Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 2
LOF STELLINQ VIKUNNAR Varekki samtsem áðurgaman í sumar- fríinu, Ingibjong? © Skotveiðimenn siga fuglafrœðingi á Össur © Sigursteinn kennir „markvisstC( © Hrœringar hjá Frökkum © Silfurskottumaðurinn til sýnis © Irwing Oil á eftir Olís skrifum fyrir dagblöó og einnig munu þeir fást við fréttavinnslu fyrir sjónvarp, sem væntanlega mun fara fram á vinnustað Sigur- steins uppi á Lyng- hálsi... STEINGRÍMUR Eyfjörð myndlistarmað- ur undirbýr nú sýningu af miklum móð. Hana á að halda i Gallerí Greip á Hverfisgötunni og verður þar sjálfur silfurskottumaðurinn í aðalhlutverki en hann hefur löngum prýtt síður eintaks á mánudögum... Nokkur umskipti standa nú yfir meðal Frakka hér á landi. Fjölmiðlafulltrúi franska sendiráðsins Jean-Marc Philibert lætur af störfum í haust og einnig hefur Franqoise Pérez, forseti L’Alliance Frangaise, lokið starfstíma sínum. Að sjálfsögðu koma nýir í þeirra stað en þeirra verður þó sárt sakn- að... kkotveiðimenn khalda ráð- "stefnu um rjúpuna á Holiday Inn á laugardag. Eins og kunnugt er eru þeir ekki par hressir með þá ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra að stytta rjúpnaveiðitíma- bilið og hyggjast snúa vörn í sókn á ráðstefn- unni. Sér til fulltingis hafa þeir fengið þá Ólaf K. Nielsen og Hans Pedersen fuglafræðing frá Noregi sem munu opna ráðstefn- una með erindum sínum... Sigursteinn Másson frétta- maður á Stöð 2 þykir aldeil- is hafa forframast í frétta- mannastarfinu. Fyrir nokkrum árum var hann sölumaður í herrafataverslun, en sam- kvæmt auglýsingu í Tímanum í gær, mun hann sjá um „Mark- visst fjölmiðlanám" í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti í vetur. Nem- endur fá að spreyta sig á greina- Stelling vikunnar er full tilbeiðslu og auðmýktar. Hverjum og einum ætti að vera hollt að bregða sér i hana þótt ekki væri nema örfáar sekúndur á dag. Stellingin er einföld og hægt er að nota hana i hvers kyns klæðnaði. Þið krjúpið á kné, spennið greipar og horfið upp á við. Best er að vera úti eða við opinn glugga svo hægt sé að líta upp i fegurð himinsins um leið. Stellingin hentar vel þeim sem finnst gott að fara með bænir í erli dagsins. Þetta er líka stellingin sem þú bregður fyrirþig þegarþað á að fara að klippa greiðslukort- in og loka reikningnum úti í búð. En einnig er hún góð fyrir þá sem þurfa að bera upp bónorð eða vilja bara líta upp úr erli dagsins eitt andartak og horfa upp á við. „Jú, þetta var alveg lífsnauðsyn- legt frí fyrir mig og mitt fólk. Eg lá upp íloft og sleikti sólina, borðaði góðan mat, skoðaði markverðar byggingar og naut lífsins." Er eðlilegt að borgarstjóri fari i frí á fullum launum eftir þrjá mánuði í starfi? „Það er fullkomlega eðlilegt að borgarstjórinn fari í frí, pvíþað er ekki bara spurningin um mann sjálfan, því maður er búinn að leika sína nánustu dálítið grátt á sfðustu mánuðum og þeir eiga rétt á þvíað maður taki sér frí í ákveðinn tíma. Svo er það spurn- ingin um launin. Ég hafði svo sem ekkert spáð í það hvernig þeim málum væri háttað hjá borginni og reiknaði bara með þvfað ég sætti sömu kjörum og aðrir borg- arstjórar. Og nú skilst mér að það sé þannig að það séu greidd laun ílok hvers