Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 16
F U N D I R Kvikmyndahátíð með myndum Alain Robbe- Grillet hefst i Háskólabíói kl. 18:00. Hátíðin stendur yfir til 4. september. í Þ R Ó T T I R Fóóótbolti (!!!) I dag verður leikið til úrslita um sjálfan Mjólkurbikarinn í knattspyrnu. Leik- urinn, sem fram fer á Laugardalsvelli, hefst klukkan þrjú og stendur keppnin á milli Grind- víkinga og KR. Fyrrnefnda liðið er sem stendur efst í 2. deild en hið síðarnefnda er í fjórða sæti I. deildar. Bæði hafa verið á'nokkurri siglingu undanfarið og líklega er þessum leik það að þakka, að um stærsta leik sumarsins er að ræöa og gífurlegan heiður að auki. Fari svo að vesturbæjarstórveldið beri sigur úr býtum rofnar nær þriggja áratuga hefð ósigurs og titlaleysis hjá stærsta fþróttafélagi landsins. Vinni Grindvíkingar sannar það að ævintýrin gerast enn og staðtestir enn frekar að KR-ingar geta ekki unníö titil, allavega ekki á þessari öld. F E R Ð I R Utivisl - Hrómundartindur I þessum nfunda áfanga lágfjallasyrpu Útivistar í sumar, verður gengið á Hrómundartind á Hellisheiði. Fjallið er aðeins um 500 metra yfir sjávarmáli, en þaðan er gott útsýni, svo framarlega að skýjafarið bjóði upp á það. Brottför trá BSl kl. 10.00. SJÓNVARP RlKISSJÓNVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.25 Hlé 15.00 Mjólkurbikar- keppni KSI’ Bein úlsending Irá því þegar Grinda- vík malar KR-inga. 17.00 Hlé 18.20 Tákn- málsfréttir Æsifréttamennska i lægsla plani. 18.30 Sonja mjaltastúlka Þótt titillinn geti til kynna aö þetta sé Ijósblá dönsk gamanmynd þá erþað ekki svo. Þetta er sænskur barnaþáttur. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Úr ríki náttúrunnar Bresk heimildamynd um seþrahesta. 19.30 Fólkið I iorsælu Burt Burt Beynolds með þennan aulaþátt. 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Gamla testamentið og nútíminn Bætt við dr. Þóri Kr.Þórisson um störfhans og áhugamál. 21.30 Ég er kölluð Liva Danskur framhalds- myndaflokkur i tjórum þáttum um lífshlaup dægurlaga- og revíusöngkonuna Oliviu Oisen sem varbeturþekktundirnafninuLiva. 22.50 Brenndar bækur Mynd úr stuttmyndaflokki Bay Bradburys. Það er hinn góðkunni málari, endu- reisnarsinni, bóhem, skátdspira ogþúsund- þjalasmiður Hallgrímur Helgason sem þýðir þáttinn at alkunnri listfengi. 23.15 Útvarpsfrétt- ir I dagskrárlok STÖO 2 09.00 Kolli káti 09.25 Kisa litla 09.50 Sígild ævintýri Þyrnirós 10.15 Sögur úr Andabæ 10.40 Ómar 11.00 Aftur til framtlðar II. 30 Unglingsárin 12.00 íþróttir á sunnudegi 13.00 Skðladagar Spike Lee ber ábyrgð á þessari mynd. Hann bregst ekki frekar en fyrri daginn. 15.00 Aldrei án dóttur minnar Am- erísk útgáfa af Sophiu Hansen. 16.55 Lækna- neminn Slökktu 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 20.00 Hjá Jack Framhalds- myndaflokkur um jazzhetju sem opnar veitinga- stað. 20.55 lllur grunur Óttalegt drasl 22.25 Morðdeildin Sakamátaþáttur íátta þáttum. Þetta ersáfyrsti. 23.15 Frumskógarhiti Öldungis ágæt/s mynd eftir Spike Lee um svartan, giftan og vel menntaðan mann sem verður ástfanginn afhvítri, ógiftri og ómenntaðri konu. Og altt fer i kássu. 01.25 Dagskrárlok M Y N D L I S T Sýning á verkum Kristjáns H. Magnússonar listmálara (1903-1937) hefst I Stöðlakoti við Bókhlööustíginn á laugardag. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sýnir mynd- ir á Veitingastaðnum 22. Bara að hann lari nú samt ekki úr tötunum. Þóra Þórisdóttir hefur opnað sýningu I Gallerí Greip á málverkum og skúlptúr. Þetta er sama daman og skar páskalambið á háls einhverju sinni eins og bændur haíi ekki gert það I alda- raðir án þess aö kalla þaö list. Hér halda tákn- myndir Biblíunnar áfram að leita á Þóru. Bragi Ásgeirsson sýnir I Gallerl Fold sem hefur flutt verslun sína úr Austurstrætinu oná Rauðarárstlg. í kynningarhorni gallerísins sýnir Sara Vilbergsdóttir. í Café Mllanó I Faxafeni sýna þær Anna María Grein eftir Úlfhildi Dagsdóttur í Nordisk lyrik Appekínur, kræklingar og kynjablóm Úlfhildur Dagsdóttir skáld er á meðal þeirra sem eiga grein í tíma- ritinu Nordisk lyrik. Nordisk lyrik er gamalt danskt tímarit sem var end- urlífgað í tilefni af kvennaráðstefn- unni í Turku. „Ég var beðin um að skrifa per- sónulega grein um ungar íslenskar skáldkonur,“ segir Úlfhildur. „Ég skrifaði greinina fyrst á ensku og þýddi bana svo á íslensku. Allar greinarnar í tímaritinu birtast á ensku auk móðurmáls höfundar. Svo tók einhver kona að sér að þýða ljóðin sem fylgja greininni minni yfir á ensku, en því miður hálfilla. Samkvæmt minni bestu vitneskju á að dreifa Nordisk lyrik á ráðstefhu Sameinuðu þjóðanna í Peking á næsta ári og því voru allar grein- arnar hafðar á ensku.“ Nordisk lyrik kemur opinberlega út 1. september í Danmörku en auk Úlf- hildar skrifa í tímaritið Finni, Færey- ingur, Svíi, Norðmaður, Sami, Græn- lendingur, Dani og Letti. Grein Úlfhildar heitir Appelsínur, kræklingar og kynjablóm og þar er fjallað um skáldskap þeirra Stein- unnar Sigurðardóttur, Ingibjargar Haraldsdóttur, Lindu Vilhjálms- dóttur, Vigdísar Grímsdóttur, Kristínar Ómarsdóttur, Þórunnar Valdimarsdóttur, Margrétar Lóu Jónsdóttur og Rögnu Sigurðar- dóttur. „1 greininni fjalla ég um það hvern- ig skáldkonurnar skoða sjálfsmynd sína og leit þeirra að sjálfsmynd og hvernig þær spegla sig í öðrum kon- um sem og öðrum kvenlíkömum. Ég athugaði náttúrumyndmál, jarðar- ávaxtamyndmál og skoðaði jafnframt „lesbískt“ myndmál. Erótíkin er rauður þráður í gegnum alla umfjöll- unina,“ segir Úlfhildur. Hún ætti að þekkja eitthvað til er- ótíkur í bókmenntum því hún stund- ar nú doktorsnám við háskólann í Dublin þar sem hún tekur sérstaklega fyrir erótík, hrylling og líkamstungu- mál í bókmenntum.© Þeim, sem sáu kvikmyndina Veggfóður, er sennilega enn í fersku minni, þegar Sveppagreifinn lá á umferðareyjum Reykjavíkurborgar og tíndi litla sveppi sér til andlegrar upplyftingar og væntanlegrar heilsu- bótar. I kjölfarið fréttist af fólki sem lagðist út á grasblettina milli um- ferðargatna í svipuðum tilgangi. Engum sögum fer af uppskerunni, en þeir sem hafa áhuga á sveppum til matargerðar, geta brugðið sér með Ferðafélaginu og Hinu íslenska nátt- úrufræðafélagi upp í Skorradal á laugardaginn, þar sem lagst verður út í skóginn og tíndir matsveppir. í för með sveppatínurum verður líf- fræðingurinn og kennarinn Eiríkur Jensson sem hefur sérhæft sig í sveppafræðum og hann segist munu leiðbeina fólki um hvaða tegundir fara vel í maga og sortera þá út sem eru öllu verri fýrir meltingarfærin. „Ef allar stærðir sveppa eru tíndar til, þá má segja að tegundafjöldinn hér á landi sé eitthvað á annað þús- undið; allt frá sveppum sem eru brotabrot úr millimetra upp í skyld- menni þeirra á stærð við fótbolta," segir Eiríkur. „Fyrir ókunnuga er hins vegar engin leið að þekkja mat- sveppi frá eitruðum frændum þeirra, þannig að reglan sem gildir í þessu er að láta ekkert ofan í sig sem maður þekkir ekki.“ Eiríkur segir að af þessum tæplega 2000 tegundum séu á milli tíu og tuttugu sem séu hæfir til neyslu. „I þeim hópi finnast hins vegar sveppir sem eru einfald- lega svo bragðvondir að það vill eng- inn borða þá, þó þeir séu meinlaus- Eiríkur Jensson „Þessi gamla saga með ber- serkjasveppinn og þau ofskynj- unaráhrif sem hann á að valda er vitleysa. “ ir.