Eintak - 14.04.1994, Qupperneq 26
flccid djass stemning veröur allsráðandi á
Cafe Royal en hann veröur spilaður af diskum.
BAKGRUNNSTÓNUST
Orkin hans Nóa sér um tónlistina á Cafe
Amsterdam
Spilaborgin byrjar aö spila kl. 22:00 (Turn-
húsinu. Innanborðs er góður bongótrommuspil-
ari sem fenginn var úr dúettnum Dafínu.
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994
Loksins virðast stjórnvöld ætla að átta
sig á að það verður ekki ráðist gegn
sígarettu-auðvaldinu nema með kjafti
og klóm. Og að best er að notast við
það sem þeir þekkja best; peninga.
Það ber að fagna frumvarpi um síend-
urteknar hækkanir á sigarettum. Best
væri að sígarettur hækkuðu það mikið
og þaö ört að enginn hefði efni á að
reykja nema helvítis ríka pakkið sem
hvort sem er má hverfa. Þetta frum-
varp er nefnilega dásamlega sósíal-
ískt. Með huggilegum stjórnvaldsað-
gerðum er hægt að losa sig við auð-
valdið eins og það leggur sig og færa
völdin til þeirra hjarta- og lungna-
hreinu.
þeim ótal myndum sem ungir sem aldnir hafa
dundað sér við að búa til að undanförnu og
sjálfsagt munu aldrei sjást aftur. Fjórir klukku-
tímar.
F U N P I R
Tæring málma - varnir með yfirborös-
húðun heitir námskeið í Tæknigarði sem befst
kl. 8:15 og stendur til kl. 16:00. Rögnvaldur S.
Gíslason efnaverkfræðingur og efnafræðingarnir
Pétur Sigurðsson og Víðir Kristjánsson leið-
beina.
Barnavernd ng sérfræðiþróun nefnist fyrir-
lestur dr. Guðrúnar Kristinsdóttur félagsráðgjafa
sem hún heldur (stofu 101 (Lögbergi kl. 17:15.
Rannsóknastofa I kvennafræðum stendur fyrir
fyrirlestrinum.
? Þ R Ó T T I R
Körfubolti Fjórði leikurinn í þessari æsispenn-
andi úrslitaviðureign Njarðvíkur og Grindavíkur
um (slandsmeistartitilinn í körfubolta fer fram á
heimavelli þeirra fyrrnefndu í kvöld. Leikurinn
hefst klukkan 20.00 en þeim sem ætla á leikinn
er ráðlagt að mæta að minnsta kosti hálftíma
fyrr ef þeir vilja komast örugglega inn.
Fótbolti Þróttur og Árvakur leika í B-deild
Reykjavíkurmótsins I knattspyrnu á gervigrasinu
í Laugardal. Leikurinn helst klukkan 20.00 og
ætti að vera frekar auðveldur fyrir Þróttara sem
leika í annarri deild íslandsmótsins f ár meðan
Árvakur er (þeirri fjórðu.
Handbolti Þá er úrslitakeppni fyrstu deildar
handknattleiks karla komin á fullt. í kvöld mæt-
ast í annað sinn Stjarnan og Valur og fer leikur-
inn fram í Garðabæ. Valsmenn eru líklegir kand-
ídatar til að halda titlinum og ættu að vinna
Stjörnuna. Það er þó ekkert gefið þegar út í úr-
slitakeppnina er komið. Nágrannar Stjörnunnar í
FH, taka hins vegar á móti Víkingum í Kapla-
krika. FH-ingar hafa ekki verið mjög sannfær-
andi (vetur en sýndu það í bikarkeppninni að
þeir eru geysisterkir þegar virkilega þarf að taka
á þvi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.00.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARP 17.50 Táknmálsfréltir
18.00 Tómas og Tim Sænsk teiknimynd um tvo
wn/18.10 Matarhlé Hildibrands Tveirþættir
um skrýtinn karl sem leikur sér með súrmjólk.
