Eintak

Issue

Eintak - 28.07.1994, Page 29

Eintak - 28.07.1994, Page 29
Stærð marka í fótbolta var ákveðin á enskri krá 1863 þegar markmenn voru miklu lægri í loftinu en þeir eru á okkar dögum. Á svipuðum tíma var tennisvöllurinn stikaður út og hefur ekki breyst þrátt fyrir að búnaður og atgervi tennisleikara sé allt annað en þá var. Úrslitaleikir í HM í fótbolta og á Wimbledon-tennismótinu vekja spurningar um hvort byltingar sé ekki þörf. 77/ vamar gegn sketfíleg um leiðindum Þótt heimsmeistarakeppnin í fót- bolta haíi að flestu leyti farið vel fram og verið ólíkt skemmtilegri en keppnin á Italíu 1990 er ekki hægt að neita því að úrslitaleikurinn - og reyndar líka nokkrir leikjanna þegar nær dró úrslitaleiknum - olli nokkr- um vonbrigðum. Hann var máski ekki tilþrifalítill, en það dró heldur ekki til neinna sérstakra tíðinda fyrr en í vítaspyrnukeppninni. Kannski er ástæðan einfaldlega sú að liðin eru of góð; varnar- og miðjumenn eru svo sterkir að það mega gerast stórslys til að þeim verði á það glappaskot að fá á sig eitt mark, hvað þá tvö. Þó var skorað það mikið af mörk- um í heimsmeistarakeppninni að umræður um að breyta reglum fót- boltans hafa að nokkru leyti hljóðn- að. Þessar umræður náðu hámæli eftir hin skelfilegu leiðindi sem ein- kenndu heimsmeistarakeppnina á Italíu og eftir hana var reyndar grip- ið til þess ráðs að breyta reglum um rangstöðu þannig að leikmaður sem er jafnfætis varnarmanni telst ekki rangstæður lengur og einnig var sett sú nýja regla að markvörður má ekki handfjatla boltann eftir send- ingu frá varnarmanni. Og kannski er von á frekari breyt- ingum sem hafa þann tilgang að gera leikinn hraðari, fjölga mörkum og tryggja að boltinn sé í leik stærst- an hluta leiktímans. Á næstunni ætlar FIFA, Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, að beita sér fyrir til- raunum með innspörk í staðinn fyrir hin hefðbundnu innköst. Slík- ar breytingar gætu sannarlega orðið uppgrip fyrir leikmenn á borð við Rúmenann Hagi og Búlgaranh Sto- itchkov, en auðvitað er allsendis óvíst hvernig íhaidssömum knatt- spyrnuunnendum kann að líka. Afturhaldssamir áhorfendur og skipuleggjendur íhaldssömum? Væri kannski ekki nær að segja afturhaldssömum? I nýlegri grein í breska tímaritinu The Fpectator fjallar dálkahöfundurinn Simon Jenkins um ómælda íhaldssemi íþróttaunnenda og þó ekki síst þeirra sem stjórna íþrótta- hreyfingum heimsins. I greininni kemur fram að reglur í fótbolta - líkt og í nokkrum helstu íþróttagreinum - eigi uppruna sinn á Viktoríutímanum, á síðari hluta 19. aldar. Þær séu ásamt enskri tungu ein helsta gjöf breska heims- veldisins til heimsbyggðarinnar. Um þetta eru ýmis dæmi: Stærð golfholu var ákveðin 108 millimetr- ar 1834 og hefur ekki breyst síðan þá. Stærð marka í fótbolta var ákveðin á krá í London 1863. Stang- irnar skyldu átta fet á hæð og átta yardar á milli þeirra. Það stendur enn þótt markmenn hafi náttúrlega verið miklu lægri í loftinu þá. Á svipuðum tíma gerðist það að sá virti Yale-háskóli í Bandaríkjun- um ákvað að helga sig rúgbíi sem var flutt inn frá Kanada fremur en fótbolta frá Eton-drengjaskólanum á Englandi. Strax þá voru Banda- ríkjamenn farnir að kvarta yfir því hversu fá mörk eru skoruð í fót- bolta. Bandaríkjamenn færðu þó reglur rúgbísins ívið nær reglum fótboltans og úr varð svokallaður amerískur fótbolti. Það sama gildir um tennis. Ákvarðanir um hæð netsins og stærð vallarins voru teknar 1877, löngu áður en leikmenn voru farnir að beita einhverri