Eintak

Tölublað

Eintak - 28.07.1994, Blaðsíða 31

Eintak - 28.07.1994, Blaðsíða 31
h 1. Um leið og Sigurður Gylfason spyrnir boltanum 2. Haukur svífur í vinstra hornið en 3. Haukur nær að slá boltann út og þar með stekkur Haukur Bragason i rétt horn. Sigurður Gylfason fyigist spenntur með. Vestmannaeyinga út úr bikarkeppninni. Grindavík vann Vestmannaeyjar 6:5 í vítaspyrnukeppni Haukur markvörður kom Grindavík áfram Grindvíkingar og Eyjanrenn mættust í átta liða úrslitum Mjólk- urbikarsins í Grindavík síðastliðið mánudagskvöld. Fyrirfram var búist við hörkuleik. Eyjamenn neðarlega í i. deild og án fjögurra fastamanna, en Grindvíkingar á toppnum í 2. deild og með fullskipað lið. Að loknum venjulegunt leiktíma hafði hvorugu liðinu tekist að skora og því varð að framlengja. Þegar fram- lengingin hafði runnið sitt skeið á enda var staðan enn o - o og því vítakeppni nauðsynleg til að knýja fram úrslit leiksins. Enn var jafnt að lokinni vítakeppninni og því ljóst að úrslitin myndu ráðast í hráðabana. Grindvíkingar skoruðu úr sinni 6. spyrnu, en Haukur Bragason gerði sér lítið fyrir og varði frá Sigurði Gylfasyni - Grindvíkingar voru komnir áfram. Leikurinn byrjaði af miklum krafti, liðin reyndu að byggja upp spil á miðjunni, en þeim gekk illa að skapa sér færi. Á 4. mínútu brenndi Björn Skúlason af úr ágætu færi og hinum megin á vellinum voru Grindvíkingar heppnir þegar Sig- urður Gylfason hitti ekki boltann á markteig. Heimamenn voru sýnu skeinuhættari í fyrri hálfleiknum, en allar sóknarlotu þeirra strönduðu á Gunnari Sigurðssyni, hinum unga og efnilega markverði Eyja- manna. Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og hefðu í raun.átt að gera út um leikinn en Gunnar Sigurðsson bjargaði tvívegis glæsilega. Fyrst frá Þórami Ólafs- syni og síðan frá Inga Sigurðs- syni. Grindvíkingar héldu uppteknum hætti í framlenginunni og Eyja- menn voru nánast áhorfendur þennan síðasta hálftíma. Grétar Einarsson fékk sannkallað dauða- færi á 103. mínútu, en Gunnar varði enn. Og á 108. mínútu var Óli Fló- ventsson skyndilega einn og óvald- aður í vítateignum, en skaut fram- hjá. Þorsteinn Guðjónsson átti mjög góðan leik í vörninni hjá Grindavík og einnig voru Ingi Sig- urðsson og Grétar Einarsson sterkir. Hjá ÍBV voru Þeir Nökkvi Sveins- son og Gunnar Sigurðsson mark- vörður yfirburðamenn og eins var Friðrik Sæbjörnsson ágætur. 0 Fylkir Stjarnan 1:3 Stiaman í fyrsta sinn í fjögurra lioa úrslit Bikardraumar Fylkis urðu að engu á mánudagskvöldið, þegar liðið tapaði 3:1, fyrir frísku liði Stjörnunnar á Árbæjarvelli. Með sigrinum er Stjarnan í fyrsta sinn komin í fjögurra liða úrslit í Mjólk- urbikarnum. Stjörnumenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir nokkur góð færi, tókst þeini ekki að koma boltanum í netið fyrr en á 28. mín- útu, eftir hornspyrnu Ragnars Gíslasonar þar sem Lúðvík Jón- asson skallaði boltann í mark Fylkis. Eftir þetta hresstust Árbæingar við og gerðu harða hríð að niarki Stjörnunnar án þess þó að ná að svara fyrir sig. Seinni hálfleikur hófst með lát- um og á 50. mínútu átti Ingvar Ól- afsson gott skot að marki Stjörn- unnar, en rétt framhjá. Bæði lið sóttu af kraffi og markið lá í loffinu. Á 64. mínútu kom snögg sókn hjá Stjörnunni og eftir góðan samleik þeirra Bjarna G. Sigurðssonar og Baldurs Bjarnasonar fékk besti maður leiksins, Ottó Karl Ottósson, bolt- ann á markteig og átti ekki í nein- um erfiðleikum með að afgreiða hann í netið. Eftir þetta kom Stjörnumaður- inn Rögnvaldur Rögnvaldson inn á