Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 14
Fimmtudagur P O P P Hljómsveitin Spoon skemmtir á Gauki á Stöng við almennan fögnuð viðstaddra. Tríó Óla ósýnilega spilar lyrir gesti. Þetta er frumraun þeirra félaga. Rúnar Þór og Steini Magg standa fyrir stuði á Calé Royal. Kátína grípur um sig. Hljómsveitin Virirdian Green gerir allt vit- laust í leðurbúlunni Rosenberg. Tríó Björns Thoroddsen leikur á Púlsinum í kvöld. Hffandi stemmning. BAKGRUNNSTÓNLIST Jens Olsen og félagar blúsa á Blúsbarnum. Bogomil Font spilar undir á opnun barsins, mat- og skemmtistaðarins Kaffi Reykjavík að Vesturgötu 2. Það er Valur Magnússon, fyrrum veitingastjóri Café Óperu, sem rekur þennan nýja samkeppnisstað Café Romance. L E I K L I S T Hafnsögur á dagskrá Leiklistarhátíðar í Mos- fellsbæ kl. 21:30. Hugleikur sýnir (Bæjarleik- húsinu. Söngleikurinn Hárið sýndur kl. 20:00 í Gamla bfói. Baltasar Kormákur leikstýrir. Allir fara úr fötunum og hlaupa svo út af sviðinu i keng meö leppana í fanginu eins og gyðingar á leið í gas- klefana. Fremur hallærislegt. UPPÁKOMUR Kvikmynd um Island Birth ol an Island sýnd á norsku í Norræna húsinu kl. 17:30. Myndin tekur 23 mínútur. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Töfraglugginn 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Úlfhundurinn 19.25 Ótrúlegt ensatt Breskur IramhaldsmyndaMkur um lurður ver- aldar. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 íþróttahornið 2-1.05 Vopndauðir menn Sl- gildur bandarlskur vestri Irá 1941 um frægasta hershölðinga Bandaríkjanna. Frábær hasar- mynd. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Vopndauðir menn Eltir bragðlillar ellelulréttir heldur þessi stórkosttegi hasarvestri álram að skemmta sjón- varpsáhorfendum með hvellum og látum. STÖÐ 217.05 Nágrannar Heilalaus hálfvita- skemmtan. 17.30 Litla hafmeyjan 17.30 Ban- anamaðurinn 17.55 Sannir draugabanar 18.20 Naggarnir 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 20.15 Ættarsetrið 21.10 Lag- anna verðir 21.35 Nærmyndir Pað má alllal taka spólu. Þunglyndisleg sjónvarpsmynd um slrák sem missir foreldra sina. 23.05 N jósna- brellur Mynd um mann sem sinnir iðnaðar- njósnum íyrir snyrtivörulramleiðanda. Gene Hackman íer með aðalhlutverk. Það er næg al- sökun tilað gefa henni séns. 00.40 Syrgjandi brúður Kona giltist manni sem er myrtur á brúðkaupsdaginn. Það finnst brúðurinni heldur óskemmtilegt. 02.10 Dagskrárlok Föstudagur P O P P Hljómsveitin Alvara poppar á Tveimur vinum. Konungurinn sjálfur Bubbi Morthens leikur fyrir almúgann í kvöld á Púlsinum. Hljómsveitin Jarþrúður skemmtir í Turnhús- inu. Þess má geta að þetta er kvennahljómsveit- in sem gerði allt vitlaust á kvennaráðstefnunni alræmdu ÍTurku. Útlagarnir herja á gesti og gangandi á Café Royal með ærandi músik. Menn ærast at fjöri. Galíleó heldur uppi gífurlegri stemmningu á Gauki á Stöng f kvöld. Rosa fjör. Vinir Dóra blúsa eins og þeim einum er lagið á Blúsbarnum. Farðu ekki að grenja þótt þú komist ekki f kvöld að hlusta á þá, því þeir spila attur á morgun. BAKGRUNNSTÓNLIST Þrusustuð á Rauða Ijóninu. Stórsveitin Léttir sprettir ber fulla ábyrgð á því. DANSSTAÐIR Bogomil Font tryllir á Ommu Lú ásamt Skatt- vikurunum. Hæ mambó. Jarðarför rokkaranna í Slálfélaginu verður haldin hátiðleg í Rosenberg í kvöld. L E I K L I S T Leiklélag Seltoss sýnir Leikið lausum hala kl. 13:30 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Leiktélag Kópavogs sýnir Brúðuheimilið og Heddu Gabler í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar kl. 17:00. Ibsen er nú alltaf nokkuð glúrinn. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Mómó kl. 21:00 í Baejarleikhúsi Mosfellsbæjar. Söngleikurinn Hárið sýndur kl. 20:00 í Gamla bíói. Baltasar Kormákur leikstýrir. Ágætt einu sinni en ekki oftar. UPPÁKOMUR Kvikmynd um Island The Country Between The Sands - Sveitin milli sanda sýnd á norsku i Norræna húsinu kl. 17:30. í Þ R Ó T T I R Fótboltil kvöld fara tram leikir í mörgum deild- um íslenskrar knattspyrnu. í 2. deild leika ÍR — Selfoss, Leiftur - - KA og Fylkir — HK. [ þriðju deild fer fram heil umferð og í öðrum flokki karla er einnig leikið á nokkrum stöðum á landinu. F E R Ð 1 R Ferðafélagið - Þórsmörk Enn ein helgar- ferðin í þessa ofnotuðustu náttúruperlu Suður- landsins. Nú eru haustlitirnir farnir að gægjast fram, enda stutt f fyrsta næturlrost. Ótal göngu- leiðir og varið ykkur á að þiggja tar ylir Kross- ána með ókunnugum. Gist í Langadal. Útivist - Þórsmörk Sama og hér að otan nema gist verður í skála félagins f Básum, sunnan við Krossána. Goðalandið í lullum blóma. Ferðafélagið - Óvissa Þótt átangastaðurinn f þessari helgarferð sé á huldu, má reikna með því að fótvissir fararstjórar leiði þátttakendur á fallegar slóðir á Suður- eða Vesturlandi. Hér með er veðjað á.. .Snæfellsnes. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 18.20 Táknmálstréttir 18.30 Boltabullur 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Töframeistarinn Bandarískur skemmtiþátlur um tölramenn. 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Feðgar Þessi þáttur er útvöxtur á Staupasteini og er búinn til utan um sáltræðinginn sem þar kemur við sögu. Ágætis skemmtan. 21.05 M á I v e r k i ð Bandarisk sjónvarpsmynd semseg- irfrálíliroskinna hjóna. 22.35 Hinir vamm- lausu Afspyrnu slakur bandariskur hasarþáttur. Á allan hált misheppnuð og ömurleg skemmtan. 23.25 Woodstock Ennogafturernostalgíu Irá hippaárunum troðið upp á sjónvarpsáhorl- endur á föstudagskvöldi. Otmetnasta rokkhátíð allra tíma ímáli og myndum. 00.25 Útvarps- fréttir í dagskrárlok STÖÐ 217.05 Nágrannar Fjöldalramleiðslaal verstusort. 17.30 Myrkfælnu draugarnir 17.45 Með fiðring í tánum 18.10 Litla hryll- ingsbúðin 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 20.15 Kafbáturinn Nýrþátturettir Steven Spielberg sem gerist 2019þegar heim- urinn er neðansjávar. 21.10 Krakkarnir frá Queens Allt- í-lagi-mynd. 23.00 Ryð Frábær islensk bíómynd sem menn eru skyldugir til að glápa á el þeir eru ekki þegar búnir að því. 23.00 00.40 Uppí hjá Madonnu Madonna segir dónasögur og margl fleira íþessum þælti. 02.35 Koss kvalarans Konastopparbílinn sinn í vegkanti og þá kemur voða vondur maður sem lerað hrekkja hana. 04.10 Dagskrárlok Mómó í Mosfellsbæ „Blómleg áhugaleiklist á Islandi er einn af máttar- stólpum listalífs í landinu,“ fullyrðir Kolbrún Hall- dórsdóttir leikstjóri. Á föstudagskvöldið verður leik- ritið Mómó frumsýnt undir leikstjórn hennar í Bæjar- leikhúsi Mosfellsbæjar á Leiklistarhátíðinni sem stendur þar yfir um helgina. Mórnó er eina frumsýn- ingin á hátíðinni og gerði Kolbrún leikgerðina að sög- unni sem kom út hér á landi árið 1982 í þýðingu Jór- unnar Sigurðardóttur. „Eins og höfundurinn sjálfur, Michael Ende sagði um Mómó er hún skrýtin saga unt tímaþjófana og barnið sem frelsaði tímann úr klóm þeirra og færði hann mannfólkinu á ný,“ segir Kolbrún. „Ende skrif- aði söguna árið 1973 en hann er jafnframt höfundur Sögunnar endalausu. Mómó hefur bæði verið skrifuð sem barnasaga og fullorðinsbók og er því ekki fyrir neinn ákveðinn aldursflokk. Ég held að Mómó hafi verið skrifuð fyrir barnið í okkur öllum.“ Alls taka 26 leikarar þátt í sýningu Leikfélags Hafn- arfjarðar og eru þeir á aldrinum frá níu ára og upp undir sextugt. Kolbrún segir leiklistarhátíð á borð við þá sem haldin er í Mosfellsbænum hafa mjög góð áhrif á áhugamannaleikhúsin. „Það er alltaf hollt fyrir áhugaleikhús að bera sig saman því þannig fær fólk nýjar hugmyndir og leik- listarstarfið getur endurnýjað sig,“ segir Kolbrún. Aðeins verða sex sýningar á hátíðinni og bendir Kolbrún á að það sé dýrt að ferðast með leikhóp og halda honum uppi. „Áhugamannaleikhópar eru ekki vel settir fjárhags- lega,“ segir hún. „Þeir geta ekki haldið sér uppi með miðasölu og því þurfa opinberir styrkir að hlaupa undir bagga. Þeir styrkir eru líka ætlaðir til uppsetn- ingar en ekki til að taka sig upp og ferðast með þær. En þó leiksýningarnar verði ekki margar verður há- tíðin eflaust gefandi.