Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 4
SlGURÐUR G.GUÐJÓNSSON erum og höfum alltaf Éetáð tilbúnir til þess að lá hlutlausan aðila fahnsaka öll viðskipti fimhafa við félagið. <Þ§ss vegna fögnum vfö því að þetta mál fári til ráðherra." Ógeðfelldasta frétt vikunnar birtist á baksíðu Dagblaðsins-Vísis í gær undir fyrirsögninni Skotið á mann gegnum lokaðar Hluthafafundur Stöðvar 2 hafnar rannsóknarkröfu minnihlutans núna, þegar ekki var þörf fyrir hana 1992 og 1993, sjáum við enga ástæðu til þess að greiða svona tillögum atkvæði okkar. Þessir menn þurfa að gera okk- ur grein fyrir því að þeir kom- ist fram hjá því að dómstólar segi: Það er búið að leggja árs- reikninga þessa félags fyrir hluthafafundi í þrígang, og jafnvel oftar, síðan flest þessi viðskipti áttu sér stað. Jóhann Óli Guðmunds- son, Ásgeir Bolli Kristins- son, Stefán Gunnarsson og fleiri af þessum mönnum fjöll- uðu um það á fundum sín á milli hvort eitthvað væri við þessi viðskipti að athuga á einn eða annan hátt og í framhaldi gáfu þeir allir út syndaaflausn ef einhverjar syndir voru. Þangað til þeir svara því af hverju sé ástæða til þess að taka þessi mál upp á nýju er ekki hægt að líta á þetta öðru vísi en áróður gegn ákveðnum ein- staklingum," segir Sigurður. Jóhann J. Ólafsson er einn fjórmenninganna sem tillögur Einars beindust gegn. Hann segir að það sé langt frá því að þeir hræðist rannsókn, aðrar ástæður liggi að baki því að til- lögum minnihlutans var hafn- að. „Við erum meira en reiðu- búnir til þess að láta fara fram rannsókn. Málið er bara að við viljum ekki láta þess menn stýra því hvernig hún fer fram. Það er best að hlutlaus aðili skoði málið, ef það verður skoðað á annað borð, og við erum einungis ánægðir með að málinu verði vísað til við- skiptaráðherra. Annars held ég að flestir hljóti að vera búnir að átta sig á því að þetta sjónarspil minni- hlutans er ekkert annað en áróðursstríð af þeirra hálfú og á ekki við nein rök að styðjast. Þeir höfðu öll tækifæri til þess að leiða þessi mál til lykta á meðan þeir stýrðu fyrirtækinu og þeir gerðu það líka án þess að finna tiJefni til málssóknar. Þannig að þessir tilburðir þeirra núna eru óskiljanlegir. Það má allt eins halda að þeir séu að hefna sín vegna mál- sóknar á þeirra hendur yfir söl- unni á Sýn og starfslokasamn- ingi Páls Magnússonar með því að taka upp mál sem löngu hafa verið Ieidd til lykta,“ segir Jóhann. © Fimmtudagurinn l8. ágúst Ég sá það þegar ég vaknaði í morgun að ísjakinn hefur enn minnkað. Og sólin skín og skín eins og hún ætli að drepa mig. Um hádegiö fann ég hatriö á þessu gula fífli blossa upp í mér og ég stóð sjálfan mig að þvi að steyta hnefanum í átt til himins hafandi yfir alls kyns klámyrði sem ég man ekki til að ég hafi heyrt áður. Undir kvöld fylitist ég öryæntingu og gekk aftur á skut jakans og ræddi við Dabba sel. Ég sagði honum að þrátt fyrir að ég hafi afrekað ýmislegt um mína daga þá þætti mér sem ég ætti enn mörgu eftir ólokið. Ég sagði honum að ég legði líf mitt í litlu hreifana hans og bað hann lengstra orða að snúa þeim hraðar svo við næðum einhvern tímann landi. Ég sofnaði síðan hálf snöktandi. Úr því enginn sér til mín hérna á jakanum ætla ég ekki að manna mig upp í að taka örlögum mínum meö karlmennsku. Föstudagurinn lf). ágúst Þegar ég vaknaði í morgun fann ég að jakinn hreyfðist hægar en áður. Hann barst undan straumi. Ég hraöaði mér aftur á skut og féll saman þegar ég sá að Dabbi hafði yfirgefið mig. Hann var hættur að knýja jakann áfram. Hann hafði yfirgefið mig. Ég var einn. Aleinn. Og þegar ég áttaöi mig á þessu sá ég ekki bet- ur en það væru hundruðir hákarla sem hringsóluðu kringum jakann. Kannski sá ég ofsjónir. Ef til vill voru þetta engir hákarl- ar. En ég vissi að ef þeir voru ekki þarna þá vildu