orlofsárs eins og þeir hefðu ekkert orlof tekið. Það finnst mér út af fyrir sig orka tví- mælis og þegar maður hefur tek- ið frí eins og ég geri nú þá finnst mér engin ástæða til að greiða það út af fyrir sig. Þannig að þeg- ar olofsárið er gert upp vænti ég þess að þessir dagar verði þá bara dregnir frá. “ Markús Örn Antonsson, fyrr- verandi borgarstjórí, segist ekkert kannast við að hafa fengið greidd einhver laun í lok hvers orlofsárs eins og hann hafi ekkert orlof fengið. „Ég hef mínar upplýsingar frá embættismönnum borgarinnar. “ Heldurðu að launþegi á hinum almenna launamarkaði fái að fara í frí á fullum launum eftir þriggja mánaða starfstima? „Það eiga allir rétt á orlofi. Ég eins og aðrir. Með ýmsum hætti sæti ég ekki sömu launakjörum og fólk á almennum markaði í þessu embætti. Fólk getur kannski haft einhverjar meiningar um það. En ég á auðvitað að sitja við sama borð og fyrirrennarar mínir í starfi. Það erengin ástæða til að ætla annað. “ í kjölfar fréttar eintaks um að borgarstjóri hefði farið í sumarfrí á fullum launum bar minnihluti Sjálf- stæðisflokks í borgarstjórn fram fyrirspurn um orlofsmál Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra Reykjavíkur. I gærkvöld gengu fjórmenning- arnir sem eiga Pizza 67 veitinga- staðina frá kaupum á skemmti- staðnum Tunglinu. Þar með eiga þeir félagar og reka þrjá skemmti- staði í Reykjavík: Déja-vu, Rósen- bergkjallarann og Tunglið. Eru þeir því komnir í hóp umsvifamestu veitingamanna í Reykjavík fyrr og síðar, með þrjá skemmtistaði og tvo matsölustaði. Georg Georgiu, einn fjór- menninganna, segir að þeir séu óhræddir við að færa út kvíarnar og segir að það sé greinilega markaður fyrir stóran stað. Því til staðfesting- ar bendir hann á það ástand sem hefur ríkt í miðbænum undanfarn- ar helgar þegar margra metra raðir hafa verið fyrir utan flesta skemmtistaðina. „Þetta verður spútnik-staðurinn í bænum,“ segir Georg. „Kiddi Bigfoot verður skemmtanastjóri nudd- tæki Tæki vikunnar að þessu sinni er eins konar nuddtæki fyrir heil- ann. Auðvitað nuddar tækið ekki heilann beinlínis, en með því er reynt að örva heilann á þann hátt að eigandinn slaki betur á. Græjan samanstendur af stýritæki, heyrnatólum og sérstökum „gleraugum". Stýri- tækið sendir frá sér hljóðbylgjur um heyrnatólin og lætur „gler- augun“ varpa frá sér Ijósgeisl- um, en hvort tveggja er ætlað til þess að örva heilann á þann hátt að alfa- og þeta-bylgjum heilans fjölgi. Á þeim bylgjum ber einmitt mest þegar heilinn er í hvíld eða sköpunargáfan í hvað mestri uppsveiflu. Þetta hvílir heilann og gerir hann jafn- framt hæfari til þess að takast á við erfið verkefni fyrr en ella. Apparatíð er knúið með fjórum hleðslurafhlöðum og það er hægt að nota hvar sem er. Það er sérstaklega sniðugt fyrir úr- vinda fólk, sem er of trekkt til þess að sofna, flughræddir geta betur slakað á með tæk- inu og eins geta stresssjúkling- ar notað það til þess að ná sér niður þegar stund gefst milli stríða. Tækið fæst, eins og flest tæki þessa dálks, hjá póst- versluninni Sharper Image og kostar um 10.000 krónur. Það er pantað með því að nefna krítarkortsnúmer sitt og vöru- númerið #PK780 í síma 901 415 344 4444.