18.25 Flauel Steingrímur Dúi Másson hrærir
saman tónlistarmyndböndum og milliköflum
sem hann býr sjálfur ///.18.55 Fréttaskeyti
19.00 Viðburðarríkið Heldur þurrkuntuleg upp-
talning áþví sem er að gerast um helgina á
sviðí lista og menningar. 19.15 Dagsljós Þess-
ir þætlir hata breyst mikið til hins betra trá því
að þeir hófu göngu sína í haust. Núna er minna
at alls kyns sniðugu ogglöðu efni sem er löngu
búið að taka upp út t bæ. ágætis etni en þreyt-
andi til lengdar, og meira komið af læf viðtöium
og efni um það sem er að gerast hverja og
hverja stundina. 20.00 Fréttir 20.30 Veð-
ur.20.35 Syrpan Ingóltur Hannesson eróþot-
andi tilgerðarlegur og leiðinlegur f þessum þátt-
um sem eiga að dekka svo mikið en dekka ekki
neitt. 21.05 Við Tító Tito et moi Serbnesk/-
írönsk btómynd um tíu ára dreng í Belgrad árið
1954 sem leggur upp ímikla göngu um land Tí-
tós. Mynd tyrir þá sem hata bandarískar kvik-
myndir en snobba tyrir evrópskri kvikmynda-
gerð. Líka tyrir þá sem unna góðum kvikmynd-
um sama hvaðan þær koma. 23.00 Ellefufréttir
23.15 Þingsjá.
STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Með afa
19.1919.1920.15 Eiríkur Er óþreytandi í að
þjarma að þeim sem honum tekst að draga inn í
stúdlóið tilsín. 20.40 Systurnar. Reed-systurn-
ar og fjölskyldur þeirra I sorg og gleði. 21.30 Á
tímamótum 'Fyrsti þáttur afsjö t nýrri breskri
þáttaröð um Ivo vini og ferðalag þeirra I gegn-
um lífiö og tilveruna. 22.25 Patterson bjarg-
ar heiminum Les Pattersons Saves the World
23.55 Víghöfði Cape Fear De Niro er ótrúlega
tlottur íhlutverki Max Cady, sem er húðtlúrað
vöðvatröll og snarklikkaður glæpamaður. Cady
ællarað helna sín á lögmanninum sem tókst
ekki að torða honum frá töngum fangelsisdómi.
Fín mynd, takið vel eltir þumalputta alriðinu
með De Niro og Juliette Lewis. Carrie-endirinn
erþó ótrútega hallærislegur, maður bjóst við
öðru atScorsese. 02.00 Brennur á vörum
Burning Secret Kiaus Marie Brandauer leikur
stríðstanga sem dvelur á spttala og verður ást-
fanginn afeinni hjúkrunarkonunni, Fay Duna-
FÖSTUDAGUR
P O P P
Hin vinsæla hljómsveit Vinir vors og blóma
skemmtir á Tveimur vinum og öðrum í fríi.
Klisjurokksveitin Lipstick Lovers leikur á
Gauk á Stöng.
Hver andskotinn er á
seyði? Heilbrigðisráð-
herrann er ekki fyrr
hættur að reykja en
hann gefur út skotveiði
á reykingamenn. Úr því
maður sem reykir ekki
þarf ekkí að kaupa sér
sígarettur hefur hann
sett saman frumvarp
sem gerir ráð fyrir að
sfgarettur hækki um 10
prósent umfram verð-
iagsbreytingar fram til
aldamóta. Það þýðir að
pakkinn kosti eins og
hér segir: 1994:260
krónur. 1995: 286 krón-
ur. 1996: 315 krónur.
1997: 346 krónur. 1998:
380 krónur. 1999: 418
krónur. 2000: 460 krón-
ur. Maður furðar sig á
hvers vegna ráðherrann
lætur staðar numið
þarna. Ætlar hann að
byrja að reykja aftur árið
2000? Af hverju heldur
hann ekki áfram? Þá
gæti pakkinn kostað
3.095 krónur áriö 2020.
Nú má vel vera að slgar-
ettur séu ekki sérlega
hollar. Því hefur verið
haldið fram marga und-
anfarna áratugi af meiri
mönnum en ráðherran-
um. Þeir sem reykja
hafa hins vegar kosið að
gera það þrátt fyrír
þessar fullyrðingar og
ættu að vera frjálsir að
þeirri ákvörðun sinni án
þess að þurfa að þola
ræningjaárásir ráöherr-
ans. Nú er bara að vona,
barnanna vegna, að ráð-
herrann fál ekki ofnæmi
fyrir mjólk.
Hilmar Jónsson
„Hlutverkin verða erfiðari eftirþvísem sálarköfunin erdýpri".