fyrir Valgeir Baldursson sem fengið hafði gult spjald í fyrri hálfleik og mátti teljast heppinn að sleppa við brottrekstur í þeim seinni. Þrátt fyrir tveggja marka forystu Stjörnunnar gáfust Fylkismenn ekki upp og á 76. mínútu og eftir fallega sendingu frá Þórði Gisla- syni, skoraði Ómar Bendtsen glæsilegt mark með föstu skoti í nærhornið framhjá annars góðum markmanni Stjörnunnar, Sigurði Guðmundssyni. En lengra komust Árbæingar ekki og stuttu fyrir leikslok bætti Bjarni G. Sigurðsson þriðja markinu við fyrir Stjörnuna. Fylkismenn börðust vel í leikn- um og áttu vissulega tækifæri til að EKKIgifta þig - nema ... ... þú sért búinn að mœta á forsýninguna á sunnudaginn kl. 9 eða mánudaginn kl. 9 í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri J-*jögur brúðkaup og jarðarför skora fleiri rnörk. Ingvar Ólafsson vann vel í vörninni og Kjartan Sturluson varði vel Fylkismarkið. Liðið spilaði án nokkurra lykil- manna, meðal annars Aðalsteins Víglundsonar og Þórhalls Dan Sigurðssonar. í LOFTINU Fylkismaðurinn Kristinn Tómas- son og Stjörnumaðurinn Birgir Sigfússon berjast hér íbikarleik liðanna á mánudagskvöid. Stjarnan var vel að sigrinum komin og á stundum mátti sjá skemmtilegan leik hjá liðinu. Besti maður þeirra var án efa Ottó Karl, sem var sívinnandi fyrir liðið. Dómari leiksins var Bragi Berg- mann, sem hafði örugg tök á leikn- um allan tímann. © Bubbi SPAIR Bubbi Morthens, tónlistarmaður og einlægur íþróttaáhugamður, er spámaður elleftu umferðarinnar. Bubbi hefur ort um flesta þætti ís- lensks samfélags og þar er knatt- spyrnan ekkert undanskilin. Hann er KR-ingur og nýlega var tekið upp nýtt KR-lag eftir kónginn sjálfan. KR - Stiarnan....2:0 „Þetta verður ekkcrt auðvclt fyrir mína menn en þeir taka þennau leik til að brjóta álögiri af heimavellin- um. Stjörnumenn hafa lítiö sýnt í sumar, þeir eiga að geta meira, en KR-ingar eru einfaldlega með betra li'ð. ÍA - Fram....2:0 Þráttfyrir að Framníarár haft í gegmtm tíðina verið Skagantönnwri erfiðir, tippa ég kaldur á heintasigur í þessunt ic'tk. Skagantenn cru mjög sterkir heitna, aðeins KR-ingar og KeflVtkirtgar Itafa uriniðþá þar, og það rœður úrslitum í þessum.leik. pór - FH,,.,1;1 Þetta verður tnikill baráttuieikur. Bœði lið tnœta glcrhörð til leiks, FH- ittgar hafa verið í lcegð ogÞórsarar eru mjög sterkir heitna. UBK - ÍBK.—Q:1 Greinilegt er að Pétur Pétursson er mjög tnikilhœfur þjálfari. Liðið hef- ur tekið algjörum stakkaskiptum eft- ir að hann tók við og í raun var happfyrir þá að Ross skyldi fara heim. Blikar eiga ekki svar við þess- ari heimsókn. Svo erþetta líka gert fyrir vin minn, Rúnar Júltusson. Valur - ÍBV—.Q:1 Eyjamenn eru með mjög öflugt lið og eftir syrpuna gegn Þór eru þeir til alls vísir. Valsmenn eru með lélegt lið og hafa ekki baráttuna sent þarf." Laugardalsvöllurinn hefur ekki reynst Valsmönnum vel VHjafrekar spila á Hlíðarenda Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur ákveðið að leika gegn Vestmannaeyingum á Hlíðar- enda í stað Laugardalsvallarins eins og áður hafði verið ákveðið. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Laugardalsvellinum í gærkvöld, en vegna leiks iBV í bikarkeppninni var honum frestað til kvöldsins í kvöld. Valsmönnum hefur ekki tek- ist að laða að þann fjölda áhorf- enda á Laugardalsvöllinn sem búist hafði verið við og því þótti ekki ástæða til að leika gegn Vestmannaeyingum þar. 0 31 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994 >port

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.