þeir svo sann- arlega vera þarna. Bíðandi eftir heimspekingi í matinn. Eftir að hafa hugsað í hringi í marga tíma sofnaði ég úrvinda. Laugardagurinn 20. ágúst Ég vaknaði um miðja nótt. Yfir mér var stjörnubjartur himinninn og dansandi norðurljós. í fyrstu horfði ég hugfanginn á þessa sýn. Síðan fangaði annað hug minn. Jakinn hreyfðist hratt móti straumi. Og þegar ég leit aftur eftir jakanum sá ég heilan her af selum að ýta jakanum. Og Dabbi var fremstur. Úðlingurinn hafði náð í vini sína að bjarga mér undan sólinni, ísköldum sjónum hérfyrir norðan og hákörlunum. Ég dansaði um jakann og reyndi að skemmta selunum sem lögðu þetta erfiði á sig fyr- ir mig. Ég fór með vísur sem ég hafði lært í æsku og rak meira að segja út á mér bumbuna, ruglaði á mér hárið og reyndi að herma eftir Davíð. Allt fyrir selina vini mína. Sunnudagurinn 21. ágúst Þegar ég vaknaði í morgun fann ég að allt var breytt. Ég fann að ég lá á heitum fleti en ekki köldum. Yfir mér var ekki frakki held- ur sæng. Ég var ekki á ísjaka heldur heima í svefnherberginu mínu. Ég leitaði um alla íbúð en fann engan sel. Ekki einu sinni selskinnsslaufuna mína sem ég keypti mér um daginn. Allt sem ég haföi upplifað undanfarna daga — hressileg ferð mín í Smuguna, ísjakinn sem hoppaði á hrifningarkasti, ævintýralega björgun selana og allt — þetta hafði líkast til bara verið draum- ur. Mér leið eins og Bobby í Dallas þegar hann hafði dreymt eina fjörutíu þætti á einni nóttu. Ég reyndi að hressa mig við, klæddi mig, gekk niður í bæ og rakst á auglýsingu um sam- komu í Kaplakrika. Ég fór þangað suður eftir og varð fyrir reynslu sem ég get ekki skrifaö um að sinni. Mánudagurinn 22. ágúst Ég er enn að reyna að melta gærkvöldið. Ég man að ég sat úti í sal og fann vel hvernig fólkið í kringum mig æstist og ruggaði sér á endum til í einhvers konar hrifningarmóki. Ég hlustaöi á manninn með sænsku popparagreiðsluna segja okkur hvernig við ættum að opna hjarta okkar fyrir guði. Ég missti þráðinn í því sem hann sagði en hrökk skyndilega við þegar hann öskraði í míkrafóninn. Og þegar ég kipptist viö fann ég einhvers konar hita hríslast um mig. Og ég vissi ekki af mér fyrr en ég var kominn upp á svið að Ijúga upp á mig krabbameini. Og maður- inn með sænsku popparagreiðsluna losaði mig umvendis við það. En það var ekki nóg. Síðan gerði ég eitthvað fleira sem ég get ekki ennþá horfst í augu við. Þriðjudagurinn 23 • ágúst Ég er enn að reyna að átta mig á sunnudagskvöldinu. Eftir að ég losnaði við krabbameinið fylltist ég löngun til að losna við fleiri sjúkdóma. Ég valhoppaði um sviðið og þuldi upp úr mér alls kyns pestir og mein. Eg var geðveikur, kvefaður, drykkju- sjúkur, lamaður, blindur, haltur og fullur haturs. En það var sama hvað að mér var, alltaf losaði maðurinn með sænsku popparagreiðsluna mig við sjúkdómana um hæl. Það var eins og ég færi í gegnum raunir Jobs á Ijóshraða. Um leið og djöf- ullinn steypti mig kaunum kom guð og gerði mig heilan á ný. En aðeins til þess að fjandinn yröi laus á ný. Miðvikudagurinn 24. ágúst í morgun bankaði huggulegur maður á dyrnar hjá mér og vildi vita hvort ég hefði fundið eitthvað til í krabbameininu sem ég hafði læknast af í Kaplakrika. Ég sagði honum sem var aö ég væri alheill. Þá spurði hann um drykkjusýkina, lömunina og blinduna. Ég svaraði sem var að mér liði bara nokkuð vel. Þá stakk hann upp á því að við bæðum saman, tók í hendina á mér, leiddi mig aö rúmstokknum, kraup þar og byrjaði að fara með bænirnar. I fyrstu fannst mér þetta sérkennilegt en þegar á leið fann ég að ef til vill hafði ég eignast nýja vini. © Biskupinn hrœddur við allt sem er máttugra en hann © Tölvufíklar fóru ífjallgöngu © Kennurum kennt að dansa © Hreinsað úr kompunum í Kolaportið fmsir menn sem starfa innan kirkj unnar eru ekkert alltof ánægöir með biskup- inn sinn og efast stundum um aö hann viti hvað hann er að segja. Ýmsar sögur ganga um hversu óheppinn hann sé í orðavali þegar hann er að tjá sig við fjölmiðla. Þykir hann í því sambandi ekkert gefa Dan Qu- yle, fyrrum varaforseta Banda- ríkjanna, eftir. Einu sinni á hann að hafa sagt: „Við verðum að hjálpa börn- unum í Brasilíu því ekki viljum við að þetta fólk flæði yfir alla heims- byggðina." Og öðru sinni þegar andalækn- ingar bar á góma segir sagan að Ólafur hafi sagt: „Ég er hræddur við allt sem er máttugra mér.