Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 12
1- Undanfarið höfum við Islendingar staðið í stríði við nágranna okkar, Norðmenn. En hvaða óaldarlýður er þetta sem er að hrekkja aumingja íslensku sjómennina við Svalbarða? eintak fór á stúfana og leitaði uppi fólk sem hefur dvalið í Noregi í lengri eða skemmri tíma. Það lýsir því sem það sá... „Þeir eru náttúrlega orðnir alveg óþolandi góðir í íþróttum um þessar mundir. Það gerir þá ekki hógværari." Valgeir Guðjónsson Menningarfói „Ég held að þrátt fyrir að Islend- ingar séu lélegir, séu Norðmenn verri. En auðvitað hafa þeir átt risa eins og Munk, Ibsen, Grieg og Hamsun." Megas Sama slektið „Þetta er nákvæmlega sama fólkið og við. Sama dæmið og hérna heima. Sömu drykkjurútarnir og sömu þjóðremburnar. Þeir eru kannski ekki alveg jafn uppþembd- ir og við að þjóðrembu. Þeir gera stundum lítið úr sjálfum sér. Kalla sig smáþjóð.“ Steinar Birgisson handboltakappi „Það er engin þjóð líkari okkur, nema kannski einna helst Færey- ingar.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur „Maður er bara heima hjá sér í Noregi. Þeir eru svívirðilega líkir okkur. Það er allt eins nema tungumálið.“ Steinar Birgisson handboltakappi „Þessi lúðaímynd sem íslendingar hafa dregið upp af Norðmönnum er að stórum hluta byggð á van- þekkingu. En auðvitað húa þeir í stóru og dreifbýlu landi eins og við og bera þess óneitanlega merki. Og ég held að Norðmenn séu í raun- inni miklu líkari íslendingum en mörgum okkar þykir þægilegt að viðurkenna." Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður Kvennarasistar „Ég held að það versta sem er að gerast í Noregi séu konur. Kvenna- fasismi blómstrar í Noregi núna. Ég held að það séu rassíur í gangi að fletta ofan af því sem einhverjar konur vilja kalla perverta. Hús- rannsóknir eru daglegt brauð og fógetar fá lausan tauminn.“ Megas „Noregur" „Til forna voru menn dæmdir til dvalar í Noregi í refsingarskyni. Sem unglingur var ég þarna í eitt sumar og að auki dæmdur til skóg- ar. Við vorum þarna tveir vinir að telja tré undir eftirliti eins Norð- manns. Hann var viðskotaillur, enda búinn að telja öll tré í Vestur- Noregi. Sem Islendingur var mað- ur náttúrlega óvanur trjám og það fór alltaf meir og meir í taugarnar á manninunt hvað okkur hætti til að oftelja trén. Mér fínnst Norðmenn ólíkir okk- ur, mjög streit og nákvæmir og sparsamir, ef ekki beinlínis vitlaus- ir. Þeir eru örugglega mjög góðir í að telja trén. „En, to, tre...“.“ Hallgrimur Helgason Hvader eiginlega ao þessum Norðmön Þjóðernisrembur „Þjóðernisremban í Norðmönnum er mjög svipuð og hjá okkur. Þeir eru uppfullir af sömu minnimátt- arkennd og smáþjóðakomplex. Þeir miða að sjálfsögðu allt við höfðatölu, sama hvað það er. Það er sama „lúsera“-stemmningin.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur „Þeir eru að sjálfsögðu nýlosnaðir úr viðjum Dana og eru að rembast við að tala þessa feikuðu íslensku sem þeir kalla nýnorsku. Það var hláleg tilraun til að sjóða saman norsku og íslensku vegna þess hversu norskan var orðin menguð af dönsku þegar þeir fengu sjálf- stæðið. Það gcngur hins vegar ákaflega erfiðlega að lífga upp á þetta sjálfdauða mál.“ Megas „Ég hef aldrei lit- ið á það sem kost að vera ofstækisfullur í trúmálum. Það virðist loða við suma í Noregi. Annars eru þeir Norðmenn, sem ég þekki eitt- hvað að gagni, frjálslynt og víðsýnt fólk. Þetta er því bara bundið við vissa hópa.“ Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur „Það er eitt sem er frábrugðið við trúarlíf Norðmanna. EfNorðmenn eru trúlausir bindast þeir einhverj- um sérstökum samtökum um það. Ég veit ekki til þess að það tíðkist eitthvað svipað hérna. Þeir sem telja sig trúlausa eru í sífelldri varnarstöðu. Hér er það eiginiega öfugt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur Diúsboltar „Heimabrugg og sérstaklega merktar áfengisbúðir voru í Osló þegar ég var þar alveg eins og hér heima. Áfengisbúðunum var að sjálfsögðu lokað snemma og sömu leiðindin og á Islandi, nema kannski ennþá svívirðilegri. Eini grái liturinn í Oslóborg var til dæmis á pokunum utan um áfeng- isflöskurnar. Menn voru merktir eins og gyðingar í þriðja ríkinu.