sérstakri tækni í uppgjöfum. Síðan þá hafa orðið ómældar framfarir í íþróttum, það er orðin heil vísindagrein að rækta íþrótta- menn og fer ekki í hana minni hug- arorka en þurfti til að senda menn til tunglsins. íþróttamenn eru orðn- ir líkamlega stærri, sterkari og sér- hæfðari og búnaðurinn sem þeir nota er ekkert líkur því sem var fyr- ir nokkrum áratugum, hvað þá fyrir hundrað árum. Það þykir til dæmis líklegt að enginn sem er undir 1.80 á hæð geti náð neinurn viðhlítandi árangri í tennis núorðið. Snið vall- arins einfaldlega vinnur gegn þeim sem smærri eru. Leiðinlegir úrslitaleikir Úrslitaleikurinn á síðasta Wim- bledon-tennismóti þar sem áttust við Pete Sampras og Goran Ivan- isevic þykir hafa sýnt veikleika tennisíþróttarinnar glögglega. Leik- urinn olli miklum vonbrigðum og þótti beinlínis hundleiðinlegur. Sampras þrumaði uppgjöfum á Iv- anisevic á langt yfir 100 kílómetra hraða. Ivanisevic átti ekkert svar, en I efsta sæti í Bandaríkjunum og 10 vikna einokun ú toppnum í Bretlandi. ^ —1 ^^jögur brúðkaup og jarðarfór ef honum tókst fyrir tilviljun að slæma spaða í boltann og senda hann aftur yfir netið var hraðinn slíkur að Sampras átti heldur ekkert svar á móti. Niðurstaðan var sú að boltinn komst varla í leik og sjón- varpsáhorfendur voru ekki fyrr búnir að kveikja á tækjum sínum en honum var lokið. I þessari fall- byssuskothríð eimdi varla mikið eftir af þeim þokka og þeirri skemmtun sem einkennir góðan tennisleik þar sem boltinn gengur ótt og títt á milli leikmanna. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Wimbledon-mót endar á þennan hátt. Úrslitaleikurinn 1991, þegar Michael Stich vann Stefan Ed- berg, þótti mjög svipaður og þá heyrðust háværar raddir um að eitt- hvað yrði að gera. Hins vegar virðist framleiðend- um íþróttabúnaðar, skipuleggjend- um íþróttaviðburða, sjónvarps- stjórum og helstu leikmönnum liggja við hjartaslagi ef minnst er á breytingar eins og þær að hækka netið eða breyta reglunni um að leikmanni skuli leyft að gefa bolt- ann upp aftur ef honum mistekst í fyrra skiptið. Hugmyndir um að gera sjálfa boltana mýkri og minnka þannig ögn hraðann hafa heldur ekki fengið mikinn hljómgrunn. Enn minni hrifningu vekja róttæk- ari hugmyndir þeirra sem sakna gömlu tennisíþróttarinnar um að banna einfaldlega nútíma tennis- spaða sem eru gerðir úr léttum fi- berefnum og taka aftur upp tré- spaðana sem vissulega voru miklu erfiðari í meðförum, en tryggðu þó að listfengi og leikni átti einhverja möguleika gegn kröftum og líkams- styrk. Með slíkum breytingum álíta margir að aftur yrði von á sígildum úrslitaleikjum á borð við þegar Art- hur Ashe sigraði Jimmy Connors á Wimbledon 1975. Niðurstaðan er sú, segja tennis- fræðingar, að núorðið sé miklu skemmtilegra að horfa á konur spila tennis en karla; konunum sé ekki eins lagið að koma sér upp óverj- andi föstum uppgjöfum. Verður hlustað á byltingamennina? En það er varla mikilla breytinga von. Reglum er sjaldnast breytt í íþróttum nema þá helst í greinum sem geta verið lífshættulegar iðk- endum sínum eins og kappakstur og rúgbí. Að taka upp tréspaða er líklega álíka fjarlægt og að fótbolta- menn færu að nota reimaða boita á nýjan leik. Það er varla von á því heldur að mörkin í fótbolta verði stækkuð eins og gjarnan hefur verið krafist í Bandaríkjunum þar sem menn eiga erfitt með að fella sig við að eitt mark, skorað snemrna í fyrri hálfleik, geti ráðið úrslitum. Rang- stöðureglum verður varla breytt meira en er - nema þá kannski að fíaskó