Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 18
ÉQ VEIT PAÐ EKKI HALLGRÍMUR HELGASON Hilmar Örn í Sýrlandi Islensk dulræna Skjálftaþörfin Ég veit það ekki. En er Ragnar Stefánsson eini skjálftafræðing- urinn á landinu? A hverju kvöldi birtist hann okkur sjónvarpsáhorf- endum nteð 4,2 á Richter á vör og línuritin skilmerkilega skráð í skeggið en virðist þó ekkert haggast sjálfur. Kannski eru hinir í sumar- fríi? Eða kannski er hann eini mað- urinn sem virkilega finnur íyrir skjálftunum? Það þarf mikið til að hagga honum. Nú erum við búin að fara hálfan hring í fataskápnum hans, heila viku af herðatrjám, og maður er farinn að vona það að hrinan haldi áfram svo maður fái að sjá restina. Ragnar á prýðileg jakkaföt og tekur sig vel út í þeim en ég er ekki alveg sáttur við bola- valið. Sérstaklega fannst mér þessi brúni með flegna hálsmálið vera full glannalegur, en skjálftinn var reyndar frekar snemma í því þann daginn. En hann er búinn að standa sig vel. í raun er ekki hægt að hugsa sér betri skjálftafræðing. Gjörsam- lega óhagganlegur stendur hann af sér hvert viðtalið á fætur öðru, traustur maður, og lætur ekki óþreyjufulla og skjálftaþurfandi fréttamenn hagga sér. Menn bók- staflega þyrstir í þann stóra og æða með sjónvarpsvéiarnar inná frið- samleg og gufumettuð heimilin í Hveragerði þar sem linmæltasta fólk landsins býr; skjálftaraðirnar búnar að hrista úr því harða fram- burðinn og hveragubbið í gólfinu búið að sjóða úr því allan mátt til máls. Hvergerðingar eru svoldið eins og maður er eftir þrjá tíma í gufu. En þeir eiga sínar smástyttur uppí hillu rétt eins og aðrir lands- menn og reyndar gott betur. Af nokkrum myndskotum að dæma virðast hillurnar á hvergerðskum heimilum óvenju þéttsetnar af litl- um fallegum og brothættum mun- um. Og sjónvarpsmennirnir ham- faraþyrstir súmma á dramatískan hátt að litlum móhærðum mínía- túr; tálguðum lambhrúti keyptum í Kolaportinu, sem liggur á gólfinu, á hliðinni, sár á svip. Eina verulega tjónið. En fréttamennirnir eru samt ekki ánægðir og þjóta aftur yfir Heiði og uppí Efstaleiti að ræða við Ragnar og reyna að hrista hann til þess að spá stærri skjálfta. „Svona...gefðu okkur nú einn góðan, með upptök í Eden...“ En sama hvað þeir reyna að hrista hann til og frá. Ragnar „- Skjálfti" haggast ei. Mér hættir reyndar við að taka skjálftahrinuna nokkuð persónulega. Vinur minn Húbert Nói hefur lengi verið með þá kenningu að landinu líki ekki við mig. Og reynsla síðustu ára hefur sýnt að það reynir allt hvað það getur til að Iosna við mig. Hrista mig af sér eða gjósa mér burt. Alltaf þegar maður kemur til nokkurra vikna dvalar á sínu föðurlandi brestur á með hamförum. Hámarki náði þessi regla í árs- byrjun ‘91. Ég hafði þá hrökklast heim vegna hamfara í hinum al- þjóðlega heimi. Persaflóastríðið var þá nýhafið. Ég leitaði mér skjóls á gamla landinu, en þar tók ekki betra við. Hekla hóf að gjósa. En það má nú hafa gaman af eldgos- um. Húbert bauð til skoðunarferð- ar í sínum mikla og trausta fjalla- jeppa. Undir beinni útvarpslýsingu á BBC af eldflaugum yfir Tel Aviv - en vinur vor Saddam var þá byrj- aður að senda blóðmörskeppina í Júðann - lögðum við af stað uppá Hellisheiði á kaldri en bjartri vetr- arnóttu. í brekkunni við Skíðaskál- ann bilar hins vegar framdrif í Lapplandernum, nokkuð sem ekki hafði gerst á gjörvöllum jeppaferli Húberts og hefur ekki gerst eftir þetta. Þar sem við erum þarna að bjástra við að ýta flikkinu frarn svellið gerist það að Skíðaskálinn fuðrar upp fyrir augunum á okkur. Af