“ Þá náttúrlega fór guðsmyndin fyrir lítið... Fjöldi tölvufíkla lagði leið sína upp að Esjunni i gær, eftir að tölvufyrirtæki lýsti eftir týndri tölvu sem heppinn finnandi mátti eiga. Að sögn lögreglunnar í Mos- fellsbæ var óvenju mikið af bílum á bílastæðinu við Mógilsá, þannig að einhverjir hafa lagt á sig labbitúr í þeirri von að verða kjöltumakka rik- ari. Engum sögum fer af þvi hvort tölvan fannst, en í auglýsingu í gær var nánari leiðbeiningum lofað. Enda veitti ekki af, því Esjan hefur fleiri hliðar (og hlíðar) en þær sem blasa við frá Fteykjavík... Kramhúsið hefur verið ötult að laða til sín erlenda gestak- ennara og sá sem kemur í vetur er Daninn Sören Sigurd Barret. Hann lagði áherslu á tón- listarkennslu, píanóleik og tónsmíð- ar í Konservatoríinu í Árósum og fjaliaði lokaverkefnið um rokktónlist í Rússlandi og dvaldi hann þar í landi til að klára það. Hann hefur vakið athygli sem jasspíanóleikari og skemmtikraftur í heimalandi sínu og þykir fengur af að fá hann hing- að til lands. Námskeið Sörens í Kramhúsinu er aðallega ætlað kennurum og fóstrum... Fyrstu kompudagarnir verða í Kolaportinu um helgina síðan það flutti í Tollhúsið. Þá geta allir gripið með sér alls kyns dót sem þeir eru orðnir leiðir á úr kompunum sínum og boðið til sölu. Þrátt fyrir að seljendum og kaup- endum hafi fjölgað í Kolaportinu frá því það flutti er minna um notaða muni þar en áður. Hikið því ekki við að gramsa eilítið í kompunum og koma með gömlu fótanuddtækin og soda stream-tækin. Það er alltaf til hellingur af skrýtnu fólki sem vantar svoleiðis græjur... OQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKUNNAR kamardyr Að öllu jöfnu hefði maður haldið að fyrirsögnin segði ógeðfelldasta hluta fréttarinnar, en þegar hún er lesin kemur annað í ljós. I fféttinni greinir frá því að maðurinn, sem heldur nafnleynd, hafi verið á ferð ásamt félögum sínum á Sultarfitj- um á Tungnamannaaffétti og hafi þeir afráðið að gista í kofa sem þar er. Áður en mennirnir gengu til náða þurfti söguhetjan að ganga örna sinna og fór í þar til gerðan kamar til þess. Út af fyrir sig hefði það ekki átt að vera í frásögur fær- andi, en til allrar óhamingju fyrir manninn reyndust vinir hans vera rosalegir húmoristar. Einn þeirra tók sig nefnilega til og beindi hagla- byssu sinni að kamarhurðinni og ætlaði að bregða kamarsátanum. Það tókst honum svo sannarlega, því höglin fóru rakleiðis í gegnum hurðina og í andlit þess sem inni sat. Gert var að sárum mannsins í heilsugæslustöð í Laugarási, en læknirinn þar treysti sér ekki til þess að eiga mikið við högl, sem sátu fast við augu mannsins, og var hann því sendur til Reykjavíkur. Y A Þessi frétt er ógeðfelld fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi eru allar fréttir af klósettferðum fólks einkar ógeðfelldar og bera í raun nafnið skítafréttir með rentu. Það er líka afar ógeðfellt að lesa um hvað manngreyið hefur verið óvandaður í vinavali. Ekki síður er það ógeðfellt að lesa um það hvað „vinur“ hans hefur verið geggjaður og með fráleita kímnigáfu. Reyndar dettur manni helst í hug að kauði hafi verið dauðadrukkinn, en það er ekki síður ógeðfelld tilhugsun að enginn félaga hans skuli þá sjá neitt athugavert við það að hann