Að skynja óttann
og veikleikann
Gaukshreiðrið eftir Dale Wass-
erman verður frumsýnt í Þjóðleik-
húsinu í kvöld. Leikritið gerist á
geðsjúkrahúsi en þar er töffarinn
McMurphy lokaður inni án þess að
hafa gert mikið af sér. Pálmi
Gestsson fer með hlutverk hans.
Meðal þeirra sem dveljast á sömu
deild og McMurphy er Billy Bibbitt
sem Hilmar Jónsson leikur.
„Hlutverk Billys er snúið því
hann er svo krumpaður og lítill í
sér. Það verða líka svo miklar vend-
ingar í tilfmningalífi hans,“ segir
Hilmar. „Billy er orðinn að tilfinn-
ingalegum naívista því móðir hans
kemur fram við hann eins og hann
sé lítill strákur þótt hann sé um þrí-
tugt. Allar tilraunir hans til að
brjótast út úr því mynstri eru
brotnar á bak aftur af yfirhjúkrun-
arkonunni Ratched og móður hans.
Móður- og sonarsamband eins og
myndast hefur milli Billy og móður
hans er mjög þekkt á geðsjúkrahús-
um.“
Til að undirbúa sig undir sýning-
una fengu leikarar hennar geðlækni
til að halda fyrirlestur um geðsjúk-
dóma og geðsjúkrahús eins og þau
tíðkuðust fýrr á tímum og þau sem
nú eru rekin.
„Mér finnst það hafa hjálpað mér
við að skilja verkið betur,“ segir
Hilmar.
Því hefur verið haldið fram, sér-
staklega af fyrrverandi mökum leik-
ara, að þeir taki hlutverkin sín svo
inn á sig og breytist jafnvel í persón-
urnar sem þeir eiga að leika skömmu
fyrir frumsýningu. Getur ekki orðið
hœttulegt að þurfa að leika geðsjúk-
anmann?
„Það hefúr vissulega mikil áhrif á
mann tilfmningalega að ganga inn i
tilfmningalíf veiklundaðs manns.
Maður þarf að læra að skynja ótt-
ann og veikleikana í persónunni.
Hlutverkin verða erfiðari eftir því
sem sálarköfunin er dýpri.
Ég get vel trúað því að leikarar
taki vinnuna með sér heim og ofLer
það bara hluti af vinnunni," svarar
Hilmar.
Hver er boðskapur Gaukshreið-
ursins?
„Ætli það fjalli ekki svolítið um
valdið og frelsi einstaklinganna. Ég
held að spurningin sé hvort það séu
þeir sem veikastir séu sem lokaðir
eru inni á sjúkrastofnum."
Fimmtudagur
Synir Raspútíns hefja leíkinn kl. 23:00 á Gauk
á Stöng.
Grunaðir um tónlist er semipoppuð grúppa
frá Keflavík sem semípoppar á Hressó fram eftir
kvöldi
Örkin hans Nóa rokkar eins og þeim er lagið
á Cafe Amsterdam
Bandaríska hljómsveitin God Is My Co-pi-
lot leikur á Tveimur vinum og öðrum í frfi.
BAKGRUNNSTÓNLIST
Amor leikur bland af ballöðum og stuðlögum á
Kringlukránni
K L A S S í K
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands
hefjast kl. 20:00. Einleikari er Guðríður Sigurð-
ardóttir píanóleikari og Petri Sakari stjórnar
hljómsveit. Leikin verða verk eftir Haydn, Saens
og Bartok.
L E I K H Ú S
Gaukshreiðrið frumsýnt á Stóra sviöi Þjóð-
leikhússins kl. 20:00. Frábært leikrit. Frábær
bíómynd. Vonandi frábær sýning hjá Þjóðleik-
húsinu. Pálmi Gestsson er í aðalhlutverki.
Gleðigjafarnir á Stóra sviði Borgarleikhúss-
ins kl. 20:00. ðrfá sæti laus.
Cabaret sýndur f Tjarnarbíói kl. 20:00 af söng-
leikjadeild Söngsmiðjunnar. Auk Cabaretsins er
hippatímabilið tekið fyrir.
UPPÁKOMUR
Síðasti dagur stuttmyndadaga á Sólon Islandus
og þar með síðustu forvöð að sjá eitthvað al
26