eins og á Ítalíu 1990 endur- taki sig. Þá sigruðu Þjóðverjar Arg- entínumenn í úrslitaleik með því að skora úr einni vítaspyrnu í hryllilega leiðinlegum leik. I þremur síðustu leikjunum fyrir úrslitaleikinn höfðu liðin tvö hvort um sig skorað aðeins eitt mark í opnum leik úti á velli, það er að segja þegar vítaspyrnur eru undanskildar. Argentínumenn skoruðu aðeins eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum. Þrátt fyrir að heimsmeistara- keppnin í Bandaríkjunum hafi ver- ið mun skárri, svona oftast nær, er engin trygging fyrir því að þetta endurtaki sig ekki. (Það er til dæmis áberandi hversu lítið er skorað í yf- irstandandi íslandsmóti í fótbolta.) Það hafa orðið gríðarlegar framfarir í varnarleik síðustu árin, en engar teljandi framfarir í sóknarleik frá tíma Pelés. önnur lífvana heims- meistarakeppni gæti leitt til þess að aftur verði uppi háværar raddir um að lægfæra reglur íþróttarinnar og sennilega munu slíkar raddir líka láta í sér heyra ef mistekst að koma á deildakeppni í Bandaríkjunum næstu misseri. Og þá mun íhalds- samasta fólk heimsins, sem máski er þorri knattspyrnuunnenda, aftur sporna á móti byltingarmönnum eins og til dæmis þjálfara Mónakó- liðsins franska, sem segir að leik- menn séu núorðið svo miklu stærri, sterkari og fljótari en forðum tíð að annað tveggja þurfi að gera til að skapa meira rými; að stækka fót- boltavellina eða fækka um einn leikmann í hvoru liði. En áður en það gerist verður sól- in kannski farin að snúast aftur kringum jörðina. © Mjólkurbikarinn KR-ingar leika vel á Kópavogsvelli Allt annað var að sjá til KR-liðs- ins í bikarleiknum við Breiðablik á mánudagskvöld en í deildarleik sömu liða fyrir viku. Baráttan var miklu meiri, sóknin beittari og markvissari auk þess sem liðinu féll miklu betur að nýta hraða fram- herjanna Tryggva Guðmunds- sonar og Izudin Daða Dervic sem báðir settu boltann í netið í leikn- um. Guðjón Þórðarson hefur að sögn lengi verið búinn að velta því fyrir sér að setja Dervic úr vörninni í sóknina. Dervic er afar snöggur og útsjónarsamur leikmaður og aðeins voru liðnar um sjö mínútur af leiknum á mánudagskvöld þegar hann hafði skorað með glæsilegu skoti eftir góða sendingu Þormóðs Egilssonar. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum, miðjur beggja liða börðust um undirtökin og mikið var um vandræðalegar sendingar. I seinni hálfleik fóru hlutirnir hins vegar að gerast. Aðeins tæpum tveimur mínútum eftir að Ólafur Ragnarsson hafði flautað til seinni hálfleiks var knötturinn í marki Blikanna eftir laglegt skot Tryggva. Einar Páll Tómasson reyndi þá að hreinsa frá en hitti boltann illa og negldi upp í loftið. Guðmundur Hreiðarsson, markvörður Blika, var í baráttu við Dervic um boltann og hafði Dervic betur og lagði bolt- ann fyrir Tryggva sem skoraði ör- ugglega frá markteignum. Eftir þetta tóku KR-ingar öll völd á vellinum og hver sóknin dundi á Blikamarkinu á eftir annarri. Oft skail hurð nærri hælum og glæsileg aukaspyrna Salih Heimis Porca lenti meðal annars á tréverki Blika- marksins. Um miðjan seinni hálfleik urðu Kristjáni Finnbogasyni, rnark- verði KR-inga, síðan á afar klaufa- leg mistök. Hann stökk þá út í út- hlaup en misreiknaði boltann eitt- hvað og Sigurjón Kristjánsson var ekki í vandræðum með að skalla í autt markið. Klaufalegt hjá Kristjáni og allt í einu var sem Blik- ar hrykkju í gang og hver stórsókn- in rak nú aðra. KR-ingar vörðust vel og beittu stórhættulegum skyndisóknum sem oft hefði mátt nýta betur. Allt