Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 6
CINTA K Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Árni Benediktsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson Dreifingarstjóri: Pétur Gíslason HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon, Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Davíð Alexander, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Glúmur Baldvinsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Huldar Breiðfjörð, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Kjartansson, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, Sævar Hreiðarsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt. Siðun stjórnmála- manna í EINTAKI í dag er greint frá bráðabirgðaniðurstöðum Sam- keppnisstofnunar vegna kæru Norma hf. á hendur samgönguráðu- neytinu. I þessum niðurstöðum kemst stofnunin að því að ráðu- neytið hafi brotið samkeppnislög með því að færa skipasmíðastöð norður í landi þurrkví á siifurfati á sama tíma og eigendur Norma hf. hafa þurft að greiða fyrir sína þurrkví með eigin fé. Samkeppnisstofnun hefur því úrskurðað að það sé ólöglegt þegar ráðherra, af góðmennsku við kjósendur í sínu kjördæmi, styrki at- vinnufyrirtæki þar svo heiftarlega að sams konar fyrirtæki í öðrum landshlutum fari á höfuðið. Eflaust hefur flestum verið ljóst hingað til að slík háttsemi væri óhæfa. En stjórnmálamenn hafa ekki látið það aftra sér í von um að geta haldið starfi sínu örlítið lengur. Með þessum — og reyndar öðrum nýlegum úrskurðum Samkeppnis- stofnunar — ætti þeim hins vegar að verða ljóst að þeim er þetta óheimilt. Það ber því að fagna niðurstöðum stofnunarinnar. Áður hefur stofnunin úrskurðað um ólögmæti þess að fyrirtæki sem stjórnmálamenn hafa dælt í styrkjum, standi blygðunarlaust í því að ná verkefnum af fyrirtækjum sem hingað til hafa getað stað- ið á eigin fótum. Og hjá stofnuninni liggja allt að 20 sambærilegar kærur sem bíða afgreiðslu. Það er því von á að stofnuninni muni takast á næstu mánuðum að siða stjórnmálamenn til þess að hætta að hjálpa fólki með því að leggja líf annarra í rúst. Líkast til eru ný samkeppnislög og meðferð Samkeppnisstofnun- ar á þeim eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til þess að draga úr neikvæðum áhrifum atvinnustjórnmálamanna á þjóðfélagið - ef til vill að nýjum stjórnsýslulögum slepptum. Með þessum tveimur lagabálkum hafa völd stjórnmálamanna verið skert og í framtíðinni munu þau sjálfsagt halda aftur af stjórnmálamönnum. En þetta eru aðeins tvo fyrstu skrefin. Á næstu árum þarf að stíga fleiri skref til að skerða völd stjórnmálamanna og koma í veg fyrir að þeir geti notað skattafé til að þess að tryggja sjálfum sér áfram- haldandi völd án tillits til hagsmuna almennings. Fyrir nokkrum árum kom fram sú hugmynd að banna halla á fjárlögum með lög- um. Það sem lá að baki þeirri hugmynd var að með því gætu stjórn- völd ekki eytt fjármunum umfram það sem þau voru tilbúin að skattleggja almenning. Stjórnmálamenn gætu því ekki slegið sig til riddara með því að veita fjármunum í eitthvert gæluverkefnið án þess að taka á sig skömmina af því að hækka skatta á sama tíma. Þrátt fyrir að finna megi hagfræðileg rök sem mæla gegn þessari hugmynd þá er umræða um hana engu að síður þörf sökum þess að hún snertir meginvandann við taumlausan austur atvinnustjórn- málamanna úr sjóðum almennings. En úrskurðir Samkeppnisstofnunar hafa aðrar afleiðingar og ekki síður jákvæðar. Þeir eru skilaboð til þeirra sem stunda at- vinnurekstur að það er vænlegra að gera út á góðan rekstur og vandaðar áætlanir en ríkisstyrki og væl utan í stjórnmálamönnum. Þrátt fyrir að þessir úrskurðir snerti ekki aðra en þá sem eru í beinni samkeppni við ríkisfyrirtæki eða fyrirtæki sem lifa beint eða óbeint á ölmusum stjórnmálamanna þá er hugsanlegt að áhrif þeirra kunni að gæta í atvinnugreinum þar sem flest öll fyrirtæki hafa kosið að gera frekar út á ríkissjóð en markaðinn. Þessir úrskurðir eru því skref í átt til siðunar í stjórnmála- og viðskiptalífi. © Ritstjórn og skrifstofur Vesturgata 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. Hvarf Valgeirs Víðissonar enn óupplýst Var í sambandi við Fíkniefha- lögregluna Valgeir Víðisson, sem hvarf í júlí síðastliðnum, var kunnugur fíkniefnalögreglumanninum Guð- mundi Baldurssyni og átti við hann trúnaðarsamtöl með óreglu- legu millibili, að sögn Guðmundar. Rannsókn á hvarfi Valgeirs hefur enn ekkert leitt í ljós um örlög hans, en rannsóknin er nú unnin í samstarfi Lögreglunnar í Reykjavík og RLR. Trúnaðarsamtöl „Ég talaði síðast við hann í júní, en eðli málsins vegna er ómögulegt fyrir mig að