Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 24

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 24
I I' F i l I i Skagamenn komnir áfram í Evrópukeppni félagsliða Sannfæmndi gegn slöku liði Bangor íslands- og bikarmeistarar Skaga- manna eru komnir áfram í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða eftir sannfærandi 2:0 sigur á welska liðinu Bangor City á Akranesi í gær- kvöld. Þar með er ljóst að gjaldkeri félagsins brosir breiðar en áður og kemur í ljós á morgun hverjir mót- herjar Skagamanna verða. Það er skemmst frá því að segja að yfirburðir Skagamanna í leikn- um voru miklir strax ffá fyrstu mín- útu. Ljóst var að leikmenn Bangor City komu ákveðnir til leiks og ætl- uðu sér að bæta fyrir ósigurinn ytra, en fengu f staðinn, eins og kalda vatnsgusu á sig, tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútunum. Skagamenn skoruðu fyrra mark sitt úr sinni fyrstu sókn í leiknum. Þar var að verki Haraldur Ingólfs- son með laglegu skoti í nærhornið með hægri fæti, nokkuð sem ekki er algengt að sjá til Haraldar gera. Að- eins þrettán mínútum seinna lá boltinn aftur í neti gestanna eftir laglegt skot Ólafs Þórðarsonar með vinstri, og er athyglisvert að sjá bæði mörk Skagamanna skoruð með „veikari" fætinum. Markið var annars mjög glæsilegt og kom eftir velheppnaða hugsun Ólafs, einleik upp völlinn þar sem hann lét líta út sem hann ætlaði að senda boltann á Alexander Högnason og sendi þar með tvo vamarmenn frá sér, en sneri síðan skyndilega frá og þrykkti boltanum hnitmiðað í markið. Þar með var staða Bangor City orðin nær vonlaus og leikmenn liðsins gáfust hreinlega upp. Hver sókn Skagamanna rak aðra og leik- menn klúðruðu ótrúlegustu tæki- færum fyrir framan markið, til að mynda átti Sigurður Jónsson tvö algjör dauðafæri sem fóru forgörð- um, fyrst með skalla og síðar föstu skoti. Lið heimamanna lék feikilega vel og hefði hæglega átt að rúlla eftir- minnilega yfir gestina. Að vísu er iið Bangor ekkert til að hrópa húrra fyrir og leikur liðsins í gærkvöld var hreint hræðilegur, enda sló byrjun leiksins þá út af laginu, en það dreg- ur ekki úr því að meistaraefni lands- ins sýndu enn og aftur hvaða lið er best á landi hér. Ólafur Þórðarson lék ágætlega í leiknum þrátt fyrir að vera sárþjáð- ur en Ólafur Adolfsson var fjarri góðu gamni. Sökum þessa þurfti að gera nokkrar breytingar á vörn liðs- ins og voru þær helstar að Sigur- steinn Gíslason var settur í haf- sentinn, Theódór Hervarsson tók stöðu hans og stóð sig frábærlega og var í reynd besti maður liðsins. Afar ánægjulegt að sjá mann koma beint af bekknum og í byrjunarlið og blómstra þar. Leikurinn var sumsé hin besta skemmtun fyrir þá rúmlega þúsund áhorfendur sem horfðu á hann og var sérstaklega garnan að fylgjast með faglegum vinnubrögðum dómarans frá Lúxemborg og væri gaman að sjá íslenska dómara dæma af sama samræmi. Hann hafði þó í nógu að snúast, gaf nokkrar áminningar og vísaði Lee Noble af velli urn miðjan seinni hálfleikinn. Haldi Skagamenn sama dampi í næstu leikjum er íslands- meistaratitillinn endanlega gull- tryggður auk þess sem ævintýrin gætu gerst í fyrstu untferð Evrópu- keppninnar.O Sigurvegarar í Norðdekk-raltýinu Þetta eru þeir Árni Óli Friðriksson og isak Guðjónsson sem urðu í fjórða sæti í Hótel Áningar-rallýinu sem fram fór um siðustu helgi. Þeir sigruðu hins vegar í sinum flokki, Norðdekk-flokknum sem inniheldur óbreytta bíla, en sigurvegarar í rallýinu urðu feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson sem efstir eru i keppninni til íslandsmeistaratitilsins. Þeir félagar segjast vera með króníska bíladellu og hefur Árni ekið i rallýi siðan 1983 en ísak keppti fyrst i fyrra. Þeir aka um á Toyotu Corollu ‘84 og taka næst þátt í Rallý Reykjavík, alþjóðlegu rallýi sem haldið verður dagana 9., 10. og 11. september næstkomandi. __________________________________________;___________t_ Framarar heppnir Breiðablik í fall- hættu 22 Vatnasport ‘94 Hátíð á Hafravatni 22 Ungt fólk og sterar Skapar fegurðin hamingjuna? 20 Mjólkurbikarinn Spekingar spá í spilin 23 Lúkas Kostic Um ævintýrin í Grindavík 23 Guðjón Þórðarson ÆUa að vinna bik- arínn með KR 23 Úrslitaleikur bikarsins Forsala hafín Forsala á úrslitaleik Mjólk- urbikarsins, viðureign KR og Grindavíkur, er hafin. KR-ingar selja miða í fé- lagsheimili sínu við Frosta- skjól og í Spörtu á Lauga- vegi, en Grindvíkingar selja miða í sínu félagsheimili auk þess sem miðar eru seldir í Kefiavík og á Akra- nesi. Leikurinn hefst klukkan 14.00 á sunnudag og verð- ur selt á vellinum frá kl. 11. Miðaverð er 1100 krónur í stúku, 700 krónur í stæði og 300 krónur fyrir börn.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.