Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 9
+ Gréta María Víkingsdóttir og Dagmar Íris Haraldsdóttir urðu fyrir sterkum áhrífum frá heilögum anda á samkomunni og Gréta telur líkur á að hún hafi læknast af eyrnabólgu sem hún hefur þjáðst af lengi. upp stigana. Ég er ekki í neinum vafa um að mörg kraftaverk hafi gerst á samkomunni hjá Benny Hinn enda vitnuðu margir um það.“ Líkaminn læknar sig sjálfur Gunnar Sigurfinnsson telur sig hafa hlotið bata af langvarandi bæklunarsjúkdómi í fæti eins og fram kom í 19.19 á mánudagskvöld- ið. í samtali við EINTAK sagðist hann ekki vera tilbúinn til að tjá sig frekar um það að sinni fyrr en röntgenmyndir af fæti sínum lægju fyrir. Að hans áliti skiptir vitnis- burður hans ekki máli fyrir þá sem efast og því vilji hann bíða með hann að sinni. Hann sé í raun efa- semdarmaður sjálfur. Gunnar segir var búin að fara með hann til lækn- is en þeir fundu ekkert iíffræðilegt að honum sem væri hægt að laga.“ Hallgrímur Magnússon læknir er ekki í nokkrum vafa um að það fólk sem er að vitna um kraffaverka- lækningarnar fari með rétt mál. „Við höfum fullt af sambærilegum sögum í gegnum mannkynssöguna um svipaða hluti,“ segir hann. „Fólk á tímum Krists sem trúði og snerti klæði fékk það sem kallað er lífsorka, eða næga orku til að lækna eigin líkama. Ef ég tek gróft dæmi þá er þetta nákvæmlega sama og gerist þegar maður borðar lyf til að hafa áhrif á sjúkdóma. Lyf eru framleidd í verksmiðju og eru í raun og veru dauð eining. Hvað er það þá sem verkar á sjúkdóma? Er það ekki bara vitneskjan um að þú hafir verið að borða lyfin og trúir á virkni þeirra? Þetta er það ná- kvæmlega sama og með Jesú. Lækningin byggist á innri krafti þíns sjálfs. í mínum augum kemur allur bati innan frá en ekki fyrir at- beina einhverra lyfja. Þetta er ein- göngu spurningin um hugarfarið. Trúin flytur fjöll og ef einhverjum líður betur yfir að hafa sótt sam- komu hjá Benny Hinn skulum við bara gleðjast yfir því. Það skiptir engu máli hvaðan batinn kemur. Enda er biskup eins og verstu farí- searnir þegar hann er að dæma þetta. Það sem er dýrmætast í allri læknisfræði er að gera sér grein fyr- ir orsök sjúkdóma en ég tel hana vera þá að við höfum stigið vitlaust niður í sambandi við líf okkar á jörðinni. Við borðum vitlausan mat og sofum á vitlausum tíma. Lækningin felst í því að fá fólk til þess að gera hlutina á réttan hátt. Líkaminn starfar í hringjum. Við- gerðartími hans er til dæmis bestur á milli fjögur á morgnana og tólf á hádegi. I Kanada er íslenskur lækn- ir sem hefur fengið mikla styrki til að gefa krabbameinssjúklingum lyf samkvæmt þessum kenningum. Ef við mundum lifa samkvæmt þeim og til dæmis fasta á morgnana, fengjum við kannski ennþá betri bata. Öll lækning felst í að breyta þeim aðstæðum sem maður er í til að líkaminn geti læknað sig sjálfur. Lyf og skurðaðgerðir og annað þess háttar getur ekki læknað. Ef við horfum á heilbrigðiskerfið í dag þá er það sprungið. Ekki vegna þess að við okkur læknana sé að sakast heldur af því að miklu fleiri eru veikir. Það er miklu stærri prósenta af þjóðfélaginu sem þarf a heil- að þegar maður er með stöðuga verki eins og hann sé