kom þó fyrir ekki og þrátt fyrir mikinn hamagang á lokamínútunum urðu lokatölurnar 2:1, KR í vil, og þeir eru þar með komnir í undanúrslit Mjólkurbik- arsins. I heildina verður að segja úrslit leiksins sanngjörn. KR-ingum féll mun betur að þurfa ekki að ráða al- gjörlega miðjunni og því veittist þeim auðveldara að beita hröðum og beittum skyndisóknum. Koma Dervic í sóknina hleypti miklu lífi í liðið og fjarvera Heimis Guðjóns- sonar virtist ekki skipta neinu máli. Þá var Sigurður B. Jónsson aftur settur í vörnina og skilaði sú breyting miklu, ögunin varð meiri og taugaveiklunin minni en í und- anförnum leikjum. Greinilegt er að hugur er í vesturbæingum varðandi bikarkeppnina og ljóst að þeir ætla sér alla leið. Blikarnir léku á köflum ágætlega í Ieiknum. Inn á milli duttu þeir niður í meðalmennskuna, sérstak- lega í vörninni, en í heildina geta þeir kvatt bikarkeppnina með sæmd. Miðja liðsins saknaði nokk- uð Arnars Grétarssonar sem lék nokkuð framar en venjulega en að sama skapi var meiri broddur í sókn liðsins.© Izudin Daði er sprækur í sókninni Setjum auðvitað stefhuna á bikarinn íí 11 Izudin Daði Dervic, landsliðs- rnaður KR-inga í knattspyrnu, var settur í sóknina gegn Blikum á mánudagskvöldið. Daði, sem leikur í landsliðsvörninni, sýndi þar og sannaði að hann er vel liðtækur í sókninni og getur gert mikinn usla með hraða sínum. Hvernig líkar þér breytingin? „Bara ágætlega. Ég er nú ekkert ókunnugur þessari stöðu, ég hef oft Gunnar Smári Egilsson leggur hér til nokkrar breytingar á reglum í íþróttakeppnum sem gætu gert þær meira fyrir áhorfendaaugað. Skrúfið takkana undan tuddunum! Alltaf þegar ég horfi á hundrað metra hlaup á Ólympíuleikunum finnst mér eins og það vanti eitt- hvað. Ég hef horft á þessi hlaup síð- an ég man eftir mér og mér skilst að þeir sem hlaupa í dag hlaupi miklu hraðar en um 1970. Að ekki sé talað um þann tíma þegar íslenskir frjáls- íþróttamenn höfðu eitthvað í ann- arra þjóða menn að gera. Samt sé ég engan mun. Mennirnir hlaupa bara eftir brautinni og einn þeirra kernur fyrstur í mark og einn lendir í því að vera síðastur. Það er þó skömminni skárra að horfa á hundrað metra hlaup en hundrað metra skriðsund. Þá sér maður ekki einu sinni fólkið sem er að synda helilur rétt aðeins í hnakkann á því. Og reyndar ekki hnakkann sjálfan heldur aðeins mismunandi sund- hettur. í raun gæti maður sett svona sund á svið með því að setja á sig uppþvottahanska, dýfa hönd- unum á kaf í baðkarið þannig að fingurgómarnir einir standa upp úr og draga hendurnar síðan fram og aftur eftir vatnsyfirborðinu. Það er álíka spennandi og sundkeppni nema hvað maður ræður sjálfur hvaða putti vinnur. Samt veit ég alveg að hundrað metra-hlaupararnir og sundmenn- irnir eru rosalega góðir. En ég sé það aldrei almennilega. Það eina sem mér dettur í hug að geti bætt úr þessu er að á áttundu braut keppi alltaf venjulegur maður svo rnaður geti haft samanburð á hvað sjálfir íþróttamennirnir eru góðir. I hundrað metra hlaupinu gæti það verið maður í jakkafötum og ryk- frakka og með skjalatösku að hlaupa í dauðans ofboði eftir strætó. Og í sundinu gæti þetta ver- ið maður í stolinni skýlu frá Sund- laug Kópavogs að reyna að synda af sér ístruna. Þetta held ég að yrði til bóta fyrir íþróttina. Hún yrði skemmtilegri á að horfa og áhorfendur væru meira með á nótunum. Mér skilst að stjórnarmenn Al- þjóða knattspyrnusambandsins hafi verið að leita að einhverjum reglum sem geti gert fótboltann bæði skemmtilegri fyrir áhorfendur og