© og mun sjá um að leggja línurnar í tónlistarvali. Við komurn til með að breyta einhverju, en þó ekki miklu því staðurinn er mjög góður eins og hann er í dag.“ Georg segist ekki vera hræddur um að þeir séu að fara í samkeppni við sjálfa sig með Tunglinu. „Við ætlum að höfða til annars hóps með Tunglinu en þeirra sem sækja Déja-vu og Rósenberg núna. Þetta verður aðeins fínni staður og hugmyndin er að fólkið mæti líka aðeins fínna í tauinu." Að sögn Georgs er ekki í bígerð að opna á milii Rósenberg-kjallar- ans og Tunglsins, en eins og kunn- ugir vita er fyrrnefndi staðurinn í kjallara þess síðarnefnda en í ár- daga Tunglsins var jafnan opið á milli. Georg segir að Tunglið rúmi fimmhundruð manns eins og stað- urinn er í dag og ekki sé þörf á að stækka hann meira. „Við ætlum hins vegar að herja stíft á skólaballamarkaðinn virka daga í vetur og þá verður opnað á Rósenberg Fjórmenningarnir í Pizza 67 eiga nú og reka þrjá skemmtistaði: Déja-vu, Rósenberg- kjallarann og frá og með gærdeginum, Tunglið. milli ef nauðsyn krefur. Þá mun Tunglið taka um það bil sjö hundr- uð manns en það eru fáir staðir í Reykjavík sem rúma svo marga.“ Georg segir að þó að umsvifin séu orðin mikil ráði þeir félagar ágætiega við að halda utan um dæmið og segir hann að Kiddi Bigfoot sé þeim til halds og traust í skemmtistaðarekstrinum. Tunglið mun opna með pompi og pragt eftir rúma viku og nú er bara að bíða og sjá hvernig viðtök- ur staðurinn fær hjá skemmtana- þyrstum Reykvíkingum. 0 ...fær Kristján Loftsson út- gerðarmaður með meiru fyrir að þora að segja það umbúðalaust í viðtali við Fiskeribladet í Noregi að veiðar íslendinga í Smug- unni séu heimskulegar. Kristján bendir á að íslend- ingar séu með vinnubrögð- um sínum að bjóða heim ryksuguflotum í sildar- smuguna þegar síldin genguryfir til íslands og eins sé verið að gefa sama færi á sér með karfann á Reykjaneshrygg. Kristján á lof skilið fyrir að taka á þessum málum með skyn- semi í stað blindrar þjóð- ernisstefnu eins og margir sem að þeim hafa komið. LAST ...færherra Ólafur Skúla- son biskup fyrir að harma meinta trúgirni fólks, sem fór á samkomu Benny Hinns í vissu þess að það fengi meina sinna bót fyrir tilstuðlan Guðs. í hvaða bransa heldur biskup eig- inlega að hann sé? Hann á að heita helsti trúarleiðtogi landsins og trú er í beinni andstöðu við kalda rök- hyggju — hún snýst bein- línis um hið yfirskilvitlega, en þessi einföldu sannindi virðast verða biskupnum yfirskilvitleg. Jafnvel þó svo ekki fái allir líkn hjá Benny Hinn geturþað eng- an veginn verið i verka- hring biskupsins að draga i efa mátt trúarinnar. PAÐ VÆRI TILQANQSLAUST... ..að vera baggi á einhverjum. ...að vaða á súðum TÆKI VIKVNNAR Heila Rekstur olíufélaganna er með ágætasta móti um þessar mundir þrátt fyrir allt krepþu- tal. Hagnaður Skeljungs þrefaldað- ist á fyrri hluta ársins og varð rúm- lega 100 milljónir f||HjraraH króna. Hlutabréf Olís eru ófáanleg m með öllu en kanad- I k- J íska olíufélagið Irwing Oil hefur ver- ið að falast eftir þeim að undan- förnu. Erfitt er að finna útskýringu á hækkun bensínverðs í síðustu viku í Ijósi þessarar rekstrarafkomu... 2 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 © JÓN ÓSKAR

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.