Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 22
Framarar höfðu heppnina með sér Sigurmark á síðustu stundu Rafn Marteinsson skrifar „Ég er ánægður nreð sigurinn en ég er langt í frá ánægður með leik minna manna, sérstaklega í seinni hálfleik. En þetta var mikið tauga- stríð og stigin þrjú skipta öllu máli,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fram, eftir sigurleik gegn Breiðablik á mánudagskvöld. Sig- urmarkið kom þegar vel var liðið fram yfir venjulegan leiktíma. Framarar komu ákveðnir til leiks og voru mun betri í íyrri hálfleik. Þeir Helgi Sigurðsson og Steinar Guðgeirsson áttu báðir dauðafæri áður en heimamenn náðu foryst- unni á 44. mínútu. Þá skallaði Helgi upp í þaknetið eftir góða sendingu Ríkharðs Daðasonar. í seinni hálfleik var eins og Framarar bökk- uðu og Blikar náðu undirtökunum. Þeir voru mun meira með boltann og náðu að skapa sér nokkur ágætis færi. Jöfnunarmark þeirra kom á 55. nrínútu og var þar að verki Will- um Þór Þórsson eftir að boltinn hafði breytt um stefnu af varnar- manni Fram. Eftir markið voru Blikar meira með boltann og Rastislav Lazorik gerði oft usla í vörn Framara en gekk illa að koma boltanum frarn hjá Birki Kristinssyni í marki Fram. Framarar áttu hættuieg færi inn á milli, sérstaklega þegar seint var liðið á seinni hálfleik. Þá gerðu þeir oft harða hríð að marki Blika og sigurmarkið kom þegar þrjár mínútur voru liðnar fram yfir venjulegan leiktíma. Steinar Guð- geirsson átti þá laglega stungusend- ingu fram á Ríkharð sem skoraði upp í þaknetið. I heild var leikurinn líflegur og bauð upp á góða skemmtun fyrir áhorfendur en það voru markmenn liðanna sem komu í veg fyrir að rnörkin yrðu fleiri. Bestu rnenn Fram í leiknum voru þeir Birkir, Steinar og Helgi Sigurðsson en hjá Blikunt bar mest á Hákoni Sverr- issyni og Lazorik. Hajrudin Card- aklija kom inn í lið Blika á nýjan leik og átti góðan ieik þrátt fyrir mörkin tvö.0 Fram - UBK 2:1 Helgi Sigurðsson (44.), Rík- harður Daðason (89.) - Willum Þór Þórsson (55.). Fram: Birkir Kristinsson - Pét- ur H. Marteinsson, Helgi Björgvinsson (Ásbjörn Jóns- son 82.), Ágúst Ólafsson, Valur F. Gíslason - Gauti Laxdal, Kristinn Haf- liðason, Steinar Guðgeirsson, Hólm- steinn Jónasson - Helgi Sigurðsson, Ríkharður Daðason. ÉUBK: Hajrudin Cardaklija - Einar P. Tómasson, Gústaf Ómarsson, Ásgeir Halldórs- son, Valur Valsson - Gunnlaugur Ein- arsson, Hákon Sverrisson, Grétar Steindórsson, Kristófer Sigurgeirsson - Rastislav Lazorik, Willum Þór Þórs- son. Áminníngar: Steinar hjá Fram, og þeir Gústaf, Grétar og Willum hjá UBK. Maður leiksins Birkir Kristinsson, Fram. Gvendur GVENDUR DÚLLARI, VIÐ AUSTURVÖLL, SÍMI 13344 FOSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD: Pú, hann, hún og oll hm i „Árna Johnsen" stuði HAPPY HOUR KL.23-01 Vatnasport ‘94 Vatnaíþróttir á Hafravatni Á hugardaginn verður skemmtileg er Vatnasport ‘94, kynning á vatna- á að stunda vatnaíþróttir hérá landi, til Þarna verða einnig hraðskreiðustu hát- uppákoma á Hafravatni, setn liggur á íþróttum af öllu tagi og tilheyrandi dœmis sjóskíði, hnébretti, seglbretti, ka- ar landsins, sem geta náð gífurlegunt milli Reykjavíkur og Mosfellsbœjar. Það búnaði. Á sýningunni gefst fólki kostur jak og kanóaróður svo eitthvað sé nefnt. Itraða við góðar aðstœður.Q Birkir Kristinsson Átti afbragðs leik í marki Fram. Leifur fyrsti alþjóðadómarinn Brátt hyllir í að Blaksamband Is- lands eignist sinn fyrsta dómara með alþjóðaréttindi. Leifur Harð- arson var sendur til Póllands 21. ágúst, á viðamikið dómaranám- skeið á vegum FIVB. Námskeið þetta er einnig liður í undirbún- ingi fyrir Ólympíuleika smáþjóða sem haldnir verða hérlendis vorið 1997. Blaksambandið og Austur- bakki hf., umboðsaðili Nike og ABM íþróttafatnaðar gerðu nýver- ið með sér samstarfssamning. í vetur munu öll landslið íslands klæðast ABM fatnaði og 1. deild karla og kvenna verða nefnd ABM-deildin. Ný stjórn Blaksam- bandsins var kjörin á ársþingi sambandsins á dögunum. I nýrri stjórn eru Björn Guðbjörnsson formaður, Jón Grétar Trausta- son varaformaður, Friðbert Traustason gjaldkeri, Oddný Er- lendsdóttir ritari, Stefán Jó- hannesson, Jason Ívarsson, Guðmundur H. Þorsteinsson og Þórey Haraldsdóttir O FH úrleikíEmpu keppni félagsliða FH-ingar töpuðu seinni leik sín- um gegn norður-írska liðinu Linfi- eld í Belfast á þriðjudagskvöldið með einu marki gegn þremur. Sem kunnugt er unnu Hafnfirðingar fyrri ieik liðanna 1:0 í Kaplakrika og vitað var að á brattann yrði að sækja í seinni leiknum. Það er skemmst frá því að segja að FH- ingar áttu undir högg að sækja allan leikinn. Þeir sýndu ekki nógu mikla baráttu og komust í raun aldrei al- mennilega inn í leikinn. Heima- menn komust yfir á 15. mfnútu en FH jafnaði á 20. mínútu með glæsi- legu marki Drazens Podunavacs beint úr aukaspyrnu. Linfield skor- aði síðan tvö mörk fýrir ieikhlé og þar við sat. Seinni hálfleikur ein- kenndist af miðjuþófi og var fátt um marktækifæri. Þó björguðu leikmenn Linfield einu sinni á línu eftir þunga sókn FH. Drazen Pod- unavac var yfirburðamaður í liði FH, skoraði eina mark liðsins og sýndi mikla baráttu ailan leikinn. Þess má geta að Atli Einarsson og Jón Erling Ragnarsson komu báðir inn á sem varamenn i í seinni hálfleik.© 1. deild Staðan ÍA 14 27:6 33 FH 14 16:12 24 ÍBK 14 27:17 22 KR 14 20:12 20 Valur 14 19:22 19 Fram 14 20:21 18 ÍBV 14 17:18 18 Þór 14 21:27 14 UBK 14 15:32 11 Stjarnan 14 13:29 8 Markahæstir: Mihajlo Bibercic, ÍA: 11 Bjarni Sveinbjörnsson,Þór: 9 Ragnar Margeirsson, ÍBK: 9 Qli Þór Magnússon, ÍBK: 8 Sumarliði Árnason, ÍBV: 8 Ríkharður Daðason, Fram: 8 22S port «L, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.