hættuminni fyrir þá bestu á vell- inum. Sem er aftur líka skemmti- legra fyrir áhorfendur því ef varn- armennirnir mættu óhindrað sparka þá niður þá mundum við sjá minna af þeim í hverjum Ieik og eins yrði ferill þeirra styttri. Ein- hverjar slíkar nýjar reglur voru reyndar í heimsmeistarakeppninni nýliðinni og aðrar eru óreyndar enn. En mér finnst þessir stjórnar- rnenn ekki á réttu róli í þessum til- raunum sínurn. Ein aðferð til að sýna alvöru leiksins gæti verið sú að láta bolt- ann alltaf liggja í markinu eftir að öðru liðinu tækist að skora. Undir lok leiks Rússa og Kanterúna hefðu boltarnir sex iíklega brennt sig inn í hnakkann á kamerúnska mark- verðinum. Og hann mundi ábyggi- lega verja betur í næsta leik til að koma sér hjá þessari niðurlægingu. Og ef menn vilja ganga lengra má setja þá reglu að markmennirnir yrðu að bera þessa bolta út af. Með því yrði hneisa á borð við 14:2 leik íslands og Danmerkur enn sögu- legri því markmaðurinn yrði sjálfsagt að ganga eina þrjár ferðir út af með boltana. En besta hugmynd um breyttar reglur fyrir fót- boltann sem ég hef heyrt kom frá Sigga bróður. Hann vill afnema gulu og rauðu spjöldin en í stað þeirra vildi hann að dóm- arinn skrúfaði einn takka undan skónum hjá þeim sem brytu af sér. Mestu tuddarnir yrðu þá flat- botna um miðjan leik — eins og beljur á svelli. Þetta hefði tvennt í för með sér. Tuddarnir mundu gæta sín og ef þeir gerðu það ekki mætti hafa nokkuð gaman af þeim þar sem þeir væru að reyna að fóta sig á vellin- um. Eins mætti hafa gaman af nið- urlægingu tuddanna þegar þeir þyrftu að lyfta upp löppinni til að dómarinn gæti skrúfað takka und- an skónum þeirra. © spilað senter á ferlinum og í raun er mér sama hvar á vellinum ég spila, ef ég á annað borð er í liðinu.“ Eru sóknan’andrœði KR-inga þar með úr sögunni? „Það skal ég ekki segja til um. Guðjón þjálfari tilkynnti mér þetta rétt fyrir leikinn á mánudagskvöld- ið og við höfðum ekkert æff þetta sérstaklega. Það er hins vegar alveg rétt að veikleiki liðsins hefur legið í því að skora mörkin og þess vegna var þessi breyting gerð. Eg hef hins vegar ekki hugmynd um hvort ætl- unin er að hafa mig þarna enda skiptir það mig engu máli.“ Ertu sáttur við gengi liðsins? „Nei það er ég auðvitað ekki. Ég held að það sé enginn KR-ingur sáttur við stöðuna eins og hún er í dag. Vandamálið hefur verið markaskorun, við höfum leikið mjög vel úti á vellinum en gengið illa að skapa okkur færi og nýta þau. Slæmt gengi okkar á heima- velli er tilkomið vegna þess að í Frostaskjólið koma allir til að verj- ast og setja sóknina í annað sætið þar á eftir. Mörkin, sem við höfum fengið á okkur, eru flest tilkomin úr skyndisóknum og þar höfum við klikkað. Ég er hins vegar klár á því að í kvöld gerum við okkar besta gegn Stjörnunni og ef við vinnum einn leik er ísinn brotinn." Er auðvcldara að spila á útivelli? „Já, að þessu leytinu til. Þá er pressan engin á okkur og liðin reyna sjálf að sækja, sem aftur gefur okkur aukin sóknarfæri. Ég held hins vegar að þetta sé allt að koma hjá okkur, það eru enn átta um- ferðir eftir og enn á margt eftir að Izudin Daði Dervic „Auðvitað er enginn sáttur við gengi liðsins en enn eru átta umferðir eftir og margt á eftir að gerast. “ gerast.“ Er stefnan enn sett á titilinn? „Hún hefur nú í raun aldrei verið sett sérstaklega á hann I sumar. Nýr þjálfari var að taka við liðinu og nokkrir nýir leikntenn gengu í raðir þess. Þessir menn þurfa allir tíma til að aðlagast og þess vegna gerum við okkur raun- hæfar vonir um Evrópu- sæti. Á næsta ári er síðan vel raunhæft að fara að tala um sjálfan tit- ilinn ef breyt- ingar á liðinu í haust verða ekki of mikl- ar.