtölum við „kúbein-
ið“, eða „sjálfseyðingarmagapínu-
dverginn“ eins og ég kallaði hann.
Drengurinn gat jarðað heilt heims-
þing AA-manna í játningum á fyrri
neyslu og sjaldan hefúr mönnum
tekist að upphefja sig jafn fjálglega á
fyrri sjálfsniðurlægingu eins og kú-
beinið gerði á síðasta ári þegar
hann kom því til skila í gegnum
gagnrýnislausa og andarástandandi
rokkpressu að heróínneysla væri
kúl og afsakanleg ef hún væri liður í
sjálfslækningu á iðrakrampa og
vörn gegn ágengni sömu rokk-
pressu sem hann var að fóðra í við-
komandi viðtölum.
Kannski er ég orðinn gamall og
vitlaus en mér finnst dauðadaður
og sjálfseyðing ekkert sneddí og ég
reyndi ekki einu sinni að veðja við
sjálfan mig um hvaða leið út kú-
beinið myndi velja sér.
Hún reyndist ófrumleg, ömurleg
og smekklaus eins og lífshlaup hans
undanfarin ár.
Ég hef glott yfir fréttum af sjálf-
kæfðum breskum þingmönnum í
fullnægingarleit. Fréttum af mann-
inum sem negldi þremur fírtomm-
um í hausinn á sér. Manninum í
Malasíu sem gerði svo margar og
örvæntingarfullar sjálfsmorðstil-
raunir að löggan neyddist til þess
að skjóta hann í þeirri síðustu og
mest desperat. Eða manninum sem
kyrkti sjálfan sig í rafstýrða bíl-
glugganum. Það var allt óvænt,
furðulegt og engum til eftirbreytni.
Strákpjakkurinn sem samdi lagið
„Smells like teen spirit“ skaut af sér
hausinn með haglabyssu. Ég vona
að æskan haldi áfram að lykta í
versta falli af táfýlu og að náfnykur-
inn af kúbeininu hverfi með pressu
síðustu helgar. ©
4
FIMMTUDAGUFt 14. APRÍL 1994 -j