“ Síðastliðið vor bauð Þjóðleikhúsið einni áhugaleik- sýningu á stóra svið leikhússins. Fyrir valinu varð Djöflaeyjan sem Leikfélag Hafnar í Hornafirði sýndi undir leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. „Sú nýbreytni gerir það að verkum að öll hin félög- in vinna að hálfum meiri krafti en áður og borgarbú- ar fá skemmtilegt tækifæri til að skoða þessa alþýðu- menningu," segir Kolbrún. „Áhugamannaleikhúsin verða aldrei eins og atvinnuleikhúsin og þau vilja heldur ekki vera það. En atvinnuleikhúsin verða því sterkari eftir því sem áhugamannaleikhúsin eru sterk því þessi tvö fýrirbæri haldast alltaf í hendur.“0 Bubbi Mortens er tilbúinn með nýja plötu sem heitir Þrír heimar og útgáfutónleikar hennar eru fyrirhugaðir í byrj- un nóvember í Borgarleikhús- inu. Þeir sem hafa heyrt plöt- una segja hana hina bestu sem Bubbi hefur gefið út í fjölda- mörg ár, ef ekki frá upphafi ferils hans, en við gerð hennar naut hann aðstoðar sænska tónlistarmannsins og upp- tökustjórans Cristian Falk sem vann með Bubba að plöt- unni Frelsi til sölu á sínum tíma. „Það verður einhver hell- ingur af fólki í hljómsveitinni sem spilar á útgáfutónleikun- unt. Með blásurum og fleirum verða þetta líklega allt í allt að minnsta kosti tíu manns,“ seg- ir Bubbi. í kjölfar útgáfunnar fer hann í tónleikaferð um landið með minni hljómsveit. Með- limir hennar verða bræðurnir Þorsteinn Magnússon gítar- lcikari og Jakob Magnússon bassaleikari en þessa dagana er verið að prófa hentugan trommuleikara. Bubbi var spurður hvort hann fengi ekki bara Tolla bróður sinn til að berja trommurnar. „Jú einmitt, það væri auð- vitað Bræðrabandið. Ég hef trú á að hann hefði getað orðið ágætis trommari ef hann hefði lagt það fyrir sig. Það er smá Keith Moon í honum. Án gríns þá er verið að sigta út trommara til að spila með okkur „litlu giggin“, ef maður getur kallað þau það. Birgir Baldursson mun hins vegar líklega spila með okkur á út- gáfutónleikunum.“ Það œgirsaman öllum stílum a plötunni? „Já, hún heitir líka Þrír heimar.“ Og hvaða heimar eru það? „Það eru bara þessir þrír heimar sem ég lifi í, ha, ha, ha, ha, ha.“ Bubbi er ekki tilbúinn til að skilgreina þá heima frek- ar. „Þessi plata er gegnum- sneitt undir áhrifum frá hip- hop tónlist en síðan finnast þarna stílar eins og raggae, ska, soul, hreint hip-hop og svo einhvers konar popp-djass skotið hip-hop,“ segir hann. Ertu þáfarinn að skoppa? „Nei, ég skoppa ekki mikið en það er aldrei að vita. Það fer eftir hvernig vídeó ég geri auð- vitað. Þannig að það má vel vera að menn haldi að ég sé kominn á „ecstacy" en ég er stöðugt á hinu náttúrulega lífsins „ecstacy“.“ Bubbi segist vera ánægður að geta „farið um lendur tón- listarinnar, á einn akur eftir annan og náð sér í uppskerur,“ eins og hann orðar það. Að hans sögn eru textarnir á plöt- unni öðruvísi en oft áður. „Það er engin landsbyggðar- pólitík þó vissulega megi finna reiði í þeim. Reiðin er samt ag- aðari og beittari en oft áður.“ KK syngur lokalag plötunn- ar með Bubba en það er til- einkað fólkinu sem skrifaði bækurnar í kjölfar kríunnar. „Lagið heitir söngur kríunn- ar“, segir Bubbi. „Ég þekki ekkert þetta fólk en mér fannst bæði gaman að bókunum þeirra og makalaust að par skyldi rífa sig upp og fara á seglskútu til að sigla um allan hnöttinn. Þá vakti það einnig aðdáun mína að þau kæmu jafn ástfangin til baka úr ferð- inni og þau fóru í hana.“Q Kolbrún DÓRSDÓTTIR , „Mómó er skrýtin igé um tímaþjóf- og barnið sem <lsaði tímann úr klóm þeirra og rði hann rnann- fólkinu á ný. “ Stefnumótalínan „Halló ég er tuttugu ogfimm ára sjálfstæð móðir og ég hef áhuga á að kynnast heilbrigðum og skemmtilegum karl- manni á svipuðum aldri. Efþú vilt vita meira um mig, ýttu endilega á einn ogég mun hafa samband. Takkfyrir.“ 14 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.