“ Megas „Drýkkjú- siðir þeirra eru álíka ódannaðir og okkar. Ég hef að minnsta kosti kynnst fín- um drykkju- boltum í Noregi. Þeir eru duglegir í því eins og á öðrum sviðum. Það er náttúr- lega mikið til af afburðafólki í Nor- egí. Annars eru Norðmenn yfirleitt uppteknari af því að vera skynsem- isverur en Islendingar. Það gildir í drykkjunni eins og í öðru.“ Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður „Stóri munurinn á helgardrykkju þeirra og okkar er að þeir byrja fimm ldukkutímum fýrr að súpa. Sem er auðvitað bara til að þeir geti komist út í skóg klukkan sex á skíði. Ég man reyndar eftir því að einu sinni þegar ég var í Osíó um vetur þá var enginn snjór og menn komust því ekki á skíði. Þá jókst dryldtjan um helming.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur Annesjamenn „Heimóttalegt heimsborgarafas er mörgum þeirra tamt. Þeim er í mun að vera hluti af hinum stóra heimi en eru auðvitað eins og við Islendingar upp til hópa, nesja- menn og afdalabúar.“ Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður „Þegar ég var í Noregi, kringum 1970, umgekkst ég bara íslendinga. Osló var stór íslendinganýlenda og við íslendingarnir rottuðum okkur saman. Við vorum ekki á „Ieveli“ með Norðmönnunum á okkar aldri. Pólitík, leiðinlegir Norð- menn, að þeim fannst sem höfðu eitthvað nennt að kynnast þeim, sveitabragur yfir Osló og ýmislegt fleira, olli því að Norðmenn voru ekki teknir í sátt. Osló var stærsta sveitaþorp Evrópu á þessum tíma. Það hefur hins vegar margt breyst síðan þá.“ Megas Hreykja sér af verkum annarra „Þeir eigna sér stundum fleiri hluti en tilefni er til. Leifur Eiríksson var til dæmis norskur að þeirra mati og þeir kalla íslensku „gamm- el-norsk“. Það er náttúrlega bara vegna þess að Norðmenn eru keppnismenn. Þeir eru ekki reiðu- búnir að segja að menn hætti að verða Norðmenn bara þótt þeir sigli yfir til Islands. Sérstaklega ef þeir hinir sömu hafa gert eitthvað merkilegt.“ Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður Heilsufrík „Heilbrigt líferni er nokkurs koriar þjóðardyggð í Noregi. Svo heilbrigt að það er nánast til óbóta. Menn fara út í skóg klukkan sex á sunnu- dagsmorgni því annars eru þeir taldir aumingjar. Þetta gengur óneitanlega fulllangt og getur orðið andlega íþyngjandi. Þeir sem ekki taka þátt í þessu tilheyra einhvers konar neðanjarðartilveru, eru ann- ars flokks fólk.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur Húmorslausir „Norðmenn taka allt til vandlegrar umræðu og djúprar íhugunar. Það er auðvitað stór kostur fyrir hverja þjóð. Þeir taka hlutina yfirhöfuð „Húmorinn er í takmarkaðri kantinum. Það er ekki hægt að neita því.“ Megas . „Ég varð nú ekki mikið var við fyndni.“ Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur Nánasir „Þeir hafa farið í gegnum aðra reynslu en íslendingar og má til dæmis nefna heimsstyrjöldina. Ég held að hún eigi stóran þátt í því hvað þeir eru séðir og litlar eyðslu- klær. Nískir er annað orð yfir þessa hluti. Ég man til dæmis að þegar ég var á ferðalagi með nokkrum Norðmönnum í London á námsár- um mínum, þá tímdu þeir varla að fá sér að borða.“ Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður „Þeir eru kannski ekki nískir en þeir eru aðgæslusamir. Þeir passa upp á það að þegar þeir halda partý þá komi fólk með varninginn með sér og þegar þeir fara út að borða þá er mjög nákvæm skípting á matseðlinum. Bruðl út í bláinn tíðkast ekki þar.“ Megas Trúarhiti „Það var mikið heimatrúboð í Noregi. Alls kyns trúarflokkar; hvítasunnna, fíladelfía og guð má vita hvað herjaði á mann í tíma og ótíma. Það var allt útvaðandi í þessu og er líklega ennþá. Ég veit ekki hvort á að kalla þetta trúar- brögð eða eitthvað í lík- ingu við hverja aðra maníu. Ætli þetta sé ekki bara venjuleg geðveiki.“ Megas mjög alvarlega. En að taka hlutina mjög alvarlega getur líka þýtt að menn séu dálítið leiðinlegir. Ann- ars er í rauninni út í bláinn að leggja dóm á heilar þjóðir.“ Ásgeir Sigurgestsson sálfræðingur 12 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 f

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.