“ Og á þá að vinna bikar- inn í sumar? „Við höfum auðvitað sett stefnuna á bikarmeist- aratitilinn eins og Grind- v í k i n g a r , Þórsarar og Stjörnumernn hafa eflaust einnig gert. Þjálfari liðsins er mjög góður og mér finnst ljóst að aðeins sé í raun tímaspursmál hvenær lið- ið hrekkur almennilega í gang. Við stefnum auðvitað alltaf á að gera okkar besta og ef það tekst erurn við ánægðir.“© UBK - KR 1:2 Sigurjón Kristjánsson (69.) - Izudin Daði Dervic (7.), Tryggvi Guðmundsson (47.) Guðmundur Hreiðarsson - Úlfar Óttarsson (Tryggvi Vals- son 68.), Gústaf Ómarsson, Einar Páll Tómasson, Hákon Sverris- son - Sigurjón Kristjánsson, Valur Valsson (Jón Stefánsson 88.), Arnar Grétarsson, Kristófer Sigurgeirsson - Rastislav Lazorik, Grétar Steinsdórs- son. Krisján Finnbogason - Þor- móður Egilsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Sigurður B. Jónsson - Hilmar Björnsson, Salih Heimir Porca, Rúnar Kristinsson, Ein- ar Þór Daníelsson, James Bett - Tryggvi Guðmundsson, Izudin Daði Dervic. Áminningar: Lazorik, Valur, Tryggvi, Grétar og Há- kon hjá UBK og KR-ingarnir Dervic og Rúnar. Maður leiksins: Salih Heimir Porca, KR. Fvlkir - Stiarnan 1 :3 Ómar Bendtsen (76.) Lúðvík Jónasson (28.) Ottó Karl Ottósson (64.) Bjarni G. Sigurðsson (84.) Sigurður Guðmundsson - Lúðvík Jónasson, Goran ” Micic, Birgir Sigfússon, Ottó Karl Ottósson, Baldur Bjarnason, Ragnar Gislason, Valgeir Baldursson (Rögnvaldur Rögnvaldsson 65. mín), Birgir Sigfússon, Ingólfur R. Ingólfs- son, Leifur Hafsteinsson, Bjami G. Sigurðsson. Kjartan Sturluson - Axel Ing- Akv varsson, Ingvar Ólafsson 'Ws (Gunnar Þór Pétursson 78. mín), Brandur Sigurjónsson, Halldór Steinsson, Ásgeir Már Ásgeirsson, Þórður Gíslason (Ásgeir Freyr Ás- geirsson 78. mín.), Finnur Kolbeins- son, Ómar Bendtsen, Kristinn Tóm- asson, Zoran Milovic. Áminningar: Gul spjöld: Axel Ingvarsson, Halldór Steinsson og Ómar Bendtsen hjá Fylki og Bjarni Sigurðsson, Goran Micic, Valgeir Baldursson og Baldur Bjarnason hjá Stjörnunni. Rautt spjald: Axel Ingvarsson eftir annað gult spjald sitt I leiknum. Maður leiksins Ottó Karl Ottósson Stjörnunni. Grindavík - ÍBV 0:0 Gríndavík vann 6:5 í vítakeppni Haukur Bragason - Gunnar Gunnarsson, Bjöm Skúlason, Milan Jankovic, Þorsteinn Guðjónsson - Guðjón Ásmundsson, Sigurður Sigursteinsson, Ólafur Ing- ólfsson (Óli Flóventsson), Ingi Sig- urðsson - Grétar Einarsson, Þórarinn Ólafsson (Luca Kostic). Gunnar Sigurðsson - Friðrik Sæbjömsson, Jón Bragi Áma- son, Sigurður Ingason (Krist- ján Georgsson), Þórir Ólafsson - Zor- an Ljubicic (Martin Eyjólfsson), Nökkvi Sveinsson, Hermann Hreið- arsson, Sigurður Gylfason - Stein- grímur Jóhannesson, Sumarliði Árna- son. Áminningar: Þorsteinn Guðjónsson og Ingi Sig- urðsson Grindavík Maður leiksins: Nökkvi Sveinsson ÍBV 1 -deild Staðan Akranes 10 16:4 21 FH 10 8:5 18 Keflavík 10 17:11 15 Fram 10 17:16 14 KR 10 13:8 12 ÍBV 10 12:11 11 Breiðablik 10 10:22 11 Þór 10 16:18 10 Valur 10 11:19 10 Stjarnan 10 9:15 8 Markahæstu menn: Bjarni Sveinbjörnsson, Þón 8 Óli Þór Magnússon, IBK: 7 Sumarliði Arnason, Þón 7 Mihajlo Bibercic, ÍA: 6 Helgi Sigurðsson, Fram: 6 Leifur G. Hafsteinsson, Stjömunni: 5 28 £ port FIMMTUDAGUR 28. JULI 1994 i' ú FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994 X' port 29

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.