Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 11

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 11
Skihn^ðarmál sóknarprestsins á Seltjarnarnesi Oánægja með frammistöðu biskups Ólafur Skúlason biskup er gagnrýndur afprestum fyrir linkind í málinu og einkennilega afstöðu. Fjölmörg dæmi eru til um skilnaðarmál presta. í flestum tilvikum varþeim gertað láta afembætti, segir séra Ágúst Sigurðsson, presturá Prestsbakka. Óánægja ríkir meðal margra kirkjunnar manna með frammi- stöðu og afskipti biskups Islands, Ólafs Skúlasonar, af því deilu- máli sem upp er komið í kjölfar skilnaðarmáls sóknarprestsins við Seltjarnarneskirkju. Af samræðum blaðamanns EINTAKS við fjölmarga presta, virðist það vera útbreidd skoðun þeirra á meðal að Ólafur hafi sýnt allt of mikla linkind í þessu máli sem og öðrunt deilu- málurn er komið hafa upp í hans biskupstíð milli presta og safnaða þeirra. Helst er Ólafur gagnrýndur fyrir að leggja ekki til að presturinn hætti þar sem hann hafi augljóslega brotið þá siðfræði sem kirkjan byggir á. Biskup og safnaðar- stjórn deila hart Séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir, sóknarprestur í Seltjarnar- neskirkju, lenti í skilnaðarntáli eftir að hafa átt í ástarsambandi við ann- an prest. Sá er Gylfi Jónsson, að- stoðarprestur við Grensáskirkju, sem samkvæmt heimildum EIN- TAKS mun láta af störfum vegna málsins. Það ætlar séra Sólveig þó ekki að gera og um það standa deil- urnar. Hluti sóknarnefndarinnar krefst þess að Sólveig láti af störfum því að æra kirkjunnar og sóknarprests- ins sé að veði. Ólafur Skúlason biskup hefur neitað þessu og biður nefndina um að sýna skilning. Sóknarnefndin lítur hins vegar víxlspor prestsins alvarlegum aug- um og telur það hvorki prestinum né kirkjunni til framdráttar að hann haidi áfram starfi. Biskup og safnaðarstjórn eru því ósammála og nú er beðið eftir úr- skurði siðanefndar prestafélagsins. Ólíklegt er að niðurstaða hennar muni breyta neinu til eða frá þar sem hún hefur ekkert vald yfir mál- urn presta. Sama gildir urn sóknar- nefndir og biskup segist ekki hafa vald til að hreyfa presta. Þannig virðist ljóst að enginn hefur vald til Sættir harðri gagnrýni af hálfu presta sinna. að úrskurða I málinu og því ófyrir- séð hvernig deilan leysist. Prestar óánægðir með biskup Guðfræðingur sem EINTAK talaði við segir að hugsanlega geti kirkju- málaráðherra haft endanlegt vald í málinu en það sé á hinn bóginn óalgengt að hann beiti sér í þessu rnáli. Hann segir að ráðuneytið beri oftast fyrir sig þekkingarleysi og vísi öllum deilumálum til biskups. Aðstoðarprestur á Reykjavíkur- svæðinu sem ekki vill láta nafns síns getið segir það almennt álit manna innan kirkjunnar að Ólafur biskup hafi klúðrað þessu máli sem og öllum deilumálum sem upp hafa komið innan safnaða undanfarin ár. „Það virðist enginn geta tekið af skarið þegar koma upp vandamál með starfsmenn kirkjunnar. Kirkj- an er eins og höfuðlaus her. Það er kurr í fólki innan kirkjunnar út af þessu.“ Aðstoðarpresturinn telur að það væri kannski vænlegt að málið á Seltjarnarnesi verði gert að próf- máli þar sem endanlega verði látið reyna á vald biskups. „Biskupinn gerir ekki neitt nema að skrifa lítt spennandi bréf. Sama var uppi á teningnum varðandi deilurnar í Keflavík. Presturinn ætti að draga sig í hlé, tvímælalaust. Biskupinn ætti að segja það hreint út og styðja þar með siðfræði kirkjunnar. Því þarna er verið að brjóta mörg sið- fræðiprinsip.“ Undir þetta síðast- nefnda tekur séra Baldur Vil- helmsson, prófastur í Vatnsfirði. Mýmörg dæmi um framhjahald presta Séra Ágúst Sigurðsson, prestur á Prestsbakka í Hrútafirði, segir að mýmörg dæmi séu um framhjá- haldsmál og skilnaðarmál presta í sögu kirkjunnar hér á landi sem og annars staðar. Séra Ágúst segir að refsing fyrir svona nolckuð í gamla daga hefði verið sú að menn misstu hempuna í tvö til fjögur ár. Þá hafi gefist tími til að láta sárin gróa. Síð- ar hafi svo viðkomandi prestar Styrkveitingar Halldórs Blöndal samgönguráðherra til Akureyrarhafnar Bijóta í bága við samkeppmslög að mati samkeppnisráðs, auk þess sem leiga hafnaryfirvalda á slippum ertalin ólögleg samkvæmt hafnalögum. Samkvæmt öruggum heimildum EINTAKS kernur fram í samantekt samkeppnisráðs um mál Norma hf. gegn samgönguráðuneytinu að ákvæði hafnalaganna urn styrkveit- ingar til dráttarbrauta og annarra upptökumannvirkja á vegurn hafn- arsjóða virðast stríða gegn ntark- miði samkeppnislaga, þótt þau séu í samræmi við hafnalög sem sam- þykkt voru á Alþingi í vor. Einnig er tekið fram í samantektinni að leiga hafnaryfirvalda á dráttar- brautum undir kostnaðarverði til skipasmíðastöðva raski samkeppn- isstöðu einkafyrirtækja í skipa- smíðum og brjóti í bága gegn hafnalögunum sjálfum. Þetta mál hefur undanfarið verið t meðferð ráðsins og búist er við að endanleg niðurstaða verði afgreidd öðru hvoru ntegin við næstu mánaða- mót. Samantekt ráðsins er nokkurs konar bráðabirgðaniðurstaða, en eftir á að fara yfir athugasemdir sem málsaðilar leggja fyrir Sam- keppnisráð. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri samgönguráðu- neytis, segir að ráðuneytið haft fengið frest til að koma með at- hugasemdir en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Halldór Blöndal samgönguráð- herra í gærkvöld. Sævar Svavars- son, framkvæmdastjóri Norma hf., segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með það álit ráðsins að styrkveit- ingar til þessara mannvirkja væru löglegar. „Ég trúi því hins vegar ekki að þeim verði haldið áfram, eftir að samkeppnisráð hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að þær brjóti í bága við samkeppnislögin,“ segir Sævar. Hann segist vera þeirr- ar skoðunar að fyrst samkeppnis- ráð hafi komist að þeirri niður- stöðu að hafnaryfirvöld brytu lög með því að leigja skipasmíðastöðv- um aðstöðu undir kostnaðarverði, væri réttast að þau bættu sam- keppnisaðilum tjón sem þeir hafi orðið fyrir vegna aðstöðumunsins. „Samkvæmt ráðinu er þetta lögbrot og hafnirnar hljóta að hætta því, þegar þessi niðurstaða er fengin,“ segir Sævar. Mismunun með ríkisstyrkjum Normi hf. kærði samgönguráðu- neytið fyrir samkeppnisráði fyrr í suntar á þeirri forsendu að styrk- veitingar ráðuneytisins til Akureyr- arhafnar brytu í bága við sam- keppnislög. í undirbúningi er bygging flotkvíar á Akureyri, sem þjóna mun sarna markaði og drátt- arbraut sem Normi hf. hefur und- anfarin ár verið að reisa á vinnslu- svæði sínu í Garðabæ. Samkvæmt hafnalögum getur ríkissjóður styrkt framkvæmd á borð við flotkvína unt allt að 60 prósent af kostnaðar- verði. Einkafyrirtæki geta ekki not- ið söntu styrkja og hafnarsjóðir og í kæru Norma hf. var bent á að þar sem flotkvíin myndi nýt- ast Slippstöðinni á Akur- eyri, sætu skipasmíðafýr- irtæki ekki við sama borð í santkeppni á sama markaði. Ólögleg leiga til hafnaryfír- valda Samkvæmt heimildum blaðsins er í samantekt samkeppnisráðs enn- frernur bent á að ódýr leiga hafnaryfirvalda vítt og breitt um landið á upptökumannvirkjum til skipasmíðastöðva brjóti í bága við 14. grein hafna- laga, þar sem tekið er fram að tekjum og eign- um hafnarsjóðs megi ein- ungis verja í þágu við- komandi hafnar, en eins og greint hefur verið frá í EINTAKI tíðkast það víða um land að hafnarsjóðir leigja skipasmíðastöðvum upptökumannvirki fyrir leigu sem er langt undir kostnaðarverði. Litið hef- ur verið á þetta fyrir- komulag sent stuðning við bágstödd skipasmíða- fyrirtæki, en samkvæmt skilningi samkeppnisráðs brýtur þetta í bága við samkeppnislög. © endurheimt æru sína og embætti, ef ekki í sömu sókn þá annars stað- ar. Ágúst segir að einnig hafi verið dæmi þess að prestar hafi einfald- lega verið fluttir um set og að þeir hafi jafnvel getað snúið aftur í sína gömlu sókn að liðnunr einhverjuni tíma. Hann leggur til að þessi siður verði viðhafður nú í máli Sólveigar Láru. Hann tekur einnig undir það að alið sé á deilum af kirkjustjórn- armönnum hérlendis fremur en að lesið sé yfir hausamótunum á mönnum. Það hafi tíðkast hjá ís- lenskum biskupum frá því séra Jón Helgason var og hét. Hann telur kirkjuna vanta sterkan leiðtoga sem kunni að jafna mál með lagni eða hörku. © Orðabækur Arnar og Örlygs Ófáan- legarí bóka- búðum Greiðslustöðvun fyrirtækisins hamlarnýrri útgáfu Verðandi skólanemum hefur gengið erfiðlega undanfarið að ná sér í Ensk-íslensku orðabók- ina og Skólaorðabókina sent bókaútgáfan Örn og Örlygur gefur út. Samkvæmt upplýsing- um EINTAKS eru þessar hækur nú ófáanlegar í bókabúðum bæj- arins en haustið er góður sölu- tími fyrir bækur af þessari teg- und. „Fyrirtækið er í greiðslu- stöðvun og þess vegna getum við ekki lagt út í þá fjárfestingu sem fylgir því að prenta þessar bæk- ur,“ segir Örlygur Hálfdánar- son hjá Erni og Örlygi. „Þetta kemur sér auðvitað illa fyrir okkur, því þessar bækur hafa venjulega selst vel á þessum árs- tíma, en við því er auðvitað ekk- ert að gera.“ Örlygur segir að greiðslu- stöðvun fyrirtækisins renni út 2. september. „Við stöndum þessa dagana í samningum við kröfu- hafa og ég get í rauninni ekkert sagt um hvernig það fer; ég vona bara það besta,“ segir Örlygur. © Minna eintak Bilun í prent- smiðju Vegna bilana í prentsmiðju, sem upp komu seint í gærkvöld, er fimmtudagsútgáfa EINTAKS aðeins 24 síður í dag í stað 32 síðna eins og venja er. Eru les- endur beðnir velvirðingar á því. 0 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 11

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.