“ Það virðist því vera kúnst að tína góða sveppi, og nauðsynlegt að fá leiðbeiningar, sé viðkomandi ekki vígður inn í sveppafræðin. Eiríkur segir að fæstir sveppanna sem finnast hér á landi valdi ofskynj- unum. „Þessi gamla saga með ber- serkjasveppinn og þau ofskynjunar- áhrif sem hann á að valda er vitleysa. Þessi sveppur hefur verið rannsak- aður og efnin sem finnast í honum valda ekki ofskynjunum. Þessi gamla mýta um víkingana sem áttu að hafa úðað honum í sig fyrir bardaga virð- ist því vera seinni tíma tilbúningur," segir Eiríkur. „Eitursveppir hér á landi hafa aðallega áhrif á meltingar- færin og nýrun og sumir þeirra eru hreinlega banvænir, því efni í þeirn eyðileggja starfsemi nýrnanna í mönnum. Þess vegna er lífsnauðsyn- legt að vita hvaða tegundir eru hæfar til neyslu.“© Harðardóttir Ragna Eyjólfsdóttir, Guðrún Norðdahl, María Másdóttlr og Ragnheið- ur Helga Jónsdóttir. Leiftur frá lýðveldisári. Bæjarmál 1944 heit- ir sýning I Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þar eru sýningargestir fræddir um framkvæmdir, rekstur og starfsemi Reykjavíkurbæjar á lýðveld- isárinu með Ijósmyndum, ettirgerð skjala og skýríngartextum. Sýningin stendur til 1. október og ekkert kostar inn. Jóhanna Þórðardóttir sýnir lágmyndir unnar úr tré I kjallara Norræna hússins. Þetta er síö- asta sýningarvika. Á efri hæðinni eru gralikverk I eigu Norræna hússins sýnd. í Sverrissal í Hafnarborg eru sýndar Kjarvalsmyndir úr safni Þorvaldar Guðmunds- sonar. í aðalsal er sýning úr safni hússins þar sem rakin er þróun myndlistar úr landslagi I abstrakt. í kaffistofunni eru hins vegar kola- og pastelmyndir eltir bandarísku listakonuna Ol- iviu Petrides. í kaffiskálanum eru nýstárlegir bollar eftir meðlimi Leirlistarfélagsins. Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Kristín María Ingimarsdóttir sýna I Nýlistasafninu. Arn- gunnur sýnir ný og eldri málverk unnin með Ijósmyndatækni og Kristín María er I hetð- bundnari málverki. Arngunnur þykir bara býsna góð. Lilja Björk Egilsdóttir sýnir likamiða, pjötlur og snitsi I Nýló. Rhony Alhalel hefur opnað sýningu á Sólon (slandus. Hann er frá Perú en hefur verið ge- stakennari við MHÍI ár. Þetta er önnur einka- sýning hans hér á landi. Sýningu Kristins G. Harðarsonará sjö út- saumsverkum I Galleríi Sævars Karls I Banka- strætinu lýkur I dag. Jatnframt er veriö að sýna verk Kristins G. I Miðsal Kjarvalsstaða. Hann hefur búiö I Banda- ríkjunum undanfarin ár og sinnt þar list sinni. Sýning Sigurðar Árna Sigurðssonar er I Vestursal Kjarvalsstaða. Hann hetur stundað nám I París undanfarin ár. í Austursal hanga verk Kjarvals, æ, þiö vit- ið kall sem er með hatt á öllum myndum og málaði hraun. Ljóð Egils Skallagrímssonar hanga líka uppi á Kjarvalsstöðum. Egill Eðvarðsson hefur opnað málverkasýn- ingu I Galleríi Regnbogans. Ekkert verkanna er af Hemma Gunn. Einar Falur Ingólfsson er með mjög skemmtilega sýningu I Gallerl 11 þar sem getur að lita Ijósmyndir frá ferðalögum hans. Staðirnir eru meðal annars Lourdes I Frakklandi, Fugla- tjörður I Færeyjum og heimsborgin New York. Ritva Puotila frá Finnlandi sýnir pappírsgólf- teppi I Gallerí Úmbru. Carolee Schneemann sýnir silkiprent, Ijós- myndir og myndbönd á Mokka. Carolee er margt til lista lagt eins og sjá má á þessari sýn- ingu. Sýningu Hlyns Hallssonar I Café Karólínu á Akureyri lýkur á morgun. í deiglunni heitir sýningin I Listasafni íslands. Þar eru sýnd verk frá árunum 1930-1944 og er reynt að varpa Ijósi á þau umbrot sem urðu þegar gamalgróið bændasamfélagið mætti vax- andi borgarmenningu einkum I myndlist, list- iðni, hönnun og byggingarlist. Þetta er mjög at- hyglisverð sýning og greinilega mikil vinna á bak viö heimildasöfnunina. Sjáið þessa sýn- ingu. íslandsmerki og súlnaverk Sigurjóns Ól- afssonar er yfirskrift sýningarinnar I Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sýningin stendur út ár'ð. : Stefnumótalínan „Tveir menn umfertugt heilbrigðir og ábyggilegir óska eftir að kynnast karlmanni. Aldur skiptir ekki máli efþú ert heil- brigður oghress þáýttu á einn ogvið höfum samband, bless, bless.“ 16 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.