Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 7

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 7
 v:-í- ■' : ■ sifs;::,:*;:;*?: ííwíííkíísí; ■ ■ V/ y-K ■ ■ ' ''■■%■, ’ * ■■. .. ' 1?3| Pf J;' 88jœ|JL*fe t '-w | Brugðust skyldum sínum í EINTAKI í síðustu viku var sagt frá því að hluthafar í Veði hf. myndu tapa milljónum á fjárfest- ingurn sínum í félaginu. Veð hf. var stofnað fyrir tveimur árum og var Pétur H. Blöndal hugmyndafræð- ingur og aðalhvatamaður að stofn- un félagsins. Hlutverk þess var að bjarga framkvæmdum bygginga- fyrirtækisins SH-verktaka í Set- bergslandi í Hafnarfirði en hug- myndin var að þær björgunarað- gerðir myndu jafnframt skila hlut- höfum Veðs afbragðs ávöxtun. Svo hefði líka getað farið ef SH-verk- takar hefðu ekki orðið gjaldþrota um það bil hálfu ári eftir stofnun Veðs. Gjaldþrotið virtist koma stofnendum Veðs algerlega í opna skjöldu, sem hlýtur að þykja ein- kennilegt því stofnendur og stjórn- armenn Veðs voru að mildu leyti þeir sömu og sátu í stjórn SH-verk- taka. Þetta voru til að mynda Pétur Blöndal, Jón Halldórsson og Sig- urður M. Magnússon. Þessir þrír menn sátu í stjórn SH-verktaka og hefðu samkvæmt öllu átt að vita nákvæmlega hver staða fyrirtækis- ins var. Þegar kaupsamningar milli Veðs og SH-verktaka eru skoðaðir sést að það eru sömu mennirnir sem sitja beggja vegna borðsins, í hlut- verkum kaupenda og seljenda. Þeir sem undirrita til dæmis kröfu- kaupasamning sem Veð og SH- verktakar gerðu með sér í ágúst 1992, eftir að Veð hf. hafði keypt hluta af framkvæmdum SH-verk- taka í Setbergslandi, eru fyrir hönd seljenda (SH-verktaka); Jón Ingi Gíslason, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, og stjórnarmennirnir Pét- ur Blöndal, Jón Halldórsson og Sig- urður M. Magnússon. Þeir þrír síð- astnefndu undirrita samninginn einnig fyrir hönd kaupenda, Veðs hf. Að auki semur Jón Halldórsson samninginn og er vitundarvottur á honum. Hann er sem sagt vitund- arvottur að eigin undirskrift og fjárræði. Þetta þykja lögfróðum heimilda- mönnum EINTAKS ekki góð latína og segja að gjörningar á við þennan veiki mjög samninga og gefi bú- stjóra mun meiri möguleika til rift- unar ef þurfa þykir. Sömu heimildamenn segja að það sé heldur haldlítil vörn hjá Pétri Blöndal að skýla sér bak við að stjórnarmenn SH-verktaka hafi ekki vitað hver raunveruleg staða fyrirtækisins var þegar ráðist var út í stofnun Veðs. Pétur segir orðrétt: „Það má segja að menn hafi á sínum tíma ekki fengið réttar upp- Iýsingar um hver raunveruleg staða fyrirtækisins var. Ástandið var þannig að stjórnarmenn SH-verk- taka vissu jafnvel ekki hver staða þess var.“ Hinir lögfróðu heimildamenn blaðsins segja að það sé klár skylda stjórnenda að vita hver staða fyrir- tækis er, svo ekki sé talað um þegar farið er út í aðgerðir af þeirri stærð- argráðu sem viðskipti SH-verktaka og Veðs voru. Segja þeir að með þessum orðum sé Pétur á vissan hátt að játa á sig gáleysi sem gæti varðað við lög um hlutafélög en þar segir meðal annars um skyldur stjórnenda: „Félagsstjórn fer með málefni fé- lagsins og skal annast um að skipu- lag félags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.“ og „Félags- stjórn skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins.“ Á það skal bent að ffamkvæmda- stjórar sem hafa yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækja vinna á ábyrgð stjórnar og að stjórnarmenn geta á hverjum tíma farið fram á að sjá öll þau gögn og upplýsingar sem þeir krefjast. Þeir sem töpuðu á Veði eru margir hverjir óhressir með fram- göngu Péturs og félaga og hafa á orði að þeir hafi ekki staðið sig í stykkinu. „Það er spurning hvort þessir menn hafi verið orðnir kærulausir eftir of margar stjórnarsetur og farnir að líta á þetta sem launuð, áhyggjulaus kaffisamsæti en ekki vinnu sem fylgdi mikil ábyrgð,“ segir til dæmis aðili sem tapaði nokkrum milljónum á viðskiptum sínum við Veð en vill ekki láta nafns síns getið. Vafalaust klár með reiknistokkinn en klaufi 1 mannlegum samskiptum Pétur H. Blöndal vandar ekki fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar kveðjurnar þegar rætt er um við- skipti Veðs við bæinn. Hann lætur liggja að því að afstaða bæjaryfir- valda til Veðs hf., eftir gjaldþrot SH-verktaka, hafi orðið til þess að gera stöðu Veðs verri en hún þurfti að vera. „Fulltrúar bæjarins hótuðu að rifta öllum samningum og settu þar með allt x óvissu. Við gáturn ekki selt neitt þar sem allt var ófrágengið við Hafnarfjarðarbæ sem var að lýsa einhverjum óþekktum kröfum. Ef við hefðum náð samkomulagi strax við Hafnarfjarðarbæ hefði staða Veðs verið miklu betri, það var óvissan sem fór með þetta,“ segir Pétur. Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður Hafnarfjarðar, skipaði megin hlutverk fyrir hönd bæjarins í samningaviðræðunum við Veð. Hann segir ásakanir Péturs fráleitar og fullyrðir að slæm staða Veðs sé Pétri sjálfum að kenna og að það hafi verið framkoma Péturs sem kom í veg fyrir að samkomulag næðist. „Pétur kom því miður ekki vel fram. Hann var mjög orðhvatur og á köflum orðljótur og með gífur- yrði. Það var því miður ekki hægt að ræða þessi mál við hann með málefnalegum hætti. Þetta breyttist allt með nýjum mönnum. Bærinn var að sjálfsögðu allur af vilja gerður til að leysa þetta mál með sem bestum hætti, því hags- munir bæjarfélagsins og íbúanna fara auðvitað saman í öllu. Þessar ásakanir Péturs í garð Hafnarfjarð- ar er einungis fyrirsláttur sem á ekki við nein rök að styðjast. Pétur Blöndal er vafalaust klár með reiknistokkinn en hann er klaufi í mannlegum samskiptum,“ segir Guðmundur. Það rennir stoðum undir þessi orð Guðmundar að efitir að skipt var um stjórn hjá Veði, og nýir menn komu til samningaviðræðna við bæinn fyrir hönd félagsins, tóku viðræðurnar að ganga á annan veg og samningar tókust sem báðir að- ilar gátu vel við unað. Þorsteinn Haraldsson er for- maður hinnar nýju stjórnar sem tók við Veði um síðustu áramót. Þau stjórnarskipti voru ekki að frumkvæði Péturs Blöndal heldur komu þannig til að aðrir hluthafar sáu að til þess að tap þeirra yrði ekki enn meira en stefndi í, varð að skipta unx aðila við stjórnvöl fyrir- tækisins. Það er að segja, útséð þótti um að Pétur gæti komið málefnum fyrirtækisins í höfn og því tók ný stjórn við. Þorsteinn Haraldsson staðfestir þetta í samtali við blaða- mann EINTAKS. „Það að ég tók við stjórnarfor- Pétur H. Blöndal Lögfróðir heimildamenn blaðs- ins segja að það sé haldlitil vörn hjá honum að skýla sér bak við að stjórnarmenn SH-verktaka hafi ekki vitað hver raunveruleg staða fyrirtækisins var þegar ráðist var út í stofnun l/eðs. mennsku í þessu félagi var alfarið fyrir mitt eigið frumkvæði en ekki vegna þess að einhver leitaði til mín. Skömmu fyrir síðustu áramót var hópur hluthafa í Veði kallaður saman til skrafs og ráðagerða um málefni félagsins. Á þeim fundum fæddist sú hugmynd hjá mér að það kynni að vera skynsamlegt að skipta út stjórn félagsins og taka mál þess öðrum og nýjum tökum. Það átti til dæmis við um að fara aftur að Hafnarfjarðarbæ og athuga hvort ekki væri hægt að gera betur. Ég ráðfærði mig við tvo aðra hlut- hafa um það hvernig þeim litist á að koma í stjórn ef þáverandi stjórn væri tilbúin að hverfa ffá. Þeir lýstu sig reiðubúna til stjórnarsetu og í framhaldi af því var haldinn hlut- hafafundur og ný stjórn kjörin með öllum greiddum atkvæðum.