ótta við íkveikjugrun brunum við í bæinn og á leiðinni skellur á þetta líka ofsaveður. Níu vindstig og hrákaregn. Við komumst þó klakklaust í hús til að horfa á Boga Ágústsson þýða Scud-flaugar af Sky-news yfir á íslensku. Rétt effir að við erum sest til stofu er dag- skráin rofin og tilkynnt er um and- lát Noregskonungs. Mér var þá litið út um gluggann og sá að þakplata af húsinu á móti stefndi beint upp á gluggann. Þó klukkan væri fjögur um nótt, náði ég fljótlega sambandi við Flugleiði og komst út daginn eftir.O Hilmar Örn Hilm- arsson er nú staddur hér á landi til að taka upp tónlist fyrir danska teiknimynd í fullri lengd og nefnist hún Leynivopnið. Myndin er gerð af sama fólki og gerði Fuglastríðið í Lumbru- skógi og fjallar hún um tvær apafjölskyld- ur sem standa í dular- fullu stríði. „Mér finnst þetta brilliant skemmtileg teiknimynd,“ segir Hilmar Örn. „Húm- orinn er mjög sérstak- ur og tvíræður og full- orðnir geta haft gam- an af myndinni ekki síður en börnin. Þetta er svona teiknimynd sem hægt er að eldast með sjálfur og upplifa alltaf á nýjan hátt.“ Hilmar segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann fáist við tónlist sem hægt er að kalla húmoríska og hann hafi mjög gaman af því. Hann hefur lokað sig af í Stúdíó Sýrlandi þar sem hann mun vera í 15 daga. „Ég er hérna einn og yfirgef- inn í stúdíóinu og það er svolítið erfitt," segir hann. „Ég þarfhelst að hafa í kringum mig hóp af aðdáendum til að peppa mig upp.“ Hilmar segir að ákveðið hafi verið að fara ekki Disney-leið- ina við gerð tónlistar- innar. Frekar væri rétt að tala um íslenska dulrænu með afrísk- um undirtakti. „Ég hef líka verið að end- uruppgötva djasstaug- ina mína sem hefur verið útbrennt í um tuttugu ár og ég er með snilldar músík- anta eins og Birgi Baldursson mér til aðstoðar.“ Þegar upptökum fyrir Leynivopnið er lokið mun Hilmar halda rakleiðis til Danmerkur að leggja niður hljóðrásina fyrir myndina. „Síðan fer ég að undirbúa vinn- una fyrir kvikmynd- ina Pan sem er sam- eiginlegt verkefni danska leikstjórans Henning Carlsen og norskra og þýskra að- ila.“ Myndin er gerð eftir sögu Knut Hamsun sem á hundrað ára útgáfuaf- mæli í október. Þá hefur Hilmar þegar hafið undirbúning á gerð tónlistarinnar fyrir Cold Fever Frið- riks Þórs Friðriks- sonar. „Það er fullt að gera og erfitt að vera latur en mér tekst það þó sæmi- lega,“ segir Hilmar. Eins og lesendum EINTAKS er kunnugt fluttist Hilmar Örn til snráeyju í nágrenni dönsku eyjunnar Mön fyrr í sumar og lætur vel af dvölinni þar. „Það er algjört æði að búa þarna, hreint út sagt fullkomið. Eyjan er mjög falleg og ég bý í litlu þorpi þar sem enginn yrðir á mann. Maður þyrfti að vera þarna í tuttugu ár til að fólk færi að heilsa manni og það á full- komlega við mig.“ Hilmar segist vera orðinn eins og heið- urs-Dani; hann sé svo klökkur yfir að vera þarna. „Ég hef löng- um horft öfundaraug- urn til skandínavískra kollega mína sem fá sér Gammel dansk með kornflexinu. Stórar steikur og ódýr bjór; þetta er náttúr- lega það sem ég er fæddur til að njóta.“0 k teppal1 Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son svnir nú liósmvndaverk á um. Verkin eru 40 talsins og segir neska teppahefð. ..Sýningin stóð til í þriá daga. Að- standendur veitingahússins hringdu bara í mig og báðu mig um að biarga sér.