hver dagur án verkja kraftaverk út af fyrir sig og hann hafi ekki kennt sér meins síð- an hann fór á samkomu Benny Hinns. Una Sveinsdóttir, eiginkona Gunnars, segir að sér líði allri miklu betur eftir samkomuna þótt hún geti ekki vitnað beint um krafta- verk. „Ég á son sem hefur alltaf pissað undir á nóttunni en hann er búinn að vera þurr þær nætur sem hafa liðið frá samkomunni," segir hún. „Eina sem hann sagði var að hann hefði fundið fyrir hita í mag- anum á sér og ég bara trúi því að eitthvað hafi gerst með hann. Ég Guðmundur H. Guðmunds- SON FORSTÖÐUMAÐUR VOTTA Jehóva „Kraftaverk Guðs eru ekki gerð með lúðrablæstri, auglýsingum, fjárplokki og öðru slíku. “ brigðiskerfinu að halda. Heilbrigð- iskerfið eins og það er byggt upp í dag læknar ekki heldur slær ein- ungis á einkennin. Þar af leiðandi verða alltaf fleiri og fleiri veikir. Það má segja að það hafi ákveðið skrum og loddaraskapur fylgt aug- lýsingum um samkomu Benny Hinns en það kveikir von hjá fólki sem hefur kannski þjáðst um ára- bil. Og þegar vonin er kviknuð, kviknar á einhverjum neista inn í okkur sjálfum sem getur orðið að stóru báli að lokinni svona sam- komu.“ Galdrakarl eins og ég Baldur Brjánsson töframaður + FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 Guðmundur Jónsson og Helga eiginkona hans voru að horfa á þátt með Benny Hinn á Omega þegarþau fengu skilaboð frá Guði um að Solla, frænka Helgu, myndi læknast á samkomunni. Þau fullyrða að það hafi gengið eftir. gerði allt vitlaust fyrir nokkrum ár- um þegar hann afhjúpaði svika- lækna frá Filipseyjum sem „skáru fólk upp með berum höndum.“ „Ég hef aldrei séð eða fundið neitt sem er yfirnáttúrulegt,“ segir hann. „Einhvern tímann gaf ég út þær yfirlýsingar að ég gæti gert kraftaverk eins og ýmsir krafta- verkalæknar eða haldið miðilsfundi með góðum árangri. Reyndar hef ég haldið miðilsfund í góðum hópi með ekki síðri árangri en þeir sem kalla sig miðla. Ég hef þá trú að Benny Hinn sé galdrakarl eins og ég en hafi ekki kraft sinn frá Guði. Ég hef að vísu ekkert kynnt mér hann sérstaklega en í gegnum árin í þess- um bransa hefur maður náttúrlega kynnst því hvað trúin er sterk. Það er byggð upp ákveðin eftirvænting og það er kynt undir vonina sem býr innra með gestum á svona sam- komum. Það þarf ansi sterkan ka- rakter til að halda sönsum við þannig kringumstæður. Þegar menn eru búnir að koma sér upp svona standard eins og Benny Hinn og menn eru farnir að trúa á hann eins og á Einar á Einarsstöðum og fleiri og fleiri, þá myndast trú á þá sem hjálpar. Það er engin spurn- ing, en að það sé eitthvað yfirnátt- úrulegt á ferðinni tel ég af og frá. Maður þekkir þetta af eigin reynslu með að fá fólk upp á svið og stela einhverju frá því, það hefur ekki hugmynd um það. Það er svo auð- velt að plata fólk. Ég hef hins vegar aldrei lagst svo lágt að lækna fólk með kraftaverk- um.“ Eðlilegt að efast Signý Skúladóttir er frelsuð og fór á samkomuna með móður sinni sem hafði litla trú á að kraftaverk myndu eiga sér stað á henni. „Móð- ir mín er veik í baki en hún skánaði heilmikið í bakinu á samkom- unni,“ segir Signý. „Þetta var tæki- færi til að finna snertingu við Guð. Móðir min frelsaðist ekki en von- andi er ekki langur tími þangað til það gerist. Ég hef sjálf oft fundið fyrir því hvernig heilagur andi snertir við manni og það er alveg yndislegt. Ég fann sterkt fyrir því á samkomunni. Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega, öðruvísi en sem algjörri sælu. Þegar hann snertir mig verð ég máttlaus og kikna í hnjánum. Maður finnur tárin spretta fram og brosir um leið af nokkurs konar fagnaðartilfmn- ingu.“ Halldór Gröndal, sóknarprestur í Grensáskirkju, er frjálslyndari en flestir prestar innan Þjóðkirkjunn- ar. Hann segir að sig hafi langað á samkomuna með Benny Hinn en því miður ekki komist. „Guð er að verki með Benny Hinn,“ segir hann. „Benny Hinn er að gera rétta hluti því hann boðar fagnaðarer- indið alveg eins og talað er um í heilagri ritningu. Sá boðskapur er um leið fyrirheit um kraftaverk en hver fær það veit enginn nema Guð. Vissulega veit ég af þeirri gagnrýni sem hefur heyrst innan Þjóðkirkjunnar en hún kemur allt- af þegar maður sér Guð að verki á meðal manna. Sjálfur hef ég fengið að sjá kraftaverk gerast bæði hér í kirkjunni og annars staðar svo þetta kemur mér ekkert á óvart. Þessi kraftaverk hafa verið stórkost- leg, til dæmis var lengdur fótur á manni hér í söfnuðinum. Ég hef einnig skrifað bók sem heitir Tákn og undur og þar er sagt frá alls kon- ar kraftaverkum.“ Halldór segist ekkert vera hissa á hörðum viðbrögðum kirkjunnar gagnvart Benny Hinn. „Þetta er ekkert nýtt, kirkjan brást alveg eins við á tímum Jesú. Hann var sagður útsendari djöfulsins." Þótt líkingin virðist vera nærtæk telur Halldór ekki rétt að tala um presta kirkj- unnar sem nútíma farísea. „Þetta eru bara mennskir menn sem ef- ast,“ segir Halldór. „Einn af læri- sveinum Jesús efaðist. Hann hét Tómas, þannig að það er ósköp mannlegt að efast og sjálfsagt að gera það. Kirkjan vill fara rólega í sakirnar og láta rannsaka hvort fólkið hafi læknast og ef svo er þakka allir Guði fyrir. Það er vissulega rétt að dómharkan er oft hörð í umræð- unni um kraftaverk en það vill oft svo vera í trúmálum. Það er visst tregðulögmál í gömlu kirkjunum. Ekki bara lútersku kirkjunni á ís- landi heldur öðrum gömlum kirkj- um. Það sem fýrir er fer alltaf í varnarstöðu þegar eitthvað nýtt og róttækt skýtur upp kollinum. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Halldór bend- ir á að ekki séu mörg ár síðan org- anistar voru öskuvondir út í þá sem spiluðu á gítara á samkomum. „Fólk fussaði við poppmessum og gospelmúsik þegar ég var með þetta íyrir 15 árum en nú er þetta allt að opnast," segir hann. „Ég hef bara gaman af þessari umræðu því hún hristir upp í fólki og sumir fara að skoða Biblíuna og hugsa um hluti sem þeir hafa ekki gert áður. Svo þegar allt kemur til alls skilur þetta eftir ýmislegt og ég er bara ánægður með það.“ © Baldur Brjánsson töframaður „Ég hefþá trú að Benny Hinn sé galdrakarl eins og ég en hafi ekki kraft sinn frá Guði. Það er byggð upp ákveðin eftirvænting og kynt undir [ vonina sem býr innra með gestum á svona sam- komum. Það þarfansi sterkan karakter til að halda sönsum við þannig kringumstæður. “

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.