sé vals- andi út að kamri með haglara í höndinni og Bakkus einan til leið- sagnar. Þá er það í raun ógeðfellt að DV skuli ekki gera fréttinni hærra undir höfði en raun ber vitni, því einhver léttúð í meðferð skotvopna er vitaskuld í senn ófær og ógeð- felld.O Meirihluti nar mannu til ráðr Villrannsókn a viðskiptum allra hluthafa „Af hverju var þetta ekki rannsakað þegar þeir réðu fé- laginu? Af hverju höfnuðu þessir menn því að það væru fengnir löggiltir endurskoð- endur til þess að fara ofan í saumana á viðskiptum allra stjórnarmanna við félagið? Þetta eru spurningar sem við- komandi aðilar þurfa að svara,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformað- ur íslenska útvarpsféiagsins, um tillögur minnihlutans sem var hafnað á hluthafafúndi í fé- laginu í gær. Á dagskrá fundarins voru fimm tillögur Einars S. Hálf- dánarsonar, fulltrúa minni- hlutans í stjórn Islenska út- varpsfélagsins, um að mál yrði höfðað í fjórum tilvikum gegn Jóni Óiafssyni og einu gegn Fjórmenningum sf., en það eru auk Jóns Ólafssonar, Haraldur Haraldsson, Jóhann J. Ól- afsson og Guðjón Oddsson. Einar er mjög ósáttur við af- greiðslu tillagnanna og segir hana tæplega standast lög. „Málinu verður vísað til við- skiptaráðherra og hann feng- inn til að ganga í það. Ef það dugar ekki verður að leita lengra. Það er örugglega refsi- vert að gera þetta,“ segir Einar en hann vísar til þess að fyrir skömmu voru hlutabréf fjór- menninganna og hlutabréf Sigurjóns Sighvatssonar færð undir eitt félag sem heitir Útherji hf. I frétt EINTAKS um hið nýja félag á mánudaginn sagði Einar að það myndi eng- in áhrif hafa á atkvæðagreiðsl- una, því ekki væri löglegt að nota atkvæði viðkomandi hluthafa í atkvæðagreiðslu varðandi málsókn á hendur þeim. Annað kom á daginn í gær þegar öllum tillögum minnihlutans var hafnað. Sig- urður G. Guðjónsson fór með atkvæði Útherja hf. og í at- kvæðagreiðslu um tillögurnar fimm var öllum atkvæðum meirihlutans beitt. Einar er viss um að þetta hafi verið ólöglegt athæfi og segir að þetta sé mál NAFNSPJALD VIKWNNAR Nafnspjaldseigandi vikunnar aö þessu sinni er Ijós- myndari, eins og margir forverar hans í þessum dálki. Kappinn heitir Sigurþór Hallbjörnsson og nafnspjald hans á það sameíginlegt með nafn- spjöldum margra annarra Ijósmyndara, að á því er mynd af myndavél til að undirstrika hver iðja eig- andans er. Nafnspjald Sigurþórs er hið snotrasta í alla staði, smekklega uppsett og þær upplýsingar sem á það eru prentaðar vel læsilegar. Lesendur geta því miður ekki notið litar spjaldsins sem í upprunalegri útgáfu er fagurblátt. Það er við hæfi að benda á að Sig- urþór er sjálfsagt betur þekktur undir listamannanafní sínu, Spessi, og að hann var all umfangsmikill Ijósmyndari fyrir nokkrum misserum. Nú hefur hann hins vegar lagt frá sér myndavélina í bili en fæst þess í stað við húsamálun. sem ríkissaksóknari ætti að kanna. Sigurður segir að það hafi legið ljóst fyrir frá því að nýr meirihluti myndaðist í Islenska útvarpsfélaginu að félag yrði myndað um hlutabréfaeign meirihlutans. Hann vísar ásök- unum um að ólöglega hafi ver- ið staðið að atkvæðagreiðsl- unni til föðurhúsanna. Sigurð- ur vill ekki gefa upp ein- 1" staka eigendur Útherja hf. en segir að það séu hluta- félög og einstaklingar hér í bæ og erlendis. Sigurður er harðorður í garð þeirra minnihluta- manna sem Einar er fúll- trúi fyrir og segir málatil- búnað þeirra illskiljanleg- „Við erum og höfum alltaf verið tilbúnir til þess að láta hlutlausan aðila rannsaka öll viðskipti hlut- hafa við félagið. Þess vegna fögnum við því að þetta mál fari til ráðherra. En meðan menn geta ekki svarað því af hverju þörf er á rannsókn e S 4 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 4

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.