“ Þorsteinn vildi ekkert segja um það hvort hluthafar væru almennt reiðir Pétri vegna þess hvernig mál Veðs hafa þróast eftir fögur fyrir- heit. Þegar blaðamaður spurði Þor- stein hvort hluthöfum í Veði fynd- ist ekki að Pétur Blöndal, Jón Hall- dórsson og Sigurður M. Magnús- son hefðu trassað að vinna heima- vinnuna sína áður en Veð var stofnað, svaraði hann: „Ég undrast ekki að þér sýnist það.“ Guðmundur Benediktsson, BÆJARLÖGMAÐUR Hafnarfjarðar „Pétur kom því miður ekki vel fram. Hann var mjög orðhvatur og á köflum orðljótur og með gífuryrði. Það var því miður ekki hægt að ræða þessi mát við hann með málefnalegum hætti. “ Yfirgangur Péturs við íbúoarkaupendur Það voru ekki einungis hluthafar í Veði sem höfðu hagsmuna að gæta um að byggingaframkvæmdir í Setbergslandi myndu ganga vel. Þeir sem keyptu óbyggðar íbúðir af SH-verktökum, sem Veð keypti síðan, áttu að sama skapi mikilla hagsmuna að gæta um að fram- kvæmdirnar myndu ekki stöðvast. Samskipti þeirra við hina nýju framkvæmdaraðila voru að þeirra sögn ekki sem skyldi. „Það vantar ekki að Pétur og fé- lagar hafi byrjað samskipti sín við okkur íbúðarkaupendur mjög glæsilega og gefið út fagrar yfirlýs- ingar. Þegar menn sáu síðan að dæmið ætlaði ekki að ganga upp snerust draumórar þeirra upp í martröð senx bitnaði ekki síst á okkur,“ segir Sigurður Svavars- son sem keypti ásamt konu sinni raðhús í Setbergslandi og staðfestir þar með orð annarra íbúðarkaup- enda sem EINTAK ræddi við. Sigurður átti töluverð samskipti við forsvarsmenn Veðs á sínum tíma og er sammála Guðmundi Benediktssyni, bæjarlögmanni Hafnarfjarðar, og fleirum um að Pétur Blöndal búi yfir litlum dip- lómatískum hæfileikum. „Pétur á að leggja fyrir sig allt annað en samskipti við fólk. Sam- skipti við hann voru í stórum drátt- um þannig að ef maður var ekki sammála honum æsti hann sig.“ Þegar Veð tók yfir framkvæmdir SH-verktaka var gerður samningur milli Veðs, íbúðarkaupenda í ein- stökum húsum í Klettabergi og bú- stjóra SH-verktaka. Samningur þessi fól Veði að ljúka framkvæmd- um við íbúðirnar. Greiðslustaða kaupenda var mjög misjöfn og til þess að staða hvers íbúðarkaup- enda væri skýr átti að gera ná- kvæmt mat á verkstöðu við undir- skrift samningsins. Þannig átti að áætla hvað hver og einn átti mikið ógreitt í þeim framkvæmdum sem eftir voru. „Þessi samningur var þverbrot- inn, með stóru Þ-i, af þeirra hálfu. Þetta mat kom aldrei frá þeim. Það eina sem þeir fylgdu eftir í þessum samningi var að við áttum að greiða þeim. Framkvæmdaáætlun þeirra var einnig tóm steypa. Ég fékk eina útgáfu í hendurnar, annar íbúi í húsinu aðra útgáfu og sá þriðji enn eina. Það liggur í augum uppi að slík framkvæmdaáætlun getur ekki verið traust. Mergur málsins er að við vildum að þeir framkvæmdu og síðan myndum við borga fyrir það sem framkvæmt var. Þetta vildum við í ljósi feng- innar reynslu af SH-verktökum. Þeir vildu hins vegar að við borg- uðum og síðan yrði framkvæmt. Þannig stóðu málin stál í stál. Þegar reynt var að semja á fundum end- aði það í einhverri illsku. Samning- ar geta aldrei gengið ef annar aðii- inn verður kolbrjálaður ef hinn segir ekki já og amen við hans til- lögum, en þannig lét Pétur á fund- um okkar við hann. Þetta mál var allt hið skelfilegasta og leiðinlegasta og ég mundi segja að Pétur Blöndal ætti hvað stærstan þátt í að svo fór. Maðurinn hefur nánast ekki neitt samskiptavit að mínu áliti og ég held að hann hafi valdið meiri skaða en gagni í þessu máli öllu,“ segir Sigurður. Undir þessi síðustu orð taka reyndar fleiri málsaðilar sem EIN- TAK ræddi við og segja að með stífni og þvermóðsku hafi Pétur sett málin í enn verri hnút en þau voru, sem aftur hafi leitt til þess að tap Veðs hf. varð meira en efni stóðu til.O :IMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 7

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.