“ segir Guð- mundur Rúnar. Hann er úhrryd.diir j,nn að verkin verði fvrir hniaski vegna taumlauss Guðmundur Rúnar Lúðvíksson „Verk eiga að þola fyllibytturá öllum stigum. B í Ó I N BIOBORGIN Út á þekju Clean Slate ★ Hálfkjánaleg gaman- mynd. Ég elska hasar I Love Trouble ★ Fullkomlega fyrirséður söguþráður um ástir milli blaða- manna á Mogganum og DV. Og álíka spennandi og það hljómar. Hið undurförula plott efnaverk- smiðjunnar dugir ekki til að hressa upp á leiðin- legt ástarlíl þessa fólks. Hold og blóö Flesh and Blood ★ Vond mynd og væmin. Blákaldur raunveruleiki Reality Bites ★★★ Góð skemmtun fyrir unglinga. BÍÓHÖLLIN Valtað yfir pabba Getting Even With Dad ★★ Ágæt skemmtun fyrir sunnudagapabba og börnin þeirra. Maverick ★★ Jody Foster skýtur James Garner og Mel Gibson ref fyrir rass f þessum grinvestra sem er lengri en hann er fyndinn. Steinaldarmennirnir The Flintstones ★ Ettir hina ágætu sendingu frá steinöld i Júragarðin- um kemur hér ein mjög vond. Manni verður nánast illt í veskinu að sjá jatn mörgum milljón- um kastað á glæ. Stikilsberja-Flnnur The Adventures of Huck Finn ★★ Hefðbundin ævintýramynd eftir þess- ari margsögðu sögu. Þeir sem sjá hana i fyrsta skipti hafa án efa nokkuð gaman af. Hinir sjá aðeins meðalmynd. Ace Ventura ★★★ Davíð Alexander, 9 ára gagnrýnandi EINTAKS, segir myndina fyndna. Fullorðnir geta hlegið með góðum vilja. HÁSKÓLABÍÓ Blóraböggulinn Hudsucker Proxy ★★ Þrátt lyrir óborganleg atriði nær þessi mynd þvi ekki að verða brilljant. Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Wedd- ings and a Funeral ★★ Hlýleg mynd í gaman- sömum tón um ástir og heitbindingar. Þrátt fyrir nokkuð erfiði nær hún aldrei að verða mjög skemmtileg. Kika ★★★ Enn ein mynd frá Almodóvar og ekki hænuteti trá fyrri myndum hans. Gaman. Steinaldarmennirnir The Flintstones ★ Mis- lukkuð skemmtun sem veröur nánast óbærilega leiðinleg þegar á liður. Flest barnanna hefðu frekar kosið teiknimyndirnar. Löggan í Beverly Hills 3 Beverly Hills Cop 3 ★ Það er löngu komið í Ijós að Eddie Murphy er einnar hliðar maður. Ef maður snýr honum við þá er sama lagið hinum megin. Veröld Waynes 2 Wayne’s World 2 ★★★ Sannkölluð gleðimynd. Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet ★★ Gamanmynd um homma í telum. LAUGARÁSBÍÓ Umrenningar Road Flower ★ Hasarmynd lyrir hasarmyndasjúklinga. Bronx Tales ★★ Það er mikill vandi að vera ítalskur Ameríkani og Robert de Niro hefur margsinnis iúlkað þennan vanda. Nú sér hann líka um leikstjórnina og gerir svo sem ekki margt rangt. Hann gerir heldur ekkert nýtt. Krákan The Crow ★★ Mynd tyrir áhugamenn um rokk, dulrænu, teiknimyndir og annað þess- legt. REGNBOGINN Flóttinn The Getaway ★★★ Fagmannalega gerð spennumynd með eilítið flottara lólki en fyrri myndin þar sem Steve MacQuinn var að kyssa Ali McGraw. Kim Basinger er ólíkt kyssi- legri. Svínin þagna The Silence ot the Ham 0 Steypa. Gestirnir Les Visiteurs ★★★ Frönsk della sem má hata mikið gaman af. Hraður og hlað- inn farsi. Píanó ★★★ Óskarsverðlaunaður leikur í að- al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga. Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate ★★★ Ástir undir mexfkóskum mána. STJÖRNUBÍO City Slikers II ★ Fyrri myndin var hvorki mjög fyndin né sérlega skemmtileg. Og þessi er lakari. Bíódagar í raun er atriðið þar sem bóndinn ler í sagnakeppni við Kanann nægt tilelni til að sjá myndina. SÖGUBÍÓ Ég elska hasar I Love Trouble ★★ Voðalega vel frágengin mynd en einhvern veginn stein- dauð hið innra. D2 - The Mighty Ducks ★ Þrátt fyrir smátt hlutverk er það María Ellingsen sem stelur sen- unni. Alla vega er hún það eina í þessari mynd sem maður getur selt sér að komi manni við. 18 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.