Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 15

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 15
átturinn verður Björk feta í fótspor ekki ófrægari tónlistarmanna en Eric Clapton, R.E.M, Rod Stewart, L.L. Cool J. og Sting svo aðeins fáeinir séu nefndir. Upptökur á þættinum verða eftir rétta viku, fimmtudaginn 1. september og munu þær fara fram í London. Ekki er hægt að fá nánari staðarlýsingu en að tónleikastaðurinn er einhvers staðar í West End-hluta borg- arinnar við Thames-á, en þeir munu hefjast klukkan 19.30 að staðartíma. Ekki hefur enn verið gefið upp hvenær þeim verður síðan sjónvarpað á MTV.O Björk Guomundsdóttir slær ekki af þessa dagana. Þegar hefur verið sagt frá því að titillag næstu breiðskífu Madonnu er eftir Björk og mun það án nokkurs vafa auka mjög hróður söngkonunnar íslensku í Vesturheimi. Þetta er þó ekki það eina sem á eftir að efla heimsfrægð Bjarkar á næstu mánuð- (•L um því tónlistarsjónvarps- stöðin MTVhyggst í vetur helga henni þátt í Unplugg- ed-syrpunni. Þar með mun 20 Au9U«t 1004 TSp «(U«)3.7ð ÁFENGfc KYNLÍF CX TRÚAR- BRÖGÐ Kynlíf Þarft Brennivín Óþarft Trúarbrögð Bœði og Hér áður fyrr var Álafosshúsið við Vesturgötu 2 vinsæll viðkomu- staður túrista sem voru á höttun- um eftir lopapeysum, uppstoppuð- um lundum og öðru glingri. Enn fyrr þjónaði húsið því hlutverki að vera nokkurs konar borgarhlið að Reykjavík. Þar fyrir framan stigu ferðalangar af skipsfjöl, gengu í gegnum húsið og komu beint inn í Kvosina. Nú hefur neðri hæðin gengið í endurnýjun lífdaga og í kvöld verður opnaður þar stór og vegleg- ur skemmti- og veitingastaður sem skýrður hefur verið ekki ómerki- legra nafni en Kaffi Reykjavík. Það er Valur Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Café Óperu, sem stendur fyrir þessu framtaki, en veitingastjórar verða þau Ólöf Hanna Gunnarsdóttir og Jón G. Bjarnason. Blaðamaður hitti þau á þriðjudaginn í miðjum hópi iðn- aðarmanna sem voru, eins og venjulega tíðkast hér á landi, á fullu að leggja síðustu hönd á und- irbúning. „Á daginn verður þetta rólegt og Laugardaúur P O P P Stórsveitin Galíleó spriklar á Gauki á Stöng við fögnuð viðstaddra sem dansa af sér mesl allan rassinn. Fjör er á Tveimur vinum því þar eru Goodfell- as og vinir þeirra. Útlagarnir skemmta á Café Royal. Húrra, hurra, húrra. Hinir góðkunnu Vinir Dóra spila á Blús- barnum í kvöld. Blús eins og hann gerist bestur. BAKGRIINNSTÓNLIST Hljómsveitin Léttir sprettir tryllir menn og málleysingja á Rauða Ijóninu. DANSSTAÐIR Hinn dularfulli Bogomil Font skemmtir á Ömmu Lú sem fyrr. Skattsvikararnir laeðupokast með. Á Hótel fslandi er átta ára afmæli Stöðvar tvö og er öllum boðið til veislunnar gegn vægum að- gangseyri. Þeir sem koma fram eru meðal ann- ars: Alvaran, Brimkló, N1+ og Stjórnin. Richard Scobie hristir loðinn makkann í músikbúrinu f Rosenbergkjallaranum. L E I K L I S T Leikfélag Hveragerðis sýnir Táp og fjör í Bæj- arleikhúsi Mosfellsbæjar kl. 13:00. Leikfélag Hólmavíkur sýnir Lífið er lotterí kl. 15:00 í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar. Söngleikurinn Hárið sýndur kl. 20:00 í Gamla bíói. Baltasar Kormákur leikstýrir. Flott þegar leikararnir sungu á kertafleytingunni um daginn. Þeir feiduðu svo flott að það hefði mátt halda að tónlistin væri á bandi. UPPÁKOMIIR Kvikmynd um Island Eldur í Heimaey sýnd á norsku í Norræna húsinu kl. 17:30. O P N A N 1 R Sýning á verkum Kristjáns H. IVIagnússonar listmálara (1903-1937) hefst f Stöðlakoti við Bókhlööustíginn. SVEITABÖLL Pláhnetan leikur lyrir Sunnlendinga á skemmtistaðnum Inghól á Seltossi. Stefán Hilmarsson slær f gegn, að venju. F U N P I R Ráðstefna Alain Robbe-Grillet hefst f Háskóla íslands kl. 16:00. EINTAK spáir því að Torfi Tul- inius verði á staðnum. í Þ R Ó T T I R Kvennafótboltil dag kl. hálfsjö fer fram heil umferö í 1. deild kvenna í fótbolta. Þá leika Haukar — ÍA, UBK — Höttur, Fylkir — HK og Dalvík — Völsungur. F E R Ð I R Feröafélagið - sveppaferð I samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag veröur haldið á sveppaslóðir í Skorradal í Borgarfirði. Einnig verður skógræktarsvæðiö í dalnum skoðað. Sveppafræöingur verður með í för og leiðbeinir um tínslu og mismunandi skemmtileg áhrif af neyslu sveppanna. Sjá nánari umljöllun í blað- inu í dag. Útivist - Fimmvörðuháls Venjubundin helg- arferð yfir Hálsinn. Fyrri daginn verður gengið upp með Skógánni og upp á Heljarkamb, þar sem gist verður í vistlegum skála félagsins. Á sunnudeginum er síðan rölt niður í Bása í Þórs- mörk, þaðan sem brennt verður aftur í bæinn. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Kynnirinn erhin sífrandi og síhressa Rannveig Jóhannsdóttir. Meðai dagskráœfnis má nefna: Hvar er Valli? og Múmínáifana. 10.20 Hlé 16.00 Mótorsport Feilirmenn i íeit- umbílum. Endursýndur þáltur frá þriðjudegi, og hefur ekkert skánað í millitíðinni. 16.30 íþrótta- hornið Iþróttir og önnur óáran herja á sjón- varpsáhorfendur íþrjátfu mínútur samfellt. 17.00 íþróttaþátturinn Meira alíþróttum og leiðindum. 18.20 Táknmálsfréttir Handapatog skankaskak. 18.30 Völundur 18.55 Frétta- skeyti 19.00 Geimstöðin 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottótölur kvöldins eru: 5,3,25,15 og 33. Bónsustalan er 2. 20.40 Hasar á heima- velli Meintur bandarískur myndaflokkur með það setta markmið að reyna að skemmta fólki. 21.10 Páfinn skal deyja Breskbíómyndí léttum dúr um sveitaprest sem er valinn páfi. 22.50 Hún sagði nei Bandarískmyndum konu sem er nauðgað og berst við kerfið tij að ná fram réttisfnum. Neiþýðirnei. 00.20 Út- varpsfréttir í dagskrárlok STÖD 2 09.00 Morgunstund 10.00 Denni dæmalausi 10.30 Baldur búálfur 10.55 Jarð- arvinir 11.15 Simmi og Sammi 11.35 Eyja- klíkan 12.00 Skólalff í Ólpunum 12.55 Gott á grillið 13.25 Prakkarinn 2 Amerískurhallær- isfarsi um litinn strák. 14.50 Ópin Tónlistar- kennari reynir að fá eirðarlausan ungling til að hortast íaugu við vandamál sín og fá útrás i tóniist. 16.15 Kona slátrarans La la mynd. Má drepa tímann með því að glápa á Demi Mo- ore en hún leikur eitt aðalhlutverkið. 17.55 Evrópski vinældalistinn Tuttugu dæmi sem sanna á hvers kyns refilstigu evrópskt vin- sældapopp erkomið. 18.45 Sjónvarpsmarkað- notalegt kaffihús með léttum og ódýrum matseðli, en á kvöldin breytist staðurinn í pöbb og skemmtistað, þar sem meðal ann- ars verður boðið upp á lifandi tón- list. 1 kjallarnum er síðan koníaks- stofa fyrir þá sem vilja rólegheitin,“ segir Ólöf. „Við opnum í kvöld með kokteil fyrir gesti og gangandi og til að lyfta upp stemmningunni kemur hinn eini og sanni Bogomil Font með hina Skattsvikarana. Á næst- unni verða síðan hinir og þessir listamenn með uppákomur og við tökum væntanlega þátt í jazzhátíð- inni RÚREK 94 með Ríkisútvarp- inu. Og þið eruð ekkert hrœdd við að staðurinn standi ekki undir nafni? „Nei, það erum við ekki,“ segir Ólöf. „Við ætlum okkur að hafa þjónustuna afslappaða og síðan verða gestirnir sjáifir að skapa stemmninguna. Staðsetningin er auðvitað frábær og við erum ekki hrædd við samkeppnina, enda er hún bara af hinu góða.“ © urinn 19.19 19:19 20.00 Falin myndavél 20.25 Þrjú á flótta Bærileg mynd um banka- ræningja. 22.05 Drakúla Ríflegaþriggja stjörnu mynd um einn dásamlegasta morðhund allra tíma. 00.10 Rauðu skórnir Blár framhalds- myndaflokkur um konur sem sjaldnast eru í skjólmiklum tatnaði. 00.40 Brostnar vonir Farðu að lúlla. 02.15 Krómdátar Fyrrverandi hermaður er myrtur á hryllilegan hátt. Vinir hans úr hernum eru ekkert sérstaklega ánægðir fyrir bragðið og eru staðráðnir i að komafram hefndum. Blóð, ofbeldi og fjöldamorð. Ágætis skemmtun fyrirsvefninn. 03.45 Dagskrárlok SUNNUDAGUR P O P P Hljómsveitin Heitur ís er á Gauki á Slöng að bræða meyjahjörtun. L E I K H Ú S Söngleikurinn Hárið sýndur kl. 20:00 í Gamla bíói. Baltasar Kormákur leikstýrir. Hann malaði alla vega Vélgenga glóaldinið. C a u k s i n s n s t u i k u FIMMTUDAGUR 25. ágúst FÖSTUDAGUR 26. ágúst LAUGARDAGUR 27. ágúst SUNNUDAGUR 28 ágúst MÁNUDAGUR 29. ágúst ÞRIDJUDAGUR 30. ágúst RASK GALÍLEÓ GALÍLEÓ HEITUR ÍS HEITUR ÍS SPOON MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst SP00N FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 15

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.