Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 28.07.1994, Qupperneq 12

Eintak - 28.07.1994, Qupperneq 12
4 EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Árni Benediktsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Dreifingarstjóri: Pétur Gíslason HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon, Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Davíð Alexander, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Glúmur.Baldvinsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Huldar Breiðfjörð, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Kjartansson og Sævar Hreiðarsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt. Köld náhönd ráðherrans Skipasmíðaiðnaðurinn á Islandi er dæmisaga um afleiðingar af styrkjum úr ríkissjóði og sjóðum sveitarfélaga fyrir atvinnufyrir- tæki. Og hún er orðin dálítið dýr sú dæmisaga. Ein hlið hennar er rakin í EINTAKI í dag. Þar segir frá skipa- smíðastöð, sem sótti um aðstoð ríkisvaldsins til að koma upp flot- kví til að geta tekið stærri togara til viðgerða. Þessu var hafnað með þeim rökum að það væri ekki hlutverk ríkisvaldsins að styrkja fyrirtæki til framkvæmda. Það voru góð rök og forsvars- menn skipasmíðastöðvarinnar féllust á þau og hófú framkvæmd- ir við flotkví fyrir lánsfé og eigið fé. Stuttu síðar veitti ríkisvaldið annarri skipasmíðastöð aðstoð til að koma upp stórri flotkví til að geta tekið stærri togara til viðgerða. Ríkisvaldið hafði breytt stefnu sinni. Það taldi það nú hlutverk sitt að hafa afskipti af einstökum fyrirtækjum. Forsvarsmenn fyrri skipasmíðastöðvarinnar standa nú frammi fyrir því að hún muni þurfa að keppa við síðari skipa- smíðastöðina um verkefni. Þeir standa hins vegar hallandi fæti í þeirri samkeppni þar sem þeir þurfa að standa straum af Qárfest- ingu sinni á meðan seinni skipasmíðastöðin hefur kastað byrðun- um af sinni fjárfestingu yfir á ríkissjóð. Skiljanlega hafa forsvars- menn fyrri skipasmíðastöðvarinnar leitað réttar síns og kært mál- ið til samkeppnisstofnunar. Hvað vakir fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar í þessu máli? f sjálfu sér er ekki hægt að skamma þá fyrir að skipta um skoðun. En ef það er mergurinn málsins þá hefðu þeir átt að leita uppi skipasmíðastöðina sem upphaflega sótti um aðstoðina og leyfa henni að njóta frumkvæðisins. En þegar málið er skoðað kemur í ljós að það snýst ekki um sinnaskipti ríkisstjórnarinnar. Iðnaðar- ráðherra hefur haldið fast við þá stefnu að styðja skipaiðnaðinn sem heild, en ekki einstök fyrirtæki, og skekkja þar með sam- keppnisstöðu þeirra. Það er eins og hann viti, að með því að styrkja þá mest sem væla hæst þá drepi hann þá sem hafa í sér ein- hvern dug, en lengir líf þeirra sem hvort eð er er ekki viðbjarg- andi. í þessu máli hefur öðrum ráðherra tekist að læða inn styrk með því að láta sitt ráðuneyti - samgönguráðuneytið - bera kostnað af að koma upp flotkvínni. Og ástæðan er ekki sú að hann telji ónóg gert af því að styðja við bakið á skipasmíðastöðvum í landinu. Ástæðan er sú að viðkomandi skipasmíðastöð er í hans kjördæmi og það eru aðeins níu mánuðir til kosninga. f sjálfú sér er ekkert sem segir að ráðherranum væri sama þótt fyrirtæki í öðrum kjördæmum færu fjandans til. Starfsfólk þeirra mun ekki greiða honum atkvæði. Afkoma þeirra kemur honum því ekki við. Allir fslendingar vita að þessi saga er ekkert einsdæmi. Það er með þessum hætti sem kaupin gerast á eyrinni í íslenskum stjórn- málum. Af þeim sextíu og þremur mönnum sem sitja á þingi eru þeir sjálfsagt ekki fleiri en tíu sem hafa dýpri pólitíska sýn en að halda völdum. Og eina tækið sem þeir þekkja til þess eru fjármun- ir kjósenda sjálfra - ríkissjóður. Og á meðan kjósendur láta stjórnmálamenn komast upp með að taka af þeim fé til að kaupa atkvæði þeirra sjálfra er lítil von til þess að þetta breytist. Og af- leiðingarnar verða enn verri en tilgangslaus skattheimta eða glórulaus hallarekstur á ríkissjóði. Kaup atvinnustjórnmála- manna á atkvæðum hefur nefnilega margfeldisáhrif eins og álver- ið forðum. Þegar ráðherrann kaupir sér atkvæði í einu kjördæmi kippir hann fótunum undan atvinnufyrirtækjum í næsta kjör- dæmi. Og ekki bætir hann hag þess fyrirtækis sem nýtur styrkjanna því það er eins með fyrirtæki og fólk. Það er hægt að vera vondur við þau með því að vera góður við þau. Það er hægt að gera ágætan mann að aumingja með því að svipta hann ábyrgð á eigin lífi. En sjálfsagt er ráðherranum sama. Atkvæði aumingjanna gilda eins og hinna. O Ritstjórn og skrifstofur Vesturgata 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. Ólöglegur akstur utan vega í Hvannalindum hálendinu? Mál danska ferðamannsins, sem kærður var fyrir akstur utan vega á friðlýstu svæði í Hvannalindum fyr- ir síðustu helgi, er fyrsta kæra þessa efnis, sem lögð hefúr verið fram á þessu sumri. Ekkert virkt lögreglu- eftirlit er með bílaumferð á hálend- inu og að sögn Lárusar Bjama- sonar sýslumanns á Seyðisfirði, fer engin formleg kit fram að mannin- um. Númer og gerð bílsins voru hins vegar tekin niður af landverð- inum í Hvannalindum, sem kærði atvikið, og lögreglan mun svipast um eftir ferðalangnum. Erlendir ferðamenn, sem koma á bílum sínum með Norrænu til Seyðisfjarðar, fá afhentan bækling á fjórum tungumálum, þar sem fjall- að er um akstur á hálendinu og reglur sem þar gilda. Lárus segir að það sem vanti sé nokkurs konar há- lendislögregla sem fylgist með um- ferð þar. „Það þyrftu að vera lög- regluþjónar, sem gætu rannsakað slík mál og sent þau tilbúin til yfir- valda. Landverðir hafa ekkert lög- regluvald og þeir eru í rauninni að kæra sem einstaklingar. Við getum ekki sent menn upp í Hvannalindir til að rannsaka þetta sérstaka mál, vegna þess að við höfúm hvorki mannskap né tíma í það,“ segir Lár- us. . Á síðasta ári var rætt um að lög- reglan í Reykjavík tæki að sér um- ferðareftirlit á hálendinu, en minna var úr þeim fyrirætlunum, aðallega vegna fjárskorts. Erfiður málarekstur Að sögn lögreglu á þeim stöðum, sem hafa lögsögu á hálendinu, koma eitt til tvö mál upp á hverju sumri, þar sem ferðamenn eru kærðir fyrir akstur utan vega. Oftast er um útlenda ferðamenn að ræða, en íslenskir ferðamenn hafa einnig fengið kærur vegna þessa. I flestum tilvikum eru það landverðir Nátt- úruverndarráðs, sem kæra atvikin. Illa gengur hins vegar að reka, þessi mál fyrir dómstólum, því stundum eru hinir kærðu horfnir úr landi, áður en rannsókn málanna er lokið. Lárus segir að í fyrra hafi komið upp tilvik þar sem Austur- ríkismaður hafi verið kærður fyrir akstur utan vega. „Hann vissi vel af kærunni og var búinn að fara á nokkrar lögreglustöðvar á ferð sinni til að reyna að fá málið tekið fyrir. Síðan kom hann til mín, en ég gat lítið gert í þessu máli áður én hann fór utan, því engin kæra hafði bor- ist. Seint og um síðir barst kæran — sem var reyndar í skötulíki — og hún var á endanum send í dóms- málaráðuneytið, löngu eftir að maðurinn var farinn.“ . Lögregluþjónar, sem EINTAK tal- aði við, segja svipaða sögu. Rann- saka þarf hvert mál fyrir sig og á þeim tíma, sem það tekur, eru við- komandi ferðamenn oft horfnir úr landi. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að lögsækja menn í þeirra heimalandi, en sú stefna er sjaldnast tekin, vegna kostnaðar og þess að dómsyfirvöld telja það ekki fyrir- hafnarinnar virði. Alla leið í Hæstarétt Danski ferðamaðurinn sem var Lítil athugasemd Örn Clausen skipaður réttar- gæslumaður Frakkans Bernards Granotier, lætur hafa eftir sér yf- irlýsingar hér í blaðinu í gær (fimmtudag 21. júlí), þess efnis að árás B.G. á samfanga í Síðúmúla- fangelsinu hafi endanlega sannað ósakhæfi þessa skjólstæðings síns. Röksemdir lögmannsins fyrir því áliti virðast í hæsta máta huglægar, svo ekki sé meira sagt. Enda sýnist örn heldur ekki hafa gert neinar frekari kröfur fyrir hönd skjól- stæðings síns til ákæruvalds og dómstóla um hlutlægar sannanir í því máli. Ef svona huglægir sleggjudómar hefðu almennt gildi fyrir rétti, hlyti hver einasti ofbeldismaður sjálfkrafa úrskurð um ósakhæfí, svo ekki sé nú minnst á morðingja. Þetta einkennilega kröfuleysi Arnar fyrir hönd skjólstæðings síns leiðir hugann beint til Sovét- ríkjanna sálugu, þar sem lögmenn og réttargeðlæknar litu á sig sem auðsveipa þjóna ríkisvaldsins (jafnvel þó þeir væru ekki makar hæstaréttardómara). Hlutverk þeirra var það eitt að snúa réttar- úrræði (geðrannsókninni), sem upphaflega var hugsað til verndar sakborningi, upp í kúgunaraðgerð í þágu Geðsjúkrahúsagúlagsins. Það er mikið vandaverk að þiggja laun af ríkisvaldinu fyrir starf, sem á að vera fólgið í því að vernda einstaklinginn fyrir ofbeldi þessa sama ríkisvalds. En sinni menn slíku starfi ekki af ítrustu nákvæmni og ströngustu réttvísi, heldur af tilslökunarsemi og geð- þótta, þá blasir við hættuástand. Yfirlýsingar Arnar Clausen um skjólstæðing sinn, Bernard Gran- otier, eru því miður fyrirbæri, sem væri óhugsandi í ríki með sæmi- lega heilbrigt réttarfar. Auk þess sem þær bera vitni um botnlausa fyrirlitningu Arnar á löndum sín- um, sem hann virðist álíta gjör- sneydda öllu skynbragði á réttvísi og skylduga virðingu fyrir einstak- lingnum. Reykjavík 22. júlí, 1994. Þorgeir Þorgeirson kærður fyrir helgi, ók utan vegar á friðlýstu landi við Hvannalindir, sem eru norðan Vatnajökuls. Svæð- ið er friðlýst og að sögn Arnþórs Garðarssonar, formanns Náttúru- verndarráðs, gilda strangar reglur um leyfilegan akstur á slíkum svæð- um. „Þegar upp koma mál af þessu tagi er venjulega um kunnáttuleysi og misskiling að ræða, ekki síst ef um útlending er að ræða.“ segir Arnþór. Reglum um umferð á friðlýstum svæðum var breytt í fyrrá, eftir að Hæstiréttur dæmdi í máli manns sem var kærður fyrir að aka út af slóða við Öskju og tjalda utan tjald- svæðis. Dómurinn féll Náttúru- verndarráði í óhag á lögtæknilegu atriði. Reglugerðin, sem áður gilti og dæmt var eftir, hafði verið sett af menntamálaráðuneyti, en túlkun Hæstaréttar var sú að ráðuneytið hefði ekki haft lögsögu til þess, heldur hefði reglugerðin átt að koma frá Náttúruverndarráði. „- Þessi dómur féll í fyrrahaust og eftir hann var þessum reglum breytt í vor, til samræmis við dóminn,“ seg- ir Arnþór. „Þannig var tímabil frá því í fyrrahaust, og fram á þetta ár, sem engar reglur giltu í rauninni um akstur utan vega á friðlýstum svæðum, því búið var að hnekkja gömlu reglunum.“ Reglurnar um akstur utan vega gilda einungis þegar land er autt. Þannig er leyfilegt að aka hvar sem er, svo lengi sem landið er þakið snjó. „Á friðlýstu landi er sam- kvæmt Náttúruverndarlögum, leyfilegt að aka á þekktum og merktum slóðum á auðu landi, en á öðrum svæðum er allur óþarfa akst- ur bannaður utan slóða,“ segir Arn- þór. „Markmiðið með þessum regl- um er einfaldlega að koma í veg fyr- ir að nýir slóðar myndast. Bæði hef- ur það í för með sér rask á við- kvæmum gróði og eins viljum við ekki sjá hjólför á ósnortnum svæð- um þó gróðurvana séu,“ segir Arn- þór. O 12 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 j

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.