greina frá því hvað við töluðum um,“ segir Guðmundur. Hann segir þá Valgeir hafa verið málkunnuga, á sama hátt og hann hafi samskipti við marga í fíkni- efnaheiminum. Valgeir var tekinn þann 20. janú- ar á þessu ári fyrir ákeyrslu á tvo bíla og færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Hann var yfirheyrður og síðan tók Guðmundur við hon- um og segist hafa átt af honum tal. Guðmundur segir að Valgeir hafi ekki virst vera undir áhrifum og eftir því sem næst verður komist, var ekki lögð fram kæra á hendur honum fyrir ölvunarakstur. Guðmundur segist engan þátt hafa átt í þeim málum, enda geti lögreglan ekki samið um niðurfell- ingu refsingar, þótt viðkomandi geti gefið verðmætar upplýsingar í staðinn. „Ég kippti ekki í neina spotta til að losa Valgeir undan kæru, enda er mér það ómögulegt," segir Guðmundur. Ekkert með hvarf hans að gera Eins og áður segir voru þeir Val- geir og Guðmundur málkunnugir og töluðust óreglulega við. „Þótt ég hafi talað við hann, þarf það ekki að þýða að hann hafi verið að koma Mikið hefur nú dregið úr skjálft- unum fyrir austan fjall og að sögn Páls Halldórssonar, jarðeðlis- fræðings á Veðurstofu, er búist við þvi að þessi lota jarðhræringa sé að renna sitt skeið á enda. „Hins vegar hafa nýlega orðið skjálftar í Þrcngslunum og við Hengil, þannig að búast má við einhverjum skjálft- um á Hellisheiðinni sjálfri. Það er hins vegar ómögulegt að spá fyrir um tímasetninguna á þeim,“ segir Páll. Rúmlega þúsund kippir á sólarhring Jarðskjálftahrinan í kringum Hveragerði byrjaði fyrir alvöru um miðjan ágúst, en að sögn Páls hafa jarðhræringar verið þarna síðan í júlí. „En mesta hrinan byrjar í kringum 10. ágúst. Þremur dögum síðar fjölgar skjálftunum gríðar- lega, þann dag kemur kippur upp á 3,8 á Richter og 15. ágúst er fjöldi þeirra um fimm hundruð á sólar- hring,“ segir Páll. Næstu daga komu reglulegir kippir á stærðar- gráðunni 3-4 stig á Richter og um upp um einhverja í fíkniefnaheim- inum,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkar trúnaðarsamband og ég get eðilega ekki greint frá efni okkar samtala.“ Guðmundur segir að ekkert hafi komið fram við rannsókn hvarfs Valgeirs, sem gæti bent tii þess að samband þeirra hafi eitthvað nteð hvarf hans að gera. Að sögn Jónasar Hallssonar hjá Lögreglunni í Reykjavík hefur síðustu' helgi mældust að jafnaði um 1160 kippir á sólarhring, sá stærsti upp á 4,2 stig á Richter. „Síðan þá hefur mikið dregið úr virkninni og í gær mældust um fimm litlir skjálftar á klukkustund, eða um 70 á sólarhring, allir undir 1 á Richter,“ segir Páll. „Það er því allt sem bendir til þess að þessi hrina sé yfirstaðin.“ Klassíkt skjálftasvæði Að sögn Páls eru skjálftar á þessu ekkert nýtt komið fram um hvarf Valgeirs Víðissonar. Aðspurður um hvort samband hans við Fíkniefna- lögregluna sé mögulegur áhrifa- þáttur, sagði Jónas að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka þætti rannsóknarinnar. Bæði Lögreglan í Reykjavík og RLR vinna nú að rannsókn á hvarfi Valgeirs, en eins og kom fram í EINTAKI fyrir rúmri viku, hefur ekkert komið fram sem túlka megi sem ábendingar um ör- svæði nokkuð algengir og hafa oft verið stærri en þeir sem mælst hafa undanfarið. „Haustið 1954 reið mikil hrina jarðskjálfta yfir þetta svæði, og flestir þeirra áttu upptök sín norðan við Hveragerði, á svip- uðum slóðum og nú er. Þann 1. apríl 1955 kom síðan stór skjálfti upp á 5,5 stig á Richter, þannig að þetta svæði er nokkurs konar klass- ískt jarðskjálftasvæði," segir Páll.0 lög Valgeirs. Samkvæmt heimildum EINTAKS ríkir í fíkniefnaheiminum jafnmikil óvissa um örlög Valgeirs og innan hóps þeirra lögreglumanna sem fást við rannsóknina á hvarfi hans. © Nú standa yfir samningavið- ræður innan Sjónvarpsins milli dagskrárdeildar og hinna sívinsælu Spaugstofumanna um að þeir taki upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir nokkrum ár- um. Samkvæmt heimildum innan RÚV stendur til að koma þætti þeirra á dagskrá eftir næstu ára- mót, svo dyggir aðdáendur verða að bíða enn um sinn... IAIþýðublaðinu í gær segir JÓN BlRGIR Pétursson frá því þegar hann var í flugvél sem lenti nærri því í árekstri yfir Bretlandi. Vél- in varð að taka svo krappa beygju að farþegarnir hentust til og frá. Jóni Birgi segist svo frá: „Sjálfur var ég á salerninu þegar þetta gerðist, kíttaðist upp að veggnum og var það mjög óþægileg tilfinning svo ekki sé meira sagt.“ Skyldi engan undra þegar Jón Birgir kýs sérstaklega að nota orðalagið að „kíttast upp að veggnum"... Skjálftahrínan á Suðuriandi í rénum Búist við skjálftum á Hellisheiði á næstunni 6 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.